Tíminn - 31.03.1989, Side 12
1;2; Tíminn
úp,u r íjfSfTS ffj 7‘
Föstudagur 31. mars 1989
FRETTAYFIRLIT
SHWEIKEH - ísraelskir
hermenn skutu þrjá Palestínu-
menn til bana og særðu að
minnsta kosti þrjátíu og þrjá á
hinum hernumda Vesturbakka
og í Gaza.
VÍN - OPEC ríkin luku við-
ræðum í Vín með þeirri niður-
stöðu að halda áfram harðri
stjórnun á olíuframleiðslu til að
reyna að halda olíuverði í því
hámarki sem það hefur verið
undanfarna daga. Aðalfram-
kvæmdastjóri OPEC sagði að
öll þrettán olíuútflutningsríkin
hefou verið sammála um þetta
og að framleiðslukvótar verði
haldnir.
WASHINGTON - Ráð
gjafar Bush forseta sögðu að
vinnan við aö ná upp olíunni
sem rann í sjóinn við strendur
Alaska og hafa mengað meira
en nokkuð annað mengunar-
slys í sögu Bandaríkjanna,
gengi vel. Vistfræðingar segja
að sæotrar, farfuglar, síld og
lax séu helstu fórnarlömb
olíunnar sem lak úr hinu
strandaða olíuskipi Exxon
: Valdez á Prins Vilhjálms sundi.
| BEIRÚT - Miklir eldar brut-
ust út þegar bútangastankur
! sprakk í loft upp í stórskotahríð
Sýrlendinga og múslíma á
hverfi kristinna manna í Beirút.
Að minnsta kosti fjörutíu
manns slösuðust í hinni miklu
,sprengingu. Ekkert lát er á
stórskotaliðshríðinni þrátt fyrir
Ivopnahlé.
BRUSSEL - Lögreglan í
Belgíu leitar nú morðingja leið-
toga belgískra múslíma og að-
stoðarmanns hans, en þeir
voru myrtir í mosku sinni í
fyrrakvöld. Talið er næsta víst
að mennirnir hafi verið myrtir
þar sem þeir vildu ekki taka
undir með Khomeini sem hvatt
hefur til morðs á rithöfundinum
Salman Rushdie. Ríkisstjórnin
er nú að leita leiða til að vernda
leiðtoga múslíma í landinu
sem flestir eru hófsamir og því
skotmörk öfgafullra trúbræora
sinna í austri.
ÚTLÖND
MOSKVA - Sjö bandarísk
risafyrirtæki hafa undirritað
samning um að fjárfesta í sam-
eiginlegum verkefnum með
sovéskum fyrirtækjum. Meðal
fyrirtækjanna er matvæla- og.
tóbaksfyrirtækið JFJ Nabisco
og Eastman Kodak fyrirtækið.
Fyrirtækin sex skuldbinda sig
til að fjárfesta í Sovétríkjunum
fyrir 10 milljarða dollara í 25
verkefnum. Samningurinn
kveður á um að hluta arðsins
megi flytja út úr Sovétríkjunum,
en slíkt hefur hingað til verið
forboðið, eins og reyndar fjár-
festing erlendra fyrirtækja.
Hyundaiverksmiðjurnar í Suður-Kóreu:
Verkfallsmenn
handteknir í
hundraðatali
Það er hiti í kolunum hjá
hafnarverkamönnunum hjá
Hyundai verksmiðjunum í
Suður-Kóreu, en þeir hafa
verið í verkfalli undanfarna
þrjá mánuði. í gær börðust
þeir við óeirðalögreglu í
hafnarborginni Ulsan eftir að
lögreglan hafði handtekið
um það bil sjöhundruð verk-
failsmenn.
Hundruð verkamanna börðust við
óeirðalögregluna í húsgarði verka-
mannablokka þar sem um tvöþús-
und verkamenn Hyundai fyrirtækis-
ins búa.
Verkamennirnir báru eld að lang-
ferðabíl í eigu fyrirtækisins og einum
lögreglubíl.
Rúntlega tíuþúsund óeirðalög-
reglumenn voru mættir á svæðið í
gærmorgun vopnaðir kylfum og tára-
gasi og handtóku hina sjöhundruð
verkfallsmenn sem hafa lamað verk-
smiðjurnar í nær þrjá mánuði.
