Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 2
2 7. mars 2009 LAUGARDAGUR Aðalsteinn, er Skralli á leið- inni til Bretlands? „Já, til að kenna Bretum glaðværð, góðvild og góða siði.“ Sirkuseigendur í Bretlandi kvarta sáran þessa dagana yfir skorti á trúðum og loft- fimleikafólki. Aðalsteinn Bergdal leikari hefur aukasjálfið Skralla trúð, sem kætt hefur íslensk börn og fullorðna í áraraðir. SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið (SE) hefur lagt tíu milljóna króna stjórnvaldssekt á Bænda- samtökin fyrir ólöglegt verð- samráð. Brotið er rakið til Búnaðar- þings ársins 2008, þar sem fram kom almennur vilji til þess að bændur stæðu saman að nauð- synlegum verðhækkunum á búvörum sem ekki lúta opin- berri verðlagninu. Í úrskurði Samkeppniseftir- litsins segir að brotið hafi verið til þess fallið að valda neytend- um tjóni. Bændasamtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þau mótmæla því að þau hafi haft ólögmætt verðsamráð. Stjórn samtakanna muni ákveða á næstunni hvernig brugðist verði við. - sh Brot á Búnaðarþingi: Bændur fá sekt fyrir samráð Opið hús á sunnudaginn Nú á sunnudag verður opið hús á kosningaskrifstofu Bjarna Benediktssonar í Hlíðasmára 15. Leikararnir Gói og Atli koma og skemmta kl. 16. Boðið verður Bjarni Benediktsson í 1. sæti ÚTIVIST „Þegar starfsmaður Blá- fjalla benti okkur á Breiðu bros- in, sem aldrei hafa hlotið styrk, vildum við undir eins leyfa þeim börnum að njóta góðs af,“ segir Sigurður Páll Sigurðsson, skipu- leggjandi veglegrar fjölskyldu- hátíðar sem haldin verður fram á kvöld í Bláfjöllum. Allur ágóði af miðasölu skíðasvæðisins rennur til Breiðra brosa, sem eru sam- tök aðstandenda barna með skarð í vör. Dr. Spock mun ljúka gleðinni með útitónleikum á snævi þöktu sviði í vetrarmyrkrinu, en meðal margs verður blysför niður fjall- ið, tískusýning, spaug og veiting- ar í boði fyrir gesti fjallanna. - þlg / sjá Allt Góðverk og gleði í Bláfjöllum: Partí í fjöllum ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá og skipan stjórn- lagaþings. Sagði hún slíkt þinghald rétt- an farveg fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar og með því gæti nauðsynleg samfélagssátt náðst. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að kostnaður við stjórnlaga- þing gæti numið milljarði króna. Jóhanna sagði dæmið ekki hafa verið reiknað en vissulega kost- aði þinghaldið töluvert. Sá kostnaður væri þó réttlætanlegur vegna þeirra miklu lýðræðisumbóta sem fylgdu. - bþs Mælt fyrir stjórnarskrárbreytigu: Stjórnlagaþing getur skapað samfélagssátt FJÁRMÁL Afgangur á vöruskiptum við útlönd í febrúar nam 5,9 millj- örðum, samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu Íslands. Innflutn- ingur vöru nam 26,4 milljörðum króna sem er nokkuð minna en í janúar þegar hann nam 32,3 milljörðum. Verðmæti útfluttrar vöru nam aftur á móti 32,3 millj- örðum í febrúar en í janúar 33,6 milljörðum. Minni innflutningur í febrúar stafar annars vegar af minni inn- flutningi á hrá- og rekstrarvörum og hins vegar á eldsneyti og olíum. - shá Vöruskiptin í febrúar: Afgangurinn sex milljarðar ÚTSKIPUN Vöruskipti við útlönd skiluðu afgangi í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLAR Elín Arnar ritstjóri og blaðamenn Vik- unnar lýsa