Tíminn - 31.03.1989, Side 3

Tíminn - 31.03.1989, Side 3
•' Töstudagur 31. mars 1089 nr.ijji f <\ Timinn Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður: „Yfirlýsingin er bara þrugl“ „Yfirlýsingin er bara þrugl og í engu samræmi við myndina. Á blaðamannafundi í Danmörku ný- lega var þessi yfirlýsing tekin fyrir og rakin lið fyrir iið og í kjölfar þess sáu dönsk blöð ekki einu sinni ástæðu til að birta hana,“ sagði Magnús Guðmundsson í samtali við Tímann um yfirlýsingu Green- peace sem birtist í blaðinu í gær. Magnús sagði ennfremur að það væri ljóst að Grcenpeacemenn hefðu ekki skoðað myndina nægi- lega vel. Ótti þeirra við myndina eða slæm samviska gerði það að verkum að þeir iæsu úr myndinni ýmislegt sem ekki er sagt í mynd- inni. „Það er hrein vitleysa þegar þeir segjast geta hrakið það sem kemur fram í myndinni. t>að er sama hversu margar yfirlýsingar þeir fá birtar í blöðum það breytir ekki þeirri staðreynd." Magnús sagði að dreifing á myndinni gengi vel og átta sjón- varpsstöðvar hefðu keypt hana til sýningar, en að ósk sjónvarps- stöðvanna væri ekki upplýst fyrir- fram hvar hún verður sýnd. „Það eru þegar komnar fjölmargar fyrir- spurnir frá Bandaríkjunum. en það er í fyrsta skipti í íslenskri kvik- myndasögu sem bandarískar sjón- varpsstöðvar hafa áhuga á ísienskri mynd. Við getum að miklu leyti þakkað Greenpeace þennan áhuga því þeir hafa verið að andskotast í bandarískum fjöimiðium og hóta okkur öllu illu og í kjölfar þessara láta fá fjölmiðlarnir áhuga." Magnús sagði að sjónvarps- stöðvarnar fengju yfirlýsingu Greenpeace senda til hliðsjónar með skoðunareintökum af mynd- inni og það að stöðvarnar tækju þá ákvörðun að sýna myndina þrátt fyrir yfirlýsinguna væri nóg svar við fullyrðingum Greenpeace. SSH Bylgjan/Stjaman: 1 rej (t im \ gar um "i m lán a imót tin? Jón Ólafsson, stjórnarformaður íslenska útvarpsfélagsins hf., segir að um mánaðamótin næstu verði hlustendur Bylgjunnar og Stjörn- unnar loksins varir við breytingar, en unnið hafi verið að þeim síðan stöðvarnar voru sameinaðar 11. mars sl. í viðtali við Tímann sagði hann að einhver fækkun yrði á föstu starfsfólki, en verið væri að vinna að endurráðningu flest allra starfs- manna sem sagt var upp í tengslum við sameininguna og gengju þeir samningar ágætlega. Hér væri þó ekki um að ræða lausamenn við stöðvarnar. Meðal þess sem til greina kemur í átt til breytinga, að sögn Jóns Olafs- sonar, er að Bylgjan og Stjarnan verði samtengdar einhvern tíma sól- arhringsins, en það væri þó mál sem ekki væri enn fast ákveðið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um í hverju breytingarnar muni felast, þar sem margt væri enn ófrágengið, þótt skammur tími væri til stefnu. Sagðist hann þó enn geta fullyrt að áfram yrðu stöðvarnar tvær og muni þær áfram starfa undir sínum nöfn- um þótt margt í rekstrinum hafi verið sameinað. „Stöðvunum hefur ekki fækkað frekar en rás eitt og rás tvö eru sama stöðin," sagði Jón. KB Fjöldi gesta kom í Bústaðakirkju í gær að samgleðjast sr. Ólafi Skúlasyni, verðandi biskupi íslands, cftir afgerandi kjör. Meðal þeirra var biskup kaþólskra manna á Islandi, Alfred Jolson. Timamynd Pjetur Sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup, tekur við embætti biskups íslands 25. júní á prestastefnu: Þjóðkirkjan þarf