Tíminn - 20.08.1996, Blaðsíða 4
4
Þriöjudagur 20. ágúst 1996
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn oq auqlýsinaar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Veröbólguleiöin
er verst
Það er ljóst ab fjárfestingar munu aukast mjög á
næsta ári frá því að hafa náð lágmarki á lýðveldis-
tímanum síöustu ár. Stærstu fjárfestingar í fram-
kvæmdum einkaaðila eru við stækkun álversins í
Straumsvík, Hvalfjarðargöng og ýmsar fram-
kvæmdir tengdar sjávarútvegi og miða að aukinni
afkastagetu í vinnslu uppsjávarfiska. Einnig sjást
þess merki að bjartsýni hefur aukist til þess að ráð-
ast í smærri framkvæmdir af ýmsu tagi.
Mikilvægt er að framkvæmdir sem ráðist er í
stuðli að aukingu þjóðartekna. Önnur hlið á mál-
inu er síðan þau þensluáhrif sem þær hafa. For-
stjóri Þjóðhagsstofnunar hefur lýst áhyggjum sín-
um af þeirri hlið málsins og talið hagvöxt vera
kominn á það stig hér á landi að það sé aukin
hætta á þenslu og verðbólgu, sem sé hærri en í
okkar helstu viðskiptalöndum.
Einhvern tímann hefbu það þótt tíðindi ef
áhyggjur væru stórar af verðbólgustigi um 3%. Að
slíkt verðbólgustig valdi áhyggjum nú sýnir að þab
eru aörar vibmiðanir í þróun efnahagsmála en áð-
ur. Ljóst er að uppgangur í útflutningsstarfsemi og
aukin bjartsýni af þeim sökum byggir ekki síst á
lágu verðbólgustigi. Öll stjórn og áætlanagerð fyr-
irtækja verbur auðveldari í lágri verðbólgu. Það er
því áríöandi ab verbbóglan þokist ekki upp á ný.
Um leið og það gerist slaknar á efnahagsstjórn-
inni.
Það er því vandratað einstigi framundan í efna-
hagsmálum til þess að sá bati og sá uppgangur sem
nú er fyrirsjáanlegur nýtist og verði varanlegur. Nú
eru kjarasamningar framundan og launafólk kallar
eftir sínum hlut í efnahagsbatanum. Óraunhæft er
annað en að gera ráð fyrir launahækkunum, og
góð afkoma fyrirtækja ætti að hjálpa til í því efni,
án þess ab þeim sé velt út í verblagið. Þess verður
þó ab geta að kaupmáttur launa hefur vaxib ab
undanförnu.
Fjármál ríkis og sveitarfélaga eru stór og afger-
andi þáttur í efnahagsþróuninni og samkvæmt
kenningum hagfræðinriar ættu þessir aðilar að
halda að sér höndum í útgjöldum þegar uppsveifla
er í almennri efnahagsþróun. Aðhald í ríkisfjár-
málum er stjórntæki sem ríkisvaldið hefur þegar
svo háttar til sem nú.
Hins vegar er engan veginn auðveldur leikur að
beita hörðu aðhaldi í ríkisfjármálum. Ríkið er stór
launagreiðandi og þab er einnig stór greiðandi
tryggingabóta sem fjölmargir hafa framfæri sitt af.
Innbyggöur vöxtur er í útgjöldum bóta og þrýst-
ingur mikill að þær fylgi almennri launaþróun.
Mikil útgjaldaþörf er í heilbrigðiskerfinu, en til
verklegra framkvæmda er varið tiltölulega lágri
upphæð miðað við abra útgjaldaþætti.
Hins vegar er ekki annars kostur fyrir stjórnvöld
vib þessar aðstæður en draga saman ríkisútgjöld,
og þá eru ekki nema tvær leiðir færar, í rekstri eða
opinberum framkvæmdum. Þensla í ríkisútgjöld-
um til viðbótar við aðra þenslu mun gangsetja
verðbólguna á ný, en það er versta leiðin fyrir fólk-
ið í landinu.
Halló, halló, halló
Reykjavík hélt hátíö um helgina, sem heppnað-
ist vonum framar. Tuttugu þúsund manns voru
á skralli í bænum og samkvæmt frétt í DV voru
aðeins 20 lögregluþjónar á vaktinni sem er
sami fjöldi og um venjulega helgi og dugði vel.
