Tíminn - 20.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.08.1996, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 20. ágúst 1996 Baldur Ragnarsson, varaformaöur Esperantofélagsins í Reykjavík, hefur þýtt Njálu yfir á esperanto. Ein frœgasta tilvitnun Islendinga- sagnanna — Fögur er hlíöin — útleggst á esperanto: Belas la deklivo ... 2, nefnifall og andlagsfall. And- lagsfallið sé afar einfalt og að- eins bætt einum staf við nefni- fallið. Þá má geta þess að engar óreglulegar sagnir eiga sér stað og öll nútíð sagna endar á -as, þátíðin á -is og framtíðin á -os. „Það eru engar undantekningar frá reglum í esperanto ólíkt öðr- um tungumálum." Nóg til ab lesa Af þekktum erlendum mönn- um sem aðhyllast esperanto má nefna táknfræðinginn og rit- höfundinn Umberto Eco (Nafn rósarinnar) en hann hefur mælt mjög sterklega með esperanto í seinni tíð og má finna í bók hans „Leitin að hinu fullkomna máli" stóran kafla um esper- anto. Ef einhverjir kynnu ab óttast að lesefni á esperanto sé tak- markað er það misskilningur að sögn Baldurs. Frá upphafi hafa verið frumsamdar bókmenntir á esperanto og þá hefur farib vax- andi ab menn gefi út tímarit og blöð á málinu. Öll frægustu rit heimbókmenntanna hafa jafn- framt verið þýdd á esperanto. Frumsamln Ijób Baldur hefur sjálfur gefið út tvær ljóðabækur á tungumálinu og þýtt nokkrar bækur. „Ég er nú að endurskoða þýðingu sem ég vann fyrir nokkrum árum á Njálu en sú þýðing hefur enn ekki komið út. Fyrir allmörgum árum kom hins vegar út eftir mig þýbing á safni forníslenskra bókmennta, Hrafnkels saga Freysgoða, Völuspá og fleira." Blaðamaður spurði Baldur í lok- in hvernig hann snarabi hinni frægu tilvitnun Gunnars á Hlíð- arenda úr Njálu: „Fögur er hlíð- in og hefur hún mér aldrei jafn fögur sýnst, bleikir akrar og slegin tún og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi." Það stób ekki lengi á svarinu. „Belas la deklivo, kaj neniam antaue ghi tiom belis al mia vido, oraj grenkampoj kaj la herbejoj falc- hitaj, kaj rajdos mi returne kai iros ne." Bjöm Þorláksson Einn er sá hópur manna sem lætur sig dreyma um sameig- inlegt tungumál er eyða myndi öllum samskipta- landamærum fólks. Þetta eru svokallabir esperantist- ar, en málfræbi esperanto er einföld og rökvís og tekur skamman tíma ab sögn kunnugra ab læra málib. Heildarmálfræbireglurnar rúmast á einu póstkorti og ný orb eru myndub úr öbr- um eftir ákvebnu kerfi. Til ab forvitnast um málið hafði Tíminn samband vib Baldur Ragnarsson, varafor- mann Esperantofélagsins í Reykjavík, en Baldur hefur m.a. skrifað ljóðabækur á esperanto og er nú að leggja lokahönd á þýðingu sjálfrar Njálu. Urbu fyrir ofsóknum Höfundur esperanto var dr. L.L. Zamenhof, Pólverji af gyb- ingaættum sem kynnti tungu- málið árið 1887. „Þab sem fyrir honum vakti var að búa til tungumál sem væri hlutlaust og gæti orðib samskiptamál fyrir alla, hvaban sem menn kæmu. Það hefur alla tíð síöan verið við lýbi en gengið nokkub í öldum, t.d. sættu esperantistar ofsókn- um í Þýskalandi nasismans, þar sem Zamenhof var af gyðinga- ættum. Einnig ofsótti Stalín es- perantista þegar ótti við njósnir var hvað mestur þar vegna bréfasar.iskipta rússneskra es- perantista við vesturlönd. Núna er þab mjög mismunandi eftir löndum hve öflugar hreyfingar eru. Esperanto hefur verið í ör- um vexti í Austurlöndum, sér- staklega í Kína. Þá hefur mjög sterk esperantohreyfing verið vib lýbi í Japan," segir Baldur. Talið er ab um ein milljón manna