Tíminn - 31.03.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn
Winnie Mandela nýtur ekki lengur trausts:
Hafði safnað um sig
liði misindismanna
irnir hafa ýmist látið sig hverfa eða
verið handteknir. „Þeir voru ekk-
ert annað en áflogahundar sem
Winnie hafði sótt á götuna til að
endurhæfa," segir fjölskylduvinur
og bætir við að Winnie hafi fyrir
löngu misst alla stjórn á piltunum.
Yfirleitt er varla nokkur leið að
hafa stjórn á unglingum í borgar-
hverfum svartra í Suður-Afríku.
Hingað til hefur það reynst von-
laust verk bæði íhaldssömum og
stranglega skipulögðum Zulu-sam-
tökunum Inkatha, og vinstri sinn-
uðu andstöðusamtökunum „Sam-
einaða lýðræðisfylkingin", en
áhangendur þessara tveggja fylk-
inga hafa staðið í blóðugum bar-
dögum í héraðinum Natal árum
saman.
Ofbeldi hversdagsiegt
í borgarhverfum svartra
Ofbeldi er hversdagslegt í svörtu
borgarhverfunum. Um helgar lítur
slysastofan í stærsta sjúkrahúsi
Sowetos, Baragwanath, út eins og
vígvöllur frá miðöldum. Þar eru
klofin höfuð, skornar slagæðar,
uppristir líkamar, stungu- og
skotsár. Einn venjulegan miðviku-
dag um miðjan febrúar komu þang-
að til meðferðar 320 manns sem
höfðu hlotið áverka í slagsmálum
og 19 sem höfðu orðið fyrir byssu-
skoti.
Samkvæmt lögregluskýrslum var
tilkynnt um 977 morð að yfirlögðu
ráði, 488 dauðsföll af völdum
áverka, 5002 alvarlega líkams-
áverka og 1412 nauðganir. Miðað
við íbúafjölda, 1,5 milljón, er hér
um heimsmet að ræða.
„Hér eru árásir hluti af daglega
lífinu,“ segir Samuel Motaung, 19
ára. „Það er stutt síðan 3 karlar
lögðu hníf á barkann á mér þangað
til ég tæmdi vasana." Samuel býr
með foreldrum sínum, fjórum
bræðrum, tveim systrum og einurn
frænda við mikil þrengsli í einu
hinna óteljandi tveggja herbergja
húsa í Soweto. Eini vatnskraninn
er utan húss, í pínulitlum bakgarði,
svo og kamarinn. Aðeins móðirin
hefur vinnu í kjörbúð, en hann,
bræður hans og pabbi eru í stöðugri
leit að tilfallandi starfi, oftast án
árangurs. Atvinnuleysi í Sowetoer
mikið en þar sem ríkið leggur ekki
fram neinn stuðning liggja ekki
fyrir neinar opinberar tölur um
ástandið í borginni. Félagsráðgjaf-
ar álíta hins vegar að a.m.k. þriðji
hver íbúi hafi ekkert starf.
Svartir unglingar
bálreiðir bardagamenn
Flestir svartir unglingar hella sér
þess vegna bálreiðir út í pólitíska
baráttu gegn kynþáttamisrétti og
slást í hóp með einhverjum félög-
um. Samuel Motaung er meðlimur
róttæka nemendahópsins Sosco,
sem var bannaður á síðasta ári en
heldur áfram að starfa, t.d. „við
upprætingu glæpsamlegra aðila".
Þá sýna Soscofélagarnir engan
tepruskap.
Hinar ruddalegu hreinsunarað-
gerðir þessara ungu bardagamanna
hafa borið árangur til þessa. Eftir
að nemendur 63 skóla í Soweto
blésu til orrustu gegn hinum al-
ræmda „Kabasa-hópi“, er sá hópur
því sem næst óvirkur. Nú standa
yfir bardagar gegn „Japanska
hópnum". En árangurinn er
kannski ekki alveg eins afgerandi
Stompie Seipei (t.h.) með baráttufélaga sínum, Gillie. Lífverðir Winnie
Mandela eru sakaðir um að hafa drepið Stompie og nú er spurt hvort
Winnie hafí sjálf lagt þar hönd að verki.
enn sem komið er. Því að sérfræð-
ingarnir í að brjótast inn í japanska
bíla, þaðan er nafnið fengið, eru
vopnaðir skotvopnum og eiga póli-
tíska samvinnu við lögregluna.
Stompie Seipei, eitt meintra
fórnarlamba Mandela-fótbolta-
klúbbsins var í hópi félaganna.
Hann var einn þeirra sem 1985
stofnaði „under 14“ í heimabæ
sínum, Tumahole sem er 120 km
suður af Jóhannesarborg. Þá voru
tímar uppreisna gegn kynþáttaað-
skilnaðarstefnu um allt land og
Stompie, sem félagarnir kölluðu
„litla hershöfðingjann", stjórnaði
hópi 1500 herskárra krakka. Þá
sagði Stompie við breskan blaða-
mann: „Við krakkarnir erum
kjarkmeiri en þeir fullorðnu“.
Grimmilegar aftökur
þeirra sem grunaðir eru
um samvinnu við
iögguna
1985, þegar Stompie var 11 ára,
var hann tekinn fastur. í heilt ár sat
hann í fangelsi innan um fullorðið
fólk, bæði pólitíska fanga og glæpa-
menn. Lögreglan reyndi að fá
strákinn til að vinna fyrir sig sem
flugumaður. Það tók Stompie lang-
an tíma að hreinsa sig af grun
félaga sinna um að hann hefði látið
tilleiðast og gengið á mála hjá
öryggislögreglunni.
