Réttur


Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 45

Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 45
hann var staddur í ókunnu landi þar sem ríkti annar konungur, óskyld tunga, ólíkar venjur. Þetta var ríki Húna, sem nefnt er á kínversku Hí Vong Nú. Þeir drukku vín úr hauskúpum. Menn höfðu þá trú í landi Húna, að þegar vestar drægi, tæki við ófærur miklar og þar næst endi heims, en vildu drepa Sjang Kí En, því það var siður'þeirra ao drepa alla Kínverja, sem þeir gátu hönd á fest. * En konungurinn átti sér dóttur eina, og segir sagan að slík hafi skjótlega orðið samskipti gests og kon- ungsdóttur, að henni þótti betra að Sjang Kí En væri eigi drepinn, en konungi að hann hlypizt eigi á brott úr ríki Húna úr því sem komið var. Er nú ekki að orðlengja það, nema konungur gefur Sjang Kí En dóttur sína og með henni allt ríki Húna. Er nú Sjang Kí En orðinn einvaldur konungur Húna. Svo segir í fornum bókum, að Sjang Kí En hafi stjórnað Hí Vong Nú af snilld og prýði um tíu ára skeið. Hann var elskaður af þegnum sínum og virtur af konu sinni, drottningunni, sem ól honum á hverju ári nýjan son. Aldrei stóð ríki Húna með meiri blóma. En þegar tíu ár voru liðin, þá er svo sagt, að Sjang Kí En vaknar í rekkju sinni um nótt. Hann man þá snögglega eftir því að Sonur Himinsins hafði sent hann erinda til vesturs að finna ný lönd auðug að gulli, gimsteinum og fílabeini, og verður litið á sof- andi drottninguna í rekkjunni við hlið sér, móður hinna tíu sveina, og spyr: Hver ert þú? Hann reis þegar úr rekkju, dró skó á fætur sér og gekk hljóðlega út úr svefnhúsinu í myrkri nætur- innar og stendur einn á opnu torginu fyrir framan höll sína í næturhregginu. Síðan hélt hann af stað eftir þjóðveginum til vesturs, en þegar vegi þraut stefndi hann út í óbyggðirnar. Hann ferðaðist marga mánuði samfleytt yfir fjalllendi þau, sem nú eru kölluð Norður-Tíbet, síðan yfir eyðimörkina Ghobí 45

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.