Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 29

Réttur - 01.01.1943, Page 29
RÉTTUR 33 síðri en hinn þýzki her, og herforusta hans kunni full tök á sóknar- rnætti hinnar þýzku vígvélar, sem engir höfðu staðizt lil þessa. En þýzki nazisminn mætti ekki aðeins hernaðarlegum jafnoka sínum. Hann hitti hér í fyrsta skipti það afl, sem honum hafði hvarvetna annars staðar í Evrópu tekizt að drepa í dróma: óbrot- gjarna samfylkingu ráðstjórnarþjóðanna. Á sigurgöngu sinni um Evrópu þurfti Adolf Hitler ekki annað en stappa fótum í jörð, svo að upp spruttu Kvislingar og þjóðníðingar, er ráku hvert það er- indi, er fyrir þá var lagt. En í Rússlandi fann leiðtoginn engan nýtilegan lepp í skó sinn. Það voru mikil vonbrigði. Samfylking ráðstjórnaralþýðunnar reyndist svo óbilug vegna þess, að hún hafði verið sköpuð og treyst í aldarfjórðungs upp- byggingu sósíalismans. Engar hagsmunaandstæður ráku fleyga inn í þessa samfylkingu, atvinnuhættir og menning hins sósíaliska þjóð- lífa höfðu steypt það stál, sem beittustu rándýrstennur fengu ekki unnið á. 3 Sókn þýzka hersins inn í Rússland var forleikur mikilla tíðinda. I síðasta mánuði ársins 1941 gerðu Japanar árás á Pearl Harbour og varð það upphaf að sókn þeirra á Kyrrahafi. Á furðulega skömmum tíma moluðu Japanar nýlenduveldi Hollendinga, elztu ný- lendudrottnara Kyrrahafsins, lögðu undir sig Filippseyj ar, ráku Englendinga á brott úr Austurasíu og drottnuðu þar einráðir allt að landamærum Indlands. Áður en Bretland og Bandaríkin gátu rönd við reist hafði Japan skapað sér nýlenduríki, er taldi um 400 mill- jónir manna. Bandaríkin voru orðin ófriðaraðili. Styrjöldin, sem byrjað hafði í Pólska hliðinu haustmánuðina 1939, var orðin að heimsstyrj öld. Tvö heimsbandalög, Möndulveldin og Bandamenn, berjast um yfirráðin á hnettinum. Hafi mönnum til þessa orðið starsýnt á landamerkjasteina ríkja og þjóða, þá mun þessi styrjöld færa þeim heim sanninn um það, að heimurinn er heild. Vígstöðvar þessarar styrjaldar eru nú komnar í fastar skorður, að því er varðar útjaðra hennar. í Ástralíu og á Nýja Sjálandi hafa Eandamenn búizt til varnar gegn frekari sókn Japana í suðurátt.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.