Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 | 13
De la Soul, Ike Turner, ShaunRyder, Neneh Cherry, Roots
Manuva og Damon Albarn auk
nokkurra annarra listamanna hafa
tekið höndum saman og hyggjast
flytja lög af metsöluplötu Gorillaz,
Demon Days, í Apollo-leikhúsinu í
Harlem dagana 2. til 6. apríl. Einnig
hefur það heyrst að Gorillaz sé um
þessar mundir að vinna með Pass-
ion Pictures að því að skapa heil-
myndartónleika fyrir hljómleikaferð
sem farin verður á næsta ári.
Áttunda breiðskífa Seattle-sveitarinnar Pearl Jam kemur
út í byrjun maí. Platan er sú fyrsta
sem sveitin send-
ir frá sér í fjögur
ár og er fyrsta
breiðskífan sem
kemur út hjá J
Records-
plötufyrirtækinu.
„Nokkur rokk-
lög og nokkrar
ballöður … Þetta
eru ekki beint
geimvísindi,“
segir Stone Gossard, gítarleikari
Pearl Jam, um nýju plötuna en
hann er þó mjög bjartsýnn á viðtök-
urnar. „Þetta hljómar
eins og upphafið að
einhverju nýju. Við er-
um stoltir af lögunum
og þau ættu að falla fjöldanum í
geð.“
Breiðskífan kvað vera mikið sam-
vinnuverkefni innan hljómsveit-
arinnar en allir meðlimir lögðu hönd
á plóg við upptökustjórn, tónsmíðar
og jafnvel textagerð.
Fyrsta smáskífulagið „World
Wide Suicide“ sem er eftir sjálfan
Eddie Vedder, fer í spilun í Banda-
ríkjunum áttunda mars. Sama dag
verður það einnig fáanlegt til nið-
urhals án endurgjalds á heimasíðu
sveitarinnar, www.pearljam.com.
Pearl Jam hefur þegar selt meira
en 60 milljónir platna frá því að
sveitin kom fyrst fram á sjón-
arsviðið árið 1991. Reiknað er með
að hún fari í heimstónleikaferðalag í
kjölfar útgáfunnar.
Staðfest hefur verið að Madonnamuni koma fram á Coachella-
tónlistarhátíð-
inni í Kaliforníu
í apríl. Mun
poppdrottningin
stíga á svið í
Sahara-tjaldinu.
„Ég hef aldrei
áður komið fram
á tónlistarhátíð,“
segir Madonna.
„Og ég er sérstaklega spennt fyrir
að fá að spila á Coachella áður en ég
byrja á mínu eigin hljómleika-
ferðalagi.“ Meðal þeirra sem koma
fram á hátíðinni eru: Tool, Depeche
Mode, Franz Ferdinand og Damian
Marley, sonur Bobs gamla Marley.
Twisted Sister-söngvarinn DeeSnider gekkst undir uppskurð
á hálsi í síðustu viku til að fjarlægja
holsepa sem myndast hafði í radd-
böndum söngvarans. Samkvæmt
læknisráði verður Snider að halda
kyrru fyrir í að minnsta kosti tvo
mánuði áður en hann getur aftur
farið að tjá sig um allt milli himins
og jarðar eins og honum virðist lífs-
nauðsynlegt og ætti það að reynast
þessum skoðanaglaða og afdrátt-
arlausa manni erfitt, svo ekki sé
meira sagt.
Erlend
tónlist
Gorillaz
Pearl Jam
Madonna
Nokkrar hljómsveitir í rokksögunni hafakomið fram með sinn hljóm sem síðarvarð svo einkenni heillar tónlistar-stefnu. Ein slík er the Allmann Broth-
ers Band sem skapaði hljóm suðurríkjarokksins,
eins konar blöndu af blús, kántrí og rokki. Há-
punktinn í sögu sveitarinnar verður að telja tvö-
földu tónleikaplötuna Live at the Fillmore East,
sem e.t.v. má segja að sé ein besta rokktónleika
plata sögunnar.
Gítarleikarinn Duane Allmann og yngri bróðir
hans, hljómborðsleikarinn, Gregg Allmann, höfðu
frá unglingsaldri leikið í hljómsveitum í Daytona í
Florida. Hourglass var skammlíf hljómsveit þeirra
bræðra en Duane varð snemma eftirsóttur session-
leikari í Muscle Shoals stúd-
íóinu og spilaði sem slíkur á
plötum Wilson Pickett og
Arethu Franklin á seinni
hluta sjöunda áratugarins.
