Tíminn - 31.10.1986, Page 15

Tíminn - 31.10.1986, Page 15
Tíminn 15 Föstudagur 31. október 1986 llllllllllllllllllllllllllll MINNING lillllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllll Gústaf Adólf Ágústsson endurskoðandi Fæddur 31. maí 1908 Dáinn 30. september 1986 Hann fæddist á Felli á Upsa - strönd, en fluttist ungur með foreldr- um sínum að Ystabæ í Hrísey, þar sem faðir hans var útvegsbóndi og farnaðist vel. Við Gústaf vorum skólabræður á Akureyri og lukum stúdentsprófi 31. maí 1929, á afmælisdegi Gústafs. Við sjö bekkjarsystkini vorum annar árgangur Akureyrarstúdenta. Bekkjardísin okkar, Guðríður Aðalsteinsdóttir, var fyrsti kvenstú- dentinn nyrðra. Strax að loknu prófi léttum við okkur upp í bílferð út að Bægisá og fram í Grund. Seinna um vorið fórum við, ásamt fimmtubekkingum að norðan og sunnan, í fræðsluferð til Hornafjarðar á varðskipinu Óðni. Jónas frá Hriflu, þá kennslumálaráð- herra, gekkst fyrir ferðinni, en far- arstjórar voru náttúrufræðikennar- arnir Pálmi Hannesson og Guð- mundur G. Bárðarson. En brátt skyldi lengra haldið. Af okkur sjö samstúdentum sigldu fimm utan til háskólanáms í Danmörku og Þýska- landi. Haustið 1929 hélt Gústaf til Pýska- lands og lagði stund á stærðfræði og eðlisfræði við háskólann í Hamborg. Gústaf hafði einnig mikinn áhuga á taflmennsku, hann tefldi mikið í félagi þýskra stúdenta og gat sér jafnan góðan orðstír. Frá Hamborg fór Gústaf til Kaupmannahafnar og hélt áfram námi þar um hríð, en bauðst fljótlega atvinna á fslandi, fyrst við kennslu, en síðar útgerð, endurskoðun o.fl. Varð endurskoð- un í Reykjavík aðalstarfssvið hans lengstaf, og vann hann sér mikið traust. Á stórafmælum stúdentsmenn- skunnar héldum við bekkjarsystkin- in, ásamt mökum okkar, jafnan fagnað ýmist á Akureyri eða í Reykjavík. Gústaf átti lengi við vanheilsu að stríða, en var jafnan hress í bragði og var fjarri honum að kvarta. Býst ég við að honum hafi verið svipað innanbrjósts og höfðingjanum sem bað þess að menn væri glaðir og reifir í erfi sínu. Gústaf var tvíkvæntur, vel kvænt- ur í bæði skiptin, og átti mörg börn. Starfsævi Gústafs verður sennilega ýtarlega rakin af öðrum, en ég lýk spjalli þessu með nokkrum vísum: Genginn er góður drengur, glaðbeittur skólabróðir fyrrum á Akureyri, út til náms brutumst síðar. Gústaf var glöggur á tölur, grundaði skák af snilli. Krufði oft kaup og sölur, kapprœddi snjallt á milli. Unglingar sátum saman sjö í bekk fyrir löngu. Foldin geymir nú fjóra, fallna á lífsins göngu. Ingólfur Davíðsson Stefanía Ósk Valdimarsdóttir Fædd 14. mars 1904 Dáin 9. október 1986 Mamma hringdi að morgni dags þann 9. þessa mánaðar og sagði mér að amma væri dáin. Hún dó í nótt, blessunin.... Gömul kona sem lifað hefur sinn dag sofnaði loks örþreytt að kvöldi, svefninum langa. Liðin eru sjö ár frá því hún veiktist af erfiðum sjúkdómi og örlög hennar voru ráðin. Pá baðst þú guð að taka þig: mínu hlutverki er lokið - en hann svaraði í heilagri brœði: sá sem vill lifa skal deyja sá sem vill deyja skal lifa þú skalt að lokum deyja úr þrá eftir dauðanum. Og hann tók Ijósið úr augum þínum og hljóminn úr eyrum þínum og þú kúrðir þig niður eins og visnað blóm - blómstrið eina. Hvíldinni fegin hverfur hún á vit feðranna, „handan yfir djúp pínu og dauða“. Hlutverki hennar er lokið í þessu lífi. Hún markaði á langri leið sinni djúp spor í minningar okkar sem eftir lifum, í söknuði og trega. Amma mín heitin, Stefanía Ósk Valdimarsdóttir, fæddist á Efri-Mýr- um í Engihlíðarhreppi í Austur Húnavatnssýslu þann 14.03. 1904. Foreldrar hennar voru Anna Guð- mannsdóttir frá Krossanesi á Vatns- nesi og Valdimar Stefánsson bóndi á Efri-Mýrum. Hún var elst fjögurra systkina, þeirra Guðmanns, Ragn- hildar og Eggerts. Amma ólst upp í foreldrahúsum til fermingaraldurs, en fór þá að vinna fyrir sér eins og títt var um unglinga á þeim tíma, m.a. á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Hóf hún þar nám í hjúkrun, en varð frá að hverfa sökum heilsubrests. Fluttist hún þá suður til Reykjavíkur og dvaldist þar um nokkurra ára skeið. f Reykjavík kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, afa mínum, Agli Geirssyni frá Múla í Biskupstungum. Oggiftust