Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 29

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 29
RÉTTUR 33 síðri en hinn þýzki her, og herforusta hans kunni full tök á sóknar- rnætti hinnar þýzku vígvélar, sem engir höfðu staðizt lil þessa. En þýzki nazisminn mætti ekki aðeins hernaðarlegum jafnoka sínum. Hann hitti hér í fyrsta skipti það afl, sem honum hafði hvarvetna annars staðar í Evrópu tekizt að drepa í dróma: óbrot- gjarna samfylkingu ráðstjórnarþjóðanna. Á sigurgöngu sinni um Evrópu þurfti Adolf Hitler ekki annað en stappa fótum í jörð, svo að upp spruttu Kvislingar og þjóðníðingar, er ráku hvert það er- indi, er fyrir þá var lagt. En í Rússlandi fann leiðtoginn engan nýtilegan lepp í skó sinn. Það voru mikil vonbrigði. Samfylking ráðstjórnaralþýðunnar reyndist svo óbilug vegna þess, að hún hafði verið sköpuð og treyst í aldarfjórðungs upp- byggingu sósíalismans. Engar hagsmunaandstæður ráku fleyga inn í þessa samfylkingu, atvinnuhættir og menning hins sósíaliska þjóð- lífa höfðu steypt það stál, sem beittustu rándýrstennur fengu ekki unnið á. 3 Sókn þýzka hersins inn í Rússland var forleikur mikilla tíðinda. I síðasta mánuði ársins 1941 gerðu Japanar árás á Pearl Harbour og varð það upphaf að sókn þeirra á Kyrrahafi. Á furðulega skömmum tíma moluðu Japanar nýlenduveldi Hollendinga, elztu ný- lendudrottnara Kyrrahafsins, lögðu undir sig Filippseyj ar, ráku Englendinga á brott úr Austurasíu og drottnuðu þar einráðir allt að landamærum Indlands. Áður en Bretland og Bandaríkin gátu rönd við reist hafði Japan skapað sér nýlenduríki, er taldi um 400 mill- jónir manna. Bandaríkin voru orðin ófriðaraðili. Styrjöldin, sem byrjað hafði í Pólska hliðinu haustmánuðina 1939, var orðin að heimsstyrj öld. Tvö heimsbandalög, Möndulveldin og Bandamenn, berjast um yfirráðin á hnettinum. Hafi mönnum til þessa orðið starsýnt á landamerkjasteina ríkja og þjóða, þá mun þessi styrjöld færa þeim heim sanninn um það, að heimurinn er heild. Vígstöðvar þessarar styrjaldar eru nú komnar í fastar skorður, að því er varðar útjaðra hennar. í Ástralíu og á Nýja Sjálandi hafa Eandamenn búizt til varnar gegn frekari sókn Japana í suðurátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.