Hátíðarhöldin í Reykjavík eru athyglisverö
fyrir ýmissa hluta sakir. Það er t.d. merkilegt að
ná upp svona huggulegri „þorláksmessustemn-
ingu" í miðbænum um hásumar. Þá er það ekki
síður ótrúlegt að tekist hafi að draga tuttugu
þúsund borgarbúa frá vídeótækjunum alla leið
niður í bæ til þess að hlusta á ljóðalestur og
skoða málverkasýningar og aðra hámenningu.
Slíkur listaáhugi er ábyggilega Evrópumet ef
ekki heimsmet, í það minnsta ef miðað er við
höfðatölu. Sú staðreynd að flestir höfðu fengið
sér eitthvað hjartastyrkjandi áður en þeir fóru í
þessa menningarferð bendir þó til að borgarbú-
um veiti ekki af aðlögunartíman-
um fram til 2000 áður en borgin
veröur ein af átta menningar-
borgum Evrópu.
Byggbapólitík
En áhugaverðasti flöturinn á þessari afmælis-
hátíö er þó hinn byggðapólitíski vinkill, sem
borgarbúar eru farnir að flagga leynt og ljóst.
Pólitík er skrýtin tík en byggðapólitík er engu
lík. Garri heyrir að höfuðborgarbúar eru nú
farnir að kalla þessa vel heppnuðu menningar-
hátíð sína „Halló Reykjavík" og tala fjálglega
um það hvað það sé nú huggulegt að vita til
þess að tuttugu þúsund manns geti komið sam-
an í Reykjavík, margir aðeins í glasi, og notiö
samverustunda og menningarlegs efnis sem þar
var á boðstólum. Þetta sé nú eitthvað annað en
sumstaðar annars staðar, engar nauöganir, eng-
ar hnífsstungur og engum augum krækt úr
fólki, en peningaleg velta að vísu ekki neinar
300 milljónir. Broddurinn í þessum málflutingi
er augljós og greinilegt að tilgangurinn er sá
einn að særa auðsæranlegt stolt þeirra Akureyr-
inga sem stóðu fyrir unglinga- og fjölskylduhá-
tíðinni Halló Akureyri á dögunum.
Vel heppnub móbgun
Garri er alltaf jafn hissa og ánægður með það
hversu tilbúnir menn eru að hrökkva í gamla
hrepparíginn sem oft gengur undir nafninu
byggðapólitík og gefur lífinu svo mikið gildi í
annars tilbreytingarsnauðri síðsumartilver-
unni. Nafngiftin „Halló Reykjavík" er einmitt
gott dæmi um vel heppnaða byggðapólitíska
móðgun sem er hvort tveggja í senn smellin og
baneitruð. Og það sem meira er, þá er skeyta-
sendingin verðskulduð því þrátt fyrir veikburða
yfirlýsingar um annað þá em allir í hjarta sínu
sammála um að Akureyringar
misstu þessa hátíð sína alveg úr
böndunum. Hitt er svo annað
mál að norðanmenn eiga sér
vissulega nokkrar málsbætur. Helsta skýringin á
að ekki var meira unglingafyllerí í höfuðborg-
inni á Halló Reykjavík var sú að reykvískir ung-
lingar eru enn ekki búnir að jafna sig á svallinu
fyrir norðan fyrir hálfum mánuði. Bæði er að
þeir er enn hálf timbraðir og svo eru þeir líka al-
veg blankir, enda ólíklegt að íslensk ungmenni
geti eytt 300 milljónum í brennivín tvisvar í
sama mánuðinum!
Lærdómurinn sem af þessari byggðapólitísku
deilu má draga er því einfaldlega sá að það
byggðalag sem ætlar að haida Halló-hátíð til
þess að græða peninga en er sama um orðstýr-
inn, á að sæta færis um að halda slíka hátið á
undan öðrum þannig að unglingarnir komi. Sé
ætlunin hins vegar að hafa menningarlegt yfir-
bragð á Halló hátíðinni er vissara að halda ekki
fyrstu hátíöina heldur aðra og þá koma foreldr-
arnir. Garri
GARRI
Hörmulegt góöæri
Nú er stand á Goddastöðum. Góðæri til lands
og sjávar og allt aö fara fjandans til. Glæsilegt
metár í fiskveiðum og aflinn aldrei meiri. Norð-
urá og Grímsá gefa sem aldrei fyrr og hvert ál-
verið af öðru keppast við orkukaup langt út í
framtíðina. Magnesíumverksmiöjur, pappírs-
verksmiðjur, olíuhreinsunarstöð og stækkun
járnblendisins á næsta leiti með tilheyrandi
virkjunarframkvæmdum hvar sem hægt verður
að beisla rennandi vatn og jarðvarma. Kosn-
ingaloforð heillar kynslóðar pólitíkusa verða
efnd með þeim afleiðing-
um að þeir sjálfir eru
farnir að sjá fram á ragna-
rök efnahagslífsins.
