Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 Nýjasta mynd hins finnska snillings AkiKaurismäki var frumsýnd í Helsinkií byrjun febrúar. Myndin er súþriðja og síðasta í þríleik Kaurismäki um stéttaskiptingu, atvinnuleysi og eymd í Hels- inki og vissulega er myndin full af eymd þótt tit- ill hennar gefi von um annað en hún heitir á frummálinu Laitakaupungin valot sem mun þýða Ljós í borgarjaðrinum eða eitthvað þvíumlíkt. Aðalpersónan er öryggisvörður í versl- unarmiðstöð sem lagður er í einelti af starfs- félögunum og á því ekki sjö dagana sæla. Hann er eins einmana og hægt er að hugsa sér og einu samskiptin sem hann á við aðra mann- eskju eru við konuna sem af- greiðir hann á kvöldin í pylsuvagni. Uppbygging myndarinnar er hæg en örugg, hvert myndskeið er vandlega hugsað og hreyf- ingar persónanna í rammanum úthugsaðar. Stundum er eins og atriðin séu einum of svið- sett, en Kaurismäki veltir því líklega ekki fyrir sér, hann er ekki að velta fyrir sér raunsæi í hefðbundinni merkingu; táknsæi væri réttara orð þar sem hver persóna stendur fyrir stærri heild, hver mynd fyrir fleiri myndir og hver setning fyrir margar setningar. Samtölin eru tálguð niður; atriði sem alla jafna myndi út- heimta 15–20 replikkur er skorið niður í tvær til þrjár, ekkert er sagt umfram það sem þarf til að hreyfa söguna áfram að næsta atriði. Þetta verð- ur stundum næstum fyndið en ljær frásögninni harmrænan og ljóðrænan tón. Tragikómískt. Finnskum gagnrýnendum þótti jafnvel nóg um dapurlegt yfirbragð myndarinnar því einn sagði að í síðustu mynd Aki Kaurismäki hefði þó örlað á vonarglætu í lokin en í þessari væri ekki einu sinni slíkt í boði. Öryggisvörðurinn dregst inn í ránstilraun þaulskipulagðra glæpamanna sem leggja fyrir hann sígilda tálbeitu, glæsilega konu, sem gengur að honum á kaffihúsi og biður hann að bjóða sér út. Hann verður hissa en ger- ir það samt og hún vefur honum um fingur sér og fær hann til að gefa sér upp aðgangsorð og lyklavöld að skartgripaverslun í verslunarmið- stöðinni til að ránið geti farið fram. Engu er líkara en náunganum sé slétt sama um örlög sín því þegar hann er handtekinn fyrir ránið gerir hann enga tilraun til að færa sönnur á sakleysi sitt og tekur því með jafnaðargeði þegar hann er dæmdur í fangelsi. Þar inni skúr- ar hann gólf í tólf mánuði og merkilegt nokk sést hann þar í eina sinnið brosa í allri myndinni rétt áður en honum er sleppt út aftur. Það verð- ur skammgóður vermir því glæponarnir berja hann til ólífis og þannig lýkur myndinni. Það er Janne Hyytiäinen sem leikur aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru Ilkka Koivula, Maria Järvenhelmi og Maria Heiskanen. Samstarfs- maður Kaurismäki til margra ára er Timo Salm- inen kvikmyndatökumaður en handritið skrifar Kaurismäki sjálfur eins og ævinlega. Myndin mun ekki hafa fengið góða aðsókn í Finnlandi sem Kaurismäki segir sjálfur að skipti sig engu máli. Hann hafi gert þá mynd sem hann ætlaði sér. Ekkert ljós í myrkrinu ’Finnskum gagnrýnendum þótti jafnvel nóg um dapurlegtyfirbragð myndarinnar.‘ Sjónarhorn eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is É g sit í tíu manna hópi í litlu ráð- stefnuherbergi á Ritz-Carlton- hótelinu við Potsdamer Platz og bíð eftir leikstjóra Capote, Bennett Miller. Þetta er fyrsta leikna myndin sem hann leik- stýrir, áður hefur hann gert eina heimild- armynd. Þrátt fyrir þennan örstutta feril er ekki hægt að segja annað en að hann hafi unnið þrek- virki með Capote og er hann réttilega tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir afrekið. Capote segir af tilurð bókarinnar Í köldu blóði (In Cold Blood) sem hinn litríki Truman Capote reit á sjöunda áratugnum. Bókin átti eftir að færa Capote mikla frægð en lagði um leið grunninn að endalokunum. „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“ eins og segir í kvæðinu. Ég er bara nokkuð slakur þar