Tíminn - 26.08.1989, Síða 2

Tíminn - 26.08.1989, Síða 2
2 Tíminn Laugardagur 26. ágúst 1989 Sorpböggunarstöðin afturáflakk. Verður hún í Gufunesi? GuðmundurÁrni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði: Höfum lagt í nokkurn kostnað fyrir stöðina „Við höfum aldrei verið og erum ekki í samkeppni um sorpið. Við leystum sameiginlegan vanda alls höfuðborgarsvæðisins og fundum sorpböggunarstöðinni stað á lóð á iðnaðarsvæði í landi bæjarins þegar stöðin flæktist úr Árbænum í Kópa- voginn og út þaðan aftur. Það fannst engin lausn á því máli fyrr en við skutum yfir hana skjólshúsi,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Guðmundur Árni sagði að Hafn- firðingar hefðu síður en svo sóst eftir böggunarstöðinni en brugðist við með ábyrgum hætti þegar mál voru komin í óefni enda hefðu þeir haft heppilega lóð undir stöðina. Guðmundur Árni sagði að Sorp- eyðing höfuðborgarsvæðisins ætti sjálfsagt eftir að skoða sorphreinsun- armál í samhengi við hinn nýja urðunarstað í Álfsnesi og hvar heppilegast verði með tilliti til hans að koma fyrir böggunarstöðinni. Þá ætti og eftir að koma í Ijós hvort íbúar Grafarvogs myndu sætta sig við stöðina í næsta nágrenni sínu fremur en íbúar Árbæjarhverfis á sínum tíma. Guðmundur Árni sagði að Hafn- arfjarðarbær hefði verið búinn að leggja í talsverðan kostnað vegna sorpböggunarstöðvarinnar. Þeir hefðu verið búnir að finna henni stað, Ieggja í talsverða undirbún- ingsvinnu í stjórnkerfinu pg leggja veg að staðnum. „Ég held að það sé sjálfgefið að við fáum þennan kostn- að greiddan af hálfu Sorpeyðingar- félagsins," sagði hann að lokum. Póstþjónusta hækkarum10% Þann 1. september hækkar gjaldskrá fyrir póstþjónustu að meðaltali um 10%. Síðast hækk- aði almenn póstþjónusta 16. júlí 1988. Burðargjald fyrir almenn bréf innanlands og til Norður- landa í lægsta þyngdarflokki hækkuðu reyndar síðast 16. okt- óber í fyrra. Þrátt fyrir þessa 10% hækkun hafa gjaldskrár Pósts- og síma hækkað minna en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga fyrir þetta ár. Með hækkuninni er ætlunin að tryggja að greiðslu- jafnvægi verði í árslok. Sem dæmi um hækkun póst- burðargjalda má nefna að 20 gr. bréf innanlands og til Norður- landa hækkar úr 19 kr. í 21 kr. Burðargjald til annarra landa í Evrópu hækkar úr 24 kr. í 26 kr. Innborgunargíróseðill hækkar úr 30 kr. í 35 kr. Innrituð blöð og tímarit undir 20 gr. hækka úr 4,60 kr. í 5,10 kr. og undir 100 gr. úr 5,20 kr. í 5,70 kr. Til samanburðar er póstburð- argjald fyrir 20 gr. bréf hjá hinum Norðurlöndunum: Danmörk 25,50 kr., Finnland 26,10 kr., Noregur 24,70 kr. og Svíþjóð 21,10 kr. -EÓ Auglýst eftir lögreglumönnum á Kirkjubæjarklaustur: V ilja rá ðatv ær hi éraðsli ögreg llur Karl Gústaf Svíakonungur gengur út í flugvél Flugtaks, sem flutti hann austur á land. Fremst á myndinni eru Ijórir flugmenn Flugtaks, en flogið var með konunginn og fylgdarmenn í tveim flugvélum. Tímamynd Ámi Bjara Svíakonungur er farinn á veiðar Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar hélt í gærdag austur á land, þar sem hann mun slást í för með hreindýra- eftirlitsmanni, en sem kunnugt er hefur konungurinn fengið leyfi til að veiða 10 hreindýr. Konungur lagði af stað um klukkan þrjú í gærdag, klukkutíma síðar en áætlað var. Skotveiðimenn hafa sent mennta- málaráðuneytinu mótmæli vegna þessara veiða Svíakonungs, á meðan þegnum landsins sé óheimilt að fella hreindýr á veiðitímanum. Konung- urinn og fylgdarmenn hans hafa aðsetur á Skriðukiaustri á meðan hann dvelur við veiðar hér á landi og mun Rúnar Marvinsson sjá um mat- seld fyrir konunginn. -ABÓ Barnféllafsvölum Tæplega eins árs gamalt barn féll ofanaf svölum á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Keflavík um tíuleitið í gærmorgun. Barnið hlaut á