Tíminn - 26.08.1989, Qupperneq 19

Tíminn - 26.08.1989, Qupperneq 19
 '\ ‘i i r »; * * ><a~ / . T, »»»»t » »»»»»»»»>*» i »»*»»*»»»»»»***» »* * > » > v" ' *».T.T.T.T.T.T.T.T.^ i” . ’*"•***.t . i t V4* V % * 1 Laugardagur 26. ágúst 1989 Tíminn 31 Frá bílasölu í Reykjavík. Tímamynd: Árni Bjarna Helmingi færri nýir bilar en í fyrra: Haugar óseldra bíla í landinu Rúmlega helmings samdráttur hefur orðið á sölu nýrra bíla það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Eftir því sem næst verður komist eru í landinu um þúsund nýir ótollaf- greiddir bílar af árgerðunum 1987 til 1989 og er um þriðjungur þeirra í eigu eins umboðs en þrjú önnur umboð eigi afganginn að mestu. Ljóst er að stöðugt erfiðara verður fyrir umboðin að selja þessa bíla sem lengra líður enda eru bílar af 1990 árgerð farnir að berast til Iandsins. „fað er auðvitað hið versta mál að lenda í því að sitja uppi með óselda nýja bíla í allt að tvö ár. Á þá falla stöðugt geymslugjöld en jafnframt því verður að lækka á þeim verðið til þess að freista þess að koma þeim út. Jafnframt er stórfé bundið fast. Ef bílaumboð situr uppi með einhver hundruð óseldra bíla þá gæti það hæglega riðið því að fullu,“ sagði sölumaður nýrra bíla hjá einu bíla- umboðanna í gær. Nefnt hefur verið að grípa þurfi til þess að endursenda þessa bíla út til framleiðenda. Að því er þó ekki auðhlaupið þar sem það eitt kostar eftir því sem næst verður komist minnst fimmtíu þúsund krónur. Því má telja líklegra að reynt verði að selja þessa bíla á einhvers konar sérkjörum og að umboðin muni á næstunni reyna eftir megni að losna við þessa bfla með því að lækka á þeim verðið og semja um afslátt við framleiðendur. Ljóst má þó vera að ekki getur orðið um útsölur af því tagi sem tíðkast t.d. í fataverslunum, þar sem tollar og gjöld til ríkissjóðs eru svo stór hluti af verði nýs bíls og um afslátt af þeim er ekki að ræða. Samkvæmt tölum frá Bílgreina- sambandinu um bílainnflutning hafa selst 4276 nýir bílar frá því í byrjun árs og til júlíloka en af þessum bílum voru 4004 fólksbílar. Seljendur nýrra bíla búast ekki við að neinn kippur komi í söluna það sem eftir lifir af árinu og heildar- salan verði vart meiri en kring um sex þúsund bílar. í fyrra seldust á tímabilinu janúar- júlí 8.634 bílar þannig að um meir en helmings samdrátt er að ræða. Langmest hefur það sem af er árinu selst af Mitsubishi fólksbílum eða 726 bílar en það er 18,1%. Önnur vinsælasta tegundin er Toyota með 478 bíla eða 11,9. og í þriðja sæti er Lada með 466 bíla eða 11,6%. Af vörubílum hefur mest selst af M.A.N eða 13 bílar sem er 23,7%. Af Scania, Mercedes Benz og Volvo hafa selst 11 bílar af hverri tegund sem er 20% markaðshlutdeild hverr- ar tegundar. Aðrar tegundir vörubíla sem flust hafa til landsins á árinu eru; Hino, 3 bílar, DAF og FAUN, tveir af hvorri tegund og af Tatra og IVECO hafa flust einn af hvorri tegund. Bílasalar sem selja notaða bíla eru ekki sammála um hvort þessi mikli samdráttur í sölu nýrra bíla hafi orðið til þess að hleypa fjöri í viðskipti með notaða bíla. Guðmar Kristjánsson hjá Bílasölu Alla Rúts sagði að verðið hefði greinilega stigið. Guðfinnur Halldórsson