Tíminn - 20.08.1996, Blaðsíða 10
10
Þriðjudagur 20. ágúst 1996
Margt bendir til þess
aö svo veröi, en bót í
máli fyrir Eystrasalts-
lönd er aö Bandarík-
in og Svíþjóö viröast
vera aö taka hönd-
um saman um aö
leitast viö aö tryggja
öryggi þeirra
Fréttaskýrendur ýmsir
þykjast sjá þess merki, ab
Eystrasaltslöndin þrjú,
Eistland, Lettland og Litháen,
fái hvorki hlutdeild í „höröu
öryggi'' NATO eöa „mjúku ör-
yggi" Evrópusambands. Vax-
andi áhyggjur eru út af þessu
í löndunum þremur.
Nú er taliö líklegt aö NATO
haldi upp á fimmtugsafmæli
sitt 1999 með því aö taka inn
Pólland og einhver fleiri ríki.
Gert er ráö fyrir aö ESB færi út
kvíarnar í austur um 2003. En
verulegar líkur em á aö Eystra-
saltslöndin, sem fyrir hvern
mun vilja komast í bæöi banda-
lög, til aö tryggja öryggi sitt
gegn Rússlandi, veröi skilin eftir
fyrir utan í bæöi skiptin.
Clinton og Persson
bera saman ráb sín
Nú er fullyrt aö á utanríkis-
ráöherrafundi NATO, sem
stendur til að veröi í desember,
verði gefið til kynna aö útvíkk-
un bandalagsins í austur standi
fyrir dyrum. Næsta vor veröi
svo gert opinskátt aö einhverj-
um ríkjum, þar á meðal Pól-
landi, veröi hleypt inn í banda-
lagið, en ekki Eystrasaltslönd-
Hins vegar bendir ýmislegt til
þess aö á þessum vettvangi sé að
takast - - eða hafi þegar tekist —
athyglisvert samstarf meö
Bandaríkjunum og Svíþjóö.
Bandaríkjastjórn er sögö líta á
Svíþjóö sem forysturíki Noröur-
landa og leita því sérstaklega
eftir samstarfi við hana viðvíkj-
andi Eystrasaltslöndum. Sam-
eiginleg viöleitni Bandaríkj-
anna og Svíþjóðar átti raunar
kannski drýgsta þáttinn í því aö
árin 1993-94 tókst aö ná sam-
komulagi um að Rússar legðu
niður herstöövar sínar í Eystra-
saltslöndum. Erindrekar Banda-
ríkjastjórnar í Moskvu lögðu þá
fast að rússnesku forystunni og
Svíar, sem höfðu tiltrú forystu-
manna Eystrasaltslanda, töluöu
þá til.
Fyrir skömmu skrapp Göran
Persson, forsætisráöherra Sví-
þjóöar, til Washington og ræddi
við Clinton Bandaríkjaforseta.
Umræöuefni þeirra kvað aöal-
lega hafa veriö öryggi Eystra-
saltslanda.
Forsetar Eystrasaltslanda
hittu Clinton í júní og létu þá í
ljós vonbrigði vegna þess aö
horfur virtust vera á því aö
Eystrasaltslönd yröu ekki tekin
inn í NATO um leið og Pólland.
Nú er sagt að Rússland hafi í
raun sætt sig viö að Pólland
gangi í NATO en reyni á bak viö
tjöldin aö fá NATO til aö lofa
því að taka aldrei við Eystrasalt-
slöndum í bandalagiö. í því
samhengi beitir Rússland og
Eystrasaltslönd „þrýstingi", sér-
staklega Eistland, líklega vegna
þess að það er í nánari tengslum
viö Norðurlönd en hin tvö og
betur á sig komið í efnahags-
málum, svo aö líklegt er að
Vestrið telji þaö vænlegri en hin
til aðlögunar.
Cöran Persson, forsœtisráöherra Svíþjóöar: Bandaríkin líta á Svíþjóö sem forysturíki Noröurlanda.
Eystrasaltslönd
utan NATO og ESB?
Fyrírœtlanir um stœkkun NATO og ESB, eins og þœr eru nú, en breytingar
á þeim eru ekki útilokaöar. Heimild: Svenska Dagbladet.
NATO
Des. 1996: NATO tekur ákvarðanir um fyrstu stækkunarumferð.
Voriö 1997: Ráöstefna æðstu ráðamanna NATO- ríkja. Þá verður fjallaö um hvaöa ríki helst
komi til greina aö taka inn í bandalagið. Líklegust til þess að verða fyrir valinu eru Pólland,
Tékkland, Ungverjaland og hugsanlega Slóvenía, en varla Eistland, Lettland og Litháen.
í árslok 1997: Samningar um inngöngu viö hlutaðeigandi ríki.
1998: Samningar um inngöngu nýrra aðildarríkja samþykktir á þingum NATO-ríkja.
1999: Allt veröur tilbúiö fyrir inngöngu nýrra ríkja á fimmtugsafmæli NATO 4. apríl 1999.
ESB
Áramótin 1996-97: Framkvæmdastjórn ESB lætur í ljós álit sitt um það hvort ríki þau tólf, er
sótt hafa um aðild aö sambandinu, skuli fá aðild.
Júní 1997: Leiötogafundur ESB-ríkja ákveður nánar um samningaumleitanir við ríkin, sem
sækja um inngöngu og til greina kemur aö taka inn.
Haustið 1997: Ríkisstjórnaráöstefnu ESB-ríkja lýkur.
Voriö 1998: Samningaumleitanir viö ríki, sem til greina kemur aö taka inn í sambandið, hefj-
ast.
2003: Þaö ár eöa skömmu fyrr eða seinna veröa málin komin á þaö stig aö talið verður hægt
hleypa Póllandi o.fl. ríkjum inn í sambandið. Óvíst er hvort Eystrasaltslönd veröa þar á meðal,
en af þeim er Eistland taliö hafa mesta möguleika á því.
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
„Gerum þab sem
vib getum ..."
Eftir embættismanni á vegum
Bandaríkjastjórnar er haft, aö
Clinton sé hlýtt til Eystrasalts-
landa og vilji tryggja aö þau séu
jafnörugg gegn Rússlandi og
fyrr, einnig þótt þau veröi ekki
tekin inn í NATO um leið og
Pólland. Bandaríkjastjórn sé
hins vegar óviss um hvernig að
því skuli fara. Clinton hafi boö-
ið Persson til sín til ráðagerða
um þaö. Enda sé í Washington
litiö á Persson sem skeleggan
leiötoga og ljóst er að Svíþjóö
vill enn síður en Bandaríkin aö
Rússland nái aftur áhrifum og
völdum í Eystrasaltslöndum.
í heimsókn í Riga, höfuðborg
Lettlands, á dögunum sagöi
Persson að Svíþjóð myndi gera
„þaö sem við getum" til stuön-
ings því aö Lettland fengi aðild
aö NATO. Eftir Svíum sem
standa nálægt Persson er haft að
honum sé það mikiö áhugamál
að greiða úr vandamálum á
Eystrasaltssvæðinu. Áöur en
Persson flaug til Washington
skrapp Lennart Meri, forseti
Eistlands, til Stokkhólms til að
gera grein fyrir óskum og ótta
Eystrasaltslanda í þessu efni.
Persson vlll Eystra-
saltslönd í ESB
Clinton leitar einkum eftir
stuðningi Svíþjóöar til að
tryggja öryggi Eystrasaltslanda,
en Persson leitar á hinn bóginn
eins og sakir standa einkum eft-
ir stuðningi Bandaríkjanna til
aö koma því til leiðar að Eystra-
saltslöndum sé sem fyrst hleypt
inn í ESB. Sænskir ráðamenn
munu telja auðveldara aö fá
Vestrið til aö samþykkja ESB-að-
ild fyrir Eystrasaltslönd en
NATO-aðild og einnig líta svo á
að Svíþjóð, sem sjálf er í ESB en
ekki í NATO, muni eiga auð-
veldara um vik um aö koma
grönnum sínum þremur austan
Salts í fyrrnefnda bandalagið en
þaö síðarnefnda. Mikael
Holmström, fréttaskýrandi
Svenska dagbladet um öryggis-
mál, hefur eftir sænskum
stjórnarerindrekum aö vissulega
sé Svíþjóö fús til aö gera þaö
sem hægt sé til aö tryggja
Eystrasaltslöndum „hart ör-
yggi", en á þeim vettvangi séu
möguleikar hennar takmarkað-
ir.
Bandaríkin eru í NATO, en
ekki í ESB, en eigi að síöur telur
sænska stjórnin aö Bandaríkin
séu í nógu góöum samböndum
viö flest ESB-ríki til aö geta gert
eitthvað til aö greiöa fyrir hugs-
anlegri inngöngu Eystrasalts-
landa í þaö samband. Viövíkj-
andi öryggismálum hefur þaö
aukiö bjartsýni sænskra stjórn-
málamanna og stjórnarerind-
reka aö þeir telja nú aö þeim
hafi tekist aö bægja frá horfum
á því aö meö Rússlandi og Vestr-
inu tækist einskonar þegjandi
samkomulag um að Svíþjóö og
Finnland, sem bæði eru hlut-
laus, yröu ásamt Eystrasalt-
slöndum gerö aö „gráu svæöi"
milli Vestursins og Rússlands.
Þaö leist hvorki Svíum né Finn-
um á, því aö þaö heföi aö líkind-
um þýtt að Eystrasaltslönd
heföu ekki getaö reitt sig á
neina bandamenn til aö verjast
ágengni frá Rússlandi nema
smáríki þessi tvö, sem ein sam-
an telja sig ekki fæí um aö veita
Eystrasaltslöndum verulega
tryggingu fyrir öryggi. ■