sem ég sit þarna, dreypi á kaffi og stari ofan í borðið. Ég er nefnilega umkringdur níu stéttarsystkinum sem mögulega vita miklu meira en ég um myndina og kvikmyndir almennt (og mögulega ekki). Ég gæti tæknilega séð þagað þunnu hljóði allan tímann og látið hina um vinnuna því að formið á þessu er einskonar „deluxe“-blaðamannafundur. Það form veitir manni þó ágætistækifæri til að ota sínum tota – maður þarf bara að vera nógu frek- ur. Fífl Viðtalið tók hins vegar fljótt af, kannski af því að það byrjaði alveg hrikalega. Eitthvert Frakkafífl sem sat við hliðina á mér, ekta kvik- myndanörd í orði sem æði, setti Bennett alls- vakalega út af laginu er hann loks kom inn í her- bergið. Venjulega er fólki heilsað þegar maður hittir það en Frakkinn lét vaða óforvarandis með spurningu áður en Bennett náði að setjast í stólinn sinn. „Þú segir í lok myndar að Capote hafi aldrei klárað aðra bók eftir In Cold Blood. Það er ekki rétt,“ pípti í Frakkanum. Kræst, maðurinn ákvað að opna viðtalið með því að „besserwisserast“ við leikstjórann. Algjört takt- leysi. Svipurinn á hinum blaðamönnunum var óborganlegur. Bennett fór óðar í vörn, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, skiljanlega. Þetta var líka vit- leysa í Frakkanum. Capote kláraði aldrei aftur bók í fullri lengd. Frakkinn lét í veðri vaka að hann hefði lesið um það bil tíu bækur sem tengdust Capote og enn fremur horft á heimild- armyndir og fleira. Vei. Ég og þýskur blaðamað- ur skömmuðum hann í lok viðtalsins, enda hafði hann næstum því eyðilagt viðtalið fyrir öllum hinum. Bennett skimaði í örvæntingu eftir því hvort einhver með viti væri þarna inni og komst að endingu í var. Viðtalið fór að rúlla. „Fram að In Cold Blood hafði Capote verið mjög iðinn og skapandi, bækur og greinar komu út í stríðum straumum,“ sagði Bennett og sneri sér glæsilega frá Frakkanum. „Eftir In Cold Blood þá stoppaði þetta. Það var eitt- hvað í ferlinu sem leiddi að útgáfu hennar sem braut Capote endanlega niður.“ Sá þýski skaut nú að spurningu og eftir það komu þær víðs vegar að. Hvað var það nákvæmlega sem gerði út af við hann? „Myndin er ekki beint að reyna að svara þessu til hlítar. En Capote sagði einhverju sinni að ef hann hefði vitað hvað beið hans þarna í Kansas þá hefði hann komið sér þaðan í burtu eins og skot. Hann hefði fórnað öllu, þ.m.t. bókinni, til að losna undan þeim hörm- ungum sem hún átti eftir að leiða af sér. Orð eins og örlög og harmleikur koma upp í hug- ann. Harmleikurinn er að hér erum við með ótrúlega hæfileikaríkan mann sem virðist ráða við allt nema sjálfan sig. Hann eyðileggur sig sjálfur. Það er eitthvað í honum sem leiðir hann óhjákvæmlega til glötunar. Hann ætlaði að skrifa meistaraverkið sitt sama hvað. Hann var mjög örvæntingarfullur – en um leið hafði hann allan þennan kraft og allt þetta vald. Það er þversögn í þessu.“ Innblástur Voruð þið í sambandi við fólk sem þekkti hann? „Já, að sjálfsögðu. T.d. Gerald Clarke, sem skrifaði ævisögu Capote. Hann umgekkst Cap- ote mikið síðustu tólf æviárin. Við fengum að- gang að persónulegum bréfum o.s.frv. Það er ekki erfitt að finna fólk sem þekkti Truman Capote. Það virðist vera sem svo, að allir New York-búar yfir fertugu hafi þekkt Capote á einn eða annan hátt. Capote var snillingur í að koma á vinasamböndum og hann lýsti því yfir að hann þekkti bæði Robert og John Kennedy – auk morðingja þeirra beggja.“ Hvernig var samstarfi ykkar Hoffman hátt- að? „(Grafalvarlegur:) Ég lék Capote fyrir hann. Og svo gerði hann bara alveg eins og ég hafði gert (löng þögn) … Nei, nei (allir hlæja kurt- eislega á meðan Bennett bregður ekki svip). Ég reyndi bara að sýna honum stuðning. Við rædd- um þetta, við æfðum þetta og svo bara létum við vélarnar rúlla þangað til að þetta var kom- ið.“ Að hve miklu leyti sóttirðu í In Cold Blood- bókina sem innblástur? „Bókin sjálf er giska góð til kvikmyndunar og myndin er í svipuðum takti og hún, hæg og næm.