Tíminn - 20.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.08.1996, Blaðsíða 7
Þribjudagur 20. ágúst 1996 7 Engin nýsmíbi í fimm ár hjá bátastööinni Knörr á Akranesi. Abaistarfsemin er: Breytingar, vibnald og endurbætur „Þab var mikið í fyrrasumar. Eftir breytingamar á lögum um stjómun fiskveiða vom margir sem vildu lengja fyrir 1. september. Það er nú ekkert svoleiðis í gangi núna, en það er einn og einn ab koma í leng- ingu. Þab hefur verib stærsti hlutinn af því sem við höfum verib ab gera núna," sagði Jó- hann Ársælsson hjá bátastöb- inni Knörr sf. á Akranesi í sam- tali við Tímann í gær. Aðalstarfsemi fyrirtækisins hefur falist í breytingum, við- haldi og endurbótum á plast- bátum. Fyrirtækið hefur einnig verið í trébátum, en Jóhann seg- ir að það sé bara orðiö svo lítið til af þeim. Verkefnin segir Jó- hann koma víða að af landinu, þó mest sé það af Akranesi og Snæfellsnesi. „Maður finnur það strax þeg- ar eitthvað er að breytast í þessu. Ég er ekkert svartsýnn. Þetta er stór floti, þó það sé búið að henda miklu af bátum, og hann þarf auövitað viðhald og umhirðu. En nýsmíðar eru tak- markaðar og, því miður, það er auðvitað slæmt fyrir svonalagað þegar þær liggja mikið niðri." Fimm ár eru síðan Knörr af- henti síðasta nýsmíðabátinn. „Þetta hefur verið svona alla tíð, gengið upp og niður. Ég hef ver- ið í þessum bransa síöan 1973, byrjaði í trébátunum. Þetta hef- ur alltaf veriö sveiflukennt, en' alltaf hefur verið eitthvað að gera," segir Jóhann en mest var um að vera í nýsmíðinni á ámn- um 1985 til 1990. „Það voru bátar í aflamarkskerfið fyrst og fremst og það hefur bara allt verið strand," segir Jóhann. „Við erum að lenda í erfiðleik- um með allar breytingar vegna þess að ríkið keppir svo rosalega við okkur um þessa úreldingu." Jóhann segir að ef bátarnir séu í sóknardagakerfinu sé eigendum þeirra greitt 80% af tryggingar- mati bátsins við úreldingu og maðurinn megi síðan eiga bát- inn áfram, „og getur haft hann fyrir skemmtibát eða reynt að selja hann úr landi eða eitt- hvað. Síðan hefur Þróunarsjóð- ur verið að kaupa eitthvað af þessum bátum, sjálfsagt em það nú skárri bátarnir, skilst mér, í einhver verkefni erlendis. Ég veit að hann hefur verið að gera mönnum tilboð, ég þekki dæmi um það. Þá hafa menn fengib, annars vegar, kannski 60% eða 80% eftir því hvort þeir em í dagakerfinu eða með kvótavið- miðunina. Síðan hafa þeir verið ab fá greitt sérstaklega fyrir bát- inn. Þannig að það þarf að borga mikla peninga fyrir að fá ab úrelda þegar menn em í sam- keppni við það." Hann segir breytingar á krókabátum þar af leiðandi eig- inlega strand. Það sé einvörb- ungu um að ræba breytingar á bámm sem séu í gamla afla- markskerfinu. „Það er lítið um að vera í sambandi við króka- bátana af því þar er tvöföld úr- elding í gangi. Þaö veröur að úr- elda helmingi meira heldur en það sem smíðaö er nýtt eöa stækkað. Hinir verða að úrelda jafn mikið og nemur viöbót- inni." Jóhann bindur vonir við að Knörr takist ab fá meiri verkefni hjá aflamarksbátunum, „að þeir séu svona abeins að rétta við. Þeir hafa lítið gert undanfarin ár, því þeir hafa verið svo rosal- ega skornir niður í veiðiheim- ildum." -ohr Einn bátanna sem bátasmibjan Knörr á Akranesi hefur verib ab lengja ab undanförnu. Tímamynd: STP Brábaofnœmi fyrir latexi alvarlegra en flest annaö ofnœmi: Um 30 manns meö latexofnæmi sem er hratt vaxandi vandamál Tíðni latexofnæmis hefur farið hratt vaxandi síðan athygli var vakin á því fyrir 17 árum að la- tex (gúmmí) það gæti valdið bráöaofnæmi. Á íslandi hafa 30 manns greinst meb latexof- næmi á göngudeild Vífilsstaða. „Bráðaofnæmi fyrir latexi er al- varlegra en flest annað ofnæmi. Þetta er vegna mikillar notkun- ar á gúmmíi á sjúkrahúsum og öbrum heilbrigöisstofnunum. Sjúklingar með ógreint latexof- næmi eru því í brábri hættu ef þeir verða fyrir slysi eða veikj- ast", segja Davíð Gíslason og Unnur Steina Bjömsdóttur í grein í Læknablabinu (8.tbl.'96). Notkun gúmmíhanska eða snerting