Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 37
menning mars 2009 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] U ndanfarin ár hefur verið nóg að gera á íslenskum arkitekta- stofum: stórverkefni af ýmsu tagi hafa verið undirbúin og sum skriðið af stað. Íslenskir arkitektar hafa mátt hafa sig allan við: stórir reitir í þéttbýli hafa verið undir. Nýjar skipulagstillögur hafa komið fram um mikið byggingarmagn í borg og bæjum og jafnframt höfðu fjármagns- sterkir aðilar hugmyndir um stór og ný hverfi: Kvosin, Slippurinn, Grandi, Höfðahverfið, Barónsstígsreitur, raunar allt svæðið umhverfis Laugaveg, Hamp- iðjureitur og í jaðri byggðarinnar voru stórfenglegar áætlanir um uppbyggingu hverfa inn á heiðarnar: við Elliðavatn suður og vestur fyrir Vatnsendahæð, í Úlfarsárdal, ný hverfi voru skipulögð suður með sjó og víða um land gerðu menn sér vonir um mikla endurnýjun á húsnæði. Nú blasir raunveruleikinn við: offram- boð er á tilbúnum eignum til íbúðar, versl- unar- og atvinnureksturs. Kaupendur skila lóðum, grunna verður að hylja, hálf- köruð hús eru birgð. Fram undan er tími sem um sumt minnir á þá daga þegar fjöl- skyldur fluttu í bílskúr og menn byggðu hús sín á áratug í nýjum hverfum. Offjár- festing mun sliga fjölskyldur og fyrirtæki og þegar komið er að þroti verða eigendur í stórum vandræðum með að losa eignir sínar. Starfandi fyrirtæki munu reyna að komast í ódýrara húsnæði takist þeim að losa sig úr samningum um það sem þau eru í. Langvinn stöðnun blasir við bygg- ingariðnaði í nýbyggingum. Reynsla af viðlíka kreppum sýnir að það tekur menn nokkur ár að koma bygg- ingariðnaði í gang, verkefni þeirra fyrir- tækja sem lifa kreppuna af verður viðhald eldri eigna, líka þeirra sem nýsmíðaðar eru, því hraður byggingarmáti þenslu- ástands hefur í för með sér óvönduð vinnubrögð. Rof er því fyrirsjáanlegt í byggingar- sögunni. Næsta áratug verða fyrir augum okkar ókláraðar byggingar af öllu tagi, ófrágengnar lóðir, tóm hús. Og bygging- arstíll sem gegnumsneitt laut fyrst og fremst hagræði í byggingarmáta. Arkitektar og verkfræðingar eru ekki teknir með í frumvarpi ríkisstjórnar um niðurfellingu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað en hafa komið á framfæri athugasemdum þar um að miklu munaði þessar stéttir um ef vinna þeirra væri undanþegin virðisaukaskatti. Sem tryggði þá líka vandaðri vinnu. Þá hafa samtök þeirra ályktað að haldið verði áfram und- irbúningi verkefna til framtíðar sem auki verkefni stéttanna. Og eins og Margrét Jónsdóttir, formaður Arkitektafélagsins, segir: „Svo þarf að klára öll þau hús sem nú eru í byggingu – einhvern tíma.“ Höfðatorg hefur verið tekið sem dæmi um yfirgang verktaka og undanlátssemi skipulagsyfir- valda. Strax eftir hrun bankanna í haust máttu arkitekta- stofur bregðast hratt við: dregið var saman í manna- haldi eins snögglega og hægt var og á einni viku varð heil stétt í landinu að stærstum hluta atvinnu- laus. Við blasir að rof verður í byggingarsögu þjóðarinnar eftir þensluna sem liðin er hjá. BYGGINGARLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON ROF Í BYGGINGARSÖGU fram undan ■ HEIMSKAMMERJAZZDÆGURSINFÓNÍURAFPOPP ■ KVENTÓNSKÁLD MEÐ TÓNLEIKA ■ MÖTTULS SAGA: NÝ ÓPERA KYNNT Síðueldar í kvikmynd Gagarín hefur lokið við að endurskapa mestu náttúruhamfarir Íslandssögunnar í kvikmynd. Móðuharðindin taka nú korter. BLS. 4 FRÉTTA BLA Ð IÐ /STEFÁ N Fullkomlega náttúru- laust í öllu sínu samþjappaða ofbeldi, hryllingi, grimmd og fúkyrðum. BLS. 6 Leikverkið Rústað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.