Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 80
40 7. mars 2009 LAUGARDAGUR V ið vinkonurnar höfð- um stundum rætt það að breyta til, stinga af til Karíbahafsins og opna brimbretta- leigu,“ segir Nikola Christoph um aðdraganda þess að hún venti sínu kvæði í kross og sagði skilið við feril sem dansari í Austurríki. En Karíbahafið varð ekki fyrir valinu heldur Ísland, reyndar fyrir algjöra tilviljun. „Það kom bara að þeim tímamót- um að ég var komin með nóg af því sem ég var að gera.“ Nikola hafði þá unnið í átta ár með virtum dansflokki í Vínarborg, Tanztheat- er homunculus, sem dansari og þjálfari auk þess sem hún kenndi dans. Nikola hafði numið nútímadans í listaskóla og fór strax að vinna hjá dansflokknum í kjölfarið. „Þar var ég allt í einu farin að kenna kenn- urunum sem höfðu kennt mér árin á undan og þó að það hafi verið lærdómsríkt þá var það mjög erf- itt,“ segir Nikola sem var 22 ára þegar hún var komin á fullt á framabrautinni í dansinum. Vildi breyta til „Ég var alltaf að vinna og vann of mikið. Vinnan var líka þess eðlis að ég var í stöðugri sjálfs- skoðun, eins og listamenn gera, þeir eru alltaf að leita að svörum. Svo var ég orðin þrítug og lang- aði að breyta til. Ég átti ekki pen- ing fyrir heimsreisu þannig að ég fór að skoða möguleikana á því að fara að vinna annars staðar, bara við hvað sem er, ég var til dæmis að velta fyrir mér jarðarberja- tínslu í Finnlandi,“ segir Nikola. „En kona sem var í danstímum hjá mér sagðist þekkja mann á Íslandi og hún bauðst til þess að tala við hann fyrir mig.“ Næsta sem Nikola vissi var að hún var kominn með manninn í símann og það stóð heima, hann gat útvegað henni vinnu. „Hann spurði mig einfaldlega hvort ég vildi vinna í Osta- og smjörsöl- unni eða á gistiheimili, mér fannst líklegra að ég gæti kynnst fólki í síðarnefnda starfinu og tók því.“ Sigurður Demetz varð góðvinur Maðurinn sem útvegaði Nikolu starfið var fæddur Austurríkis- maður sjálfur, búsettur á Íslandi til áratuga, Sigurður Demetz óperusöngvari. „Við náðum strax mjög vel saman því ég er sjálf ættuð úr Týról eins og Sigurður var og bjó þar fyrstu sex ár ævi minnar, amma var þaðan og ég þekkti til dæmis dalinn sem hann var úr, Grödendal, vel.“ Nikolu og Sigurði varð svo vel til vina að hann bauðst til að lána henni húsið þegar hún kom hing- að fyrst í sumarvinnu á gistiheim- ilið en hann dvaldi sumarlangt erlendis. Vinskapurinn entist til æviloka Sigurðar, sem lést árið 2003. „Hann var eins og afinn sem ég átti ekki,“ segir Nikola. Nikola rifjar upp fyrstu kynn- in af Íslandi, ökuferðina á leið til Reykjavíkur í gegnum framandi hraunlandslagið. „Ég fann samt strax einhverja tengingu og þegar sumarstarfinu lauk vildi ég vera hérna áfram. Mér fannst vinnan skemmtileg og eigendur gistiheim- ilisins buðu mér að fara dagsferð- ir um allt landið þannig að fyrsta sumarið ferðaðist ég heilmikið.“ Er leið að hausti stóð til hjá fyrirtækinu að setja veitingastað á laggirnar og bauðst Nikolu áfram- haldandi vinna. „Ég ákvað að taka henni og það var þá sem ég fór til Vínar, seldi dótið mitt, gaf það eða kom í geymslu og flutti bara til Íslands.“ Að drukkna í íslenskum orðum Spurð hvort það hafi ekki þótt skrítið að hún væri að gefa frama í dansinum upp á bátinn fyrir afgreiðslustörf í ókunnugu landi þá tekur hún undir það. „Ég hins vegar var alveg komin með nóg af því að dansa, þegar maður er dansari og danskennari þá miss- ir maður smám saman stjórnina yfir líkama sínum, mér leið eins og hann væri bara hlutur og lang- aði mikið til þess að slá eign minni á hann aftur.