Fréttablaðið - 16.03.2009, Side 9

Fréttablaðið - 16.03.2009, Side 9
MÁNUDAGUR 16. mars 2009 Áhugaverð og gagnleg starfsemi í Rauðakrosshúsinu Ókeypis ráðgjöf námskeið og Allir velkomnir í Rauðakrosshúsið Rauðakrosshúsið er miðstöð fyrir alla landsmenn þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta leitað stuðnings við að takast á við breyttar aðstæður, fengið ráðgjöf um margvísleg úrræði sem bjóðast í samfélaginu - eða nýtt krafta sína öðrum til gagns. Öll þjónusta og viðburðir eru gestum að kostnaðarlausu. Kynning og umræður: Sálrænn stuðningur Mánudagur 16. mars kl. 14:30 - 16:00. Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Bent verður á hvað er mikilvægt fyrir fólk að gera í þessu sambandi. Umræður í lokin. Fagaðilar veita ráðgjöf Í Rauðakrosshúsinu getur fólk sótt sér sálrænan stuðning hjá fagaðilum úr áfallateymi Rauða krossins, prestum og djáknum sér að kostnaðarlausu. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar taka á móti fólki og aðstoða það við að finna úrræði við hæfi. Ýmsir aðrir sérfræðingar veita ráðgjöf. Félagsstarf og fræðsla Rauðakrosshúsið er vettvangur fyrir ýmis konar félagsstarf og fræðslu (sjá nánari dagskrá á heimasíðunni raudakrosshusid.is). Þar er aðstaða fyrir börn, kaffihorn þar sem lesa má blöð og bækur, tölvuver, námskeið og ýmislegt fleira. Gestir eru hvattir til að nýta sér aðstöðuna og félagsskap annarra til að halda uppi lifandi starfi í Rauðakrosshúsinu. Dagleg starfsemi er í höndum sjálfboðaliða. Dagskrá vikuna 16. - 20. mars Námskeið: Sáttamiðlun Þriðjudagur 17. mars kl. 14:30 - 16:00. Kynnt grundvallaratiði í að sætta deiluaðila í einka- og fjölskyldumálum. Í lok námskeiðs eru léttar verklegar æfingar og umræður. Kynning: Aðstæður ungmenna í Palestínu Þriðjudagur 17. mars kl. 17:00 - 18:00. Myndasýning og létt spjall um ferðalag íslenskra ungmenna til Palestínu. Kynning: Matarkarfan Miðvikudagur 18. mars kl. 14:30 - 15:30. Nú skiptir hagsýni í matarinnkaupum höfuðmáli. Kynning á vefnum matarkarfan.is, besta vini buddunnar. Kynning: Verkefni Rauða kross Íslands Miðvikudagur 18. mars kl. 15:30 - 16:30. Stutt kynning og umræður um helstu verkefni félagsins hér á landi. Gætir þú lagt eitthvað að mörkum? Námskeið: Ísgerð heima Fimmtudagur 19. mars kl. 14:30 - 16:30. Ís er sú fæða sem kemur fólki helst til að brosa og kætir umfram annan mat. Fjallað er um ís og ísgerð og kynntar nýstárlegar aðferðir við að búa til gómsætan rjómaís, mjólkurís og jógúrtís á fljótlegan og einfaldan hátt. Bragðgott og hressandi námskeið. Borgartún 25 Sími: 5704000 www.raudakrosshusid.is Opið alla virka daga kl. 12-18 Kynning: Hjálparsíminn 1717 og Vinanet Fimmtudagur 19. mars kl. 16:30 - 17:30. Vinanetið er netspjall fyrir ungt fólk. Hjálparsíminn veitir ráðgjöf til fólks á öllum aldri. Verkleg æfing: Endurlífgun og hjartarafstuðstæki Föstudagur 20. mars kl. 14:30 - 15:30. Stutt verklegt námskeið sem getur gert þér kleift að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli. Kynning: Rauðakrosshúsið Föstudagur 20. mars kl. 15:30 - 16:30. Allir sem hafa áhuga á að kynnast starfseminni eða vilja leggja sitt af mörkum eru velkomnir. FLUGMÁL Engin áminning var veitt vegna brota flugfélagsins Jet-X á reglum um hvíldartíma flug- manna þegar þota félagsins end- aði utan brautar á Keflavíkur- flugvelli haustið 2007. Þetta kemur fram í svörum Flugmálastjórnar til Fréttablaðsins. Alls voru 188 farþegar og átta manna áhöfn um borð í þotu Jet-X þegar hún rann út af braut í lend- ingu í Keflavík aðfaranótt 28. okt- óber 2007. Vélin var að koma úr leiguflugi til Tyrklands. Vakt flug- mannanna var orðin lengri en regl- ur leyfðu, meðal annars vegna tafa við brottför og vegna millilending- ar til eldsneytistöku í Skotlandi. Ísing var á brautinni. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telur rannsóknar- nefnd flugslysa að þreyta hafi þjakað flugmennina enda hafi þeir sjálfir kvartað undan mikilli þreytu 40 mínútum fyrir lendingu í Keflavík. Vaktin hjá þeim varð á endanum 17 klukkustundir og 20 mínútur. „Ekki var talin ástæða til þess að gefa út formlega áminningu til Jet-X vegna þessa atviks, en félagið ákvað að nýta ekki áfram ákvæði um lengda flugvakt með aukinni áhöfn í kjölfar málsins,“ upplýsir Flugmálastjórn sem kveðst hafa farið ítarlega yfir málið með forsvarsmönnum Jet- X og skoðað framkvæmd þessara mála hjá fyrirtækinu. „Í kjölfar þessa atviks gaf Flugmálastjórn út skýringarefni til íslenskra flug- rekenda í flutningaflugi um með hvaða hætti flugrekendur skuli uppfylla ákvæði reglugerðar um flug- og vinnutímamörk og hvíld- artíma flugáhafna sem var í gildi á þeim tíma sem óhappið átti sér stað.“ Rannsóknarnefnd flugslysa gerði einnig athugasemdir við viðbúnað á jörðu niðri, meðal ann- ars vegna hreinsunar flugbrauta og viðnámsmælinga. Aðspurð segist Flugmálastjórn ekki hafa gert athugasemdir við vinnulag og búnað á Keflavíkurflugvelli í kjölfar atviksins með Jet-X þot- una. Vetrarhreinsun og viðnáms- mælingar á flugvöllum séu teknar út reglulega og búast megi við að nýjar rannsóknir á viðnámsmæl- ingum leiði til þess að nýjar kröf- ur og leiðbeiningar komi fljótlega fram. Spurð um hversu algengt það sé að hvíldartími flugmanna sé ekki virtur svarar Flugmálastjórn að það heyri til undantekninga. Í reglugerð sem gilt hafi þegar Jet- X þotunni hlekktist á komi fram að hægt sé að lengja flugvakt upp að ákveðnum mörkum eigi sér stað ófyrirséðar aðstæður í flugstarfi. Reglulegar úttektir séu á rekstri íslenskra flugfélaga, meðal ann- ars á flug- og vinnutímamörkum og hvíldartíma flugáhafna. gar@frettabladid.is Áminna ekki vegna úrvinda flugmanna Flugmálastjórn segir ekki ástæðu til að áminna Jet-X eftir að þota endaði utan brautar á Keflavíkur- flugvelli með flugmennina úrvinda við stýrið og 188 farþega um borð. Hvíldarreglur voru ekki virtar. FLUGVÉL JET-X FLUGFÉLAGSINS Flugmenn þotu sem var að koma úr sólarlandaferð til Tyrklands voru örþreyttir eftir sautján tíma vakt þegar lent var við vond skilyrði að næturlagi á Keflavíkurflugvelli í lok október 2007. SAMFÉLAGSMÁL Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarfélögin munu taka að sér ábyrgð á þjónustu við fatlaða í sambýlum og á áfanga- stöðum fatlaðra. Stefnt er að því að þetta taki gildi árið 2011. Sveitarfélögin munu sinna frekari liðveislu í þjónustu og íbúðakjörn- um og dagþjónustu við fatlaða sem ekki fellur undir vinnumál. Einnig verða heimili fyrir fötluð börn og skammtímavistun á ábyrgð sveit- arfélaganna ásamt ábyrgð á stuðn- ingsfjölskyldum fatlaðra barna. Markmiðið er að bæta þjónustu við notendur, einfalda og skýra verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og leggja áherslu á að verk- efni skarist sem minnst þannig að eitt stjórnsýslustig beri að mestu leyti ábyrgð á almennri þjónustu við fatlaða. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, býst við að sveitarfélögin fái 10-12 milljarða frá ríkinu í verkefnið. „Aðgerðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að lækka tekju- skattinn um 1-2 prósent og hækka útsvarið á móti og hins vegar þarf að grípa til jöfnunaraðgerða því að sveitarfélögin eru misjafnlega stór og fjöldi fatlaðra misjafn,“ segir hann. - ghs Flutningur þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga: Tekur gildi eftir tvö ár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.