tals- verða höfuðáverka auk annarra meiðsla og var það flutt á sjúkra- húsið í Keflavík, en síðan á Land- spítalann til frekari aðgerða. -ABÓ Settur sýslumaður Vestur-Skafta- fellssýslu, Friðjón Guðröðarson hef- ur auglýst eftir tveim héraðslögregl- umönnum til starfa austan Mýrdals- sands, með aðsetur á Kirkjubæjar- klaustri eða nágrenni, frá og með 1. september nk. Enginn héraðslögreglumaður hef- ur verið starfandi á Kirkjubæjar- klaústri frá því í vor og hefur lögreglan í Vík haft með þennan hluta sýslunnar að gera í sumar, en tæplega klukkutíma akstur er milli þessara tveggja þéttbýliskjarna. Þegar auglýst var eftir héraðslög- reglumanna í vor, sótti enginn um, en á sl. miðvikudag var sent út bréf til íbúa á Kirkjubæjarklaustri og á bæi í nágrenninu þar sem auglýst var eftir tveim héraðslögreglumönnum til starfa. „Við auglýsum eftir tveim- ur mönnum til þess að þeir geti unnið, annars vegar saman varðandi dansleikjavörslu og hins vegar til að menn geti þá brugðið sér frá til skiptis og sami maður þurfi ekki alltaf að vera tiltækur,“ sagði Frið- jón Guðröðarson settur sýslumaður. Hann sagði að bæði störfin væru hugsuð sem héraðslögregia, en ekki sem hálft eða fullt starf fyrir lög- reglumann. „Við ætlum að sjá hvernig þetta kemur út og meta þá eftir kannski þrjá mánuði að lagt verði til að ráðið verði í hlutastarf. Það er alfarið í hendi ráðuneytis að gera slíkt,“ sagði Friðjón. Hann sagði vegalengdina milli Víkur og Kirkjubæjarklaustur vera of mikla til að kalla á lögreglumann, þegar mikið lægi við. Aðspurður sagði Friðjón að viðbragða við aug- lýsingunni yrði varla að vænta fyrr en eftir helgi, þar sem hún hefði verði send út sl. miðvikudag af Hönnu Hjartardóttur oddvita. -ABÓ Þýsk-íslenska höfðar mál vegna lokunaraðgerða fjármálaráðherra fyrr í sumar: Vill endurheimta greidd en niðurfelld gjöld og skatta Þýsk-íslenska h.f. hefur stefnt fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs vegna lokunar fyrirtækisins fyrr í sumar en Þýsk-íslenska var innsiglað vegna vangoldins sölu- skatts fyrr í sumar. Um er að ræða átta og hálfa milljón króna sem ríkissjóður taldi sig eiga útistandandi hjá fyrirtækinu en í stefnunni er þess krafist að ríkissjóður greiði þá upphæð til baka en greiði auk þess skaðabætur vegna tjóns sem lokunin olli og nema samanlagðar kröfur rúmlega 20 milljónum króna. Forráðamenn Þýsk-íslenska viðurkenna ekki að skulda ríkissjóði þessar átta og hálfu milljón sem fjármálaráðuneytið krafðist fyrr í sumar og lokað var út af. Upphæðin er hluti af álagningu sem fyrrverandi skattrannsókna- stjóri lagði á fyrirtækið árið 1986 vegna þá undangenginna ára. Þýsk- íslenska kærði þessa álagningu á sínum tíma til ríkisskattstjóra sem vísaði kærunni á bug og lét álagning- una standa. Fyrirtækið kærði þá álagninguna til ríkisskattanefndar sem felldi álagningu skattrannsóknastjóra úr gildi með úrskurði sem kveðinn var upp snemma á þessu ári. Hins vegar hefur innheimta þessara niðurfelldu gjalda ekki verið afturkölluð af hálfu fjármálaráðuneytisins. Þar sem inn- heimtumenn ríkissjóðs taka ekki við fyrirmælum frá neinum nema ríkis- skattstjóra þá virðist ekki nóg fyrir þá að fá í hendur úrskurð ríkisskatta- nefndar heldur er gangur mála sá að ríkisskattstjóri skal gefa fyrirmæli um að úrskurði ríkisskattanefndar skuli framfylgt. Ríkisskattstjóri hef- ur ekki gefið Gjaldheimtunni fyrir- mæli um að hætta innheimtu þessara gjalda hjá Þýsk-íslenska í samræmi við úrskurð ríkisskattanefndar. Því hafa forráðamenn Þýsk-ís- lenska stefnt fjármálaráðherra fyrir Bæjarþing Reykjavíkur og krafist að ríkissjóður endurgreiði þessi niðurfelldu en greiddu gjöld og greiði fyrirtækinu jafnframt skaða- bætur. Málið verður tekið fyrir 7. september n.k. -sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.