Réttur


Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 43

Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 43
viljanum. Með þessum samþykktum er aðeins verið að draga nokkuð úr ranglætinu, sem framið hefir verið gegn spönsku þjóðinni, og verður þegar að telja það mikinn ávinning með hliðsjón af undanfarinni reynslu. Og þó er ekki hafizt handa um þetta fyrr en eftir að ríkisstjórnir Þýzkalands og Ítalíu eru búnar að flytja suður á Pyreneaskaga upp undir hundrað þúsundir manna af vel æfðu og alvopnuðu herliði. Það hefir ekki heyrzt, að þessa „sjálfboða- liða“eigi að flytja þaðan áður en styrjöldin sé útkljáð. Og þegar þess er gætt, að útlendingar þeir, sem Spánarstjórn hefir í liði sínu, eru allir raunverulegir sjálfboðaliðar og ekki nema nokkrar þúsundir að tölu (sbr. frásögn ameríska blaðamannsins Louis Fischer), verður ljóst, að jafnvel með þessum sam- þykktum er enn hallað freklega á stjórnina. Enn er eitt atriði: Eftirlitið gengur ekki í gildi fyrr en eftir hálfan mánuð, en það er nægur tími fyrir fasista- ríkin til að senda enn tugi þúsunda hermanna og ógrynni vopna til Spánar, og sá væri flón, sem treysti því, að þau myndu nú, fremur en endra nær, virða gerðar samþykktir. En eftir atvikum verður að telja þetta viðunandi málalyktir. Við lifum í heimi, þar sem auðvaldið ræður ríkjum að miklum meiri hluta. Jafnvel hin friðarsinnuðu lýðræðisríki, eins og England og Frakk- land, eru fyrst og fremst auðvaldsríki. Og af auð- valdinu er hvergi réttlætis að vænta. Það snýst ekki gegn ranglætinu fyrr en ranglætið er farið að ógna hagsmunum þess sjálfs. Og það var ekki fyrr en Þjóðverjar'voru búnir að flytja óvígan her til Mar- okkó, og koma sér þar upp hernaðarbækistöð, að franska stjórnin rumskaði. Það var ekki fyrr en brezka stjórnin sá fram á, að Þjóðverjar myndu koma sér upp öðru Gibraltar hinumegin við sundið, að hún vaknaði af dvalanum. Þessi nývaknaða „réttlætis- kennd“ kemur ekki til af góðu. 43

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.