Réttur


Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 2

Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 2
ið sJcipa, og öllu því harðfylgi, er álþýðusamtökin hafa yfir að ráða“. Úr „Ályktun 12. þings Alþýðusambands Is- lands“, nóv. 1934. „En það, sem í dag er aðalatriðið, er SAMEINING allrar alþýðu um lausn þeirra/verkefna, sem nœst liggja. K. F. I. heitir því á álla alþýðu þessa lands, að hefj- ast nú þegar handa um myndun þeirrar þjóðfylkingar, sem nauðsynleg er, til þess að framhvœma þá stefnu- skrá, sem hér hefir verið lýst. Kommúnistaflokkurinn skorar á verkalýð Islands, sem skapað hefir á síðasta mannsaldri okkar öflugu verklýðshreyfingu, sem háð hefir sjómannaverkföllin, Krossanesverkfallið og Novu-bardagann, atvinnuleysis- baráttuna 7. júlí og 9. nóvember — sem með fórnfýsi og elju hefir byggt upp Dagsbrún og Sjómannafólag Beykjavíkur, Verkamannafélög Akureyrar og Siglu- fjarðar, ísafjarðar og Ilafnarfjarðar, Vestmannaeyja og Austfjarða, skapað á sínum tíma Alþýðusamband Is- lands, Verklýðssamband Norðurlands og fjölda annara stéttasamtaka iðn- og starfsmanna, — K. F. I. skorar á vérkálýð Islands að VERNDA það verk, sem síðasta kynslóð hefir unnið og leggja með atorku sinni hóndina á plóginn til að FULLKOMNA það. Kommúnistaflokkur Islands skorar á vinnandi bœnd- ur Islands að sameinast í anda brautryðjendanna í Suður-Þingeyjarsýslu og frelsa samvinnuhreyfingu sína frá yfirvofandi hœttu fasisma og fjárgróðáhringa með því að táka höndum saman við verkalýðinn til að sJcapa þjóðfylkingu hins vinnandi fóllcs á íslandi. Nú, þegar sú hœtta vofir yfir tslenzku þjóðinni, að hún glati sjálfstœði sínu, ef ekki verður tekið fram fyrir hendur hinnar drottnandi auðvaldsklíku, minni.r Kommúnistaflokkur íslands alla hina starfandi þjóð á þá frelsisbaráttu, sem íslenzka þjóðin hefir háð gegn erlendu kúgunarvaldi öldum saman, á baráttuna á 15. öld gegn enskum og þýzlcum yfirgangi, á baráttuna állt frá Jóni Arasyni til Jóns Sigurðssonar og Skúla Thor- oddsen gegn lcúgun og áþján danska auðvaldsins. Minn- ug þeirra fórna, sem fœrðar hafa verið í þessari frels- isbaráttu, mun íslenzka þjóðin brennimerkja þá menn, sem nú reka erindi erlends auðvalds, sem var.ga í véum,.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.