Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 T unick er einkum þekktur fyrir listræna gjörninga sem felast í því að ljós- mynda hundruð eða þús- undir nakinna þjóðfélags- þegna á opinberum vettvangi. Fólk í borgum jafnólíkra landa og Sviss, Finnlands, Ástralíu, Brasilíu og Chile hefur svarað kalli listamannsins og þyrpst til að taka þátt í þessum viðburðum. Það kemur vart á óvart að gjörningar listamannsins hafa verið umdeildir; menn væna hann ýmist um siðleysi og öfuguggahátt eða lofa verk hans fyrir að ögra siðareglum samtíma- menningar okkar og við- teknum skilgreiningum á list- sköpun. Deilur um verk Tunicks hafa einnig endurómað í opinberum tilskipunum. Margoft hefur verið sett lögbann á fyrirhugaða gjörninga listamannsins og hann jafnvel verið handtekinn fyrir að hvetja til ósæmilegrar hegðunar á almannafæri. Listsögulegt samhengi Verk Tunicks eiga rætur í hefð vettvangslistar og þeirri gjörningslist sem ruddi sér til rúms á sjöunda áratugnum, þegar listamenn tóku með herskáum hætti að andæfa ríkjandi markaðs- hyggju vestrænna listastofnana og leituðust við að opna leiðir út úr einangrun listarinnar innan borgaralegrar menningar. Ríkjandi hneigð þessarar listsköpunar fólst í viðleitni til að færa listsköpunina út á vettvang samfélags- ins og tengja hana hversdagsmenningu sam- tímans. Hugmyndir af þessu tagi koma m.a. fram með skýrum hætti í vettvangsverkum listamanna á borð við Robert Smithson, Jeanne-Claude og Christo, sem ganga út á tímabundna fagurfræðilega ummyndun á op- inberum rýmum. Ummyndunarferlið hverfist um andartakið, tímabundin og fagurfræðileg ásýnd staðarins á augnabliki gjörningsins breytir mynd hans til frambúðar. Gjörning- urinn og skrásetning hans í ljósmyndum, myndbandsupptökum og textum verður að spori sögulegs andartaks þar sem listræn sköpun hefur um stundarsakir brotið sér leið inn í hlutgert umhverfi samtímans. Ferlið er sérkennilega tvíbent: samfella sögunnar er undirstrikuð en um leið er varpað ljósi á það rof sem viðburðurinn myndar. Gjörningurinn opnar rými fyrir virka afstöðu, andóf eða a.m.k. óhlýðni þegnanna. Að þessu leyti má greina í hefð vettvangslistarinnar skýr tengsl við kenningar um hversdagslíf sem verða áber- andi á þessum tíma. Hér má einkum benda á kenningar franska fræðimannsins Michels de Certeau um virkan þátt þjóðfélagsþegna í mót- un menningarrýma. Í skrifum de Certeau birt- ast þegnarnir ekki sem hlutlausir neytendur menningar, heldur þvert á móti sem notendur er geta brugðist við afurðum og rýmum menn- ingarinnar á virkan og jafnvel gagnrýninn hátt, hann lítur svo á að þegnarnir búi yfir ákveðnu valdi er felist í möguleikanum á að nota afurðir og rými samfélagsins með ófyrirsjáanlegum hætti. Ólíkt hinu opinbera stofnanavaldi er þetta vald þegnanna þó hverfult, þeir geta að- eins lagt rými þjóðfélagsins tímabundið undir eigin athafnir. Afmörkun fagurfræðilegra gjörninga vettvangslistarinnar í tíma og rúmi tengist ennfremur viðleitni nýframúrstefnu- hreyfinga sjöunda áratugarins til að sameina list og hversdagslíf; gjörningarnir afhjúpa jað- arstöðu listarinnar innan borgaralegs sam- félags um leið og ögrandi nærveru hennar á op- inberum vettvangi er ætlað að gera listina aftur að virku afli í hinum þjóðfélagslega veru- leika. Í vettvangslistinni eru andartakið og skynjun áhorfandans á rými, tíma, efni og menningarlegu umhverfi í forgrunni. Tengslin við gjörningslist sjöunda og áttunda áratug- arins felast ekki síst í áherslunni á reynslu áhorfandans og mikilvægi líkamans sem fag- urfræðilegs tjáningarmiðils borið saman við hefðbundna miðla listasögunnar, s.s. mál- verkið, höggmyndina og ljósmyndina. Hugmyndalegur arfur þessarar fagurfræði birtist með margvíslegum hætti í