Réttur


Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 34

Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 34
Halldór Stefánsson: Tvær þjóðir. Eins og’ birta inn um rifu á gluggalausu húsi. Allt er dimmt inni fyrir. Hreyfingarlaust myrkur. í öllum skotum hanga yfirgefnir köngulóavefir. Á gólfi og syllum er þykkt lag af ryki. Það marrar hvergi í hurð eða stigatröppu. Ekkert tíst orsakast af votti af andvara. Þögnin er líflausari en í gröf. Bik- svart myrkrið hefir fargað öllu lífi. Það er dauði án upprisu. Svo o.pnast skyndilega ofurlítil ri.fa. Vind- urinn og regnið hafa verið að nauða á samskeytum fjalanna í mörg ár. Loksins hafa þau sigrað og birt- an af ljósi dagsins smýgur inn í myrkrið. Eins og kvak í þögn næturinnar. Hljóðleiki hinnar grábláu vomætur er búinn að framkalla allan þann söknuð, sem unnt er í brjósti hins svefnlausa. Svo heyrist ofurlítið fuglskvak úti í nóttinni. Það flytur vonina á ný í hjarta hins yfir- gefna. Eins og svali í brennandi logni. Loftið er hlaðið af viðþolslausum hitaeiningum. Máttur ferðamannsins er á þrotum, hann örmagnast unz svalinn kemur með nýtt fjör og léttir af honum fargi hitans. Eins og uppsprettulind í sandauðn. Tunga vegfarandans er þurr eins og skrælnað laufblað og eins fyrirferðarmikil í meðvitund hans og heytorfa. Eldur angistarinnar brennur úr augunum og eitur þorstans brjálar taugarnar. Svo finnst lindin og þrautirnar verða að gleymdum draumi. Þannig kom hún inn í líf hans. Fögur eins og hugsjón, fullkomin eins og opin- berun. 34

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.