Tíminn - 31.10.1986, Síða 5

Tíminn - 31.10.1986, Síða 5
Föstudagur 31. október 1986' Tíminn 5 Fjárlagaumræðan: Engin ábyrgðar- laus yfirboð í frumvarpinu - sagði fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni Pálmi Jónsson formaður fjárveitingarnefndar stappar stálinu í Þorstein Pálsson fjármálaráðherra í fjárlagaumræð- unni. Timamynd: Svemr Frumvarp til fjárlaga kom til fyrstu umræðu á Alþingi í gær og var umræðan í hefðbundnum stíl. Tals- menn stjórnarflokkanna sögðu frumvarpið fela í sér bestu lausnina miðað við ástand efnahagsmála en stjórnarandstæðingar höfðu þar flest á hornum sér og töldu frumvarpið óreiðuplagg. f framsögu sinni sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra að horfur í þjóðmálum væru í flestu tilliti bjartar um þessar mundir og vel hefði árað til lands og sjávar. Þjóð- hagsáætlun fyrir árið 1987 benti mjög til þess að þjóðin nyti áfram- haldandi hagvaxtar, ef núverandi skilyrði breyttust ekki til hins verra. Heldur myndi þó draga úr hagvexti og væri spáð 2,2% hagvexti fyrir árið 1987 en 5% fyrir árið í ár. Ljóst er að landsmenn væru að ná sér upp úr þeim öldudal sem efnahagurinn féll í á árunum 1982-1983. „Ríkisstjórnin setti sér það pólitíska markmið í vor sem leið að minnka fjárlagahallann um því sem næst þriðjung. Það hefði verið bæði óraunhæft og óskynsamlegt að stíga í einu stærri skref að því marki að ná jöfnuði. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því að með þessu móti megi því sem næst ná jöfnuði í viðskiptum við útlönd á næsta ári,“ sagði ráðherra. Um tekjuhlið frumvarpsins sagði ráðherra „að tekjur ríkissjóðs væru áætlaðar um 37 milljarðar, sem er 4,7% hækkun frá yfirstandandi ári. langstærstur hluti teknanna, rúm 78%, kemur með óbeinum sköttum og þar af er söluskattur rúmlega helmingur. Sex hundruð milljónir eiga þá að koma með álagningu orkuskattsins. Jafnframt mun innan tíðar verða lagt fram frumvarp um tekju- og eignaskjatt, sem mun minnka skattbyrðina um 300 milljónir. Fjármálaráðherra sagði áætluð gjöld ríkissjóðs vera rúmlega 41 milljarð á næsta ári, þar af færi um 43% til launa og reksturs ríkisstofn- ana. Varðandi einstaka liði frumvarps- ins benti ráðherra á aukin framlög til byggingar grunnskóla sem hækkuðu um 70 milljónir, úr 115 í 185 milljón- ir, þreföldun framlags til Kvik- myndasjóðs, hækkun fjárveitingar til hafnargerðar úr 74 milljónum í 160 m.kr. og til byggingar sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva úr 82 m.kr. í 120 m.kr. Þá sagði ráðherra að lánsfjáráætl- un fæli í sér grynnkun á erlendum skuldum, tekin erlend Ián verða 2.550 m.kr. en afborganir eldri lána verða 2.930 m.kr. Heildarlántökur þjóðarbúsins eru í ár áætlaðar rúm- lega 10 milljarðar, en verða á næsta ári rétt rúmlega 8 milljarðar. Undir lokin ræddi ráðherra kjara- samningana frá því í febrúar og þær ráðstafanir, sem ríkissjóður tók að sér til að standa undir hluta kaup- máttaraukningar sem af þeim leiddi. Loks kom hann inn á sölu ríkisfyrir- AF ÞINGI tækja og lýsti því að því bæri að halda áfram. „Stjórnmálamenn og ríkisstjórnir verða á endanum dæmdar af verkum sínum, þessi ríkisstjórn hefur á ferli sínum gætt aðhalds án þess að reiða öxina til höggs og þetta frumvarp endurspeglar þau sjónarmið," voru lokaorð