Tíminn - 26.08.1989, Page 11
Laugardagur 26. ágúst 1989
Tíminn 23
Afvegaleiddir vöðvadýrkendur:
Æ algengara a ð
skólakrakkar
neyti hormóna
Ógnvekjandi afleiðing langvarandi líkamsþjálfunar er
nú æ betur að koma í Ijós. Læknar kvarta undan aukinni
notkun skólanemenda á hormónalyfjum. Málið er þegar í
brennidepli í Bandaríkjunum og umræður um það hafnar
í Þýskalandi
„Líkamsrækt er
ný menning“
Það glampar á stuttklippt ljósa
hárið í ljóma flúrljósanna. Brjóst-
kassinn er myndarlega hvelfdur.
Dýrslegt öskur fylgir því þegar
unglingurinn með norræna útlitið
grípur um járnstöngina með lóðun-
um.
Þetta er augnablikið sem Uwe,
19 ára verslunarmaður frá
Lippstadt, finnst hann vera karl í
krapinu. Hann fullyrðir að regluleg
þjálfun í kraftlyftingum hafi gert
hann að öðrum manni. „Líkams-
rækt er ekki lengur ein grein
íþrótta, hún er orðin að nýrri
menningu," segir hann.
Lærin of feit
Þar sem honum hafði fundist
lærin á sér einfaldlega of feit féll
Uwe fyrir töfrum „líkamsarkitekt-
úrs“ þegar hann var 15 ára. Skóla-
strákurinn gat fljótlega glaðst yfir
auknum vexti vöðva á upphand-
leggjum og lærum.
Þegar dró úr vaxtarhraðanum
fann Uwe til löngunar til að hjálpa
aðeins upp á sakirnar sjálfur. Hann
vandi sig á að sprauta sig daglega
með hormónalyfjum. Vöðva-
hlunkarnir héldu áfram að bæta
við sig. Uwe þyngdist úr 70 kílóum
í 106 og ummál læranna náði 70
sentimetrum.
Slík nokkuð öfugsnúin afreka-
hugsjón er stður en svo óalgeng.
Könnun á vegum heilbrigðisupp-
eldisstofnunar háskólans í Pennsyl-
vaniu gaf til kynna að 226 af 3403
útskrifaðra nemenda höfðu þegar
a.m.k. einu sinni gripið til vöðva-
aukandi efna. Með stuðningi þess-
arar skýrslu var komist að þeirri
niðurstöðu að í Bandaríkjunum
öllum mætti reikna með því að
250.000 til 500.000 skólanemendur
neyttu þessara hormónagjafa.
Nú er mikið rætt um þessar
hormónatökur skólakrakka í Vest-
ur-Þýskalandi. „Við verðum að
venja okkur við þá tilhugsun að
með fíkninni í hormóna sé byrjuð
tíska sem á næstu 5 árum á eftir að
taka mikið af tíma okkar og
kröftum,“ segir dr. Wilfried Huck,
yfirmaður eiturlyfjadeildarinnar
við Sálfræðistofnun æskunnar í
Westfalen.
„ömurleg vansæld"
Huck hefur leitað að ástæðum
þess hvers vegna fólk sækist eftir
að að byggja upp líkama í yfirstærð
og fundið þar líkar forsendur og
fyrir annars konar fíkn. Að baki
þessari ofurþjálfun líkamans leyn-
ist, eins og t.d. í hinni algengu
megrunarfíkn sem líka er algeng
meðal æskufólks, „ömurleg
vansæld". Hún sé afleiðing hinnar
árangurslausu eftirsóknar eftir ör-
yggi sem unglingarnir finni ekki
hjá foreldrum sem séu á sífelldum
spretti eftir efnislegum verðmæt-
um.
í hormónafíkninni komi fram
yfirdrifin leit að glataðri skynsemi
varðandi líkamann. Uwe lýsir sín-
um tilgangi svo: Maður fær aðra
meðvitund um sjálfan sig þegar
maður finnur að maður getur mót-
að líkama sinn eins og maður
sjálfur vill.“
Sálfræðingar segja að æskufólk
líti á líkamann sem „miðlunarlíf-
færi“, það gegni hlutverki auglýs-
ingasúlu sem plaggöt eru fest á. Til
að geta tekið sér glæsilega stöðu
byggja unglingarnir upp gífurlega
möguleika á að vinna afrek. Þeir
ganga viljalausir á vald kraftlyft-
ingatækjunum.
Margir unghngar vilja allt til vinna
að líkjast þessum vöðvatröllum, í
því skyni neyta þeir hormóna,
sérstakra fæðuefna og stunda þjálf-
un með Iyftingartæki og Ióð.
Fyrr eða síðar upphefst
vítahringurinn
með hormónana
Hinir hnykluðu vöðvar í upp-
handleggjum og lærum skila samt
ekki nema yfirborðslegum árangri
fyrir allt erfiðið. „Á endanum lítur
hann kannski vel út en er áfram
einmana náungi,“ segir Huck. í
vöðvaæði gerir líkamsræktarmað-
urinn líkama sinn eingöngu að
markaði, þar sem hann er fleginn
miskunnarlaust af eggjahvítuefna-
framleiðendum, kraftlyftingasöl-
um og lyfjasölum.
„Fyrr eða síðar upphefst víta-
hringurinn með hormónana,“ tek-
ur Manfred Seide, verslunarstjóri í
Duisburg sem selur næringarvörur
fyrir íþróttafólk, við. Jafnskjótt og
fólk veitir því athygli að það verður
linara, grípur það aftur til sömu
ráða. „Það er keðjuverkun sem
aldrei hættir,“ segir hann.