Verkamennirnir börðust á móti með
grjótkasti, bensínsprengjum og
kylfum. Rúmlega tuttugu manns
meiddust og er að minnsta kosti einn
verkamaður í lífshættu á sjúkrahúsi
eftir átökin.
Hópar verkamanna sem ekki eru
í verkfalli aðstoðuðu lögregluna með
því að rjúfa með jarðýtum víggirð-
ingar sem verkfallsmenn höfðu kom-
ið upp með bílum, ýmsum vélum og
útskipunarbúnaði.
Aðgerðir lögreglunnar komu í
kjölfar margítrekaðra aðvarana
stjórnvalda. Er ætlunin að óeirða-
lögregla verði á staðnum í náinni
framtíð og freisti þess að halda
starfsemi verksmiðjanna gangandi.
Verkamenn og lögregla eiga í átökum í S-Kóreu. Sjöhundruð verkamenn
voru handteknir í gær.
Talsmenn Hyundai fyrirtækisins
segja að um 80% þeirra nítjánþús-
und verkamanna sem starfa í verk-
smiðjunum í Ulsan vilji hefja vinnu
á ný. Þeir segja að fyrirtækið hafi
tapað einum milljarði Bandaríkja-
dala á verkfallinu sem er það lengsta
í sögu Suður-Kóreu.
Rúmlega fjögurhundruð manns
hafa slasast í átökum tengdum verk-
fallinu frá því það byrjaði í desem-
bermánuði.
Sjálfstæðisflokkurinn í
framboð í Ungverjalandi
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að
bjóða fram í næstu kosningum í
Ungverjalandi. Það er þó ekki hinn
íslenski Sjálfstæðisflokkur, cnda ætti
hann varla upp á pallborðið í Ung-
verjalandi með stefnu sína, heldur
er það Sjálfstæðisflokkur þeirra
Ungverja. Flokkurinn hefur ekki
verið áberandi í Ungverjalandi síð-
astliðna fjóra áratugi, enda komni-
únistaflokkurinn ráðið þar ríkjum
þar til nú.
Sjálfstæðisflokkurinn ungverski
var á sínum tíma flokkur millistéttar-
innar og hlaut hann um 14% at-
kvæða í kosningunum 1947. Síðan
hafa ekki farið fram frjálsar kosning-
ar í Ungverjalandi.
Slagorð hans í dag verða „Guð,
ættjörðin og einkaeignin '.
Flokkurinn var reyndar endur-
reistur um skamma stund árið 1956
eftir að kommúnistar höfðu bælt
niður alla stjórnmálaflokka eftir
þingkosningarnar 1947 með dyggum
stuðningi Sovétríkjanna. Hins vegar
sáu skriðdrekar sovéska hersins um
að kremja flokkinn niður þegar
Rauði herinn gerði innrásina í Ung-
verjaland 1956 og traðkaði niður
frelsishreyfingu Ungverja.
Það verður hinn 62 ára gamli
Tibor Hornyak sem leiða ntun flokk-
inn á endurreisnarfundi sem haldinn
verður í Jurta leikhúsinu í Búdapest
á sunnudaginn. Hann var kjörinn
formaður 1956 og sat í fangelsi sex
árin þar á eftir, þökk sé Sovétmönn-
um.
Hornyak segir að flokkurinn vilji
viðhalda sósíalisma í Ungverjalandi.
en að hann verði byggður á kristnum
grunni.
Það er ekki einungis Sjálfstæðis-
flokkurinn sem heldur fyrstu ráð-
stefnu sína í fjóra áratugi. Nú þegar
hafa Jafnaðarmannaflokkurinn og
Sjálfstæði sntáeignaflokkurinn hald-
ið ráðstefnur sínar.
Þessi þróun er liður í áætlun
stjórnvalda í Ungverjalandi sem
hyggjast koma á fjölflokkakerfi í
landinu. Þó verða allir flokkar að
viðurkenna Ungverjaland sem sósí-
aliskt land.
Þá er það einnig að frétta frá
Ungverjalandi að Ungverjar hyggj-
ast syngja messu í minningu Zitu,
síðustu keisaraynju Austurríkis-
Ungverjalands. Maður liennar Karl,
eða Karoly eins og Ungverjar
nefndu hann, var síðasti konungur
Ungverjalands, en konungdæmi
hafði ríkt þar allt frá því heilagur
Stefán kom á fót ríki þar um það
leyti sem íslendingar tóku kristni.