vib þá er talin líklegasta orsökin fyrir mörgum þeim latex- ofnæmistilfellum sem greinst hafa hér á landi. Tveir hjúkmnar- fræðingar og skurðlæknir eru í þeirra hópi og sömuleiðis fjórir sjúklingar sem farið hafa í margar aðgerðir. Einn fékk ofnæmið við vinnu í sjóklæðagerð og 2 af gúmmíblöbrum. Kláði er eitt helsta einkenni bráðaofnæmis. „Því nudda menn Dcemi um svörun vib snertingu af gúmmíhanska hjá konu meb latexofnœmi, en klábi er einmitt eitt helsta ein- kenni brábaofnœmis. Konur á aldrinum frá 5 ára til fimmtugs eru um 80% þeirra sem greinst hafa meb latexof- nœmi á íslandi. stundum augnlokin með gúmmí- hanska á hendi. Það getur kallað fram gríðarlegan bjúg í augnslím- húð eba augnloki", segja greinar- Velta Árness aukist um rúmlega 140 milljónir vegna meiri humar- og lobnufyrstingar: Velta Ámess hf. aukist um 20% Um 16 milljóna króna hagn- abur stób eftir af 934 millj- óna króna veltu Ámes-Eur- ope bv. á fyrri helmingi árs- ins, samkvæmt samstæðu- uppgjöri fyrir Ámes hf. og dótturfélag þess í Hollandi, Ámes-Europe bv. Velta mób- urfélagsins, Ámess hf. varb 825 milljónir, eða 20% meiri en á sama tíma í fyrra, sem skýrist af auknum tekjum fiskvinnslunnar, einkum vegna aukinnar frystingar á humri og lobnu. Verðmæti bátaafla minnkaði aftur á móti um 10% milli ára. Samkvæmt tilkynningu frá Árnesi hf. skýrist verri af- koma fiskvinnslunnar eink- um af þróun gjaldmiðla í Evr- ópu og Japan, þangað sem fyrirtækið selji afuröir sínar fyrri hluta ársins. Árnes hf. gerir út fjóra báta og rekur frystihús á Stokks- eyri, Ðalvík og Þórshöfn. Bókfært eigið fé samstæö- unnar var 73 milljónir á miðju ári og hafði hækk- að um 19 milljónir frá ára- mótum. Heildarskuldir voru 1.190 milljónir en nettó- skuldir 749 milljónir. ■ höfundar. Ofsabjúgur í vörum og munni eftir tannviðgerðir, eða bjúgur á kynfærum og endaþarmi eftir skoðanir hjá kvensjúkdóma- lækni, séu einkenm sem strax vekja grun um latexofnæmi" Óvænt áföll vib svæfingar og aðgerðir t.d. útbrot, astmi eða blóðþrýstingsfall geti einnig veriö vegna íatexofnæmis. Greinarhöfundar segja abstæð- ur á íslandi nokkuð sérstakar að því leyti ab mjög fjölmennir starfshópar noti gúmmíhanska. Megi þar sérstaklega nefna fisk- vinnslufólk og sjómenn auk heil- brigðisstarfsfólks. Sé því full ástæða til að vera á varðbergi gegn latexofnæmi hér á landi. Enda séu þeir sem hafa sterkt latexofnæmi í bráðri lífshættu ef þeir lendi í skurðaðgerð án þess aö vitað sé um ofnæmið. Einnig sé það æ al- gengara að hanskar séu notaðir við handfjötlun fleiri matvæla en fisks. Reynslan hefur sýnt að þrem hópum hættir öðrum fremur við að fá latexofnæmi: í fyrsta lagi þá sem á ungum aldri þurfa oft að gangast undir aðgeröir eða vera með umbúðir úr latexi. í öðru lagi heilbrigðisstarfsmenn, sérstaklega á skurðstofum. í sumum rann- sóknum hafi allt að 10% þessara starfsmanna latexofnæmi. I þribja hópnum eru þeir sem vinna við framleiðslu á vörum úr latexi. Hér á landi mætti nefna starfsfólk hjólbarðaverkstæða. Líkurnar eru mestar sé fólk með bráðaofnæmi af öðrum toga. ■ Hálfrar aldar ab- ildar ab SÞ minnst Nítjánda nóvember næstkom- andi eru 50 ár liðin frá því ab ís- land gerðist abili að Sameinubu þjóðunum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að fela Félagi Sameinuöu þjóbanna á íslandi, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, að hafa um- sjón með því að afmælisins verði minnst með viðeigandi hætti. Fyrirhugað er, að hálfrar aldar að- ildarafmælisins verði minnst með hátíðarsamkomu og ráðstefnu um málefni S.Þ. Ennfremur er gert ráð fyrir útgáfu rits um þátttöku íslands í samtök- unum. Sameinuðu þjóðirnar munu ennfremur kosta útgáfu bæklings um starfsemi stofnunarinnar. í tilefni af afmælinu hefur m.a. verið ákveðið að festa kaup á af- steypu af listaverki Gerðar Helga- dóttur, „Pólitíski fanginn" og af- henda það skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf að gjöf hinn 19. nóvember. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.