Tíminn - 31.03.1989, Page 7
Tíminn 7
Grétar Árnason og Magnús Bjarnason á Kára Jóhannssyni frá Keflavík voru að greiða úr netadræsu sem flæksl hafði. Þeir sögðust hafa verið nvbúnir að leggia netin. en þá hefði komið hræla „p
þvi for sem for. Þetta ersjotta net þeirra félaga sem fer svo illa í brælu. P „mio hræla og
limum>ndir l'jetur
Keflavíkurbær verður 40 ára þann 1. apríl og halda Keflvíkingar daginn hátíðlegan:
Listaverkið af Stjána bláa verður
aibjúpað á sjálfan afmælisdaginn, 1.
apríl. Listaverkið gerði Erlingur
Jónsson.
Þann 2. apríl verður júdómót á
vegum júdódeildar UMFK og fer
það fram í íþróttahúsinu í Keflavík
og hefst kl. 10.(10. Síðar unt daginn
verður brúðuleikhúsið með sýningar '
í Félagsbíói, sem hefjast kl. 14.00og
16.00.
í Félagsbíói verður Leikfélag
Keflavíkur með sýningar á rcvíunni
„Við kynntumst fyrst í Keflavík!" og
verða sýningar dagana 7. til 11.
apríl.
Á vegum Tónlistarfélags Kefla-
víkur verða einsöngstónleikar Hlífar
Káradóttur sópran og hefjast þeir í
Félagsbíói kl.20.30. Undirleikari
verður Lára Rafnsdóttir. \
Gunnar Þórðarson, Rúnar Julí-
usson, Jóhann Helgason og fléiri
hljómlistarmenn frá Keflavík koma
fram á tónlistarhátíð sem verður í
íþróttahúsinu laugardaginn 8. apríl
og hefst hún kl. 16.00.
Þá verður Fimleikafélag Keflavík-
ur með innanfélagsmót sunnudaginn
9. apríl í íþróttahúsi Keflavíkur og
stendur það frá 10.00 til 17.00.
Þann 10. apríl verða kennaratón-
leikar Tónlistarskóla Keflavíkur í
Tónlistarskólanum við Austurgötu
og hefjast þeir kl. 20.30. -ABÓ
í íslandsmeistaramótinu fyrir
skömmu. Þá höfum við einnig góðan
fjölbrautaskóla, þannig að við erum
sjálfum okkur nóg á flcstum
sviöum," sagði bæjarstjórinn.
Guðfinnur sagðist telja að fram-
tíðin væri björt, bæjarfélagið væri í
alfaraleið, hvað snertir alþjóðasam-
göngur. „Menn hafa vcrið að ræða
þá mögulcika sem hafa skapast við
þaö að Flying Tigers cru farnir að
koma hérna við og jafnvel að það
væri möguleiki að koma á fót toll-
frjálsunt iðnaði," sagði Guðfinnur.
Hann sagðist vona að festa og ró yrði
yfir hlutunum í Kcflavík í framtíð-
inni og að fólkið gæti búið við
atvinnuöryggi og góða lífsafkomu.
Fjölbreytt hátíðardagskrá
í tilefni afmælisins verður vegleg
hátíðardagskrá á sjálfan afmælisdag-
inn. Dagskráin hefst með hátíðar-
fundi bæjarstjórnar Keflavíkur og
byrjar fundurinn klukkan tíu í
Flughótelinu. Þar verður m.a. heið-
ursborgari Keflavíkur tilnefndur.