Hann lést árið 1038.
George Bush forseti
Bandaríkjanna:
Gorbatsjov
beiti sér
fyrir friði
í Níkaragva
George Bush forseti Banda-
ríkjanna hefur sent Mikhaíl Gor-
batsjov leiðtoga Sovétríkjanna
skeyti þar sem hann skorar á
Gorbatsjov að taka þátt í viðleitni
Bandaríkjamanna að koma á
friði í Níkaragva.
- Bush vill gjarnan sjá Sovét-
ríkin beita áhrifum sínum í Ník-
aragva til að koma á friði í
landinu, sagði Marlin Fitzwater
talsmaður Hvíta hússins er hann
skýrði frá skeyti Bush.
- Við vildum gjarnan sjá Sovét-
ríkin láta af birgðaflutningum og
stuðningi sínum við Níkaragva.
Við viljum gjarnan sjá Gorba-
tsjov forseta taka virkan þátt í
framkvæmd þessara atriða, sagði
Fitzwater.
Þessi tímasetning skeytis Bush
er ekki tilviljun því hann mun
halda í opinbera heimsókn til
Kúbu á sunnudaginn til að ræða
við Fidel Castro. Bandaríkja-
menn hafa sakað Sovétmenn um
að nota aðstöðu sína á Kúbu til
að auka áhrif sín í Rómönsku
Ameríku.
Dan Quayle varaforseti
Bandaríkjanna sem nú gerir allt
til að hasla sér völl sem sérstakur
og ábyrgur varaforseti beindi því
til Gorbatsjovs í fyrradag, að
Sovétmenn létu af stuðningi sín-
um við Kúbu. Ekki er þó líklegt
að ummæli hans hafi orðið til
þess að Sovétmenn hyggjast ekki
endurnýja samninga um efna-
hagsaðstoð við Kúbu, en sendi-
herra Sovétríkjanna í Bandaríkj-
unum skýrði frá þeirri ákvörðun
í gær.
Enn átök
í Angóla
Þrátt fyrir samkomulag um frið í
Angóla og brottflutning kúbanskra
hermanna þaðan heyja skæruliðar
Unitahrey.fingarinnar áfram baráttu
við marxistastjórnina í Luanda.
Stjórnarherinn staðhæfir nú að her-
sveitir þeirra hafi drepið sjötíu og
einn skæruliða Unita og tekið fimm
til fanga í aðgerðum í sex héruðum
landsins.
í yfirlýsingu stjórnarhersins segir
að hersveitir hafi lagt til atlögu gegn
skæruliðum í Huambo, Cuando Cu-
bango, Moxico, Benguela og Ma-
lange í vikunni til að hefna árása
skæruliða þar sem fjörutíu og sjö
saklausir borgarar voru drepnir og
þrjátíu og fjórir særðir.
Kólumbía:
Ekkert lát á morðum
Ekkert lát er á morðum í Kól-
umbíu. í gær voru sex myrtir Víðs
vegar um landið og er jafnvel talið
að nú séu eiturlyfjabarónar lands-
ins að hefja herferð gegn andstæð-
ingum sínum.
Lögfræðingur sem rannsakaði
morð á þekktum ritstjóra, sem
myrtur var árið 1986, var skotinn
til bana er hann stöðvaði bifreið
sína á umferðarljósum í Bogóta.
Morðingjarnir sem voru tveir kom-
ust undan á vélhjóli.
Lögfræðingurinn, Galvez að
nafni, hefur skrifað greinar um
verkalýðsmál um nokkurt skeið.
Hann var að rannsaka morðið á
Guiellermo Cano ritstjóra dag-
blaðsins E1 Espectador, en hann
gagnrýndi ntjög eiturlyfjabaróna
landsins og hvatti til baráttu gegn
þeim. Er talið næsta víst að eitur-
lyfjabarónarnir hafi komið honum
fyrir kattarnef.
Þá var vellauðugur bílasali myrt-
ur í Bogóta þegar hann streittist á
móti vopnuðum mönnum sem
hugðust ræna dóttur hans sem var
í bíl með honum.
1 Monteria var lögreglumaður
og kona hans myrt og í hinni
illræmdu borg Medellin var verka-
lýðsleiðtogi skotinn til bana.