fjármálaráðherra í framsög- unni. Ragnar Arnalds (Abl. N.v.) sagði að þetta fjárlagafrumvarp markaði ljótasta viðskilnað íslenskrar ríkis-, stjórnar frá upphafi, fjárlagahalli þriðja árið í röð, sem næmi a.m.k. 6000 milljónum króna fyrir þessi 3 ár. Það yrði verk komandi ríkis- stjórnar að leysa þennan vanda með aðstoð skattgreiðenda. Þingmaðurinn sagði að engu að síður mundu stórfyrirtæki og eigna- rnenn njóta góðs af hriplekum skattalögum með alls kyns götum og undanþágum sem skertu tekjur ríkissjóðs sennilega um svipaða upp- hæð og hallarekstrinum nemur. Nóg væri þó til í gæluverkefni ríkisstjórnarinnar; útibú ÁTVR í Hagkaupshúsinu fengi 40 m.kr. og væri það gert til að auka aðsóknina að húsinu og flugstöðin fengi 500 milljónir króna. Frumvarpið bæri hins vegar „vond tíðindi" fyrir marga. Sveitarfélögin væru svipt 300 milljón kr. tekjum, framlag til Byggingasjóðs lækkuðu um 300 ntill- jónir líkt og helmings niðurskurður væri á framlögum til dagvistarstofn- ana. „1 heild sinni er frumvarpið andfélagslegt" sagði Ragnar Arnalds. „Frumvarpið boðar ekki neina nýja stefnu, sem horfi til framfara eða búi í haginn fyrir komandi ár og þá kjarasamninga sem í vændum eru,“ sagði Eiður Guðnason aðal- talsmaður Alþýðuflokksins í um- ræðunum. Vitnaði hann í Þorvald Gylfason og sagði að frumvörp til fjárlaga og láns fjárlaga gætu valdið þenslu í þjóðarbúskapnum og þar með vaxandi verðbólgu og viðskipta- halla á næsta ári. Eiður sagði að forgangsröð að- haldsverkefna í frumvarpinu væri röng og tiltók þar sem dæmi að lagt væri til að verja hundruðum milljóna til að styrkja útflutning landbúnaðar vara og niðurgreiða landbúnaðar- vörur heima fyrir og í málefnum landbúnaðarins stefndi sem fyrr í óefni“. Þetta var að mati hans röng stefna. Þá sagði hann að erlendar lántök- ur myndu ekki lækka því aðeins opinberar lántökur minnkuðu. Eiður kvartaði yfir því að margt í tekjuhlið frumvarpsins væri á huldu þar sent frumvörp þar að lútandi hefðu enn ekki komið fram. Kom þingmaðurinn síðan inn á ýmsa fjár- lagaliði sem hann krafðist skýringa á, s.s. 200 m.kr. greiðslu Pósts og síma til ríkissjóðs, skerðingu á tekj- unt Framkvæmdasjóðs RÚV, og Áburðarverksmiðjuna og fyrirhug- aða hækkun áburðarverðs. Hann gerði nokkra grein fyrir tillögum krata í ríkisfjármálum ogsagði undir lokin „að frumvarpið væri bæði þen- slufrumvarp og íhaldsfrumvarp vegna þess að þar vottar ekki fyrir nýjum hugmyndum enda þótt fjár- málaráðherra væri ungur maður". Kristín Halldórsdótiir (Kvl.Rn) sagði að skattgreiðendur þyrftu að finna að hagur þeirra væri betri og jafnframt að vita að vel væri með fé þeirra farið. Benti hún á nokkur dæmi um markmiðslausar aukafjár- veitingar til sanninda um að hagur skattgreiðenda væri ekki borinn fyrir brjósti í fjármálaráðuneytinu. Tiltók Kristín ýmis atriði í frum- varpinu sem dæmi um brostin loforð fjármálaráðherra varðandi sparnað og aðhald í ríkisrekstrinum. Benti hún í því sambandi á mikla hækkun á yfirstjórn ráðuneyta og ríkisstofn- ana m.a. vegna yfirvinnu. Þar hefði aðhald brugðst. Bruðlað hefði verið í flugstöðina. Gagnrýndi þingmaðurinn harð- lega niðurskurð á framlögum til dagvistarstofnana og sagði að það bæri merki um rangt mat á forgangs- verkefnum. Á sama tíma væri verið að