Sagan segir að eftir margra klukkustunda tónlist-
ardjammi Duane með Dicky Betts á gítar, og
Berry Oakley á bassa, Jaimo Johansson og Butch
Trucks á trommur, hafi Duane hringt í bróður sinn
og sagt honum að nú væri komin saman hljómsveit
og Gregg væri sá eini sem gæti sungið með henni.
Fyrstu tvær plötur þeirra The Allmann Brothers
og Idlewild South seldust vel í suðrinu en vöktu
litla athygli annars staðar. Aðdáendum fjölgaði
samt sem áður enda fór gott orð af sveitinni á tón-
leikum.
Í mars 1971 léku þeir í Fillmore East í NY og
seinna það ár kom út tvöföld vínylplata frá tónleik-
unum, sem tryggði Allmann Brothers Band í sessi
sem eina mestu hipparokksveit samtímans, ásamt
Grateful Dead og öðrum stórsveitum. Blúsrokkið
hafði lengi lifað góðu lífi og fengið heilmikla víta-
mínsprautu í meðförum enskra gítarsnillinga á
borð Clapton, Beck og Page, en Allmann Brothers
tóku formið jafnvel enn lengra og bættu við áhrif-
um úr djassinum, spunameistara á borð við Miles
Davis og John Coltrane. Einföld blúslög voru spil-
uð sundur og saman, ekki var óalgengt að þau
teygðust upp í hálftíma djömm, enda spilagleði og
frjó tónhugsun gítarleikaranna Duane Allmann og
Dicky Betts stórkostleg. Ekki var rythminn síðri.
Berry Oakley klettur á bassann og síðan lömdu
Butch Trucks og Jaimo grúppuna áfram með þétt-
um trommuleik. Smekklegur orgelleikur og frábær
blússöngur Gregg Allmanns kórónuðu svo hljóm-
inn. Að sumu leyti minnti hljómsveitin á kvartett
Coltranes eða kvintett Miles, í samhljóm og spuna
en auðvitað var og er hljómur Allmann Brothers
þeirra eigin. Sérstök blanda blúsrokks, sálar-
tónlistar, djass, sækadelíu og kántrí sem hljóðvers-
upptökum tókst aldrei að fanga.
Á plötunni Live at Fillmore East voru upp-
haflega sjö lög, en í nýlegri endurútgáfu var bætt
við 6 öðrum og tónleikarnir þá orðnir í heildina 2
klst. og 20 mín! Í sérstöku uppáhaldi eru Whipping
Post, One Way Out, Statesboro Blues og In Mem-
ory of Elizabeth Reed, en tónleikarnir í heild verða
teljast fullkomnir og gleðilegt að upptökuvélar
voru á staðnum til að ná þessu á teip. Raunar full-
yrtu gagnrýnendur Rolling Stone tímaritsins eftir
útgáfu Fillmore platnanna, að Allmann Brothers
Band væri besta rokkband í heimi!
Gat hljómsveitin náð lengra? Var hægt að toppa
þetta? Um það getur enginn sagt, því þrátt fyrir að
njóta mikillar fjárhagslegrar velgengni um tíma
með vinsælum lögum á borð við Ramblin Man, þá
náði Allmann Brothers aldrei lengra í listrænni
sköpun. Á einu og hálfu ári eftir útgáfu Fillmore
East létust bæði Duane Allmann og Berry Oakley
sinn í hvoru mótorhjólaslysinu. Síðan tók við langt
tímabil óreglu og poppstjörnustæla hjá Gregg All-
mann. (Man einhver eftir honum í aukahlutverki
dópdílers í myndinni Rush? Hann var svo sannfær-
andi að maður vissi varla hvort hann væri að leika,
sannarlega óskarsverðlauna frammistaða). Voru
álög á hljómsveitinni? Ef það var ekki dauði eða
óregla frumkvöðlanna, þá tóku við málaferli. Loks
þraut sköpunarkraftinn og spilagleðina og hljóm-
sveitin varð óttalegt rekald á níunda áratugnum.
En Allmann Brothers Band er ein af þessum ei-
lífðarvélum rokksins. Eftir vel heppnaða áfeng-
ismeðferð Gregg Allmann og mannabreytingar, þá
hefur hljómsveitin á síðustu árum endurheimt
spilagleðina og sköpunarkraftinn. Dæmi um það
má sjá á alveg mögnuðum DVD diski Live at Beac-
on Theatre, frá árinu 2004. Að sumu leyti er það
tímalaus heimild, þó ekki jafnmikilvæg söguleg
heimild um tímamót og frumkvöðla í tónlist á há-
punkti sínum eins og Live at Fillmore East.