Hey eru komin í hús að
loknum seinna slætti og
kornuppskera frábær og
minkaskinn eru í háu
verði. Uppskera kartaflna
og garðávaxta er meiri en
hægt er að torga og
menntafólkið streymir út
úr menntakerfunum með
síauknum þunga og at-
vinnuleysið er orðið svo
lítiö að varla er orð á ger-
andi.
Hagvaxtarskeib-
ið mikla
Fyrirtækin blómstra og gefa úr
ársreikninga tvisvar á ári til að
kynna ört batnandi hag og verð-
gildi hlutabréfa rýkur upp á
slíku blússi að gráðugustu fjárfestar hafa ekki
við að reikna út eignaaukingu sína og hvaö þeir
græða mikið á að þurfa ekki að vinna fyrir kaup-
inu sínu eins og fíflin sem em látin borga skatt-
ana.
Árgæskan er slík að jafnvel fiskeldið er farið
aö borga sig. Framkvæmdir og fjárfestingar eru
á flugstigi og fjallgarðar og firðir standa ekki í
vegi fyrir þeim sem vita að ótruflaðar samgöng-
ur eru hiö eina og sanna takmark lífsbarátmnar.
Meira að segja flugstööin á Miðnesheiði er orð-
in alltof lítil og verður nú mokaö í hana fram-
kvæmdafé, ofan í vellandi skuldasúpuna.
Hér ríkir sem sagt meiri bjartsýni og framfara-
hugur en verið hefur um langt árabil.
En þegar allir draumar efnahagsspekúlanta
hagvaxtarins em aö rætast og efndir allra kosn-
ingaloforðana eru að ganga upp dynur bölmóð-
urinn yfir og framtíðin er máluð biksvört.
Það er að myndast þensla.
Kunnar þulur
Þegar hlutabréfin hækka um 100-200% og
hákarlar athafnalífs og stjórnendur opinbers
lífs eru búnir að skara eld að sinni köku til sam-
ræmis við þaö, hrökkva þeir upp vib þann
vonda draum ab láglaunalýðurinn er farinn að
telja sér trú um að hann eigi líka heimtingu á
að fá flís úr góbæriskö-
kunni.
Þá er gripið til gömlu
barnaþulunnar um að
verðbólgan komi verst
niður á verkalýðnum og
hvað láglaunafólkið
hagnast öðrum fremur á
stöðugleikanum og nú
eigi það að gera sjálfu sér
þann greiða að sýna nú
hógværð í körfugerð ...
En þessa þulu kunna nú
allir eins vel og forsetinn
okkar trúarjátninguna,
sem hann fór svo fallega
með í kirkjunni þegar
hann bar króssinn í gull-
keðjunni í fyrsta sinn.
íslenskt efnahagslíf er
byggt upp meb þeim
hætti að það þolir aflaleysi og
samdrátt, kreppur og harð-
indi. Þá styrkist menningarlíf-
ið og þjóðin fyllist vonglaðri
framtíðarsýn. En í góðæri fer hún sér alltaf að
voða, safnar skuldum og leggur efnahagslífið í
rúst af dæmafáum fávitahætti. Og lágmenning-
in blómstrar við mikinn fögnuð.
Nú er árgæskan og framkvæmdagleðin að
verða slík að jafnvel almúginn er farinn að
skynja breytta tíð og farinn að slá lán og bruðla
upp á náð framtíðarinnar.
En þá sjá sumir verbbólguglyrnurnar í hverri
gátt og hrópa eins og skáldið forðum, ... ekki
meir, ekki meir.
En áfram er siglt á fullu inn í hagvaxtarskeið
góðærisins og svartagallsraus þeirra ríku og
voldugu glymur í eyrum: Snertiö ekki á góðæri-
skökunni. Við eigum hana alla.
Og kröfugerö láglaunafólksins á eftir að fara
með árgæskuna til andskotans. Eöa svo er sagt.
OÓ