fjárfesta stórar upphæðir í áfeng- isverslunum og hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Um viðhorf Framsóknarflokksins til fjárlagafrumvarpsins má lesa í ræðu Guðmundar Bjarnasonar (F.N.e.) við umræðuna sem birt er annars staðar í blaðinu. Bankakerfið: Vextir banka og spari- sjóða gefnir frjálsir - frá og með morgundeginum Með vaxtafrelsi því sem bankar og sparisjóðir fá frá og með morg- undeginum verður viðmiðunin: „Hæstu lögleyfðu vextir Seðla- bankans á hverjum tíma“ ekki lengur til. Hvaða vextir verða því framvegis reiknaðir af þeim þús- undum skuldabréfa sem nú inni- halda slíkt vaxtaákvæði er því óljóst. Seðlabankinn bendir einungis á í þessu sambandi að æskilegt sé að eigendur slíkra bréfa og þeir sem skulda þau geri með sér samkomu- lag um nýja viðmiðun þar sem því verði við komið. Með tilliti til þess að fyrri vaxtaákvarðanir Seðla- bankans hafi haft almennt gildi, mæiir bankinn með því að miðað verði við það meðaltal skuldabréfavaxta, sem hann mun framvegis birta mánaðarlega. En stjórnendur bankans telja þó að allt eins geti komið til greina að túlka „hæstu lögleyfðu vexti" sem hæstu skuldabréfavexti sem ein- hver bankanna tekur á hverjum tíma, þ.e. sá banki sem tekur hæstu vextina. En auk meðalvaxt- anna mun Seðlabankinn mánaðar- lega auglýsa hæstu og lægstu skuldabréfavexti eins og þeir eru 21. dag hvers mánaðar. f skuldabréfum sem gengið verð- ur frá eftir 1. nóvember verður hins vegar nauðsynlegt að skilgre- ina nákvæmlega við hvað skuli miðað ef vextir eiga að vera breyti- legir, t.d. vexti ákveðins banka, eða auglýsta meðalvexti. Seðl- abankinn bendir þó á að séu aðilar að lánssamningi sammála um hvaða raunvexti lán skuli bera, komist þeir næst því marki með fullri verðtryggingu og föstum vöxtum. Að allir vextir verði framvegis ákveðnir af bankaráðum eða bankastjórnum hvers banka fyrir sig breytir til muna hlutverki Seðla- bankans. Sú er þó undantekningin, að hann mun áfram ákveða dráttar- vexti sem gilda bæði innan innláns- stofnana og utan. Ráðgerir hann að endurskoða þá mánaðarlega og tengja þá almennum útlánsvöxt- um, þannig að þeir verði sérstakt álag á meðalvexti nýrra almennra skuldabréfa þann 21. hvers mánað- ar, en þeir gilda svo frá 1. degi næsta mánaðar. Almennir dráttar- vextir verða áfram 27% á ári nú í nóvembermánuði. Þá hefur Seðlabankinn einnig vald til, með samþykki ráðherra, að takmarka vaxtatöku banka- stofnana, þ.e. ef þeir ætla að krefjast hærri raunvaxta en gilda að jafnaði í viðskiptalöndum íslands, eða ef þeir ætla sér óhæfi- legan mun milli innláns- og útláns- vaxta. Ennfremur mun bankinn áfram hafa með höndum upplýs- ingastarfsemi um vexti bankanna á hverjum tíma. Bankastjórar Seðlabankans kváðust ekki eiga von á verulegum breytingum á almennum vöxtum nú alveg á næstunni. Hins vegar mætti búast við að t.d. breytingar á verðbólgustigi hafi fyrr áhrif á vextina en verið hefur. - HEI FUF Reykjavík Almennur fundur vegna kjörs fulltrúa á flokksþing verður haldinn á Rauðarárstíg 18, laugardaginn 1. nóvember kl. 13.00. Stjórnin ALLT AÐI11V/J] AFSLATTUR AF FUAVARNARAEFNUM ALLT AÐ AFSLATTUR AFMALNINGU OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 v/Hringbraut, simi 28600.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.