Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 | 11
Hann mátti ekki gera neittósiðsamlegt, var aðvörunkonunnar á kránni til
Eguchi gamla. Hann mátti ekki
stinga fingrinum í munn sofandi
stúlkunnar eða reyna eitthvað
annað ámóta.“ Yasunari Kaw-
abata, Hús hinna sofandi fallegu
kvenna.
Með þessari
tilvitnun legg-
ur Gabríel
Garcia Márq-
uez upp í frá-
sögn sína er
nefnist á
frummálinu
Memoria de
mis putas
tristes og hef-
ur fengið
enska titilinn
Memoirs of
my Mel-
ancholy Whores. Þetta mun vera
fyrsta skáldsaga Márquez í ein tíu
ár eða öllu heldur nóvella, 115
blaðsíður í smáu broti. Bókin kom
út á spænsku 2004 og í fyrra í
enskri þýðingu.
Frásögnin hefst
með þeim orðum
sögumanns að
hann hafi ákveðið að gefa sér í ní-
ræðisafmælisgjöf eina nótt hams-
lausra ásta með hreinni mey á
unglingsaldri. Marques er sjálfur
fæddur 1927 og á því eitt ár í átt-
rætt.
Sögumaðurinn er aldrei nefndur
á nafn, ómerkur pistlahöfundur í
einhverju krummaskuði Mið-
Ameríku en ágætlega lærður á
klassíska vísu; latína og klassísk
fræði leika honum á tungu. Hann
hefur aldrei kvænst en að eigin
sögn átt margar ástkonur og rifjar
upp ævintýri sín eftir því sem frá-
sögninni vindur fram.
Lólítuþemað er allsráðandi, órar
gamlingjans leika lausum hala og
hann felur gamalli kunningjakonu
sinni sem rekur hóruhús í borg-
inni að finna hina óspjölluðu mær
og koma henni fyrir í herbergi
fyrir sig. Stúlkan er af fátækum
stigum og verður aldrei persóna í
frásögninni því sú gamla gefur
henni svefnlyf og hún er steinsofn-
uð þegar karlinn kemur að líta
hana augum. Nóttin sem hann hef-
ur dreymt um verður þó ekki ann-
að en hugmynd um hamslausar
ástir, því hann er til einskis nýtur
og veit það; honum nægir að sitja
og horfa á hana liggja nakta í hvíl-
unni, snerta af og til svitaperl-
urnar á líkama hennar og í hönd
fer heilt ár vaxandi ástar á hinni
sofandi fegurðardís. Hugmyndir
sögumanns um ástina hafa alla tíð
verið bundnar við kynlíf og aldrei
hefur hann notið ásta án þess að
greiða fyrir þær; nú upplifir hann
ástina í fyrsta sinn en hún er
ímynduð því hann þekkir ekki
stúlkuna, hefur aldrei séð hana
vakandi, aldrei talað við hana, ekki
einu sinni horfst í augu við hana.
Honum verða þó næturnar er
hann situr yfir henni sofandi gegn
greiðslu æ mikilvægari og að lok-
um vill hann arfleiða hana að eig-
um sínum, fullkomlega sáttur við
að deyja þar sem hann hefur upp-
lifað óspillta ást á síðasta ári
langrar ævi sinnar. Hér verður
hundrað ára einsemd að einlífi í
nær hundrað ár, karlanginn sem
hangir á lífsþræði sínum segir sína
ástarsögu án þess að nokkur ann-
ar komi við sögu; stúlkan er auka-
atriði og karlinum hlær hugur í
brjósti þegar hann hefur tryggt
ást sína með þeim eina hætti sem
hann kann, að gefa stúlkunni jarð-
neskar eigur sínar.
Hvað er ást og hvernig sýnum
við hana spyr Márquez í þessari
tæru frásögn sem er eiginlega
hvorki skemmtileg né leiðinleg
heldur fyrst og fremst hugleiðing
um forgengileika og þá óumflýj-
anlegu staðreynd að eitt sinn skal
hver deyja.