kunni tungumálið í heiminum. Esperanto á íslandi í hálfa öld Esperantistar í Reykjavík starfa saman í félaginu Auroro og funda reglulega. Félagib var stofnað lýbveldisárið 1944 og engin þreytumerki að sjá ab sögn Baldurs. Skráðir félagar eru um 60 í Reykjavík og um 40 manns á landsbyggðinni eru sameinaöir í íslenska esperanto- sambandinu. Starfsemi félaga felst einkum í aöstoö við þá sem eru ab læra málið og hafa milligöngu um þátttöku við esperantista í al- þjóblegu samstarfi. „Svo er nátt- úrlega að útbreiða máliö. Það höfum vib gert með ýmsum hætti. Nú er t.d. komiö af stab bréfanámskeið, sem verður kynnt í haust," segir Baldur. Engar undantekn- ingar frá reglum Baldur lærði málið 16-17 ára og segir það ekki hafa tekib langan tíma. „Þórbergur Þóröar- son sem var mikill postuli es- peranto hér á landi birti í bók sinni Alþjóöamál og málleysur sem kom út árið 1933 póst- kortsmynd meb málfræði esper- anto. Það fer ekki mikið fyrir málfræðinni. Grundvaliareglur málsins eru aðeins 16 talsins." Sem dæmi um málfræöina nefnir Baldur að föll séu aöeins Baldur Ragnarsson. í því skyni að reyna að tak- marka tjón á húseignum jafnt sem lausafjármunum hefur Samband íslenskra tryggingafélaga afhent Slökkviliði Reykjavíkur sér- staklega útbúinn verðmæta- vemdargám. Rannsóknir hafa sýnt að fyrstu aðgerðir geta ráðið úrslitum um, hvort mögulegt reynist að bjarga margskonar eignum sem lenda í vatni eða bruna. Fyrstu aðgerbir til ab draga úr vatnstjóni gætu t.d. falist í því að stöðva vatnsleka, dæla út vatni, bera út vél- ar/tæki/húsgögn, pakka verð- mætum inn í plast og hugsan- lega að byrja þurrkun. Á brunastað gætu fyrstu að- gerðir falist í því að hluti slökkviliðsins hefjist handa við að veita burtu vatni og pakka inn stærri tækjum og búnaði sem ekki er hægt að fjarlægja, til verndar gegn sóti og raka. Um helmingur björg- unarleiðangra Slökkviliðs Reykjavíkur er vegna vatns- tjóna. Afhending verbmætavernd- argámsins er í samræmi við sérstakan samning á svibi verömætaverndar sem vá- tryggingafélögin gerðu við Slökk”ilið og Reykjavíkurborg sl. haust, segir í tilkynningu frá Sambandi tryggingafélaga og Slökkviliði Reykjavíkur. Sagt er að samtök tryggingafé- laga í Noregi og Svíþjóð telji samstarf af þessu tagi hafa skil- að verulegum árangri. Jafn- framt hafi þab eflt fyrirtæki Nýi gámurinn sem Slökkvilib Reykjavíkur hefur fengib til þess ab verja verbmætar eignir gegn bruna- og vatnstjóni. Gámurinn var afhentur af Sambandi ísienskra tryggingafélaga. Tímamynd: Pjetur sem sérhæfi síg í björgun verð- mæta og viðgerðum á hús- næði, tækjum og öðru innbúi, sem orðið hafi fyrir tjóni af völdum vatns eba bruna. ■ Hlutabréfin hækkab um 42% Þróunarfélagib hafbi 224 millj- óna króna rekstrarhagnab, eftir skatta, á fyrri helmingi ársins. Hlutabréfaeign félagsins hefur hækkab um nær 49% og geng- ishagnabur hlutabréfa nam um 290 milljónum á tímabilinu. í júnílok átti félagib hlutabréf í 45 fyrritækjum, þar af voru 20 skráb á Verbbréfaþingi íslands. Hlutafé félagsins var aukið um 43 milljónir í maí sl. með sölu nýrra hlutabréfa sem seld vom á genginu 1,16. Síðasta viöskiptagengi bréfanna var 1,65 þannig að þau hafa hækk- að um 42% frá útboðinu í maí. Hluthafar í Þróunarfélagi ís- lands eru nú rúmlega 250 tals- ins. ■ Slökkviliö Reykjvíkur fœr sérútbúinn verömœtverndargám til aö takmarka bruna- og vatns- tjón á munum: Helmingur útkallanna er vegna vatnstjóna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.