þauþann 3. október 1930 og hófu búskap í Múla sama ár. Þar bjó hún samfleytt í 52 ár. Þeim varð sex barna auðið, misstu það fyrsta en hin lifa öll; tvíburarnir Geir og Anna Sigríður, Guðbjörg, Jónína Margrét og Páll Haukur. í Múla hélt amma myndarlegt heimili sem orð fór af fyrir höfðings- brag ograusnarskap. Þar var löngum mikill gestagangur enda Múli í al- faraleið. Tók hún öllum vel sem þangað komu og gerði aldrei mannamun. Börnum sínum var hún mikið og þótti þeim afar vænt um hana. Amma var fíngerð, fremur smávaxin og fríð sýnum. Hreinlynd var hún og skaprík og með afbrigð- um hreinskiptin en þó kyrrlát í viðmóti og eitthvað tigið í fasi henn- ar og hlýtt. Hún var ekki orðmörg, hafði gaman af lestri góðra bóka og var mjög trúuð. Líf eftir dauðann var henni hugleikið og las hún gjarn- an bækur um þau efni. Hún var sérdeilis mannglögg og duldist fátt fyrir henni af þessum heimi og öðrum, þangað sem hún er komin. Og nú veit ég hvar: í ríkinu sem varð til er hinn krossfesti gaf upp andann þar situr þú og spinnur bláa geisla í sokk. Jóhanncs úr Kötlum Við barnabörnin þökkum henni allt sem hún gaf okkur í guðs friði. Stefán. Afmælis- og minningargreinar Peim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. 19. flokksþing Framsóknarmanna Hótel Saga 7-9.nóvember 1986 Dagskrá Föstudagurinn 7. nóv. Kl. 10:00 Þingsetning Kosning þingforseta (2 menn) Kosning þingritara (4 menn) Kosning kjörbréfanefndar (5 menn) Kosning dagskrárnefndar (3 menn) Kl. 10:15 Yfirlitsræða formanns Kl. 11:15 Skýrsla ritara Kl. 11:30 Skýrsla gjaldkera Kl. 11:45 Kosning kjörnefndar (8 menn) Kosning kjörstjórnar (7 menn) Kosning málefnanefnda (5 menn) Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:15 Mál lögð fyrir þingið Kl. 14:30 Almennar umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:30 Nefndarstörf Laugardagur 8. nóvember Kl. 9:00 Nefndarstörf Kl. 10:00 Almennar umræður frh. Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 aðalmanna í miðstjórn Kl. 14:00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16.15 Nefndarstörf-starfshópar - undirnefndir Kvöldið frjálst Sunnudagur 9. nóvember Kl. 10:00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 varamanna í miðstjórn Kl. 14:00 Aðrar kosningar skv. lögum Kl. 14:30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri (um kl. 16:00) Kl. 19:30 Kvöldverðarhóf í Súlnasal Frá Framsóknarfélagi Mýrasýslu Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 3. nóv. kl. 21 í Snorrabúð í Borgarnesi. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á flokksþing. Þingmennirnir Alexander Stefánsson og Davíð Aðalsteinsson koma á fundinn. Mætið vel. Stjórnin. Árshátíð Árshátíð Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldin laugardaginn 1. nóvember n.k. kl. 19.30. Borðhald hefst kl. 20.00. Veislustjóri: Níels Árni Lund, ritstjóri. Ávarp: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Söngur, glens og gaman. Hljómsveitin Víbrar leikur fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist fyrir fimmtudagskvöld í síma: 41510 - Sigurgeir og 41585 - Ingibjörg. Framsóknarfélag Húsavíkur. Skoðanakönnun á Vestfjörðum Skoðanakönnun um röðun á framboðslista framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi fyrir næstu þingkosningar, fer fram dagana 6.-7. desember 1986. Hér með er auglýst eftir framboðum í skoðanakönnunina. Skila skal framboðum til formanns kjördæmissambandsins Sigurðar Viggóssonar Sigtúni 5, 450 Patreksfirði, ásamt meðmælum stjórnar framsóknarfélags eða 20 félagsbundinna framsóknarmanna á Vest- fjörðum fyrir 9. nóvember 1986. Skoðanakönnunin er opin öllum heimilisföstum Vestfirðingum, sem lýsa yfir því að þeir séu fæddir fyrir 1. janúar 1972 (þ.e. verða 16 ára á kosningaári), að þeir séu ekki félagar í öðrum stjórnmálaflokki og þeir styðji stefnu Framsóknarflokksins. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Viggósson í símum 1389 (heima) eða 1466 og 1477 Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum 70 ára afmælisfagnaður Framsóknarflokksins 6 nóv. ’86 verður haldinn í Háskólabíói fimmtudaginn 6. nóvember og hefst kl. 20.30. Dagskrá auglýst síðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.