Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 40
MENNING 4
Í vikunni var frumsýnd ný íslensk kvikmynd – stór-slysamynd væri hægt að kalla hana. Þótt myndin taki aðeins fimmtán mínút-
ur þá fjallar hún um löngu liðna
tíð en jafnframt hroðalegustu
óáran sem fallið hefur yfir landið
– móðuharðindin – sem voru ekki
af mannavöldum.
Myndin er gerð af margmiðl-
unarfyrirtækinu Gagarín fyrir
Skaftárelda ehf. en forgöngumað-
ur þess félagsskapar er Jón Helga-
son, fyrum ráðherra og bóndi á
Seglbúðum. Myndin var frumsýnd
í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla
Íslands.
Skaftáreldar eru mestu náttúru-
hamfarir sem dunið hafa á Íslend-
ingum frá upphafi landnámsbyggð-
ar og hafa engar náttúruhamfarir
verið jafn áhrifamiklar í sögu lið-
inna alda, ekki aðeins fyrir Íslend-
inga heldur íbúa landa víðar á
jarðarkringlunni. Um fimmtung-
ur landsmanna lést og urðu áhrif
umbrotanna mjög mikil með ösku-
falli og gróðureitrun bæði í Evrópu
og víðar sem leiddi til uppskeru-
brests og hungursneyðar sem leiddi
aftur til þjóðfélagsóróa víða. Alls
er talið að um ein milljón manna
hafi látist af völdum þeirra í heim-
inum. Þannig eru leiddar sterkar
líkur á að harðæri í Frakklandi í
kjölfar Skaftárelda hafi hrint af
stað frönsku stjórnarbyltingunni
og um leið leyst úr læðingi þjóð-
félagsbreytingar í Evrópu sem
hrundu aðals- og einveldis stjórnum
víða um álfuna.
Umbrotin stóðu árin 1783-1784
og var þá eldur í Lakagígum og
Grímsvötnum og gáfu eldsumbrot-
in frá sér 14 rúmkílómetra af bas-
altkviku og eitraða gufustróka sem
drápu yfir helming búsmala lands-
manna. Eldgosið hófst 8. júní 1783
þegar 130 gígaröð opnaðist. Lauk
eldsumbrotum hinn 8. febrúar árið
eftir.
Talið er að 120 milljón tonn af
sulfur dioxide hafi farið í loftið
sem gerbreytti lofti yfir löndun-
um. Háþrýstisvæði yfir landinu
veitti eiturstróknum til Evrópu.
Sumarið 1783 var það heitasta í
manna minnum. Eiturskýið fór
hratt yfir. Þess varð fyrst vart í
Bergen, menn greindu það í Prag
17 júní, í Berlín deginum eftir, í
París hinn 20. og í Lundúnum hinn
23. Svo þykk var þokan að bátar
voru í höfn og sólinni lýstu sam-
tímamenn sem blóðlitaðri. Talið er
að dauðsföll vegna eitrunar í Bret-
landi hafi skipt tugum þúsunda.
Veturinn varð óvenjuharður með
löngum samfelldum frosthörk-
um. Næstu ár voru harðindatími
um alla álfuna með afbrigðafullu
veðri, bæði vetur og sumur.
Vestur í Ameríku var veturinn
1874 óvenju harður: hefur kuldi
ekki mælst jafn mikill. Svo harð-
ur að Mississippifljót fraus við ósa
sína í New Orleans og Mexíkó-flóa
lagði. Talið er að monsún-kerfi Afr-
íku hafi riðlast og hungursneyð í
Japan megi rekja til Skaftárelda.
Umbrotin er jarðfræðilegt undur
og heimildir sr. Jóns Steingríms-
sonar eldklerks um gosið í ævisögu
hans og skýrslum um umbrotin
alveg einstakar. Það var einn
Síðueldar
í kvikmynd
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í smærri söfnum víða um land og ör þróun
á sér stað í vinnslu myndræns efnis í ranni safna víða innlendum og erlendum
mönnum til skemmtunar og fræðslu. Í sumar geta gestir á Klaustri séð Skaftár-
elda í kvikmynd.
KVIKMYNDIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Fimmtungur þjóðarinnar fórst í kjölfar eldanna og réði þar mestu lofteitrun, enda
tíminn kenndur við móðuna, sem lagðist yfir allt. Helmingur af búfénaði féll.
Laugavegi 53 • s. 552 3737
Opið í dag 10-17.
466 1016
www.ektafiskur.is
frumkvöðlafyrirtæki ársins - fiskvinnsla frá árinu