Réttur


Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 44

Réttur - 01.03.1937, Blaðsíða 44
— Eftir atvikum geta vinir Spánar unað við þessar málalyktir. Verði hafnbanninu framfylgt undan- bragðalaust, þá er ekki vafi á því, að spánsku þjóð- inni mun takast, hversu afskipt sem hún er gerð með þessum tillögum, að reka landráðaliðið að fullu og öllu af höndum sér. B. Fr. Halldór Kiljan Laxness; Fuiuliit Indíalönd. Son Himinsins, keisarann í Kína, dreymdi einhverja nótt að langt til vesturs lægi mikil og fögur lönd, auðug að gulli, gimsteinum og fílabeini, heimsins fegurstu og auðugustu lönd; þau voru byggð vitr- um mönnum. Hann kallaði saman hirð sína, settist í öndugi, lagði lófann á enni sitt og sagði: Mig dreymdi draum. Síðan sagði hann þeim draum sinn. Og er hann h’afði sagt þeim draum sinn, þá lofaði hann hverjum þeim hirðmanni, sem fyndi þetta draumaland, tign og heiðri utan enda og fullkominni velþóknun Sonar Himinsins. En hvort hirðmennirnir voru heldur of veiktrúa á drauma Sonar Himinsins eða of ánægðir í þeim emb- ættum, sem þeir þegar gegndu og þeim virðingum sem þeir þegar nutu, til þess að þeir vildu leggja sig í hættur vegna draumalanda í óvissunni, þá er eitt víst, að enginn hinna lofsverðu mandarína sinnti orðum keisarans, nema Sjang Kí En'. Hann lagði nið- ur embætti sín heima fyrir, kvaddi Son Himinsins í einrúmi og hélt af stað til vesturs, einsamall. Hann ferðaðist til vesturs yfir mörg lönd, sem lágu öll undir Son Himinsins, en þar kom að lokum að 44

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.