aukið sjálfstæði Ólafur Skúlason, vígslubiskup hlaut ótvíræðan meirihluta í biskupsvali þjóðkirkjunnar og hefur því orðið fyrir valinu sem næsti biskup íslands. „Ég held að allt stefni í það að þjóðkirkjan öðlist meira sjálfstæði um sín innri mál, meira fjárhagslegt sjálfstæði og sjálfstæði um söfnuði og mörk þeirra,“ sagði Ólafur er Tíminn spurði hann hvaða breytingar væru í vændum innan kirkjunnar á næstu árum. er honum varð ljóst að hann þyrfti að láta þar af störfum sem sóknar- prestur eftir 25 ára gæfuríkt safnað- arstarf. Þegar Tíminn hafði óskað Ólafi til Sagðist hann ekki geta neitað því að hafa orðið hrærður er hann og kona hans, frú Ebba Sigurðardóttir, gehgu inn í Bústaðakirkju til að taka á móti gestum á þessum tímamótum, Hálfdán Kristjánsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri segir frétt Tímans í fyrradag um málefni Sparisjóðs Súðavíkur vera að mestu: „Rógburður og skítkast“ „Lokagrein fréttar Tímans um Sparisjóð Súðavíkur er saman- safn grófra ærumeiðinga og skitkasts. Þeir sem þar eru kallaðir mínir viðhlæjendur og vinir bæru örugglega verulega skarðan hlut frá borði ef farið yrði vandlega ofan í lánveitingar sjóðsins þann tíma sem ég veitti honum forstöðu,“ sagði Hálfdán Kristjánsson á Súðavík við Tímann í gær. Hann sagði að sér þætti fullmikið upp í sig tekið það sem haft er eftir viðmælendum Tímans fyrir vestan að öll starfsemi sjóðsins hafi verið á mörkum hins löglega. Sann- leikurinn væri sá að Bankaeftirlitið hefði aldrei gert athugasemdir við eðli rekstursins, fyrr en í svoköll- uðu bílamáli. Síðan sagði Hálfdán: „í lokagrein fréttarinnar er talað um annars vegar þá sem reka vilji sjóðinn á hinum þrönga vegi dyggðarinnar, en hins vegar okkur feðgana og vini okkar. Þar er svo langt gengið að spurn- ing er um hvort ekki sé ástæða til að höfða mál. Það er bara vonandi að þetta lesi ekki of margir því þarna er gengið svo langt í ófræg- ingarherferð að ekki tekur nokkru tali. Það er ekki rétt eftir mér haft að ég hafi sagt að skipta mætti deilu- aðilum upp í Frost og Tog,“ sagði Hálfdán, „ég talaði um Frostatog. Tog hf. er meirihlutaaðili í Frosta hf. og þeir stjóma saman öllu batteríinu. Ef þeir væru farnir að rífast innbyrðis, þá væri nú moldin farin að rjúka í logninu," sagði Hálfdán Kristjánsson. Þá gerði Hálfdán athugasemdir við frétt blaðsins í fyrradag af hörðum flokkadráttum á Súðavík þar sem Sparisjóður Súðavíkur og atvinnufyrirtækin á staðnum eru bitbein. Hálfdán sagði að hér væri um að ræða það sem nefna mætti Frost- toghópinn annars vegar, en hins vegar aðra hluthafa eða stofnendur sjóðsins. Þá sagði hann að Banka- eftirlitið hefði ekki haldið neinn fund með stjórnendum sjóðsins eftir aðalfund hans 1988 umfram venjubundna árlega athugun. Hann sagðist ekki átta sig á f hverju „amstur“ Bankaeftirlitsinsv ætti að vera fólgið fyrir utan það að koma vestur út af bílamálinu og hlaupareikningsmálinu snemma árs 1987. Eftir því sem hann þekkti til hefðu ekki neinir sérstakir fund- ir verið haldnir síðan. „Ég held að þessi mál séu nú ekkert stórkostleg í sjálfu sér þar sem eftirlitið skoðar hvert einasta smáatriði í svona litlum stofnun- um. Atriði sem þeir aldrei komast yfir í stóru bönkunum," sagði Hálfdán. Hann sagði ekki vera um það deilt að þessi bílaviðskipti voru ólögleg en öll