Tíminn - 26.08.1989, Page 6

Tíminn - 26.08.1989, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 26. ágúst 1989 Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Ffeykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Afnám f lokkseinræðis í Tímabréfi í dag er vakin athygli á þeirri staðreynd að málefni Póllands eru nú í brennidepli heimsfrétta vegna stóratburða í landinu á sama hátt og Pólland var í kastljósi fréttanna þessa sömu mánaðardaga fyrir 50 árum, þegar atburðir þeirra daga leiddu til innrásar Þjóðverja í Pólland 1. september 1939. Alla götu síðan hafa ýmsar hörmungar gengið yfir Pólland. Heimsstyrjöldin 1939-1945 kom hart niður á Pólverjum. Stríðsreksturinn í Póllandi var bæði grimmdarlegur og lævíslegur, ekki síst af hálfu Sovétmanna sem komu aftan að Pólverjum með innrás úr austri ofan á leiftursókn Þjóðverja, allt í sama mánuði haustið 1939. Þrátt fyrir sigur Vesturveldanna og höfuðþjóða lýðræðisins í heimsstyrjöldinni varð það ekki hlut- skipti Pólverja að njóta ávaxta af sigri lýðræðis- aflanna. Pólverjar lentu inni á áhrifasvæði Sovét- ríkjanna, lokuðust inni bak við jámtjaldið eins og fleiri Austur og Mið-Evrópuþjóðir. Kommúnistar hrifsuðu smám saman til sín öll völd í landinu í skjóli hers og lögreglu, en umfram allt vegna sovéskrar hernaðaríhlutunar um málefni Póllands. í 40 ár hefur pólski kommúnistaflokkurinn farið með einræðisvald í landinu. Fram á síðustu mánuði og vikur var naumast við öðru búist en að flokkurinn myndi halda völdum sínum næstu ár. En svo hratt hafa atburðir í Póllandi gerst á tæpum þremur mánuðum að kommúnistar hafa misst alræðisvald sitt í stjórn landsins og verða að láta sér lynda að vera aðeins einn aðilinn í nýrri samsteypu- stjórn. Forsætisráðherra í þeirri samsteypustjórn er kaþólskur forystumaður höfuðandstöðuafls komm- únista, verkalýðs- og lýðræðissamtakanna Sam- stöðu. Samstaða spratt upp sem hreyfing verkafólks í Gdansk (Danzig) fyrir níu árum. Hreyfingin var bönnuð frá 1981, þar til í vor að henni var leyft að starfa og bjóða fram í kosningum á grundvelli nýrrar stjórnarskrár 4. júní sl. Þótt almennt væri talið að stjórnarskráin myndi tryggja áframhaldandi völd kommúnista á þingi og í ríkisstjórn, þá brást það. Kosningaúrslitin leiddu í ljós megna andstöðu pólsku þjóðarinnar gegn völdum kommúnista. Eftir margra vikna þóf og árangurslausa tilraun til þess að forsætisráðherraefni Kommúnistaflokks- ins gæti myndað stjórn hefur það orðið niðurstaðan að Samstöðumaður verður til þess að mynda starfhæfa stjórn í Póllandi og hefur ekki aðeins hlotið viðurkenningu pólska kommúnistaflokksins í því sambandi, heldur einskonar blessun Moskvu- valdsins. Stjórnarskiptin í Póllandi eru stórviðburður. Þótt enginn sé svo glöggur að sjá allt fyrir, þá er ekki ástæða til að ætla annað en að stjórnarskiptin í Póllandi marki kaflaskil í sögu landsins. Það er vel við eigandi að minnast hálfrar aldar afmælis þýsku innrásarinnar með þeim sögulega hætti að leggja formlega niður 40 ára alræði kommúnistaflokksins og leggja grundvöll að opnu og lýðræðislegu stjórnarfari. G™™«. mann skáld og rithöfundur á Akureyri er látinn í hárri elli. Hann var fæddur 1903 og því áttatíu og sex ára er hann lést. Guðmundur fæddist að Hvammi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu og ólst þar upp. Þótt hann hleypti ungur heim- draganum