Erlendar
bækur
Gabriel Garcia
Márquez
Einhvers
konar ástAntonio Tabucchi á að baki langan ferilsem rithöfundur á alþjóðavísu og há-skólaprófessor á Ítalíu, en hann erfæddur í borginni Pisa árið 1943. Af
skáldsögum hans eru einna þekktastar bæk-
urnar Notturno indiano (Indverskt næturljóð)
frá 1984, sem hlaut síðar frönsku Médicis-
verðlaunin sem besta erlenda skáldsagan,
Requiem (1992), sérkennileg
„ferðabók“ þar sem svipir
Fernando Pessoa og fleiri borg-
ara líða um götur Lissabon, og
Sostiene Pereira (Staðhæfir
Pereira) frá 1994, en eftir henni
var gerð kvikmynd með Marcello Mastroianni í
titilhlutverki. Sagan sú segir frá hægláta ekl-
inum og ommelettuaðdáandanum Pereira, sem
stýrir menningarsíðum dagblaðsins Lisboa árið
1932, á þröskuldi stórra atburða. Yfir vofir
heimsstyrjöld, Franco þokast til valda á Spáni
og Portúgal er á leið inn í einræðisherratíð
Salazars. Pereira staðhæfir sumt um þessa
óljósu tíma, getur ekki með nokkru móti vitað
annað, en með því að halda starfi sínu ótrauður
áfram, tala reglulega við málverk af konunni
sinni og hugsa sitt meðan tjáningarfrelsið ramb-
ar á brún hengiflugs, spinnst saga sem bregður
ljósi á tíðarandann í Portúgal á 4. áratugnum.
Síðar hefur persóna Pereira orðið að eins konar
tákni fyrir frjálsa hugsun pólitískra andstæð-
inga einræðis og andlýðræðis á öllum tímum.
Tabucchi hefur sjálfur ferðast talsvert og sótt
innblástur til annarra menningarheima. Hann
hefur búið í Portúgal og verið ötull sendiherra
portúgalskra bókmennta á Ítalíu, meðal annars
þýtt og skrifað mikið um Fernando Pessoa. Í
reynd hefur Tabucchi verið kallaður evrópsk-
astur ítalskra rithöfunda, enda hafa umfjöll-
unarefnin jafnan skírskotun út fyrir landamæri
og tungu. Þá hefur hann ritað gagngert um hlut-
verk höfundarins, um að hann megi og eigi að
taka afstöðu gegn ógnandi öflum eða ástandi –
jafnvel vara aðra við. Nefna má greinasafnið La
gastrite di Platone (Iðrakvef Platóns) frá 1998,
sem fyrst kom út í Frakklandi.
Í eftirmála Sostiene Pereira lýsir Tabucchi
því hvernig aðalpersónan vitjaði hans seint á
septemberkvöldi, sem eins konar persóna í leit
að höfundi. Þar varpar hann nokkru ljósi á
vinnubrögð sín í skáldskapnum: „Þarna og þá
vissi ég ekki hvað ég átti að segja við hann, samt
skildi ég í ráðvillu minni að þessi óljósa vera,
sem kynnti sig sem bókmenntapersónu, var í
raun tákn eða metafóra,“ en fyrirmyndina segir
Tabucchi hafa verið gamlan portúgalskan blaða-
mann sem hann hafði fyrir skömmu fylgt til
grafar. „Á því forréttindaandartaki sem fer rétt
á undan svefninum, og er fyrir mig langbesta
stundin til að taka á móti persónunum mínum,
sagði ég honum að koma aftur síðar, þiggja
trúnað minn og segja mér sögu sína. Það gerði
hann og þá gaf ég honum samstundis nafn:
Pereira.“
Tabucchi kveðst ekki líta á skriftirnar sem
starf, heldur leikfléttu „þrár, drauma og fant-
asíu“ en þegar um verk hans er skrifað verður
ekki litið framhjá samfélagsrýninni og frels-
isástinni. Nýjasta verk Tabucchis er Tristano
muore (Tristan deyr).