Hið gífurlega magn þeirra lyfja
sem álitið er að auki á vöðvarækt-
ina og tekið er inn af áhugasömum
iðkendum, er þó ekki endilega
aðalvandamál heimsmeistaranna.
Það eru krakkarnir sem reyna að
líkjast vöðvatröllinu Árnold
Schwarzenegger sem eru aðal-
vandamálið. „Hinir raunverulegu
kraftlyftingamenn taka miklu
minna af þessu,“ segir Andreas
Bredenkamp, fyrrum Þýskalands-
meistari í kraftlyftingum, sem ferð-
ast milli líkamsræktarstöðva í
Þýskalandi og heldur fyrirlestra
um þjálfun, næringu og hormóna.
Hann segir sanna kraftlyftinga-
menn líka upplýstari en *þá sem
sprauta sig vegna þess að þeir vilja
líta betur út í sundlauginni". Hann
segir að í mörgum búðum séu
„jafnvel börn oft hreinlega eyði-
lögð.“
Rudolf Mang, sem á sínum tíma
var þekktur sem sterki „björninn
frá Bellenberg" getur ekki annað
en hrist höfuðið yfir afvegaleiddum
vöðvadýrkendum. „Meðan ég
keppti var ég þá þegar skelfingu
lostinn þegar ég hafði tekið eitt-
hvað inn. En nú hellir hver sem er
hverju sem er í sig,“ segir maður-
inn sem var silfurverðlaunahafi í
Ólympíúleikunum 1972 í lyftingum
og rekur nú fjölmarga íþróttasali.
Hormónalyf eru þannig að verða
daglegt brauð margra. „Hingað
kemur oft fólk sem aldrei hefur
haldið á lóði og byrjar á því að
spyrja um lyf,“ segir íþróttasalar-
eigandi í Datteln.
„Ef lyfjaiðnaðurinn hætti
að græða fé á því
sem ekkert læknar... “
Og fyrirhöfnin er ekki alltaf
árangurslaus. Héraðslæknirinn í
Bochum ásakar vöðvaræktarstöðv-
amar um að koma á fót dansi á
rakvélarblaðsegg með stjórnlausri
dreifingu hormónaauðugra lyfja.
Formaður kraftlyftingasam-
bandsins þýska, Albert Busek, sem
gerir sér grein fyrir því að orðstír
greinarinnar er í veði, hefur til-
kynnt strangar aðgerðir, „þar sem
annars verður ekki hægt að stöðva
hraunskriðuna". Hann vill hins
vegar meina að skæðasta óvininn
sé að finna utan iþróttasalanna.
„Ef ekki væru til samviskulausir
seljendur, ef lyfjaiðnaðurinn hætti
að græða fé á sviðum sem eiga ekki
lengur hið minnsta skylt við lækn-
ingarmátt, þyrftum við ekki að
hafa neinar áhyggjur," segir hann.
Huck læknir segir að unglingar
kasti sér yfir allt sem er nýtt af
mikilli áfergju. „í hormónunum
leynist þegar ailt kemur til alls sami
máttur og heróini. Munurinn er
bara sá að heróínið drepur aðeins
hraðar.“
3® RIKISSPITALAR
Sjúkraliðar
Barnaspítali Hringsins
Sjúkraliðar óskast á barnadeild 4, ungbarnadeild
og á vökudeild, gjörgæslu nýbura
Góður aðlögunartími með reyndum starfsmanni.
Þægileg vinnuaðstaða. Þriðja hver helgi unnin.
Leitið upplýsinga.
Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri,
sími 60 1033, 60 1000.
Lyfjadeildir
Sjúkraliðar óskast á næturvaktir og allar vaktir á
lyfjadeildum.
Upplýsingar gefur Laufey Aðalsteinsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri
\ síma 60 1290 eða 60 1300.
Öldrunarlækningadeild
Sjúkraliðar óskast. Um er að ræða vaktavinnu frá
1. september. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri í síma 60 2266.
Reykjavík 27. ágúst 1989
RÍKISSPÍTALAR
LANDSPITALINN
Borðstofa Landspítala
Aðstoðarráðskona óskast í fullt starf. Vinnutími
erfrá kl. 7.30 til kl. 14.30 og kl. 11.00 til kl. 20.00.
Einnig vantar starfsmann í fullt starf. Vinnutími er
frá kl. 7.30 til kl. 14.30 og kl. 11.00 til kl. 20.00.
Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Guð-
laug Jónsdóttir í síma 60 1547.
Eldhús Landspítala
Starfsmenn óskast til frambúðar í 50 og 100%
störf. Vinnutími er annars vegar frá kl. 7.00 til kl.
15.30 og hins vegar frá kl. 16.00 til kl. 20.00.
Upplýsingar gefur Olga Gunnarsdóttir
í síma 60 1542.
Umsóknir sendist Olgu Gunnarsdóttur eldhúsi
Landspítalans.
Reykjavík 27. ágúst 1989
RÍKISSPÍTALAR
IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK
Skólinn verður settur
mánudaginn 4. september
kl. 11.00 í Hallgrímskirkju
Eftir skólasetningu verða stundaskrár og bókalistar
afhentir sem hér segir:
1. Nýnemum strax að lokinni setningu.
2. öðrum nemendum kl. 14.00 til 16.00.
3. Nemendum Meistaraskóla og öldungadeild kl.
17.00.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn
5. september.
Deiidarstjórafundur verður haldinn kl. 9.30 föstu-
daginn 1. september og kennarafundur kl. 11.00
sama dag.
Iðnskólinn í Reykjavík.