og ætti ekki heimili til langframa í Langadal upp frá því urðu æskuslóðirnar þar hon- um eigi að síður kærar til ævi- loka. Sér þess víða stað í ljóðum hans. Óhætt mun að segja að iðkun skáldlistarinnar hafi verið meg- inviðfangsefni Guðmundar Frí- manns um langa ævi. En ekki átti hann þess þó kost að hafa af henni framfæri sitt, fremur en Guðmundur Frímann skáld. gengur og gerist. Var hann og líka leitandi framan af og kom- inn til nokkurs aldurs er segja má að hann hafi komið fram á sjónarsviðið sem fullmótað skáld. Nám í myndlist Hann fór ungur til Reykjavík- ur, og var ætlun hans að stunda þar myndlistarnám. Minna mun þó hafa orðið úr en til stóð, enda varð skáldlistin fljótlega mynd- listinni yfirsterkari. Aður en tveggja ára Reykjavíkurdvöl lauk hafði Guðmundur aukheld- ur gefið út fyrstu ljóðabók sína, Náttsólir, safn nýrómantískra ljóða í sama anda og þá voru mest í tísku. Þessi bók kom út 1922, er höfundur var enn ekki tvítugur. Síðar þótti höfundi þó ekki mikið til þessara æskuverka sinna koma og gerði lítið með þau. Eftir þetta fluttist Guðmund- ur til Akureyrar og lauk þar fyrst námi í húsgagnasmíði og síðar í bókbandi. Fékk hann meistararéttindi í báðum þess- um greinum. Hafði hann af þeim framfæri sitt, og auk þess kenndi hann bókband og aðrar handmenntir við Gagnfræða- skóla Akureyrar. Gegndi hann því starfi í rúma tvo áratugi við miklar vinsældir, enda var hann viðurkenndur snillingur við bók- band og ágætur kennari. En það verða þó ljóðabækur Guðmundar sem lengst munu halda nafni hans á lofti. Hann gaf út bókina Úlfablóð árið 1933 og síðan bækurnar Störin syngur 1937, Svört verða sólskin 1951 og Söngva frá sumarengjum 1957. Á seinni árum snéri hann sér meir að þýðingum ljóða og ritun lausamálsverka, og sendi frá sér nokkrar bækur slíks efnis. Þar á meðal eru Undir bergmáls- fjöllum, safn ljóðaþýðinga sem út kom 1958, og síðasta ljóða- bók hans var Draumur undir hauststjörnum, frumort kvæði og þýdd, sem út kom 1980. Vandvirkt ljóðskáld Á starfstíma Guðmundar Frímanns gengu margar tísku- sveiflur yfir íslenska ljóðagerð. Að frátalinni fyrstu bókinni er þó ekki hægt að segja annað en að hann hafi látið þær allar sigla fram hjá sér að mestu án þess að haggast við. Ljóð hans bera þess vitni að hann hefur mótast sterklega af innlendri ljóðahefð, og jafn- framt hefur hann tamið sér ákaf- lega mikla vandvirkni í ljóða- gerð sinni. Þau verk hans sýna það ljóslega að í Guðmundi hefur farið maður sem fágaði og vandaði allan sinn skáldskap. Það skiptir raunar litlu hvar borið er niður í ljóðum hans; alls staðar er sama vandvirknin og fágunin að verki. En svo dæmi sé tekið þá yrkir hann svo í ljóðinu Að leíkslokum, sem kom í bók hans, Söngvar frá sumarengjum: Lýkur leik að stráum, löngu komið haust. Yfir hnjúkum háum hljómar endalaust váleg vetrarspá. Vindar milli fjalla kalla og kveðast á. Fyrr en varir falla fljót og vötn í dá. Hér, eins og endranær í verkum Guðmundar Frímanns, er ort af andagift og yfirvegaðri fágun. Verk hans munu því lifa þótt höfundur þeirra sé nú allur. Polland í fréttum Það má kallast einkennileg tilviljun að nákvæmlega 50 árum eftir að málefni Póllands var aðalfréttaefni heimsins vegna áreitni Hitlers-Þýskalands við það land árið 1939 er Pólland enn í miðju heimsfréttanna. Fréttatilefnin eru þó eins ólík sem tímarnir hafa breyst