Afmælishátíðin hefst síðan klukk-
an 14.00 á því að listaverkið af
Stjána bláa við Hafnargötu veröur
aflijúpað, cn að því loknu, eða um
15.00 hefst hátíðardagskrá í íþrótta-
húsinu. Hciðursgestur dagsins verð-
ur frú Vigdís Finnbogadóttir forseti
íslands og mun hún flytja ávarp. Þá
munu Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra, Anna Margrét
Guðmundsdóttir forseti bæjar-
stjórnar Keflavíkur og Guðfinnur
Sigurvinsson bæjarstjóri Keflavíkur
einnig flytja ávörp. Börn úr Myllu-
bakkaskóla sýna leikþátt, Einar Júl-
íusson og Ólöf Einarsdóttir syngja
og atriði verða sýnd úr Gömlu
Keflavík í umsjá Leikfélags Kefla-
víkur. Þá mun Karlakór Keflavíkur
syngja, Fimleikafélag Keflavíkur
vera með fimleikasýningu og dans-
sýning á vegum Auðar Haralds.
Að lokinni dagskrá, verða bornar
fram veitingar í nýja íþróttasalnum.
„Maður ólst upp við það, að höfnin hér var full af bátum og hér fyrir neðan var fískhús í hverju húsi, sem nú er
búið að rífa,“ sagði Guðfínnur Sigurvinsson bæjarstjóri og bendir út um gluggann á skrifstofu sinni í átt að gömlu
bryggjunni.
þjónustugrcinar bæst við, eins og
t.d. tvö ný hótel, Flughótelið og
Hótcl Keflavík. Hann sagði að til-
koma hótelanna heföi mælst mjög
vel fyrir og væru þau mjög vel nýtt,
bæði af íslendingum og útlending-
um. með þessu hefur bæjarbragur-
inn einnig tekið miklum breytingum
að mati bæjarstjórans. „Hér er ein-
nig mikið af góðum iðnaðarmönnum
og það hefur drýgt svolítið að þeir
hafa vinnu af flugvellinum, þó svo
aö hún sé sveiflukennd," sagði Guö-
finnur.
„Ég held ég megi segja að samfé-
lagið hérna sé notalegt, þaö heyrist
á fólki sem flytur hingað að þaö unir
sér vel. Hér er mikið og gott félags-,
tónlistar-, og íþróttalíf, og er
skemmst að minnast frækilegs sigurs
körfuknattleiksliðs ÍBK á KR-ingum
Keflvíkingar minnast þess um þessar mundir að 40 ár eru
Iiðin frá því að Keflavíkurbær öðlaðist kaupstaðarréttindi, en
þau hlaut hann 1. apríl árið 1949. Margt hefur breyst á þessu
tímabili, bæði hvað atvinnumál og fólksfjölda varðar.
Guðfinnur Sigurvinsson bæjar-
stjóri Keflavíkur sagði í samtali við
Tímann að fólksfjöldi í bæjarfélag-
inu hefði vaxið jafnt og þétt miðað
við landsmeðaltal síðustu áratugi og
teldi Keflavík nú um 7400 íbúa.
Ungt fólk sagði hann að héldi tryggð
við staðinn og lítið væri um að fólk
flytti frá svæðinu, en bætti því jafn-
framt við að töluverð hreyfing væri
á fólki innan svæðisins, út í Garð og
Sandgerði, enda væri þetta að verða
eitt atvinnusvæði.
Hann sagði að ástand í atvinnu-
málum á staðnum væri yfirleitt gott
nema við sjávarútveginn. „Það hefur
verið varnarbarátta með útgerðina.
Hraðfrystihús Keflavíkur varð að
láta tvo togara ogtakaeinn í staðinn.
eins og menn muna, auk þess sem
fleiri skip hafa verið seld frá
staðnum. Þannig að það er erfið
barátta hér í sambandi við sjávarút-
veginn, en bæjarfélagið hefur reynt
að gera það sem það getur til að
styrkja menn og félög í þessum
slag," sagði Guðfinnur. Lítið er
orðið eftir af vertíðarbátum, 70 til
100 tonna, en mikill fjöldi smábáta
bæst í flotann.
Guðfinnur sagði að atvinnuástand
væri að öðru leyti gott og nýjar
Kaupstaður í 40 ár