Evrópskastur ítalskra rithöfunda
’Síðar hefur persóna Pereira orðið að eins kon-
ar tákni fyrir frjálsa hugs-
un pólitískra andstæðinga
einræðis og andlýðræðis
á öllum tímum.‘
Erindi
Eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is
Ó
missandi bók fyrir
karla sem vilja
hafa lúkkið og
framkomuna á
hreinu,“ segir í
kynningartexta
Eddu útgáfu um þessa bók. Gilz-
enegger er viðurnefni ungs manns
sem hefur náð nokkurri athygli í
samfélaginu á undanförnum mán-
uðum. Egill Einarsson heitir pilt-
urinn og er á þrítugsaldri og hefur
framfæri sitt af því að leiðbeina
fólki um líkamsþjálfun. Biblía fal-
lega fólksins er skrifuð í fyrstu
persónu, það er Gilzenegger sem
hefur orðið; for-
dómafullur, sjálf-
hverfur og óupp-
lýstur
drengstauli, sem stendur þó
greinilega í þeirri trú að hann sé
fyndinn og því fordómafyllri og
sjálfsuppteknari sem hann er því
fyndnari verði hann. Það er mis-
skilningur.
Bókin er greinilega gefin út í
þeim tilgangi að höfða til ungra
pilta sem vilja líta vel út, vera í góðu formi, ná sér í
sætar stelpur og stunda skemmtanalífið óheft
(hvaða strákur vill það svo sem ekki?), verða hluti
af hugmyndinni um glamúrliðið, sem er bronslitað
á húðina, með strípur í hárinu, hefur enga skoðun á
nokkrum sköpuðum hlut nema sjálfu sér og lík-
amlegu atgervi, kvenfólki og bílum, koma upp um
fáfræði sína og fordóma með litlum orðaforða,
enskuslettum og yfirlæti gagnvart þeim sem kjósa
aðrar brautir í leit sinni að andlegum og lík-
amlegum þroska.
Þröngsýnn og illa máli farinn
Kaflinn um nokkrar mismunandi gerðir ungra
manna, sem Gillzenegger álítur dæmi um stétta-
skiptingu á Íslandi undirstrikar fáfræði höfund-
arins og það er varla tilviljun að mestur þyrnir í
augum hans er allt tal um „sjálfstæða hugsun.“
Vafalaust hefur Egill Einarssonfundið fyrir með-
byr og hvatningu en hann mun hafa vakið nokkra
athygli fyrir kjafthátt á bloggsíðu sinni. Með þess-
ari bók ryðst hann fram á völlinn með fulltingi einn-
ar stærstu bókaútgáfu landsins, sem segir svosem
ekki neitt annað en að stærðin er ekki alltaf allt. Ef-
laust blundar einhvers staðar sú hugsun til réttlæt-
ingar útgáfunni að bókin sé brandari á kostnað
þeirra sem telja útlit sitt og framkomu skipta öllu
máli, hana megi lesa sem háð á þá innihaldslausu
tilveru sem hún lýsir en það gengur ekki alveg upp,
því greinilegt er að höfundinum er meiri alvara en
svo og persóna Gillzeneggers, ef persónu skyldi
kalla, er svo illa mótuð og óljós að telja verður frek-
ar að um viðurnefni höfundarins sé að ræða.
Almenni vandinn við slíka persónusköpun sem
er svo óljóst afmörkuð í tíma og rúmi, en höfund-
urinn ljær bæði rödd og útlit, er að mörk raunveru-
leika og ímyndunar verða býsna ógreinileg og því
verr mótuð sem persónan er því líklegra er að
„leikarinn“ birtist einfaldlega sem ógeðfelld per-
sóna sjálfur. Hvort heldur sem er þá gerir Egill
Einarsson/Gilzenegger tilkall til að veraeinhvers
konar fyrirmynd ungra pilta sem vilja njóta sömu
gæða og hann, þó að gæðin séu aldrei föl nema í
hugmyndaheimi persónunnar; eins konar raun-
veruleikaþáttur með öfugum formerkjum. Ef hann
er þá tekinn alvarlega á annað borð.
Titill bókarinnar segir í rauninni allt sem þarf.
Biblía fallega fólksins. Ómissandi bók fyrir þá sem
vilja vera fallegir. Ef þú átt bókina ertu fallegur, ef
þú átt hana ekki ertu ljótur. Þetta eru gegn-
umgangandi hugtök í illa skrifuðum texta bók-
arinnar. Fallegur og ljótur. Ef þú ert ljótur áttu
enga möguleika á nokkrum sköpuðum hlut en ef þú
ert fallegur standa þér allir vegir opnir og það sem
betra er; fegurðin er föl fyrir peninga. