Tíminn - 26.08.1989, Qupperneq 18

Tíminn - 26.08.1989, Qupperneq 18
30 Tíminn Laugardagur 26. ágúst 1989 ÍÞRÓTTIR Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu: REYKJAVIKURRISARNIR BERJAST UM BIKARINN -30. bikarúrslitaleikur KSÍ á Laugardalsvelli á morgun kl. 14.00 Stórleikur ársins í knattspyrnunni, úrslitaleikur Mjólkur- bikarkeppninnar verður háður á Laugardalsvelli á morgun kl. 14.00. Leikurinn markar tímamót í keppninni, því hann er sá 30. í röðinni. Dagskráin á Laugardalsvelli hefst kl. 12.30 með því að Dixielandsveit leikur tónlist á vellinum, en kl. 13.15 tekur Lúðrasveitin Svanur við. Kl. 13.50 ganga leikmenn beggja liða inná völlinn ásamt dómara og lt'n- uvörðum. Áður en leikurinn hefst mun Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra heilsa leikmönnum ásamt Ell- ert B. Schram formanni KSÍ, en Jón verður heiðursgestur KSÍ á leiknum. Að því loknu verður þjóðsöngurinn leikinn og síðan hefst leikurinn. Tíu mfn. fyrir leikinn svífa 6 fallhlífastökkvarar til jarðar með keppnisboltann. Dómari í ieiknum verður Óli P. Ólsen úr Þrótti, en línuverðir verða þeir Gísli Guðmundsson og Gunnar Ingvarsson. Þeim til aðstoðar utan vallar verður Egill Már Markússon. Hér á eftir fara nokkrir fróðleiks- molar um bikarúrslitaleikina 29 frá 1960 og að auki ýmsir molar um liðin sem leika til úrslita. Bikarmeistarar 1960-1988 1960 KR-Fram 2-0 1961 KR-ÍA 4-3 1962 KR-Fram 3-0 1963 KR-ÍA 4-1 1964 KR-ÍA 4-0 1965 Valur-ÍA 5-3 1966 KR-Valur 1-0 1967 KR-Víkingur 3-0 1968 ÍBV-KRb 2-1 1969 ÍBA-fA 1-1 Fram-ÍBV og 3-2 1970 2-1 1971 Víkingur-UBK 1-0 1972 ÍBV-FH 2-0 1973 Fram-ÍBK 2-1 1974 Valur-ÍA 4-1 1975 ÍBK-ÍA 1-0 1976 Vaiur-ÍA 3-0 1977 Valur-Fram 2-1 1978 ÍA-Valur 1-0 1979 Fram-Valur 1-0 1980 Fram-fBV 2-1 1981 ÍBV-Fram 3-2 1982 ÍA-ÍBK 2-1 1983 ÍA-ÍBV 2-1 1984 ÍA-FRAM 2-1 1985 Fram-ÍBK 3-1 1986 ÍA-Fram 2-1 1987 Fram-Víðir 5-0 1988 Valur-ÍBK 1-0 1989 Fram-KR - Að meðaltali gerir sigurliðið 2,43 mörk í úrslitaleiknum og fær á sig 0,76 mörk. Úrslit leiksins Verði jafnt að loknum venjuleg- um leiktíma í úrslitaleiknum, mun dómarinn lengja leikinn um 2x15 mínútur. Verði þá enn jafnt, skal nýr leikur fara fram og hann fram- lengdur, ef nauðsyn krefur. Fáist ekki úrslit með þeim hætti í seinni leiknum, skal fara fram vítaspyrnu- keppni. Ef til þess kæmi, að síðari leikur færi fram, yrði það sennilega mið- vikudaginn 30. septemberkl. 18.00. Aðeins einu sinni hefur úrslitaleik lokið með jafntefli eftir framleng- ingu og nýr leikur því farið fram (ÍBA-ÍA árið 1969). Er það merki- leg staðreynd, þegar þess er gætt, að keppnin hefur farið fram í 29 ár. Mjólkurbikarinn verðlaun Knattspyrnusamband fslands og Mjólkurdagsnefnd gerðu snemma árs 1986 með sér samning um það að Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki karla yrði háð undir heitinu „Mjólk- urbikarinn/Bikarkeppni KSÍ“. Þetta samstarf hefur haldið áfram síðan og hefur Mjólkurdagsnefnd styrkt KSÍ með mjög rausnarlegum hætti. Bikarinn sem keppt er um; Mjólk- urbikarinn svokallaði, er glæsilegur „gull“bikar gefinn af Félagi íslenskra gullsmiða til að hvetja íslenska knattspyrnumenn til dáða og vekja athygli á íslenskri gullsmíði. Mjólkurbikarinn er 66 cm á hæð, húðaður 22 karata gulli, og talinn að verðmæti um 350.000 krónur. Ber hann smiðum sínum fagurt vitni og er allur hinn glæsilegasti. Félagið sem sigrar fær að varð- veita bikarinn í eit tár og fær nafn sitt letrað á gullhúðaða plötu á bikarinn. Evrópukeppni bikarhafa Leikmenn beggja liða fá að sjálf- sögðu verðlaunapeninga frá KSÍ til eignar og ekki má gleyma því, að sigurvegarinn hlýtur rétt til þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa 1990/ 1991. Lið Fram í bikarúrslitaleiknum gegn KR verður valið úr hópi þess- ara leikmanná: Leikir Lands- ímfl. ieikir AldurFram A 1. Birkir Kristinsson 25 53 2 2. Steinn Guöjónsson 25 139 - 3. Kristján Jónsson 25 74 10 4. Pétur Ormslev 31 232 31 5. Viðar Þorkelsson 26 221 24 6. Kristinn R. Jónsson 25 195 2 7. Pétur Arnþórsson 24 79 24 8. Guöm. Steinsson 29 242 19 9. Ragnar Margeirsson 27 38 37 10. JónSveinsson 24 114 _ 13. ÓmarTorfason 30 68 37 12. Brynjar Jóhannesson 25 2 - 11. Helgi Bjarnason 20 27 - 14. Arnljótur Davíösson 20 38 3 15. RíkharðurDaðason 17 11 - 16. SteinarGuðgeirsson 18 13 - 17. Helgi Björgvinsson 19 9 - Fyrirliði: Pétur Ormslev. Þjálfari: Ásgeir Elíasson. Liðsstjórar: Vilhjálmur Hjörleifsson og Ástþór Óskarsson. Formaður meistaraflokksráðs: Eyj- ólfur Bergþórsson. Þorsteinn í leikbanni Þorsteinn Þorsteinsson, tvöfaldur bikarmeistari, getur ekki leikið með Fram í úrslitaleiknum gegn KR, þar sem aganefnd KSÍ hefur úrskurðað hann í leikbann vegna 4 gulra spjalda. Gestir Hólmbert Friðjónsson og kona hans Dagmar verða gestir Fram og KR á úrslitaleiknum. Hólmbert ann- aðist þjálfun Framliðsins í 3 ár og síðan KR liðsins í önnur 3 ár. Hann mun eini þjálfarinn sem starfað hef- ur fyrir bæði félögin. Bikarúrslit 1989 Laugardalsvöllur Úrslitaleikir í Bikarkeppni KSf hafa farið fram á Laugardalsvelli frá árinu 1973, en áður voru leikirnir á Melavelli, enda leikið seinna á árinu. Einar Vilhjálmsson afhendir Þresti Olafssyni framkvæmdastjóra Kaupstaðar/Miklagarðs áritað spjót í þakklætisskyni fyrir þann stuðning sem fyrirtækiö hefur veitt honum. Leikur Fram og KR næstkomandi sunnudag verður fyrsti úrslitaleikur KR-inga á aðalleikvanginum í Laug- ardal, enda hefur KR ekki leikið til úrslita í keppninni síðan 1968! Forsala aðgöngumiða Á Laugardalsvelli verður selt laugardag kl. 10 til 16 og á leikdegi frá kl. 10. Tekið er við greiðslukortum VIS A og EURO í forsölu. Miðaverð: - 900 krónur stúkusæti - 600 krónur stæði (fullorðnir) - 250 krónur stæði (börn) Tólf orrustur KR og Fram í Bikarnum Líklega hafa ekki önnur félög mæst oftar í Bikarkeppni KSÍ en KR og Fram. Á þeim 29 árum sem hún hefur farið fram hafa félögin dregist saman 12 sinnum. Sex sinnum hafa KR-ingar farið með sigurinn af hólmi og sex sinnum hafa það verið Framarar. Á meðal þessara leikja voru tveir úrslitaleikir, sá fyrsti og sá þriðji, og í bæði skiptin var það KR sem hreppti bikarinn. 1960 var Bikarkeppni KSÍ hleypt af stokkunum. Hugmyndin var sótt til Englands eins og svo oft í knatt- spyrnunni. Reykjavíkurfélögin KR og Fram kepptu til úrslita. KR var þá tvímælalaust með besta knatt- spyrnu lið Iandsins. Það kom því engum á óvart þegar bikarinn hafn- aði verðskuldað hjá Vesturbænum eftir 2-0 sigur KR í spennandi og skemmtilegum leik. Sveinn Jónsson, sem nú er formaður KR, skoraði fyrsta bikarmark KR gegn Fram og Þórólfur Beck bætti öðru marki við. 1961 fengu Framarar strax tæki- færi til að snúa dæminu við í undan- úrslitunum. Leikurinn var æsispenn- andi og ekkert gefið eftir. Að lokn- um venjulegum leiktíma var staðan jöfn 1-1. f framlengingunni tókst Gunnari Felixsyni að bæta við marki fyrir nýbakaða íslandsmeistra KR og tryggja þeim sigurinn. KR hirti síðan bikarinn með sigri á ÍA, 4-3. 1962 eða þriðja árið í röð mættu Framarar KR í bikarkeppninni og öðru sinni í úrslitaleiknum. Mót- spyrna Fram var þó minni núna og KR vann öruggan sigur, 3-0. Ellert B. Schram núverandi formaður KSÍ skoraði tvívegis og Gunnar Felixson bætti því þriðja við. 1967 eða fimm árum síðar fengu Framarar næsta tækifæri til að jafna metin, þegar félögin drógust saman í undanúrslitunum. KR náði strax forystunni þegar Ellert B. Schram „hnoðaði boltanum í netið“ á 5. mín. Helgi Númason skoraði fyrir léikhlé úr aukaspyrnu og endurtók það stuttu eftir hlé og gaf Fram forystuna. Það dugði