Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 86
46 7. mars 2009 LAUGARDAGUR
Fyrstu minningar Gunnars Ólafssonar,
jarls og formanns víkingafélagsins Ein-
herja í Reykjavík, tengjast víkingum.
Aðeins tveggja ára gamall man hann
eftir því að hafa starað á styttuna af
Leifi Eiríkssyni og hrifist af. „Við flutt-
um síðan til Bandaríkjanna og bjugg-
um þar í tuttugu ár. Við komum stund-
um til Íslands í heimsókn. Þá fannst
mér ég aldrei vera kominn heim í land
víkinganna fyrr en ég sá styttuna af
Leifi,“ segir Gunnar sem hefur alla tíð
safnað öllu mögulegu sem tengist vík-
ingum og lesið sér til um þessa fornu
bardagamenn.
Fyrir þremur árum gekk hann í vík-
ingafélagið Rimmugýgi í Hafnarfirði.
„Ég vissi hins vegar um marga sem
höfðu mikinn áhuga á víkingum og
greinilega þörf á félagi í Reykjavík,“
segir Gunnar sem ákvað eftir tvö ár
í Rimmugýg að stofna annað félag í
Reykjavík og það var gert í Norræna
húsinu 8. mars í fyrra.
Stofnfélagar víkingafélagsins Ein-
herja voru 23 en félagar eru í dag um
60. „Við höfum ekki verið að auglýsa
okkur heldur höfum verið að þróa fé-
lagið,“ segir Gunnar en eingöngu þrjár
konur eru í félaginu. Gunnar vill endi-
lega fjölga þeim. „Við viljum vera fjöl-
skyldufélag og tengjast þannig land-
námstímanum þar sem við verðum
samfélag karla, kvenna og barna,“ út-
skýrir Gunnar sem ekur um á bíl með
einkanúmerið Viking.
Gunnar segir víkingaáhuga sinn
meðfæddan. „Afi minn var sterkasti
maður Íslands, Gunnar Salómonsson,
kallaður Úrsus. Hann var með krafta-
og víkingasýningar frá árinu 1930,“
segir Gunnar sem er engin smásmíði
sjálfur og örugglega nokkuð mikilfeng-
legur í fullum herklæðum.
En hvað aðhafast Einherjar? „Ég
hitti víkingafélaga mína nánast hvern
einasta dag. En við æfum tvisvar í
viku leikni í vopnaburði,“ segir Gunn-
ar en víkingar Einherja læra að hand-
leika ýmis vopn eins og sverð og exi.
Þá er einnig lögð stund á hina íslensku
glímu. Sérstakir þjálfarar eru fengnir
til að kenna handbrögðin.
Á þessu ári frá stofnun félagsins
hafa Einherjar einnig verið duglegir
við að fara í skóla og halda sýningar.
„Svo fórum við á barnaspítala Hrings-
ins á öskudaginn og þar eru sannar
hetjur,“ segir Gunnar sem á sínum
tíma æfði lyftingar með Jóni Páli heitn-
um og á sögu að segja af því. „Jón Páll
varð frægur fyrir setningu sína „I am
a viking“, en það kemur frá þeim tíma
sem við vorum að kallast á í æfinga-
salnum,“ segir Gunnar kankvíslega.
Hann er nú beðinn um að útskýra
hvaðan nafnið Einherjar kemur. „Nafn-
ið Einherjar kemur úr goðafræðinni og
er heitið á her Óðins í Valhöll. Í Valhöll
eru samkvæmt sögunni 540 herbergi
og í hverju herbergi eru 800 stríðs-
menn Óðins sem allir eru kallaðir Ein-
herjar,“ segir Gunnar en hinir reyk-
vísku Einherjar ætla að hittast í kvöld
og halda upp á árs afmælið. Gunnar
segir alltaf ríkja gleði þegar víkingar
komi saman og að öllum líkindum verði
kneifað öl að víkinga sið.
Þeim sem vilja kynna sér starfsemi
Einherja nánar er bent á vefsíðuna
www.einherjar.is.
solveig@frettabladid.is
VÍKINGAFÉLAGIÐ EINHERJAR Í REYKJAVÍK: EINS ÁRS AFMÆLI UM HELGINA
Fæddist með víkingaarfinn
JARL Gunnar Ólafsson, formaður víkingafélagsins Einherja, bregður sverði á loft. Eitt ár er liðið
frá stofnun Einherja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MAURICE RAVEL (1875-1937)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Eina ástarævintýrið
sem ég hef átt er við tón-
listina.“
Maurice Ravel var franskt
tónskáld og píanóleikari.
Hann er einna þekktast-
ur fyrir hljómsveitarverk-
ið Boléro.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför ást-
kærrar eiginkonu minnar, móður, tengda-
móður og ömmu,
Kristínar Sigurðardóttur.
