Fréttablaðið - 16.03.2009, Side 25
MÁNUDAGUR 16. mars 2009
„Ég persónulega óttast lögregl-
una ekki. Henni er velkomið að
fylgjast með þeirri löglegu starf-
semi sem þarna fer fram,“ segir
Davíð Rúnarsson, fótboltakappi
og pókerspilari.
Davíð, sem ávallt er kallaður
DabbiRú, stendur fyrir reglu-
legum pókermótum og á fimmtu-
dagskvöld hófst fyrsta umferð í
annarri mótaröð ISOP – Iceland-
ic Series Of Poker. DabbiRú merk-
ir mikinn áhuga á mótinu og bjóst
við hátt í 70 spilurum. Spilað er
í Casa, klúbbi sem er við Aðal-
stræti 9.
DabbiRú segir svo frá að fólk
úr öllum áttum komi til að spila
póker. Og í hann hafi hringt
maður sem bundinn er við raf-
magnshjólastól til að grennslast
fyrir um aðstöðu fyrir fatlaða.
„Hjólastólaaðgengi í klúbbnum er
því miður skelfilegt. En við, þess-
ir „meintu glæpamenn“ ætlum að
sjálfsögðu að bera hjólastólinn
upp svo hann geti spilað.“
Um er að ræða stigamót en spil-
aðar eru tíu umferðir. Fimm bestu
kvöldin reiknast svo hverjum um
sig til stiga. Þátttökugjald er fjög-
ur þúsund krónur. - jbg
Kjaftfullt á pókermóti
DABBIRÚ FÓTBOLTA- OG PÓKERMAÐUR
Fyrsta umferð í annarri mótaröð ISOP
fór fram fyrir helgi.
Norðmenn hafa stolið sen-
unni þá fimm mánuði sem
liðnir eru frá íslenska efna-
hagshruninu. Guðna Ág-
ústssyni, fyrrum formanni
Framsóknarflokksins, þykir
lítið til norsku innrásarinn-
ar koma.
„Ég held að þetta sé norskt
sam særi sem minnir mjög á Gamla
sáttmála, Stoltenberg er Hákon
konungur og Ingibjörg Sólrún
Gissur Þorvaldsson. Allt ber þetta
að sama brunni, að renna Íslandi
inn í ESB en Stoltenberg er mikill
Evrópusinni,“ segir Guðni Ágústs-
son, fyrrum formaður Framsókn-
arflokksins. Guðni hefur sjálfur
hrundið norskri innrás þegar hann
kom í veg fyrir sem landbúnaðar-
ráðherra að norskar kýr fengju
að leggjast uppá þær íslensku
í kynbótaskyni. „Þetta er heil
vegferð sem hefur verið plönuð
síðan í haust og hún er þaulhugs-
uð atrenna inn í ESB fyrir báða
aðila,“ bætir Guðni við.
En hverjar skyldu vera þess-
ar norsku stórstjörnur sem stolið
hafa senunni þetta tæpa hálfa
ár? Fyrstan ber að nefna Björn
Richard Johansen, norska hern-
aðarráðgjafann sem vakti mikla
athygli á fyrstu dögum hrunsins.
Upphaflega var talið að hann væri
hérna fyrst og fremst til að aðstoða
Geir H. Haarde, þáverandi forsæt-
isráðherra, í stríðinu við erlenda
blaðamenn. Seinna kom uppúr kaf-
inu að Johansen ráðlagði gömlu
ríkisstjórninni að vinna eftir sér-
stakri aðgerðaráætlun hernaðar-
bandalagsins Nato þegar upp koma
ámóta krísur og kerfishrun.
Næsti Norðmaður kom eins og
riddarinn á hvíta hestinum og var
víða fagnað. Þetta var Trond Sand-
ven, norski bílasalinn frá Berg-
en, sem keypti nokkra tugi bíla
af lánlausum Íslendingum. Sand-
ven lét hafa eftir sér í Fréttablað-
inu að lúxusbílaeign landsmanna
væri fáránleg og margir tóku
honum fegins hendi enda hafði
fall krónunnar sett myntkörfulán-
in í fimmta gír. Ekki má gleyma
tveimur norskum fréttamönnum
sem slógu í gegn. Annars vegar
var að það norski sjónvarpsmaður-
inn sem gerði Má Másson, upplýs-
ingafulltrúa Glitnis, kjaftstopp og
hins vegar Brennepunkt-maðurinn
Peter Svaar, hann flaug frá Osló til
Flórída og þaðan til Reykjavíkur.