á hálfri öld. Þar er engu saman að líkja öðru en því að saga Pólverja hefur um aldirnar verið við- burðarík og örlagaþrungin. Þótt Pólverjar séu gömul og merki- leg menningarþjóð, þá hafa þeir öldum saman orðið að lúta er- lendum yfirráðum og ágangi, og mátt þola mál- og menningar- kúgum af yfirdrottnurum sínum. Ekki hafa þau ósköp þó bugað Pólverja og þjóðerniskennd þeirra. Varla mun nokkur þjóð afsanna betur þær kenningar, sem nú er reynt að halda á loft í nafni alþjóðahyggju, að þjóð- erniskennd sé að miklu leyti rómantískur tilbúningur frá 18. og 19. öld til nota í pólitísku skyni, þegar á þarf að halda. Hitt er annað mál að þjóðern- ishyggja hefur oft tekið á sig hina óhugnanlegu mynd taum- lauss þjóðarrembings, kynþátta- fordóma og ótta við framandi þjóðir. Þessi afskræmda mynd þjóðerniskenndar og þjóðrækni kemur í hugann við að minnast ágúst-daga fyrir hálfri öld, þegar teflt var um framtíð Póllands, þar sem Adolf Hitler lék eins konar fjöltefli við forystumenn annarra Evrópuþjóða. Sú tafl- mennska var að vísu liður í margra ára keppni um völd og áhrif í Evrópu á fjórða áratugn- um, en þetta Póllandstafl verður þó minnisstæðast vegna þess að það var aðalkveikjan að heims- styrjöldinni síðari, mesta ófrið- arbáli allra tíma. Að vísu hafði lengi verið efnað í bálköstinn, sumir myndu segja að eldar heimsstyrjaldarinnar fyrri hefðu aldrei slokknað, heldur hafi tím- inn milli heimsstyrjaldanna ver- ið langt vopnahlé, e.t.v. tími endurtekinna vopnahléa. Hitler og Chamberlain Það er viðtekin skoðun, sem ekki verður auðveldlega vefengd, að með tilkomu nasista sem stjórnenda Þýskalands og einræði Adolfs Hitlers hafi stefnt hraðbyri til Evrópustyrj- aldar sem síðan hlyti að breiðast út um heim allan. Atburðarás Evrópusögunnar frá ári til árs, eftir að nasistar náðu völdum í Þýskalandi árið 1933, er býsna skýr og markast framar öðru af kerfisbundnum kröfum Þjóð- verja til landa og landssvæða í nafni stórþýskrar þjóðernis- hyggju. Hitler lét sér ekki nægja að setja fram kröfur sínar í von um að fá þær ræddar og viður- kenndar við ráðstefnuborð. Hann sótti kröfur sínar með blygðunarlausri valdbeitingu, ef ekki dugðu góð orð. Hins vegar hljóta menn enn í dag að spyrja þeirrar spurningar, sem reyndar var á vörum margra á þeirri tíð, hvernig það mátti verða að nas- istar gátu komist upp með fram- ferði sitt, að ekki sé minnst á þá spurningu, hvernig það gat skeð að þeir náðu völdum í Þýska- landi án þess að hafa mjög mikið fyrir því annað en að gera stjórn- arbyltingu, þegar sjálft löggjaf- arþing Weimarlýðveldisins hafði formlega afhent Hitler alræðis- vald. Hitler komst í kanslarastól á Iöglegan hátt að formi til að afstöðnum þingkosningum. Hann lét þingið fela sér sérstök völd samkvæmt heimild í stjórn- arskrá. Fyrir mann af hans gerð var hægur eftirleikurinn að gera stjómarbyltingu, þegar svo var komið. Enda gerði hann það. Eftir stjórnarbyltinguna í mars 1933 tókst Hitler ekki það eitt á hendur að brjóta niður lýðræðið í Þýskalandi og banna alla stjórnmálastarfsemi aðra en Nasistaflokkinn. Áður en varði hófst hann handa um að gera ákvæði Versalasamninganna að engu, þá samninga, sem Þjóð- verjar höfðu orðið að gangast undir eftir að hafa beðið ósigur í heimsstyrjöldinni fyrri. Sú stefna hlaut að eiga hljómgrunn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.