Tíminn - 28.04.1993, Side 12

Tíminn - 28.04.1993, Side 12
AUGLYSINGASIMAR 686300 LlTTi alltaf á miövikvidögum NÝTTOG ssr„gl reiðholtsbakarí VÖLVUFELU 13 - SÍMI73655 ýt/ HOGG- ^ DEYFAR Verslið hiá fagmönnum varahluti JH Hamarshófða 1 - s. 67-67-44 B Iíniinn MfÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 Hvort vegur þyngra líf og limir barna eða hagsmunir sjoppueiganda spyr forstöðumaður skóladagheimils: Um 100 börn búa við stöðuga ógn Elns og sjá má þurfa ökumenn að keyra upp á gangstétt tíl að komast að sölulúgunnL _ TfmarnyndAmiBjama Um 100 böm ganga daglega framhjá mikilli stysagildru. Forstöðumaður á skóladag- heimili hefur barist fyrir málinu á annaö ár meö bréfaskriftum tU nefnda og ráða borgarinnar ásamt því að fara á fund borgar- stjóra. Einnig hefur foreldrafé- lag barist fyrir lagfæringum ásamt forsvarsmönnum þriggja dagheimila. Borgarráð sam- þykkti lagfæringar fyrir 5 mán- uðum en ekkert gerist „Ég ímynda mér að það eigi að salta þetta mál þótt búið sé að sam- þykkja það í borgarráði,“ segir Sæunn Karlsdóttir, forstöðu- maður á skólaheimilinu við Dyngjuveg, og spyr hvort hags- munir eins sjoppueiganda vegi þyngra en líf og Umir bama. Þessi umtalaða slysagildra er að- keyrsla að sölulúgu sölutums við Sunnutorg. Aka þarf yfir gangstétt til að komast að lúgunni. Jafhframt er á sama stað biðstöð strætisvagns. Sæunn hefur lagt fram gögn og m.a. myndband sem sýna berlega fram á mikla slysahættu en það kemur fleira til. „Það hafa tveir starfsmenn nærri því verið eknir niður og bfl- amir nánast strokist við þá. Ég hef staðið þama með hóp af bömum þegar stórri bifreið var ekið í veg fyr- ir þau þannig að þau þurftu snarlega að víkja,“ segir Sæunn. Það er ekki ofsögum sagt að henni hafi verið vísað frá Pontíasi til Pflat- usar í borgarkerfinu. „Fyrst fór þetta fyrir umferðamefnd og þar var þessu hafnað," segir Sæunn. Hún er örg þegar hún rifjar upp rök nefnd- arinnar fyrir þessari höftiun sem henni finnst vera fáranleg. „Ein var sú að þama hefði aldrei orðið slys, önnur að það væm ýmsir staðir í borginni hættulegri slysastaðir. Jafnframt var það tínt til að fóstr- umar gætu hægast fylgt bömunum. Til að mæta þessari síðustu kröfu hefðum við þurft að ráða starfsmann sem eingöngu hefði það hiutverk að fylgja bömunum fram hjá þessari slysahættu en þess má geta að böm- in sækja tíma hér og þar á öllum tíma dagsins," bætir hún við. Eins og gefur að skilja var Sæunn ekki ánægð með lyktir málsins og leitaði því til borgarstjóra. „Hann sagðist ætla að athuga þetta en virt- ist hins vegar ekki hafa neinn sér- stakan áhuga á þessu máli,“ segir Sæunn og skýrir það m.a. af því að borgarstjóri hafði lítinn áhuga á að kynna sér þau gögn sem hún lagði fram máli sínu til stuðnings. Þar á meðal var myndband sem fyrr er nefnt og segir Sæunn að borgar- stjóri hafi ekki sýnt neinn áhuga á að kynna sér efni þess. Sæunn skrifaði umferðamefnd bréf og óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir öðru sinni. Til að gera Ianga sögu stutta var málinu frestað í tví- gang og erindinu vísað til umsagnar í borgarkerfinu. Að endingu fór mál- ið fyrir borgarráðsfund að kröfu minnihlutans f umferðamefnd sem samþykkti að setja upp hindranir fyrir bfla vegna hættu. Þetta var í nóvembermánuði og síðan hefur Sæunn leitað stíft eftir efndum. Hún fékk í fyrstu þau svör að það væri ekki hægt að gera neitt vegna þess að frost væri í jörðu. Næst var svarað að beðið væri eftir breytingartillögum frá eiganda sölu- turnsins á fyrirhuguðum hindmn- um. „Hann var að vísu búinn að koma með eina tillögu en hún var þess eðlis að í raun var um enga breytingu að ræða,“ segir Sæunn. Þá hófst bið eftir næstu tillögu að sögn Sæunnar. Því er svo við að bæta að nýlega fékk Sæunn þau svör að eigandi sölutumsins væri búinn að fá sér lögfræðing þar sem hann telur að verið sé að eyðileggja reksturinn fyr- ir sér. „Ég hef því skrifað borgar- stjóra nýlega öðm sinni. Þar spyr ég hvort hagsmunir eins sjoppueig- anda séu meira virði en líf og limir bamanna,“ segir Sæunn. Sæunni finnst málið allt með ólík- indum. „Fyrir það fyrsta hefur eig- andinn ekki lögformlegt leyfi fyrir