Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 59

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 59
RÉTTUR 63 falið því, og framkvæmdir koma í kjölfarið, skal hún birt hér í heild. Hún hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela Búnaðarfélagi Islands eftirfarandi verk- efni: 1. Að láta fara fram rannsókn á því, hvar heppilegust eru skilyrði með tilliti til ræktunar, rafvirkjunar, samgangna o. s. frv. til landbúnaðarframleiðslu í ýmsum greinum með stofnun byggða- hverfa og aukið þéttbýli fyrir augum. 2. Að gera áætlun um rafvirkjun sveitabyggða og samgöngukerfi sveitanna með hliðsjón af rannsókn þeirri, er greinir í 1. lið, í samvinnu við aðrar hlutaðeigandi ríkisstofnanir. 3. í sambandi við ofangreinda rannsókn að gera tillögur um stofn- un fyrirmyndarbúa á ýmsum stöðum á landinu og um fyrir- komulag þeirra, og skulu verkefni þeirra vera m, a. að gera til- raunir í ræktun og búrekstri, halda námskeið fyrir bændur o. s. frv. 4. Að undirbúa löggjöf um framkvæmdir og aðstoð við landbún- aðinn á grundvelli þess undirbúningsstarfs, sem að ofan grein- ir, og að endurskoða gildandi búnaðarlöggjöf, til að greiða fyr- ir þróun hans í samræmi við þær niðurstöður, sem rannsókn sú, er um getur í 1. lið, leiðir í ljós. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði.“ Loks er að geta þess, að sett voru lög um orlof, samkvæmt frum- varpi sömdu af milliþinganefnd. Réttindi þau, sem helztu verka- lýðsfélögin öfluðu sér með samningum á síðasta ári, eru þar með staðfest með lögum og gerð abnenn. SÖFNUN HANDA RAUÐA KROSSI SOVÉTRÍKJANNA í febrúar ákvað Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík að hefja fjársöfnun handa Rauða krossi Sovétrikjanna. Ymsir merk- ustu menn þjóðarinnar birlu ávarp til almennings, þar sem skorað er á fólk að taka þátt í söfnun þessari. Undir ávarp þetta rituðu menn úr öllum flokkum og stéttum, þar á meðal biskup landsins, bankastjóri Landsbankans, margir alþingismenn, embættismenn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.