Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 17
RÉTTUR
21
sinn að hengja presta og drekkja hreppsnefndaroddvitum. Þess
vegna þótti mér lieldur en ekki fengur að rekast á Bjössa í Ijósa-
skiptunum um kvöldið. Ég ætlaði varla að þekkja hann. Ég liafði
gengið um hríð röska faðmslengd á eftir beinvöxnum manni og
snarlegum í hreyfingum. Maður þessi var í einhvers konar einkenn-
isbúningi, sem ég bar ekkert skynbragð á, fávís sveitapilturinn.
Hann hafði tígulegt kaskeiti á höfði og dularfullar bryddingar á
frakkaermunum, — og þelta er náttúrlega stórhöfðingi, líklega
biskupinn eða forsætisráðherrann, hugsaði ég lotningarfullur. Hví-
líkur heiður að ganga aðeins röska faðmslengd á eftir slíku mikil-
menni! Hvílík upphefð!
En allt í einu hægði mikilmennið gönguna, leit um öxl og vings-
aði handleggjunum skringilega.
Bjössi! hrópaði ég undrandi. Bjössi!
Já, sæll, sagði hann þurrlega. Hvert ertu að flækjast? Ertu hætt-
ur uppfrá?
Nei, sagði ég. Við gerðum verkfall og fengum kauphækkun. Við
erum búnir að stofna málfundafélag.
Mig varðar ekkert urn það, anzaði hann. Ég er ekki kommúnisti
lengur. Það kemst enginn kommúnisti áfram.
Hvað gerirðu núna? spurði ég. Af hverju ertu svona einkennilega
klæddur?
Þú ert fífl, sagði hann. Ég má ekki vera að þessum kjafthætti
lengur. Ég er að fara á samkomu.
Hann sneri sér frá mér, vingsáði handleggjunum og gekk leiðar
sinnar án þess að kasta á mig kveðju. En daginn eftir var ég að
rangla um miðbæinn ásamt frænda mínum. Það var sunnudagur,
glampandi sólskin og hreinviðri, en bráðnandi útmánaðaföl á göt-
unum. Ég ætlaði uppeftir klukkan sex um kvöldið, en frændi minn
hafði boðizt til að labba með mér fram og aftur um bæinn og sýna
mér hið markverðasta. Þegar við vorum búnir að skoða dómkirkj-
una og forsetann, gengum við út í Austurstræti og heyrðum skyndi-
lega dynjandi hljóðfæraslátt. Á Lækjartorgi hafði múgur og marg-
menni safnazt saman, enda mikið um dýrðir, því að hjá Persil-
klukkunni stóð hópur skrautklæddra manna og ennþá skrautklæddari