myndum Tunicks. Einnig hér er mannslíkaminn í for- grunni og unnið er á skapandi hátt með um- hverfi hversdagsins. Erfitt er að fella verk Tunicks í hefðbundna listfræðilega flokka, þau liggja með sérstæðum hætti á mörkum gjörn- ingslistar, ljósmyndunar og fagurfræðilegrar könnunar jafnt á arkitektúr borgarlífsins og náttúrulegum rýmum. Tunick starfar hvorki sem ljósmyndari, arkitekt né gjörnings- listamaður í viðtekinni merkingu slíkra skil- greininga. Allar þessar listgreinar gegna þó veigamiklu hlutverki í verkum hans, þar sem þeim er fléttað saman á nýstárlegan hátt. Við fyrstu sýn virðist liggja beint við að skilgreina verk Tunicks sem listrænar ljósmyndir. Í verkum hans er þó ekki unnið með ljósmynd- ina sem listmiðil í venjulegum skilningi, því vísunum í sjálfan ljósmyndamiðilinn og sér- stæði hans bregður sjaldan fyrir. Ljósmyndin þjónar Tunick öðru fremur sem skrásetning- artæki, hún gegnir því hlutverki að skjalfesta viðburðinn – sjálfur lýsir listamaðurinn verk- um sínum sem „tímabundnum og staðnæmum innsetningum“ er hann festi á filmu. Mynd- unum hefur einnig verið lýst sem „óhlut- bundnum landslagsverkum“ en „jafnframt af- ar sérstæðri kortlagningaraðferð – leið til að setja mark tímans á staðinn“ (Lisa Liebmann), Sú skilgreining varpar ljósi á fagurfræðilegar rætur verkanna í hefð vettvangslistar og könn- un hennar á mörkum ólíkra miðla. Í verkum Tunicks má einnig greina forvitnileg tengsl við fagurfræðilegan skæruhernað sitúasjónism- ans á sjöunda áratugnum, sem ætlað var að skapa óvæntar aðstæður eða andartök með tímabundnu „hernámi“ á opinberum rýmum hinnar vestrænu stórborgar. Sviðsetningin á viðburðum Tunicks er þaulhugsuð og beinir sjónum áhorfandans jafnan að varnarleysi og forgengileika mannsins andspænis manngerðu og hlutgerðu lífsrými hans. Á myndum Tunicks blasa við hjarðir nak- inna mannvera sem virka umkomulausar inn- an um minnisvarða og voldugt borgarlandslag nútímans. Gott dæmi um þetta má m.a. sjá í verkinu Momentum (1997), þar sem Tunick stillir upp breiðu af liggjandi mannslíkömum en skýjakljúfar New York gnæfa í bakgrunn- inum yfir myndfletinum, og í verkinu London 2 (2003) þar sem mannleg hjörð krýpur í bæn frammi fyrir mynd borgarinnar. Lýsandi dæmi um hnitmiðað staðarval Tunicks má einnig finna í innsetningu sem hann skipulagði fyrir utan Saatchi-galleríið í London árið 2003. Mynd af viðburðinum sýnir kös hreyfing- arlausra líkama á útitröppum gallerísins en al- þekkt kennileiti borgarinnar hvíla í bakgrunni. Hér er brugðið á leik með hina borgaralegu hugmynd um sjálfstæði listarinnar, stofn- analega einangrun hennar innan nútímaþjóð- félagsins og þær hugmyndir um samruna list- ar og lífs sem eru eitt mikilvægasta leiðarminnið í sögu vestrænnar nútímalistar frá og með nýframúrstefnu sjöunda áratug- arins. Staðsetningin á útitröppum gallerísins dregur athygli áhorfandans að siðferðislegum mörkum borgaralegs þjóðfélags og þversagna- kenndri stöðu listarinnar innan þess. Nakinn mannslíkaminn á sér viðurkenndan sess innan ramma listasögunnar, en forsenda þeirrar við- urkenningar er einangrun og aðgreining list- arinnar frá hverdagslífinu, þar sem þjóð- félagsleg höft leggja bann við að bera mannslíkamann á almannafæri. Þannig reynist sú viðtekna krafa um sjálfstæði listarinnar sem rekja má til tilurðar borgaralegrar fag- urfræði á 18. öld vera sjálf forsenda viðburð- arins. Jafnvel þótt nektarmótífið sé hér fært út Barriers 3 „Áhorfandinn stendur frammi fyrir einhvers konar yfirnáttúrulegri vá, líkt og sjá má á þessari mynd Tunicks af nöktum mannslíkömum sem liggja á víð og dreif …“ Stundarsæla, firring og dauði Eftir Benedikt Hjartarson benedihj@hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.