hjá Bílasölu Guðfinns var því algerlega ósammála: „Pað er af og frá að verð notaðra bíla hafi hækkað,“ sagði Guðfinnur. „Það segir sig sjálft að ef lítil sala er í nýjum bílum þá er það vegna þess að fólk hefur ekki fé handbært. í>á hækkar verð notaðra bíla auðvitað ekkert og þaðan af síður hækkar það þegar umboðin eru stöðugt að gera kaupendum alls konar sértilboð. Sannleikurinn er því nefnilega sá að alltaf haldast í hendur mikil sala nýrra bíla og mikil sala notaðra bíla,“ sagði Guðfinnur. Guðfinnur benti einnig á að verð á nýjum bílum væri hagstætt þessa stundina og ef verð notaðra bíla hækkaði, þá gæfi það augaleið að fólk hlyti að hugsa sig um tvisvar og kaupa nýjan bíl á hagstæðu verði fremur en notaðan dýran bíl. Þess vegna væru fullyrðingar um hækk- andi verð á notuðum bílum einfald- lega órökréttar og auk þess rangar. Guðfinnur sagði að salan væri jöfn þessa dagana og úr sögunni væru að miklu leyti sveiflur fyrri tíma þegar salan var langmest fyrir verslunarmannahelgi. Obbinn af bíl- um til sölu væru af árgerðunum 1986 til 1988. Hins vegar vantaði í sölu góða bíla af árgerðum frá 1981 til 1985 á verðbilinu 200-400 þúsund krónur. Eftir slíkum bílum væri nú mest eftirspurn. - sá -ekkl/-í þarjjM - hepF1' VJJ Laugardagur kl.13:55 34. LEIKVIKA- 26. ágúst 1989 1 11! 121 Leikur 1 Arsenal - Wimbledon Leikur 2 Aston Villa - Charlton Leikur 3 Chelsea - Sheff. Wed. Leikur 4 C. Palace - Coventry Leikur 5 Derby - Man. Utd. Leikur 6 Everton - Southampton Leikur 7 Luton - Liverpool Leikur 8 Man. City - Tottenham Leikur 9 Millwall - Nott. For. Leikur 10 Norwich - Q.P.R. Leikur 11 Leeds - Blackburn Leikur 12 Leicester - Newcastle Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN s. 991002 Enska knattspyrnai n !! RÍKISSPÍTALAR Þroskaþjálfar Nokkrar stöður þroskaþjálfa eru lausar á vinnu- stofum Kópavogshælis. Um er að ræða skipu- lagningu og framkvæmd þjálfunar í hæfingu og/eða verkstjórn og viðhald þjálfunar í vinnusal. Ásamt góðri vinnuaðstöðu og hagstæðum vinnu- tíma frá kl. 9.30 til kl. 15.30 eða eftir samkomulagi bjóðum við gott mötuneyti, möguleika á plássi á skemmtilega faglega reknu dagheimili. Einnig eru möguleikar á ýmsum námskeiðum á vegum Ríkis- spítala ásamt fleiri hlunnindum. Upplýsingar gefur yfirþroskaþjálfi á vinnustofum í síma 45130 eða 602700 Reykjavík 27. ágúst 1989 RÍKISSPÍTALAR Félagsmálastofnun í á Reykjavíkurborgar MF Húsvörður Húsvörður óskast í fullt starf fyrir sambýlishús. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsjón með framfylgni húsreglna. Góð íbúð fylgir starfinu. Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson hús- næðisfulltrúi í síma 680980. Umsóknarfrestur er til 3. september. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthús- stræti 9 á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Fósturheimili Félagsmálastofnun Selfoss óskar eftir fósturheimili fyrir 13 ára dreng. Allar nánari upplýsingar eru veitt- ará Félagsmálastofnun Selfoss í síma98-21408. Félagsmálastofnun Selfoss Miðstöðvarketill Til sölu lofthitunar olíuketill 200.000 B.T.U. Upplýsingar í síma 92-12638.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.