Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 | 9 slíku. Það var þó einmitt fyrir að stinga á þessu kýli, með eftirminnilegum hætti, sem norska skáldkonan Herbjörg Wassmo hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987. Stirðnað líf í kulda Lotta Lotass (f. 1964) er fædd í náttúrufögru þungaiðnaðarumhverfi Vesturdala Svíþjóðar. Hún lærði bókmenntafræði og drifkraftur skáldskapar hennar er sá sami og fræðanna, forvitnin. Hún lítur á skáldskap sem rannsókn- araðferð og hafa rannsóknarefni hennar spann- að allt frá geimferðum til eigin lífs. Fyrsta skáldsaga Lotass kom út árið 2000 og síðan hef- ur ekki verið lát á. Um texta hennar hefur verið sagt að í þeim lýsi fegurð ísakuldans, hún sé arf- taki meistara sænskrar tungu á borð við Söru Lidmann, PO Enquist í hljómandi frændsemi við Beckett og ylji sér í glóð Kafka. Hugurinn hvarflar til allra þessara höfunda við lestur bókar hennar skymining:gryning sem er réttnefni. Það er óendanlega langt á milli kvöldrökkurs og morgungráma þótt ljósmælir sýni nákvæmlega sömu tölu. Í hverju felst þá munurinn? Ýmislegt mætti nefna. Rökkrið mið- ar að lokum dags, morgungráminn að nýju upp- hafi. Einhvers staðar á milli þess að sofna og vakna búa svo draumarnir, áþreifanlegir og tengdir hinum svokallaða raunveruleika, eða óáþreifanlegir utan við tíma og rúm. Það er á þessum mörkum sem strengirnir liggja sem leikið er á í skáldsögu Lotte Lotass skymn- ing:gryning. Einhvers staðar langt í norðri stendur hópur fólks í óræðu umhverfi, umhverfi sem er ekkert, endalaus slétta og svo tekur haf- ið við og þangað er haldið í humátt á eftir dreng sem hefur tekið á móti hópnum. Hér er engin gróandi aðeins salt, ís og sandur. Heillandi efni en köld og líflaus á norðurslóð sem annars stað- ar. Tólf manneskjur líða „yfir blásindrandi hvítrákótta snjóþekju, bláleit þjós af fönguðum, samansöfnuðum gráma“, eins og segir á einum stað. Enginn í hópnum veit hvaðan hann kom eða hvers vegna hann er þarna á heimsslitaslóð. Minningar eru slitrur sem deilt er með öðrum og reynt að fylla í eyðurnar. Það eru myndirnar sem verða til við lesturinn sem halda lesand- anum við efnið og framkalla jafnvel hugleiðslu- kennt ástand. Myndir af manneskju, augnaráð, handahreyfingar og göngulag. Hér er orðunum eftirlátið allt, án þeirra verður ekkert til, enginn skáldskaparheimur því frásögnin vísar ekki til neins sem er þekkt. Allt stirðnað í ís í skerandi birtunni dag og nótt. Stöku sinnum bjarmar fyr- ir draumi um safaríkar þrúgur á runna, grænt gras og höfgan ilm af rakri mold. Hugur lesand- ans sveiflast hins vegar á milli allra tímaskeiða mannkynsögunnar, fátæktar og eymdar liðinna alda jafnt og iðandi stórborga og suðandi kaup- halla nútímans. Það er ekki beinlínis hægt að segja að skymning:gryning sé skemmtileg bók en þegar maður er sokkinn ofan í lesturinn, er maður sokkinn. Náttúrubörn Sögu samíska rithöfundarins Jovnna-Ánde Vest (f. 1948) vindur fram á norðurslóð í raunveru- leika sem er stöðugum breytingum undirorpinn í takt við tímann, þó virðist sem aðeins hinar sí- endurteknu breytingar árstíðanna hafa raun- veruleg áhrif. Jovnna-Ánde Vest er fæddur og uppalinn í Tanadalnum í finnska Lapplandi en hefur búið í París í allmörg ár. Vest man tímana tvenna í landi Sama og hefur skrifað allmargar skáldsögur sem flestar snúast um breytingar síðustu áratuga á heimaslóðum hans. Árbbol- accat III (Erfingjarnir III) er lokabindið í þrí- leik höfundar um lífið í Samalandi síðustu hundrað árin eða svo. Eigi að síður er bókin full- komlega heildstæð þannig að lesandinn fær ekki á tilfinninguna að hann skorti vitneskju til að skilja forsendur atburða. Reyndar byggist þessi seiðandi sagnabálkur ekki á atburðum heldur á stöðugu flæði, hringrásinni þar