þessari aðkeyrslu. Hann hefur það hvergi skriflegt," segir Sæunn og hefur eftir honum að hann telji sig hafa munnlegt leyfi sem honum var gefið fyrir mörgum ámm. Jafnframt bendir hún á að upphaflega hafi leyf- ið verið skilyrt við öryrkja. Sæunn segist draga þann lærdóm af þessari málaleitan sinni að stjóm- kerfi borgarinnar sé rotið. „Ég var svo einföld að halda að þetta væri bara ekkert mál. Ég hélt að allir sæju þá bráðu hættu sem stafar að öllum skólabömunum sem þurfa að ganga hér um fyrir utan bömin á þremur öðmm bamaheimilum hér í nágrenni við skóladagheimilið," bætir Sæunn við. Hún er ekki sú eina sem hefur leit- að eftir að öryggi barnanna yrði bet- ur tryggt en nú er. Þrátt fýrir sam- eiginlegt bréf foreldrafélaga, for- svarmanna dagheimila og augljósa slysahættu virðist ekkert benda til þess að úr rætist að áliti Sæunnar. -HÞ . . . E R L E BELGRAD Reffsiaögeröir Strangar nýjar refsiaðgerðir Samein- uðu þjóðanna gegn Júgóslaviu tóku gildi I gær en þær setja landiö þvl sem næst I algera einangmn. Þéttrið- ið aöflutningsbann á landi, sjó, ám og I lofti var sett á til að auka þrýsting á að binda endi á strfðiö I Bosnlu en það hefur orðið mörgum þúsundum manns að bana og svipt margfalt fleiri heimilum slnum. Nýju reglunum er ætlað aö hegna þeirri Júgóslavlu sem er undir stjóm Serba fyrir að takast ekki aö fá bandamenn sfna I Bosnfu til aö undirrita alþjóðlega friðaráætiun. Aögerðimar uröu sjálfvirkar þegar Bo- snlu-Serbar neituöu á mánudag aö fylgja áætluninni. I MOSKVU varaöi Bóris Jeltsfn forseti Bosnfu-Serba við aö þeir gætu ekki vænst nokkurrar vemdar ffá Rúss- landi ef þeir héldu áfram aö viröa að vettugi alþjóölegu friöaráætlunina um landsvæði fynum Júgóslavlu. Hjá SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM mis- tókst Bandaríkjamönnum, þegar þeir reyndu að gera lagfæringar á refsiað- geröunum á slöustu stundu, að koma banni yfir allar lúxusmatvömr sem koma aðeins rfkum til góöa. I NICOSIU á Kýpur sögðust stjóm- völd hafa fryst Inneignir þriggja serb- N D A R F R É neskra banka og um 50 serbneskra fyrirtækja utan strandlinu I samræmi við hinar nýju refsiaögeröir S.þ. MOSKVA Skýlaus sigur Jelt- síns Niðurstöður frá þvl sem næst öllum hinum geysistóm landsvæðum Rúss- lands bentu I gær til að Bóris Jeltsin stefndi I skýlausan sigur I þjóðarat- kvæöagreiöslunni og heillaóskir streymdu aö frá Vesturiöndum. Jeltsln hlaut 58% stuöning I atkvæðagreiösF unni á sunnudaginn þegar næstum öll atkvæöin höföu veriö talin, að sögn yfirmanns kjörstjómar, Vasily Kaz- akov. IWASHINGTON sagði Bill Clinton forseti að sigur Jeltslns I þjóðarat- kvæðagreiðslunni myndi auðvelda leiö tillögu um 4 milljaröa dollara I að- stoð til Rússlands gegnum banda- rlska þingið. RÓM Utanþingsstjórn Forsætisráðherraefni Itallu, Cario Az- eglio Ciampi, hóf I gær myndun 52. rikisstjómar landsins frá strlðslokum, og heimildir innan stjómmálaheimsins sögöu að vera kynni að stjómin særi eiðstafinn áður en gærdagurinn væri úti. Þessi 72ja ára fyrmm yfirseöla- T T I R . . . bankastjóri Itallu, sem verður fyrsti ut- anþingsmaðurinn sem veitir forstöðu rfkisstjóm I sögu Itallu, ætlar aö mynda stjóm slna án þess að ráðfæra sig við stjómmálaflokkana en það er róttæk breyting á þvl sem venjan er. SAN JOSE 19 hæstaréttardóm- arar í gíslingu Grlmuklæddir menn sem I gær beindu byssuhlaupum að 19 hæsta- réttardómurum I Costa Rica krefjast 20 milljóna dollara og ömggrar brott- farar frá landinu, að sögn embættis- manna. Fregnir hernidu að þeir sem glslinguna frömdu tengdust kólom- biskum kókalnbarónum og fæm fram á að auk annarra yröi kólombiski flkni- efnaforinginn Carfos Urquijo látinn laus, en hann var tekinn höndum I Costa Rica I september sl. AURANGABAD, Indlandi Orsakir flugslyss kannaöar Rannsóknarmenn hófu I gær rann- sókn á ástæöum þess að Boeing 737 þota indverska flugfélagsins lenti á flutningabll I flugtaki, rakst sföan á há- spennuvíra og varð alelda á svip- stundu með þeim afleiðingum að 55 manns létu llfið. DENNI DÆMALAUSI „Er þessi dagskrá nógu hlý fyrirþig, eða ætti ég að skipta um stöð?“ S3B AUKhl •

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.