Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 14
18
RÉTTUK
Pétur postuli? Heigull og svikari, sem afneitaði skoðunum sínum.
Hvað var Páll? Bölvaður flakkari og kaplabrinki, sem sagði eitt í
dag og annað á morgun. Guðspjallamennirnir Markús, Lúkas og
Matteus voru allir mestu óráðsíubelgir og kaplabrinkar. Jafnvel
Lazarus, sem þóttist vera dauður, var einnig skelfilegur kaplabrinki.
Æ-hæ-hæ-hæ! hló Gunna og hossaðist á rúminu sínu. En Stína
virtist hins vegar ekki skilja til hlítar, að Bjössi þurfti að komast á-
fram í heiminum, því að hún byrgði andlitið höndum og grét hljóð-
lega.
Þetta er bara guðlast, volaði hún. Farið þið. Ég vil ekki hafa
ykkur inni hjá mér. Farið þið!
Ég gekk óðar til dyranna, rjóður og sneyptur. Mér blöskraði
þetta tal. Hvað skyldi móðir mín segja, ef hún vissi, að ég hlustaði
á kenningar ósvífins villutrúarmanns, nýfermdur unglingurinn?
Hvað skyldi faðir minn segja, ef hann vissi, að ég ætlaði að gerast
eins konar verzlunarfélagi ofstopafulls byltingarseggs, sem vildi
sennilega láta hengja alla presta og drekkja öllum veraldlegum
embættismönnum ? En Bjössi yppti bara öxlum, þegar við vorum
komnir út á ganginn, — hann hnippli í handlegginn á mér og hvísl-
aði: Þetta er allt saman helvítis karlinum að kenna. Stelpurnar
verða svona asnalegar vegna fæðunnar; hún er fjörefnalaus; þær
þurfa að fá almennilegan mat, því að annars lenda þær út í trú-
málin. Það er ekki forsvaranlegt að bjóða okkur upp á úldið kjöt.
Ég anzaði honum ekki. En þegar við vorum komnir inn úr dyr-
um piltaskálans, staðnæmdist hann snögglega, eins og honum hefði
hugkvæmzt eitthvert snjallræði.
Heyrðu, sagði hann dálítið ólíkindalega, ég ætla að skreppa til
þeirra aftur. Það er alls ekki forsvaranlegt að skilja við stelpuna
hágrátandi. . . .
Og hann hvarf á ný út um dyrnar. En vafalaust hefur honum
tekizt að hugga Stínu, vafalaust hefur Stína fyrirgefið honum guð-
lastið, því að hann fór að venja komur sínar niður í kjallarann á
kvöldin, þegar vinnunni var lokið. Hann vildi ekki hafa neinn með
sér. Hann sagðist vera að frelsa stúlkurnar.
Og svo fékk hann þessar fimmtán krónur, sem ég átti, en keypti