sem fólk lifir og deyr, þrælar frá vori til hausts við sáningu og uppskeru og segir sögur á vetrum. Börn fæðast, vaxa úr grasi, hverfa á braut til næsta bæjar, næstu borgar eða til annarra landa til að vinna fyrir sér. Sumir snúa aftur, þrifust ekki á malbikinu, aðrir þrifust vel og koma í heimsókn. Það eru menntamenn á sveimi sem safna saman sögum úr byggðinni. Ætla að skrifa bók. Einnig menntamenn sem skrifa ljóð eða mála myndir. Hér er smíðað og gert við en samt er allt eins og það hefur alltaf verið, meira að segja þegar nokkrir taka sig saman og rífa allar innréttingar út úr gömlu kaffistofunni og endurnýja hana þá er hún samt hin sama. Þetta er mikil saga en ekki að sama skapi hávær og þetta er fjölradda saga í þess orðs viðteknustu merkingu, engin ein rödd yfirgnæfir aðra held- ur fljóta raddirnar að segja má allar fram sam- tímis. Einhver einn sögumaður hlýtur þó að stýra sýn lesandans og binda saman þræðina á endanum? Nei, sú er ekki raunin, sýn lesandans rammar allt þorpið sem liggur eins og módel frammi fyrir honum að leika sér með. Persónur bókarinnar er elskulegt og áhugavert fólk með sterkar rætur í sinni fögru náttúru og þar er allt gott þegar maður er langt í burtu og hugsar heim og til baka eins og höfundurinn Jovanna Ánde Vest. Þá hugsar maður ekki um brotna þekju og smíðatól sem hefur troðist niður í drulluna en var einu sinni þarfaþing. Húsbændur og hjú Fredrik Lång (f. 1947) er heimspekingur og margverðlaunaður rithöfundur sem á að baki margar skáldsögur. Í verkum hans blandast gjarnan fræði og skáldskapur og gott dæmi um það er 15 blaðsíðna eftirmáli við skáldsöguna Mitt liv som Pythagoras sem var framlag Finn- lands-Svía. Hér er um að ræða sögulega skáld- sögu sem gerist að mestu leyti í Grikklandi hinu forna, nánar tiltekið á eyjunni Samos sem var fæðingarstaður heimspekingsins og stærðfræð- ingsins Pýþagórasar sem uppi var á fimmtu öld f.Kr. Fredrik Lång fylgir nokkurn veginn eftir þekktu lífshlaupi Pýþagórasar. Í fyrsta hlut- anum segir frá bernsku Pýþagorasar og fyrstu menntun hans í Miletos, auk þess sem einnig er sagt frá mikilvægri sendiför hans til Egypta- lands. Það gengur á ýmsu eins og gefur að skilja, sjávarháska, deilum upp á líf og dauða vegna mismunandi skilnings á heiðri og metorð- um. Í þessum hluta verður sjónarhorn Pýþagór- asar æ óljósara en þræll hans Zalmoxis yfir- tekur frásögnina enda er hann í raun annað sjálf Pýþagórasar. Í lokakaflanum fylgist lesandinn síðan með lífinu í stærð – eða öllu heldur heim- spekisöfnuðinum í Kroton á Ítalíu þar sem Pýþ- agóras lifði síðustu æviár sín og hélt traustum tökum um heim talna og hlutfalla sem enn eru í fullu gildi í vestrænni hugsun. Þrátt fyrir hinn sögulega bakgrunn er bók Lång ekki sagnfræði í vísindalegum skilningi. Hér er fyrst og fremst verið að hemja saman nútímann, grísku fornöld- ina og allt þar á milli í tengslum við mátt versl- unar og viðskipta og tilvitnanir víðsvegar að notaðar mjög frjálslega. Sögusvið skáldsögunnar Tammilehto (Eikar- lundurinn) eftir Finnann Asko Sahlberg (f. 1964) er Finnland við lok innanlandsstríðsins en um það hafa verið skrifaðar fjölmargar bækur, skáldsögur jafnt sem fræðirit. Erindi Askos Sahlbergs tengist þó ekki innanlandsstríðinu að öðru leyti en því að það, eins og öll önnur stríð, snerist um hagsmuni sem stundum leiddi af sér hefndarþorsta. Eikarlundurinn fjallar um glæp og refsingu, kúgun og hefnd. Tíminn er stríðs- lokin síðsumars árið 1918. Óðalseigandinn Martin er aleinn eftir á setri sínu, þjónustu- fólkið flúið burt. Á fyrstu blaðsíðunum opinber- ast að húsakostur og búpeningur er í niður- níðslu og að Martin þykir sopinn góður. Skyndilega birtist Emma á dyraþrepunum, skítug og í lörfum enda hefur líf hennar sem vændiskona