stutt fyrir KR þegar Eyleifur Hafsteinsson jafnaði, því að Helgi lauk við þrennuna 10. mín. fyrir leikslok. Það stefndi allt í sigur Fram þegar mark ársins kom. Sjálft Rauða ljónið, Bjarni Felixson, skallaði óverjandi í stöng og inn rétt fyrir leikslok, og skoraði sitt eina mark á löngum ferli með meistara- flokki KR. í framlengingunni var ekkert mark skorað svo að liðin þurftu að mætast að nýju. Eyleifur tryggði þá KR sigurinn, 1-0, með meistaralegu skoti, óverjandi fyrir Þorberg Atlason markvörð Fram. KR vann síðan bikarinn í 7. skiptið á átta árum með sigri á Víkingi en síðan hefur bikarinn ekki komið í Vesturbæinn. 1970 var loks komið að því að dæmið snerist við. KR og Fram drógust saman í undanúrslitunum. KR náði forystunni með góðu marki Sigþórs Sigurjónssonar undir lok fyrri hálfleiks, en Fram svaraði fyrir sig með vítaspyrnu Marteins Geirs- sonar og Kristinn Jörundsson bætti um betur. Á síðustu mínútunni fékk KR dæmda vítaspyrnu. Ellert B. Schram, sem ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir keppnistímabilið, brást þó illa bogalistin. Hörður Helgason varði laust skot hans ör- ugglega og Framarar fögnuðu sigri. Fram vann síðan bikarinn í fyrsta skipti eftir 2-1 sigur á Vestmanney- ingum. Ellert átti hins vegar eftir að draga fram skóna að nýju og bjarga KR frá falli ári síðar. 1971drógust félögin enn saman og nú í sextán liða úrslitum. Framarar voru komnir með mjög gott lið, en KR hafði staðið f erfiðri fallbaráttu um sumarið, enda fóru leikar svo að þeir bláklæddu unnu ungt lið KR auðveldlega 4-1. 1972 drógust liðin saman í þriðja skiptið á þrem árum í 16-liða úrslit- um. Nú voru það KR-ingar sem fóru með sigur af hólmi og slógu nýbak- aða fslandsmeistara Fram út, með 2-1 sigri. Þetta var fyrsti og eini ósigur fram á árinu gegn íslensku liði en eini sigur KR í bikarkeppninni það árið. 1975 mættust liðin í 16 liða úrslit- um og í 6 skiptið af 8 var það KR sem fór með sigur af hólmi, 2-0. KR komst síðan í undanúrslit í fyrsta skipti í 5 ár en tapaði þar naumlega fyrir Keflavík. 1977 Framarar náðu sínum þriðja bikarsigri gegn fallliði KR sumarið 1977 með öruggum sigri 2-0 í átta liða úrslitum. Framarar fóru alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar 0-2 fyrir sterku liði Vals. 1981 mættust liðin í 16 liða úrslit- um. Lélegum leiklauk með jafntefli, 1-1,og var það Elías Guðmundsson sem jafnaði fyrir KR skömmu fyrir leikslok. En það dugði skammt. Framarar unnu örugglega þegar liðin mættust að nýju 10 dögum seinna, 4-1. 1984 drógust KR og Fram saman í undanúrslitunum. Bæði liðin höfðu átt í fallbaráttu lengst af sumri, en fengu nú tækifæri til að bæta fyrir það. Skemmtilegum og spennandi leik lauk með sigri Fram, 3-1, sem sneri þar við taflinu, því að KR hafði þrem dögum áður unnið mikilvægan leik í deildinni. f úrslitum urðu Framarar að lúta lægra haldi gegn Skagamönnum, en Evrópusætið fengu þeir, því að Skaginn vann tvöfalt þetta ár. 1986 mættust félögin síðan í bik- arnum og þá í átta liða úrslitum. Leikurinn var hörkuspennandi eins og flestir bikarleikir milli þessara félaga. KR náði tveggja marka for- ystu með mörkum Björns Rafnsson- ar og Ásbjörns Björnssonar. Fram- arar náðu að minnka muninn um miðjan seinni hálfleik og jafna með marki Kristins R. Jónssonar7 mínút- um fyrir leikslok. í framlengingunni var bara eitt lið á leikvellinum og það var í bláum búningum. Þegar upp var staðið hafði Fram bætt við fjórum mörkum og vann þvf 6-2, sem er mesti munur í leik þessara félaga í bikarkeppni. Framarar kom- ust í úrslit en töpuðu fyrir Skaganum 1-2. Það var núverandi fyrirliði KR, Pétur Pétursson, sem tryggði Skaga- mönnum sigurinn með tveimur glæsilegum mörkum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.