„Besta rokkband í heimi!“
Poppklassík
Eftir Örn Þórisson
orn@mbl.is
Þ
ær hljómsveitir eru oft bestar þar
sem menn togast á, glíma um hug-
myndir og stefnu, best ef það er
gert í góðu en getur líka verið gott
ef smáharka hleypur í leikinn,
meira að segja mjög gott, svo fram-
arlega sem hljómsveitin springur ekki í loft upp
áður en henni tekst að koma frá sér vænum
skammti af tónlist. Pink Floyd er einmitt af-
bragðsdæmi um slíka sveit – eftir að Syd Barrett
gekk af göflunum og skildi félaga sína eftir í reiðu-
leysi tók Roger Waters við stjórninni. Það var svo
nýr maður í sveitinni, en nátengdur henni alla tíð,
David Gilmour, sem skapaði það mótvægi við
Waters sem gerði Pink Floyd að einni helstu sveit
breskrar rokksögu.
Glamrað á gítar
David Gilmour var á sínum tíma skólafélagi Syds
Barretts, þeir glömruðu saman á gítar í listaskóla
í Cambridge-skíri í upphafi sjöunda áratugarins.
Þegar Barrett stofnaði hljómsveit með þeim Rog-
er Waters, Nick Mason og Rick Wright, Pink
Floyd, var Gilmour ekki boðið með, en hann gekk í
aðra sveit, Jokers Wild, síðar í
Flowers og loks Bullit sem leyst-
ist upp 1967.
Syd Barrett var sérdeilis snjall
tónlistarmaður, góður gítarleik-
ari og glúrinn lagasmiður með mjög óvenjulega
sýn á lífið og tilveruna. Hann gekk aftur á móti
ekki heill til skógar og varð smám saman óhæfur
til að spila á gítarinn aukinheldur sem ekki var
hægt að treysta því að hann skilaði sér í hljóðver
eða á tónleika. Þeir félagar hans í Pink Floyd leit-
uðu þá til Gilmour um að hlaupa í skarðið sem
hann og gerði, tók að sér gítarspil og söng að
mestu.
Waters í brúnni
Þegar Barrett stimplaði sig út var úr vöndu að
ráða, því hann hafði verið helsti hugmynda- og
lagasmiður sveitarinnar. Úr varð að Waters tók
að sér lagasmíðar að mestu, í góðu samráði manna
framan af, enda mikið gæðaefni sem frá honum
kom. Smám saman þótti þeim félögum hans hann
þó fullfrekur til fjörsins, vildu fá að semja líka og
eins fá að hafa eitthvað að segja með það hvert
sveitin stefndi.
Aðalágreiningurinn var milli Waters og
Gilmour, enda báðir lagasmiðir, en Gilmour fékk
útrás á sólóskífum, sú fyrsta kom út 1978, sam-
nefnd honum og fékk fínar viðtökur, komst inn á
breska breiðskífulistann. Á þeirri plötu mátti
heyra hvert Gilmour vildi stefna, eða kannski
frekar hvað hann var að pæla músíklega, lág-
stemmdari tónlist en Pink Floyd gerði helst, söng-
urinn raulkenndur og hljóðfæraleikur fínlegri.
Þess má geta að þegar Gilmour sendir frá sér
sólóskífuna eru þeir Pink Floyd-félagar nýbúnir
að senda frá sér Animals og The Wall í smíðum.
Valdarán Waters
Þegar þar var komið sögu var Roger Waters bú-
inn að taka öll völd í sveitinni og félagar hans
fengu lítið við ráðið. Það var helst að Gilmour gat
komið að hugmyndum og lögum, en annars má
segja að Waters hafi kallað á þá í hljóðver þegar
spila þurfti eitthvað inn og sagði þeim síðan fyrir
verkum. Þannig samdi hann öll lög utan þrjú á
The Wall – eitt samdi hann með Bob Ezrin og tvö
áttu þeir saman Gilmour og Waters, annað þeirra
lagið Comfortably Numb sem byggðist á lagstúf
sem Gilmour hafði samið til að nota á sólóskífunni
sinni en síðan lagt til hliðar.