misst allan glans með stríðinu og eymdinni sem því fylgdi. Eigi að síður fær Martin Emmu til að gerast ráðskona hjá sér. Emma er ekki að koma á óðalssetrið í fyrsta sinn og þótt hún sé vissulega svöng þá er erindi hennar annað og djúpstæðara en að fá hungrið stillt. Hún og bróðir hennar Aarne ólust upp undir oki óðalseigandans og máttu þola marg- víslega niðurlægingu af hendi hans. Sagan snýst um þessar þrjár persónur og uppgjör þeirra í milli. Uppgjör sem þó snýst ekki fyrst og fremst um persónur, heldur um tilviljanir lífsins, hvernig allt hefur sinn tíma og hversu margt þarf að gerast áður en tími uppgjörsins rennur upp. Aðeins fáeinum dögum eftir að Emma birtist á dyraþrepunum birtist einnig Aarne ásamt hópi rauðliða á flótta. Engin réttarhöld eiga sér stað heldur er gengið beint til verks og á meðan gamli óðalseigandinn er húðstrýktur – líkt og hann sjálfur hafði gert við Aarne sem þá var unglingur í uppreisn – fer fram umræða um or- sakir stríðsins, stríða almennt þar sem niður- staðan er að í stríði er sérhver málstaður vond- ur og til að lifa af verður hver og einn að koma sér upp eigin samhengi forsenda. Hér eru stór- ar tilvistarlegar spurningar krufnar og sú krufning er listilega fléttuð inn í aðstæður sög- unnar og persónuleg átök. Myndir í stað texta Grænlendingar sýndu ákveðna djörfung með því að tilnefna ljósmyndabók til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Djörfung sem ber að þakka, því Den stille mangfoldighed eftir Julie Edel Hardenberg (f. 1971) er engin venju- leg ljósmyndabók. Tilnefningin undirstrikar það mikilvæga hlutverk Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs að vekja athygli á bók- menntum grann- og frændþjóðanna í norðri inn- byrðis. Þótt myndir séu fyrirferðarmeiri en orð þá er hér um bókmenntaverk að ræða, texta- verk. Myndir eru texti ekki síður en hefðbundið lesmál, texti sem höfundurinn beitir til að kryfja hið svokallaða „grænlenska“. Með nákvæmum lestri, með eða án hjálpar greinargóðs inngangs listfræðingsins Iben Salto, opnast sýn inn í rannsóknaraðferðina og viðfangsefnið. Harden- berg er menntuð í Listaháskólanum í Kaup- mannahöfn og hefur á ferli sínum mest unnið með ljósmyndir. Viðfangsefni Hins kyrrláta fjölbreytileika er „hið upprunlega“. Er eitthvað til sem er upprunalegra en annað, eru til sannir Grænlendingar og síður sannir og er hægt að staðfesta einkenni hvors hóps fyrir sig? Auðvit- að eru slíkar staðhæfingar út í hött, einberar staðalmyndir sem afneita sundurgerð raun- veruleikans. Eigi að síður verður ekki framhjá því litið að staðalmyndir móta viðhorf. Minni- hlutahópar grípa einnig oft til staðalmynda til að undirstrika sérstöðu sína og sérkenni sinnar eigin menningar eins og myndir bókarinnar vitna um. Hardenberg ferðaðist um allt Græn- land og tók myndir, ekki bara af fólki heldur líka af dýrum, plöntum og vistarverum. Föt segja ákveðna sögu um þann sem ber þau sem og húsbúnaður og skrautmunir. Í stofum bún- um nútímalegum húsbúnaði og tækjum getur að líta skrautmuni í stíl grænlenskra veiðimanna fyrr á tíð. Með slíkum myndum smeygir höfund- urinn sér beint inn í svokallaða eftirlendu- umræðu þar sem tekist er á um valdahlutföll og stýringu menningararfs sem og annarra auð- linda fyrrum nýlendna. Fyrst og gleggst sýna myndirnar hins vegar að Grænlendingar eins og aðrir eru margbreytileg samsetning sem sækja áhrif sín víðs vegar að. Den stille mangfoldighed er glæsileg bók sem vísar klárlega til framtíðar. Gamlir tímar eiga sér varla nokkurn fulltrúa á myndunum. mtíð – og sitthvað fleira Morgunblaðið/ÞÖK Jórunn Sigurðardóttir er útvarpsmaður og Soffía Auður Birgisdóttir er bókmenntafræðingur. Edward Hoem Frederik Lång

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.