Hver sá í Suður-Afríku sem
slíkur grunur beinist að hefur fulla
ástæðu til að óttast um líf sitt.
Sífellt er raunverulegum eða
meintum njósnurum komið
grimmilega fyrir kattarnef. Vinsæl-
asta aftökuaðferðin er að steypa
bensíndrifnu bíldekki yfir höfuð
þeirra og kveikja í.
Því er líka haldið fram að meðal
30 manna fótboltaliðs Winnie
Mandela séu a.m.k. fjórir í þjón-
ustu lögreglunnar. Á einn þeirra,
Katiza Cebe Khulu, hafa þegar
verið sönnuð svik.
Þjálfari lífvarða Winnie, sem
jafnframt er þeirra langelstur, 41
árs, er sagður sjálfur hafa verið
lögregluþjónn á áttunda áratugn-
um. 9. nóvember sl. skaut lögregl-
an tvo skæruliða hins bannaða
Afríska þjóðarráðs til bana þar
sem þeir höfðu falið sig í húsi hans.
Venjan er sú að svertingi sem veitir
baráttumönnum neðanjarðar-
hreyfingarinnar aðstoð hljóti
margra ára tukthús fyrir. En þjálf-
arinn var aftur orðinn frjáls maður
eftir u.þ. b. tveggj a vikna fangavist.
Margir þykjast ekki frekar þurfa
vitnanna við um tvöfalt líferni
hans.
Verður „móðir þjóðarinn-
ar“ brátt handtekin, sök-
uð um aðild að morði?
En þrátt fyrir að „Mandela Uni-
ted“ hafi verið gagnsýrt flugu-
mönnum lögreglunnar eru heilindi
Winnie Mandela sjálfrar, sem áður
var tákn andstöðu svartra í Suður-
Afríku, nú tortryggð. Nú koma
fram upplýsingar jafnt og þétt sem
benda til þess að hún hafi sjálf ekki
hreinan skjöld. Einn klúbbmeð-
limanna hefur gefið þann vitnis-
burð að Winnie Mandela hafi verið
viðstödd þegar Stompie litli var
pyntaður, og hafi reyndar sjálf
tekið þátt í barsmfðinni.
Ef það reynist rétt vera verður
sjálf „móðir þjóðarinnar" brátt
handtekin vegna gruns um að eiga
aðild að morði.
Winnie Mandela hefur nú misst tiltrú svartra í Suður-Afríku. Meðal
ofbeldishneigðra lífvarða hennar voru flugumenn lögreglunnar og þeirra
bíður trúlega ákæra.
„Mandela United Football Club“ - nafnið hljómaði vel.
En íbúar Orlando West í Soweto voru fyrir löngu búnir að
fá sig fullsadda af þessum óðu vörðum Winnie Mandela.
Eldra fólk lagði stóra lykkju á leið sína frekar en að verða
á vegi þessara íþróttaáhugamanna þegar þeir skokkuðu um
stræti borgarinnar í ljósgráum æfingagöllum og með húfur
á hausnum, sem þeir drógu langt niður á andlitið.
„Þeir hafa hrellt okkur og
kvalið," segir ein nágrannakonan
kvartandi. „Þeir lömdu hvern sem
er og stríddu og hæddust að
öllum,“ segir Petrus Mfomo, sem
býr í aðeins nokkurra húsa fjarlægð
frá Winnie Mandela, „og þar sem
ég hef bara einn fót gerðu þeir mig
hlægilegan fyrst ég get ekki leikið
fótbolta".
Ekki var látið sitja við stríðni og
barsmíðar. Átta af klúbbfélögun-
um hafa nú verið ákærðir fyrir
morðið á 14 ára dreng, Stompie
Seipei. Þeir eru líka álitnir viðriðn-
ir morðið á einum klúbbfélaga
sinna, Maxwell Madondo, 19 ára
gömlum, og 13 ára stúlku.
Lífverðirnir breyttust
í hryðjuverkamenn
í miðri straumiðu stórhneykslis
sem hefur skekið Suður-Afríku
vikum saman, er Winnie Mandela,
kona leiðtoga Afríska þjóðarráðs-
ins Nelsons Mandela, sem setið
hefur í fangelsi síðustu 26 árin.
Hún stofnaði fótboltaklúbbinn, en
klúbbmeðlimir voru jafnframt líf-
verðir hennar sem aftur á móti
breyttust smám saman í hreina og
klára hryðjuverkamenn.
Nemendur gagnfræðaskólans í
Orlando West voru þeir fyrstu sem
vildu vekja athygli á „kúgunar-
stjórn hópsins" í fyrra. Svo virtist
sem lífverðirnir hefðu nauðgað
einni skólasystur þeirra. Mörg
hundruð æstir nemendur efndu
þess vegna til mótmæla við hús
Winnie Mandela. Þegar klúbbfé-
lagarnir höfðu brotist til útgöngu
og í ljós var komið að Winnie
Mandela var ekki heima, brenndu
reiðir unglingarnir húsið til grunna.
Rauða múrsteinahúsið sem Nel-
son Mandela hafði búið í þar til
hann var tekinn höndum 1962, var
endurreist. Winnie Mandela flutti
sig samt um set með lífvörðunum
sínum í borgarhlutann Diepkloof
Extension og nú stendur sögufrægt
hús Nelsons Mandela autt.
Búið að leysa upp
klúbbinn-að skipun
Nelsons Mandela
Nú er búið að leysa upp fótbolta-
klúbbinn, samkvæmt skipun Nel-
sons Mandela, og flestir meðlim-