The Wall kom út 1979 og svo The Final Cut
1983, en því má halda fram að þessar plötur tvær,
aðallega sú síðarnefnda, hafi verið sólóskífur
Waters. Gilmour fékk útrás fyrir sínar hugmyndir
á annarri sólóskífu, About Face, sem kom út 1984.
Á henni er hann heldur rokkaðri en plötunni frá
1978 og platan reyndar umtalsvert betri – fínasta
poppplata. Hann var líka með einvalalið með sér,
Jeff Porcaro, Pete Townshend og Steve Winwood
svo dæmi séu tekin.
Um það leyti sem About Face kom út var
flestum ljóst að Pink Floyd í þáverandi mynd væri
búin að syngja sitt síðasta og ári síðar lýsti Waters
því yfir að hljómsveitin væri hætt. Það var
Gilmour ekki sáttur við, fannst hann líka eiga eitt-
hvað í sveitinni, og eftir málaferli voru honum
dæmd yfirráð yfir nafninu.
Fyrsta Pink Floyd-platan án Rogers Waters
var A Momentary Lapse of Reason, sem kom út
1997, en þeir Nick Mason og Rick Wright voru þá
gengnir aftur í sveitina. Platan seldist mjög vel og
tónleikaferð til að kynna hana gekk ekki síður,
eins og má segja um næstu hljóðversplötu, The
Division Bell, sem kom út 1994, en í millitíðinni
kom út tónleikaplata. Önnur tónleikaplata kom
svo út 1995, en síðan heyrðist ekkert frá sveitinni
fyrr en hún sneri óvænt aftur á Live 8-tónleik-
unum í sumar og lék þar fullskipuð, því þeir
Waters og Gilmour settu niður deilur sínar fyrir
þessa einu tónleika í það minnsta. Að öðru leyti
virðist sem hljómsveitin sé hætt, eða í það minnsta
hefur Gilmour lýst því yfir að hann sé ekki með í
hyggju fleiri Pink Floyd-plötur hvað sem síðar
verður.
Það verður að segjast eins og er að þær plötur
sem Pink Floyd hefur gert frá 1985 eru óttalegt
hrat og sannast að jafnan verður besta tónlistin til
þegar menn takast á um hlutina og þær hug-
myndir komast á plast sem eru bestar. Þegar
Gilmour á einn að semja Pink Floyd-lög eða með
aðstoð minni spámanna eins og Masons og
Wrights verður útkoman aldrei góð eins og dæmin
sanna. Honum hefur aftur á móti gengið betur
með sólóverkefni sín, eins og til að mynda About
Face, sem er vel heppnuð í alla staði.
Pink Floyd-leg sólóskífa
Síðasta ári eyddi Gilmour að miklu leyti í hljóðveri
sem hann hefur komið sér upp í bát á síki í Lund-
únum, í heimahljóðveri sínu eða í Abbey Road-
hljóðverinu að semja og taka upp lög á nýja sóló-
skífu. Sú kemur svo út á mánudag og kallast On an
Island.
Það vekur athygli manna að enn hefur Gilmour
breytt um stíl á sólóskífu, hefur fært sig nær Pink
Floyd en á fyrri verkum, og þannig minna langir
kaflar á plötunni á Pink Floyd fyrri tíma, minna
einna helst á verk sveitarinnar um miðjan áttunda
áratuginn – nokkuð sem Gilmour tekur undir að
hluta í að minnsta kosti einu viðtali vegna plöt-
unnar.
David Gilmour hefur verið býsna lengi að og
heldur enn velli, einn virtasti gítarleikari sinnar
samtíðar og leitun að manni sem fer eins smekk-
lega með og hann á vanda til í spunaköflum sínum.
Hann hyggst fara í stutta tónleikaferð til að kynna
plötuna, ætlar að láta nægja að spila tvisvar í Al-
bert Hall og síðan á smástöðum í nokkrum borg-
um – búinn að kynnast frægðinni eins og hún get-
ur orðið mest og fara um heiminn með sviðsbúnað
sem fyllt hefur margar fragtvélar, en nú er kom-
inn tími til að leyfa gítarnum að njóta sín.
Gítarleikarinn mikli
Saga rokksveitarinnar Pink Floyd er saga
átaka tveggja af þekktustu listamönnum
breskrar rokksögu, þeirra Roger Waters
og David Gilmour.
Eftir Árna
Matthíasson
arni@mbl.is
Ljósmynd/Harry Borden
David Gilmour skapaði það mótvægi við Waters sem
gerði Pink Floyd að einni helstu sveit breskrar rokksögu.