“ Við þetta svar kom blaðafulltrúi inn um dyrn- ar og tilkynnti að viðtalinu væri nú lokið. Og hvað haldið þið að Frakkinn hafi sagt þeg- ar hurðin lokaðist á eftir Bennett? „Djöfull var þetta stutt viðtal …“ „Í draumi sérhvers manns …“ „Hann hefði fórnað öllu, þar með talið bókinni, til að losna undan þeim hörmungum sem hún átti eftir að leiða af sér,“ segir leikstjórinn Bennett Miller um Truman Capote. Kvikmyndin Capote hefur náð að hreyfa við al- mennum kvikmyndagestum jafnt sem gagnrýn- endum og fékk t.a.m. fimm stjörnu dóm hér í blaðinu fyrir stuttu. Leikstjóri myndarinnar, Bennett Miller, ræddi við blaðamenn um mynd- ina á hinni nýafstöðnu kvikmyndahátíð í Berlín og var undirritaður á staðnum. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þýskur dóm-stóll hefur sett lögbann á sýningu kvik- myndar sem fjallar um þýsku mannætuna Arm- in Meiwes. Féllst dómstólinn þar með á lögbann sem Meiwes sjálf- ur óskaði eftir en kvikmyndina átti að frumsýna 9. mars. Segir í úrskurði dómara að réttur Meiwes sem ein- staklings væri þyngri á metunum en listrænt frelsi og að hann ætti rétt á því að verða ekki viðfangsefni hryll- ingsmyndar. Mei- wes sem var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi árið 2004 stendur frammi fyrir end- urupptöku málsins. Hann við- urkenndi fyrir rétti að hafa árið 2001 myrt Bernd Juergen Brandes, 43 ára, og étið hluta af líkamsleifum hans. Hafði hann auglýst á netinu eft- ir fúsu fórnarlambi. Var hann dæmd- ur fyrir manndráp. Á síðasta ári komst áfrýjunardómstóll hins vegar að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi yfir Meiwes vegnamorðs. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Kvikmyndin sem um ræðir kallast Rohtenburg og er leik- stýrt af Martin Weisz en aðal- hlutverkið leikur Thomas Kretsch- mann.    Nýjasta kvikmynd Jet Li, Rogue,fjallar um alríkislögreglumann sem reynir að leita uppi morðingja samstarfsfélaga síns en morðinginn verður einmitt leikinn af Jet Li. Með hlutverk lögreglumannsins fer Jason Statham sem áður hefur sést í mynd- um á borð við The Italian Job og The Transporter. Leikstjóri er Philip G. Atwell en Corey Yuen verður höfundur slags- málaatriða. Tökur hefjast í þessum mánuði í Vancouver í Kanada.    Bandaríski leikarinn Rob Lowehefur fallist á að snúa aftur til Vesturálmunnar (West Wing) þegar síðasta þáttaröðin í þessum marg- verðlaunaða sjónvarpsþætti fer í framleiðslu á þessu ári. Þáttaröðin sem verður sú sjöunda í röðinni mun einnig verða sú síðasta en sjónvarps- stöðin NBC til- kynnti í janúar að stöðin myndi hætta framleiðslu á þáttunum eftir að áhorf fór að minnka umtals- vert. Lowe, sem lék aðstoðar- samskiptafulltrúa Hvíta hússins, Sam Seaborn, hætti í þáttunum árið 2003 en þá voru þær raddir háværar að ástæðan hefði verið launadeilur milli hans og framleiðandanna.    Sú kvikmynd sem er framlagFrakka til Óskarsverðlaunanna í ár, Joyeuz Noel (Gleðileg jól), verður bönnuð börnum yngri en þrettán ára (PG-13) þegar hún verður tekin til sýninga í Bandaríkjunum. Áður höfðu fram- leiðendur barist fyrir því að mynd- in yrði ekki bönn- uð börnum yngri en 17 ára (R) en kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna hafði mælt svo fyrir vegna „nokkurs stríðsofbeldis og smá nektar.“ Michael Barker, yfirmaður Sony í Bandaríkjunum, og leikstjóri mynd- arinnar, Christian Carion, sendu eft- irlitinu bréf þar sem þeir fóru þess á leit að börnum eldri en þrettán ára yrði leyfður aðgangur að myndinni. Sögðu þeir að kvikmyndin væri af því tagi sem krakkar ættu að sjá vegna þess að hún bæri með sér boðskap um frið í heiminum sem væri mik- ilvægur í nútímaheimi, og sér- staklega mikilvægur börnum. Kvikmyndin verður sýnd í einu kvikmyndahúsi í New York. Erlendar kvikmyndir Noel Rob Lowe Armin Meiwes

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.