Sérstakar þakkir til starfsfólks R3-deildar á Grensási og
líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir einstaka umönnun.
Gunnar Þór Júlíusson
Júlíus Þór Gunnarsson Thelma Björk Árnadóttir
Alex Már Júlíusson
Birkir Óli Júlíusson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir, barnabarn og tengdasonur,
Árni Jakob Hjörleifsson
Smáratúni 33, 230 Keflavík,
sem lést hinn 28. febrúar sl., verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju 10. mars kl. 14.00.
Geirþrúður Ó. Geirsdóttir
Kristófer Örn Árnason
Sigríður Árnadóttir
Arna Björk Hjörleifsdóttir Högni Sturluson
Ingvi Þór Hjörleifsson Aðalheiður Ó.
Gunnarsdóttir
Halldór H. Hjörleifsson
Þuríður Halldórsdóttir
Geir Þorsteinsson Linda Kristmannsdóttir
Ósk Sigmundsdóttir
og aðrir ástvinir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Gunnar Salómonsson
Núpalind 8, Kópavogi,
andaðist á líknardeild Landspítalans 23. febrúar.
Útförin hefur farið fram. Kærar kveðjur til allra þeirra
sem studdu hann og okkur í veikindum hans, ekki síst
til Kristínar fararstjóra á Kanarí.
Erla Gerður Högnadóttir
Sigursteinn Gunnarsson
Guðjón Gunnarsson
Kolbrún Ýr Jóhannsdóttir
Guðrún Erla Sigursteinsdóttir.
Sendum okkar alúðarþakkir öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu
við andlát og útför ástkærrar sambýlis-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu, systur, mágkonu og
frænku,
Elínar Áróru Jónsdóttur
Asparfelli 8, Reykjavík.
Sendum sérstakar þakkir til allra þeirra sem komu að
aðhlynningu hennar.
Bjarni Guðmundur Gissurarson
Jón Svavar Jónasson Kolbrún Ósk Óskarsdóttir
Ásthildur Jónasdóttir Jónbjörn Björnsson
Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir
Sturla Már Jónasson Kristín Fjeldsted
Jónas Jónasson Gabríela Medina
barnabörn og barnabarnabörn.
Margrét Halla Jónsdóttir Hörður Skarphéðinsson
Ásthildur Jónsdóttir
Svanhildur Jónsdóttir
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Kristínar Magnúsdóttur
Fellsmúla 22, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Eir.
Björn Sigurður Benediktsson Margrét Kristín
Finnbogadóttir
Haraldur Benediktsson Brynja Halldórsdóttir
og aðrir ástvinir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Þorvaldur Ólafsson
Hæðargarði 33, Reykjavík,
sem lést á Landakoti föstudaginn 27. febrúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 9. mars
kl. 15.00.
Siggerður Þorvaldsdóttir Baldur S. Baldursson
Guðbrandur Þór Þorvaldsson Bryndís D. Björgvinsdóttir
Júlíana P. Þorvaldsdóttir Guðmundur M. Björgvinsson
Atli Þór Þorvaldsson Hafdís Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
timamot@frettabladid.is
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður,
systur, ömmu og langömmu,
Guðbjargar Pálsdóttur
Dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir einstaka
umönnun og kærleika.
Páll Þór Jónsson Hallfríður Helgadóttir
Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir
Guðrún Pálsdóttir
Vilhelm Gauti Bergsveinsson
Hákon Pálsson
Auður Guðbjörg Pálsdóttir
Hildur Briem
Árni Briem
Sigrún Inga Briem
Gunnar Ingi Briem
og barnabarnabörn.
Þennan dag árið 1902 var Sögu-
félagið, félag áhugamanna um
sagnfræði, stofnað. Forgöngu um
félagsstofnunina höfðu þrír ein-
staklingar, Jón Þorkelsson lands-
skjalavörður, Hannes Þorsteins-
son ritstjóri og Jósafat Jónasson
ættfræðingur. Meginmarkmið fé-
lagsins var í upphafi að gefa út
heimildir um sögu Íslands sem
almenningi voru enn hulinn
leyndardómur, eins og forgöngu-
mennirnir komust að orði.
Árið 1950 hóf Sögufélagið út-
gáfu tímaritsins Sögu sem hefur
æ síðan verið kjölfesta í starfi fé-
lagsins.
Árið 1991 eignaðist félagið eigið
húsnæði, Fischersund 3.
ÞETTA GERÐIST: 7. MARS 1902
Sögufélagið er stofnað
GRJÓTAÞORP Sögufélagið er til
húsa í Fischersundi 3.