Tíminn - 31.03.1989, Side 10

Tíminn - 31.03.1989, Side 10
10 Tíminn Föstudagur 31. mars 1989 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llll'r ilillllF1' .Llillll'r' .iilllll1 Mllll!' .Iillllil1!1 ililllH' i'lill'li ,!.llll!l;!' ■iil!llll!i hllllllT i.lll|!|:| iillll'1, lill!''' .|;IF Jlll'l'1' iill'1" ~ll'r'' .........................................................................................................................................................................................................................................................................................IIIIIIIIHIHIIIII Körfuknattleikur: Njarðvík vann bikarinn með einu stigi eftir framlengingu Æsispennandi lokamínútur og framlenging í úrslitaleik bikarkcppn- innar í körfuknattleik karla ■ Laugar- dalshöllinni í gærkvöld lauk með sigri Njarðvíkinga 78-77, gegn ÍR- ingum. Njarðvíkingar hafa því unnið bikarinn þriðja árið í röð. Njarðvíkingar hófu leikinn af krafti og voru yfir mest allan fyrri hálfleikinn. Lítið var skorað og bæði liðin léku pressuvörn. í leikhléi var staðan 42-33 fyrir Njarðvík og sá munur hélst allt fram á lokamínútur lciksins að ÍR-ingar fóru að saxa á muninn. Lokamínúturnar voru gífurlega spennandi og Vigni Hilmarssyni ÍR- ingi tókst að jafna metin á síðustu sekúndunni með skoti af stuttu færi. Staðan var 71-71 og framlengingar var þörf. Njarðvík gerði fyrstu 4 stigin í framlenginunni, en ÍR-ingar gáfust ekki upp. Villuvandræði voru orðin gífurleg í báðum liðunum og til marks um það fóru 5 leikmenn hjá ÍR út af með 5 villur, þar að auki voru 2 leikmenn inná með 4 villur. Þegar um ein og hálf mínúta var til leiksloka skoraði ísak Tómasson úr vítaskoti fyrir Njarðvíkinga og kom þeim 78-76 yfir. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir fékk Jón Örn Guðmundsson vítaskot fyrir ÍR, hann hitti úr fyrra skotinu og mis- tókst í því síðara. Þar með runnu möguleikar ÍR út í sandinn og Njarð- vík vann bikarinn 78-77. Leikurinn var mjög skemmtilegur og gríðarlega spennandi. Áhorfend- ur stóðu á öndinni af spenningi og fengu mikið fyrir aurana sína. Helgi Rafnsson, ísak Tómasson og Teitur Örlygsson voru atkvæða- mestir í liði Njarðvíkinga, en hjá ÍR var Björn Steffensen bestur, Ragnar Torfason, Jón Örn Guðmundsson og Sturla Örlygsson stóðu sig einnig vel. ' BL Njarðvíkingar bikarmeistarar í körfuknattleik karla 1989. Lið ÍBK sem vann bikarinn í kvennaflokki með því að vinna ÍR 78-69, eftir að staðan í leikhléi var 42-36. Tímamyndir Pjetur Hreiðar Hreiðarsson og fsak Tómasson Njarðvíkingar hampa bikarnum eftir sigurinn í gærkvöld * ’JV/l > ;>vPP ' Wjgk . jg ^ 1 fljpc A .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.