Réttur


Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 8

Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 8
ig selja skuli, — „frjálsu samkeppnina" kæra þeir sig ekki um og þá er engin leið nema samvinna í einu eða öðru formi. Þessi samtök smáútgerðarmannarina hefðu um leið hina mestu þýðingu fyrir sjómenn, því með því að létta skatti hringanna af smáútgerðinni, skapaðist hinn eðlilegi grundvöllur fyrir smáútgerðina til að geta greitt sjómönnum hærra kaup. Og jafnframt er smáútvegsmönnum ómögulegt að brjóta ok hringa- valdsins, nema með fylsta stuðningi verkalýðs og sjómanna. Samvinna smáútvegsmanna og sjómanna gegn hringavaldinu, er því báðum til hagsbóta, eðli- leg og sjálfsögð. c) Samtök smákaupmanna — eða einstakir kaup- menn, er selja beint til neytenda, — ættu líka að fá gjaldeyrisleyfi beint frá þeirri nefnd hins opinbera, sem hefði yfirstjórn verzluriarmála a svipaðan en fullkomriari og nýtari hátt, en núverandi innflutn- ingsnefnd. Þessir kaupmenn réðu því sjálfir, hvort þeir hefðu innkaupafélög sín á milli eða verzluðu beint við útlönd eða létu heildsala kaupa inn fyrir sig. Með þessu móti væri einstaklingsframtaki kaup- manna veittur fullur möguleiki til að sýna hvað það gæti, smákaupmönnum tryggð viðunandi lífskjör — og heildsölum útrýmt að svo miklu leyti, sem þeir ekki ynnu neitt þjóðfélagslega nytsamlegt starf. En geti þeir hinsvegar út'vegað vörur ódýrt á annara leyfi, þá hefðu þeir bæði möguleika og rétt til að halda áfram. En til þeirrar einokunar, sem heildsalar nú fá frá gjaldeyrisnefnd, eiga þeir engan rétt. d) Innkaupin til innlenda iðnaðarins yrði líka að skipuleggja. Nú er ástandið þannig, að víða kaupa heildsalar inn hráefni fyrir smáverksmiðjur, — leggja mikið á, — ogtaka svo framleiðsluna af verk- smiðjunum til sölu og leggja aftur á! Og alþýðan fær að borga. íslenzki iðnaðurinn verður að vera eins samkeppnisfær með gæði og verð við erlenda fram- 8

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.