furðu sinni á dómi Hæstaréttar þar sem ummæli viðmælanda tímaritsins voru ómerkt og Björk Eiðsdóttur, blaðamanni Vikunnar sem skráði viðtalið, var gert að greiða hálfa milljón í miskabæt- ur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Í yfirlýs- ingu segir að þrátt fyrir að í dómi Hæstaréttar sé það ekki véfengt að blaðamaðurinn viðhafði fagleg vinnubrögð þá þyrfti blaðamaðurinn engu að síður að þola ómerkingu ummælanna og greiða miska- bætur vegna þeirra. Dómurinn breyti skýrri réttar- venju um það að viðmælendur teljist höfundar ummæla sinna en ekki blaðamaðurinn sem höfund- ur greinarinnar. Þýðing þessa sé víðtæk breyting á starfsumhverfi blaðamanna. „Með þessum dómi er Hæstiréttur í raun að kveða upp úr með að blaðamenn séu ábyrgir fyrir öllu sem viðmælendur þeirra segja, þrátt fyrir að fyrir liggi hljóðupptaka af ummælum viðmælanda og samþykki hans fyrir birtingu“, segir í yfirlýsing- unni. Dómurinn skilji blaðamenn eftir í réttaróvissu og hefti störf stéttarinnar í heild. Málsatvik eru þau að Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger, kærði blaðakonuna Björk Eiðs- dóttur fyrir meiðyrði. Héraðsdómur hafði áður sýknað Vikuna af kröfum hans. Í grein sinni hafði Björk eftir viðmælanda sínum, fyrrverandi starfs- manni Ásgeirs, að hann stæði fyrir vændi á klúbbn- um Goldfinger. - shá Dómur Hæstaréttar í máli Vikunnar og Geira á Goldfinger talinn hefta fjölmiðla: Blaðamenn skildir eftir í réttaróvissu ELÍN ARNAR Elín, ritstjóri Vikunnar, og starfsmenn hennar lýsa furðu sinni á dómi Hæstaréttar. Dómurinn viðurkennir fagleg vinnubrögð blaðamanns en dæmir hann engu að síður til greiðslu miskabóta. STJÓRNSÝSLA Dagpeningar vegna ferðalaga opinberra starfsmanna erlendis hafa verið lækkaðir um tíu prósent, eftir tilmæli frá Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra. Þá hefur ráðherrann einnig ákveðið að breyta sérstök- um ákvæðum um ferðakostnað æðstu embættismanna ríkis- ins. Dagpeningar þeirra munu samkvæmt því skerðast töluvert og sömu reglur gilda um þá og aðra opinbera starfsmenn. Enn fremur sé sú heimild afnumin að greiða mökum ráðherra dagpen- inga þegar þeir eru með ráðherr- um í för erlendis. - sh Ráðherra lækkar ferðakostnað: Minna eytt í opinberar ferðir VIÐSKIPTI Tilkynning Íslandsbanka í gær um greiðslujöfnunarúrræði bankans vegna erlendra hús- næðislána hefur vakið nokkra óánægju í Landsbankanum og Kaupþingi, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að uppistaðan í aðgerðunum sem Íslandsbanki til- kynnti um er afrakstur víðtæks samráðs banka og stjórnvalda og þær verða hluti af frumvarpi við- skiptaráðherra um greiðslujöfn- un sem lagt verður fyrir þing á næstunni. Íslandsbanki tilkynnti í gær um sérstakt afborgunarúrræði fyrir fólk sem á í erfiðleikum með að greiða af erlendum húsnæðis- lánum. Um sé að ræða greiðslu- jöfnun sem á að minnka greiðslu- byrði og draga mjög úr áhrifum gengissveiflna á einstakar afborg- anir. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, staðfestir að samtökin hafi unnið að málinu í samvinnu við stjórnvöld en vill ekki tjá sig frekar um það. Óánægjan sem upp er komin lýtur að því að Íslandsbanki skuli fara fram með tilkynningu af þessu tagi áður en frumvarp við- skiptaráðherra er lagt fram, og ekki síður að bankinn skuli með því eigna sér tillögurnar, sem þó séu ekki þeirra nema að mjög litlu leyti. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra í gær. - sh Lungi tillagna Íslandsbanka um greiðslujöfnun er úr frumvarpi viðskiptaráðherra: Kergja vegna þjófstarts Íslandsbanka ÍSLANDSBANKI Íslandsbanki kynnti tillögurnar sem sínar. Við það eru ekki allir sáttir. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON LÖGREGLUMÁL Fjöldi liðsmanna vélhjólasamtakanna Vítisengla er væntanlegur til landsins í dag. Þeir ætla að freista þessa að kom- ast inn í landið í gegnum strangt landamæraeftirlit og í gleðskap vélhjólaklúbbsins Fáfnis sem opnar nýtt klúbbhús í Hafnarfirði með pompi og prakt í dag. Tólf Vítisenglum hafði verið meinuð landganga síðdegis í gær og þeim vísað aftur til síns heima. Lögregla hafði mikinn viðbún- að í Leifsstöð vegna fyrirhugaðr- ar komu Vítisenglanna, sem eru skilgreindir sem alþjóðleg glæpa- samtök. Þar voru tugir lögreglu- manna, meðal annars sérsveitar- menn. Lögregla hefur að mestu leyti varist fregna af málinu eða viðbúnaði sínum. Liðsmenn Fáfnis biðu Vítisengl- anna í komusal en þurftu tóm- hentir frá að hverfa. Eiginkonu eins Vítisengils var þó hleypt inn ásamt tveimur vinkonum hennar. Tveimur Vítisenglum til viðbótar var vísað úr landi á miðvikudag- inn síðasta. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun vera von á töluverð- um fjölda Vítisengla til viðbótar til landsins í dag víðs vegar að. Jón Trausti Lúthersson, einn af for- sprökkum Fáfnis, vildi hins vegar ekkert tjá sig um málið í gær og sagði alþjóðasamtök Vítisengla hafa sett Fáfnisliða í algert fjöl- miðlabann. Fáfnismenn hafa lengi stefnt að því að gera Fáfni að fullgildum meðlim í Vítisenglum. Þeir hafa nú stöðu opinberra áhangenda samtakanna. Dómsmálaráðherra greip til þess ráðs að taka upp landamæra- eftirlit með komum frá löndum Schengen-svæðisins vegna veislu Fáfnis og fyrirhugaðrar komu Vít- isenglanna. Eftirlitið verður í gildi út daginn í dag. Veisla Fáfnis í ósamþykktu hús- næði í Hafnarfirði hefst síðdeg- is. Þar verður meðal annars boðið upp á íslenskt brennivín og kjöt- súpu sem Sverrir Þór Einarsson, betur þekktur sem Sverrir tattú, mun elda ofan í mannskapinn. Þá mun rokksveitin Dark Harvest leika fyrir viðstadda. Lögreglan verður með viðbún- að í Hafnarfirði vegna veislunnar, sem dómsmálaráðherra telur ógna þjóðaröryggi. Varðstjóri lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu sagði að ekki væri hægt að útiloka að ein- hverjir Vítisenglar væru á land- inu, sem hefðu komið hingað áður en landamæraeftirlitið tók gildi á fimmtudag. stigur@frettabladid.is Von er á fjölda Vítis- engla til Íslands í dag Búist er við því að stór hópur Vítisengla reyni landgöngu í Leifsstöð í dag. Teiti vélhjólaklúbbsins Fáfnis hefst síðdegis. Ekki er útilokað að einhverjir Vítisenglar séu staddir á landinu. Samtökin hafa skipað Fáfnisliðum í algert fjölmiðlabann. HEIÐURGESTA BEÐIÐ Nokkrir liðsmenn Fáfnis sátu löngum stundum í Leifsstöð í gær og sötruðu kaffi. Þeir ætluðu að veita Vítisenglunum móttöku en varð ekki að ósk sinni. Englunum var öllum snúið við á staðnum, enda meðlimir alþjóðlegra glæpa- samtaka. MYND / VÍKURFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.