Tíminn - 31.03.1989, Side 20

Tíminn - 31.03.1989, Side 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 tflBÐBBtfflWBSKim SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 „LÍFSBJÓRG f NORDURHðFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 Gegn náttúruvernd á villigötum ÞRQSTUR 685060 VANIR MENN Tíniiiiii FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989 Innbrotafaraldur á Suðurnesjum. Fimm innbrot á skömmum tíma. Brotist inn í Samkaup aðfaranótt fimmtudags: Um 800.000 krónum stolið í Samkaupum Aðfaranótt fímmtudags var brotist inn í verslunina Samkaup í Keflavík og höfðu þjófarnir á brott með sér um 800.000 krónur í peningum og krítarkortanótum. Svo virðist sem innbrotafaraldur geisi nú á Suðurnesjum, en þetta er í þriðja skiptið sem brotist er inn í verslanir Kaupfélags Suðurnesja á skömmum tíma. Þá varumsíðustuhelgitvívegis vík segir engar handtökur hafa brotist inn í raftækjavöruverslun- ina Ljósbogann í Keflavík og aö sögn rannsóknarlögreglunnar í Keflavík eru líkur á að tengsl séu á milli innbrotanna um helgina og innbrotsins í Samkaup. Rannsóknarlögreglan i Kefla- farið fram vegna innbrotanna, en vildi ekki úttala sig um hvort einhverjir aðilar lægju undir grun. Þjófavarnarkerfi var ekki í Samkaupum og brutust þjófarnir inn um dyr á húsinu og spenntu upp peningaskáp, trúlega með skrúfjárni, kúbeini og meitli. Heildarupphæð þess er var stolið ■ nam 800.000 kr. og af því voru um 300.000 í peningum, en af- gangur í greiðslunótum krítar- korta. Fyrsta innbrot í verslunina Ljósbogann var aðfaranótt föstu- dagsins 24. mars og var þá litlu stolið. Aftur var brotist inn í Ljósbogann aðfaranótt laugar- dags og þá stolið töluverðum verðmætum, s.s. bíltækjum, vídeótökuvél og geislaspilara. Samanlagt var verðmæti þýfis þessara tveggja nátta 180-190 þúsund. Lögreglan í Keflavík fann allt þýfið á mánudagsmorg- un s.l. og var það að mestu leyti óskemmt. Áður hefur verið brotist inn í verslanir Kaupfélags Suðurnesja í tvígang á skömmum tíma. Brot- ist var inn í útibú kaupfélagsins í Sandgerði aðfaranótt sunnudags og stolið þaðan skiptimynt úr búðarkassa ásamt sælgæti og síg- arettum. Tjón af völdum inn- brotsmanna voru þó nokkur og mmmmmmmm voru unnar skemmdir á innan- stokksniunum í búðinni. Þá var brotis inn í útibú félagsins í Vogum fyrir skömmu og stolið þaðan matvælum. Innbrotið í Samkaup er því þriðja og stærsta innbrotið í verslanir Kaupfélags Suðurnesja á stuttum tíma. Rannsóknarlögreglan vildi ekki tjá sig um hvort um samhengi væri að ræða á milli innbrotanna í verslanir kaupfélagsins. -ÁG Skólastjórastaða í Ölduselsskóla auglýst laus til umsóknar: Rógsherferð frá í vor! Valgeir Guðjónsson og Daníel Ágúst Haraldsson, Danni, fara til Luzern og keppa fyrir íslands hönd. Tímamynd: Árni Bjarna Danni til Luzern Lag Valgeirs Guðjónssonar „Það sem enginn sér“ sigraði í undan- úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á íslandi í gær. Flytjandi lagsins er Daníel Ágúst Haraldsson, Danni, söngvari hljóm- sveitarinnar Ný dönsk. Þeir tveir fara því til Luzern í Sviss og taka þar þátt í aðalkeppninni þann sjötta maí næstkomandi. „Það sem enginn sér“ hlaut 68 stig. Tvö lög voru jöfn í öðru sæti, hlutu 58 stig bæði en það voru lögin Sóley eftir Gunnar Þórðarson við