Þátturinn vakti það mikla athygli
að RÚV sýndi hann textaðan eitt
kvöldið.
Og þegar norskættaði forsætis-
ráðherrann fór frá völdum í byrj-
un árs reiknuðu margir með að
Norðmannafarsanum væri lokið.
Öðru nær. Davíð Oddsson var sett-
ur af sem seðlabankastjóri þegar
Samfylkingin og Vinstri græn
samþykktu nýtt seðlabankafrum-
varp. Svein Harald Öygard kom
útúr fylgsni sínu á hóteli í miðbæ
Reykjavíkur og gekk inní Seðla-
bankann. Fyrsti gesturinn þar
var áðurnefndur Stoltenberg. Og
loks þekktist hinn norski saksókn-
ari með franska ríkisfangið, Eva
Joly, boð Háskólans í Reykjavík
og flutti hálfgert uppistand um
fámenni í starfsmannahaldi hins
sérlega saksóknara efnahags-
hrunsins. Henni var að sjálfsögðu
boðin ráðgjafastaða hjá ríkisstjórn
Íslands og Íslendingar flykkt-
ust í bókabúðir og keyptu bókina
hennar ef marka má metsölulista
Eymundsson. freyrgigja@frettabladid.is
NORSKA INNRÁSIN
NORSKAR KREPPUSTJÖRNUR
Norðmennirnir Svein Harald, Björn Richard og
Eva Joly og (frá vinstri til hægri) hafa stolið senunni
undanfarið hálft ár. Guðna Ágústssyni, fyrrum
formanni Framsóknarflokksins, þykir þetta minna
um margt á aðdragandann að Gamla sáttmála
sem Norðmenn þrýstu á Íslendinga að skrifa
undir með fulltingi nokkurra herskipa. Ekki
má heldur gleyma norska bílasalanum
Trond Sandven sem losaði þjóðina við
nokkra lúxuskagga og selur þá nú á
bílasölu sinni í Bergen.
GRÆNNI SKÓGAR I
Grænni skógar I er heiti öflugs skógræktarnáms sem að þessu sinni er
boðið fróðleiksfúsum skógræktendum á Suður- og Vesturlandi, sem vilja
ná hámarksárangri í skógrækt. Námið er í raun 16 námskeið og þar af eru
13 skyldunámskeið. Fyrstu námskeiðin verða kennd á vorönn 2009 og þau
síðustu haustið 2011. Að meðaltali eru 2,5 námskeið á önn.
Hvert námskeið stendur í tvo daga.
Kennsla hefst kl. 16 á föstudögum og
lýkur kl. 19. Á laugardögum er byrjað
kl. 9 og kennt til kl. 16.
Fjallað verður um mörg af
grunnatriðum skógræktar m.a. um val
á trjátegundum, undirbúning lands fyrir
skógrækt, uppeldi og gróðursetningu
skógarplantna, skógarumhirðu,
skjólbelti, svo eitthvað sé nefnt.
Björgvin Örn Eggertsson verkefnisstjóri
Grænni skóga gefur einnig upplýsingar í
síma 433-5305 bjorgvin@lbhi.is
Landbúnaðarháskóli Íslands
sér um skipulag námsins í
samstarfi við Suðurlandsskóga,
Vesturlandsskóga, félög
skógarbænda á Suðurlandi og
Vesturlandi, Skógrækt ríkisins
og Landgræðslu ríkisins. Aðeins
er hægt að taka 30 þátttakendur í
Grænni skóga I. Þeir, sem ljúka 80 % af
skyldunámskeiðunum, fá námið metið
til eininga á framhaldsskólastigi.
Skráningarfrestur er til 20. mars.
Öflugt
skógræktarnám
- fyrir skógarbændur og fróðleiksfúsa skógræktendur
Það borgar sig að bóka sem fyrst! Þrjátíu pláss eru fljót að fyllast!
SUÐURLAND
Nánari upplýsingar og skráning hjá Suðurlandsskógum í síma 480 1824 (Hrönn) hronn@sudskogur.is
VESTURLAND
Nánari upplýsingar og skráning hjá Vesturlandsskógum í síma 433 7054 (Guðmundur). gudmundur@vestskogar.is
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!