stjórnin hefði tekið ákvörðun um þau á sínum tíma utan einn sem sat hjá. „Það vantaði einn aðila inn í dæmið líka og það átti bara að selja skuldabréf með afföllum og þá var ekki hægt að gera neitt, þá var þetta orðið fullkomlega löglegt." Hálfdán sagði að fram hefði komið í blöðum að hagnaður af bílaviðskiptunum svokölluðu hefði verið 300 þúsund. Sparisjóðurinn hefði verið eigandi tveggja bíla af þeim fjórum sem um var aö ræöa. Þannig hefði nú ekki verið um stórkostlegar fjárhæðir að ræða og það ætti blaðamaður að geta viður- kennt. Hann sagði að deilurnar um hlutkestið væru sprottnar af mis- munandi túlkun á anda samþykkt- anna og sjálfur væri hann ekki tilbúinn að viðurkenna túlkun Bankaeftirlitsins rétta. „Þrátt fyrir að í samþykktunum segi að varpa eigi hlutkesti, þá eru deildar meiningar um hvenær á að gera það. Það er eðlilegt að ná fram úrslitum með kosningu og ef þess er kostur þá á að gera það. Náist ekki fram úrslit með kosn- ingu þá er eðlilegt að varpa hlut- kesti og þetta hefur verið gert. Það var kosið á fundinum í fyrra og það fengust úrslit,“ sagði Hálfdán Kristjánsson fyrrverandi spari- sjóðsstjóri á Súðavík. -sá Athugasemd Varðandi upphaf viðtalsins verð- ur Hálfdán að eiga það við flokks- félaga sína fyrir vestan, hvað eru ærumeiðingar og skítkast í málinu. Fréttastj. hamingju með úrslitin, var hann spurður um hvort von væri á áherslu- breytingum á stóli biskups íslands. „Auðvitað fylgja einhverjar breyt- ingar mannaskiptunum, en ég á ekki von á neinum grundvallarbreyting- um. Éger nú búinn að vera starfandi innan kirkjunnar í fjölda ára, þannig að það er ekki eins og ég sé að koma inn á framandi stað.“ Sagðist hann halda að innri mál kirkjunnar, sjálf- stæði hennar og gott samstarf við ríkisvaldið verði afar þýðingarmiklir þættir í starfi næsta biskups. „Þjóð- kirkjan verður að öðlast meira sjálf- stæði um mál sín og það er bráð- nauðsynlegt. Ég held að ríkisvaldið sé á sömu skoðun. Við megum aldrei gleyma því að þetta er þjóð- kirkja með yfir 90% landsmanna innan sinna vébanda. Okkur ber að hugsa um þá alla, en ekki aðeins þá sem e;u virkir innan safnaða kirkj- unnar. Þannig ber okkur að reyna að fá sem flesta til að átta sig á því hvað kirkjan hefur að bjóða. Ég er auðvitað mjög þakklátur yfir niðurstöðu biskupsvalsins og því að kosningabaráttan var látlaus og í góðu gengi. Þar að auki er ég auðmjúkur því þetta er mikið em- bætti og ég held að enginn maður finni sig þess umkominn að gegna því. Ég finn mikla vankanta á sjálf- um mér þar sem ég þekki til em- bættisins í gegnum þau störf sem ég hef gegnt um lengri og skemmri tíma innan kirkjunnar og innan biskups- stofu," sagði sr. Ólafur. „Með Guðs hjálp ætla ég þó að reyna hvað ég get.“ Sr. Ólafur Skúlason, hefur þegar hlotið biskupsvígslu sem vígslu- biskup, þannig að ekki liggur annað fyrir en innsetning í embætti biskups íslands. Gert er ráð fyrir að það geti orðið 25. júní n.k. við upphaf þeirra prestastefnu, sem verður sú síðasta er fráfarandi biskupv herra Pétur Sigurgeirsson, mun stýra. „Það verður bara erfitt að fara héðan úr Bústaðakirkju, því hér er yndislegt fólk sem búið er að bera mig á örmum sér síðan ég og kona mín komum hingaðárið 1964,“ sagði hinn verðandi biskup að skilnaði. KB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.