texta hans og Toby Herman og lagið. jfímkbókasnftitö á Jlkureyri Alpatwist eftir Geirmund Valtýsson við texta Hjálmars Jónssonar. Keppnin var nokkuð tvísýn og til að byrja með leit allt út fyrir að annað lag nryndi sigra. Sveinn R. Einarsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar færði Valgeiri hálfa milljón króna í verðlaun og sagðist vona að íslendingum tækist að mjaka sér upp úr sextánda sætinu. Þetta er í annað sinn sem lag Valgeirs sigrar í undanúrslitum. Hann ætti því að vera öllum hnútum kunnugur varðandi nauðsynlegan undirbúning hér heima og eftir að til. Sviss verður komið. Auk verðlauna Ríkisútvarpsins fengu sigurvegararnir að gjöf ákveðna fjárupphæð frá félagi tón- listarmanna til að létta þeim róður- inn. Þeirri gjöf fylgdi kaktus scm að sögn er harðger planta og því vel til þess fallin að standast álagið sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur frægðar- innar. Þá er bara að bíða og sjá hvort íslendingar eru mosagrónir við sext- ánda sætið og óska þeim félögum gæfu og gengis. jkb „Þetta er rógsherferð sem hófst síðastliðið vor, þegar mér var veitt staða skólastjóra við Öldusels- skóla,“ sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skólastjóri Ölduselsskóla í samtali við Tímann, en menntamálaráð- herra hefur ákveðið að auglýsa stöðu skólastjóra lausa til umsóknar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sjöfn sagði að henni hafi orðið það á að sækja um stöðu sem auglýst var laus til umsóknar. „Að mínum dómi hefur skólastarf gengið vel, við Ölduselsskóla eru 750 nemendur og 55 kennarar. Mér finnst leitt að menntamálaráðherra skuli beita svo ódýrum vinnubrögðum, þegar hann er að reyna að láta starfsmenn sína bera blak af svo mjög óprúttnum starfsaðferðum sínum með því að segja að 17 kennarar af 38 hafi gefið til kynna með leyniskjali að þeir muni hætta ef staða skólastjóra verði ekki auglýst," sagði Sjöfn. Hún sagði að við skólann væru að auki 13 aðrir fastir starfsmenn og þar til viðbótar ræstingarfólk. „Þessa fólks lætur menntamálaráðherra að engu getið þegar hann er að reyna að gera sem mest úr hinum leynilegu uppsögnum, eða hótunum um uppsögn,“ sagði Sjöfn. Sjöfn sagði að sér kæmi þessi málsmeðferð öll á óvart, því sam- skiptaerfiðleikar af hennar hálfu væru ekki til. Hún sagði að enginn kennari hafi komið til sín og sagt að hann vildi ekki vinna með sér næsta vetur og auk þess enginn farið fram á kennarafund, þar sem þeir hafi óskað eftir því að staðan yrði auglýst eða þá það að þeir hafi ekki getað unnið með henni. „Þannig að þetta kemur mér mjög á óvart,“ sagði Sjöfn. Hún sagði að þessi tímasetning menntamálaráðherra væri óskiljan- leg. „Ef ég er svona ófær í mínu starfi, eins og ráðherra telur, því auglýsir hann þá ekki stöðuna lausa strax til umsóknar, en ekki frá og með 1. ágúst,“ sagði Sjöfn. Sjöfn sagði að á fundi í Seljahverfi fyrir skömmu hafið Svavar Gestsson sagst ætla að verða menntamálaráð- herra í 15 ár eins og Gylfi Þ. Gíslason. „Það klappaði enginn. Gylfi var menntamálaráðherra í 16 ár. Ég spái því að Svavar Gestsson nái ekki fimmtán mánuðum. Meira hef ég ekki um málið að segja,“ sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skóla- stjóri Ölduselsskóla. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.