“ Komin aftur til Íslands vann Nikola alls konar störf, fyrst á veitingastaðnum áðurnefnda, á bar, þá aftur á gistiheimilinu. „Þá lenti ég eiginlega fyrir tilviljun í leiðsögumannaskóla Íslands, var hvött til þess af vinnuveitendun- um og þó að ég hafi ekki endilega ætlað mér að verða leiðsögumaður þá leit ég á það sem frábært tæki- færi til þess að læra um Ísland. Það var líka á þessum tíma sem Nikola hætti að bjarga sér á ensku og skipti yfir í íslenskuna, sem hún talar reiprennandi. „En ég var oft úrvinda eftir heilu kvöld- in í skólanum þar sem allt fór fram á íslensku, ég var hreinlega að drukkna í íslenskum orðum,“ segir Nikola. Eftir leiðsögumannanámið fór Nikola að vinna á ferðaskrif- stofu Guðmundar Jónassonar og þar lágu leiðir hennar og manns- ins hennar, Guðmundar Gunn- arssonar, barnabarns stofnand- ans, saman. „Hann bauð mér út að borða og þannig byrjaði það,“ segir Nikola sem nú er bæði gift honum og á barn, hinn sextán mánaða gamla Jónas. Svo mikið rými í Reykjavík Hún sér ekki fyrir sér flutning í heimahagana í Austurríki en er ekki viss um að hún hefði trúað því að hún myndi búa í húsi við sjó- inn í úthverfi með útsýni svo langt sem augað eygir hefði hún verið spurð fyrir tíu árum. „Ég hélt allt- af að ég væri stórborgarbarn, ég hélt ég þyrfti að hafa allt það sem stórborg eins og Vín hefur upp á að bjóða, en svo bý ég á Álftanesi og mér finnst það frábært,“ segir Nikola. „Það er svo gott að maður sér alltaf svo langt frá sér hér í Reykjavík, hér er svo mikið rými,“ segir hún og bendir út um glugg- ann þar sem við sitjum á Kjarvals- stöðum.“ Móðir Nikolu er dönsk, en Nik- ola ólst samt ekki upp við mikil tengsl við fjölskyldu sína þar og ekki heldur við tungumálið. „Ég held samt stundum að það hafi búið eitthvað skandinavískt í mér, mér fannst það þegar ég kom hing- að fyrst. Svo held ég kannski að börn úr hjónaböndum fólks hvort frá sínu landinu eigi einhvern veg- inn auðveldara með tilhugsunina um að enda með maka frá öðru landi,“ segir Nikola sem reyndar leggur áherslu á að tala þýsku við soninn, svo hann geti tjáð sig við fjölskylduna í Austurríki. „En það er ekki alltaf auðvelt og mér finnst eins og íslenskan taki ekki framförum á meðan, hún staðnar.“ Viðhorf til barna í Austurríki leiðinlegt Hún heldur miklum tengslum við foreldra sína og systur sem hafa komið hingað og heimsótt hana oftar en einu sinni. „Ég gæti hins vegar ekki hugsað mér að ala upp barn í Vín eða Austurríki. Viðhorf til barna þar er svo leiðinlegt, þau eru alltaf fyrir, það er viðhorfið, og þau eru stanslaust skömmuð fyrir að vera til,“ segir Nikola sem líkar betur við hina meintu aga- lausu íslensku uppeldisaðferð. Nikola er nú heimavinnandi með Jónas, hún ákvað að gefa sér lengri tíma með honum heima áður en hún færi aftur út á vinnumark- aðinn eftir að hinu hefðbundna fæðingarorlofi lauk. „Svo hefur ástandið auðvitað breyst heilmik- ið síðan ég eignaðist Jónas. Öll þessi ár sem ég var hér áður en hann fæddist var ótrúlega mikla vinnu að hafa, núna veit ég ekki hvernig það verður en ég hef ekki áhyggjur af því, ég er ekki hrædd við að vinna við að þrífa klósett ef því er að skipta.“ Ég hélt ég væri stórborgarbúi Þó að margir íhugi einhvern tímann á ævinni að breyta til og hefja nýtt líf í nýju landi, láta ekki margir verða af því. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við austurríska konu, Nikolu Christoph, sem fór að skúra á Íslandi í stað þess að dansa í Vín. Uppáhaldskaffihús í Vínarborg Café Prückel ... í Reykjavík Þessa daga er það Kaffiterían á Kjarvalsstöðum Uppáhaldshverfið í Vín 3. hverfi, sérstaklega í kringum Stadtpark ... í Reykjavík (á höfuðborgarsvæð- inu) Litli Skerjafjörður Ef ég ætti að sýna Austurríkis- manni einn stað á Íslandi væri það... Askja Ef ég ætti að sýna Íslendingi einn stað í Austurríki þá yrði það... Grænmetismarkaðurinn Naschmarkt í Vínarborg Besta austurríska bókin Der Mann ohne Eigenschaften eftir Robert Musil. Ég þekki þó engan sem er alveg búinn að klára að lesa hana Besta íslenska bókin Salka Valka eftir Halldór Laxness. Besta austurríska listaverkið Die Drei Lebensalter – Gustav Klimt Besta íslenska listaverkið Sólfar – Jón Gunnar Árnason Undarlegast í Austurríki Hversu heitt getur verið á sumrin og hversu kalt á veturna Undarlegast á Íslandi Hversu stór himinninn er Dæmigerður Austurríkismaður er ... blanda af Króata, Ungverja, Ítala, Slóvena... Dæmigerður Íslendingur er... með það á hreinu hver langalangalang- amman hans er AUSTURRÍKI – ÍSLAND Í FJÖRUNNI Nikola og Jónas una sér vel í fjörunni á Álftanesi þar sem vindurinn blæs og útsýnið er gott. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.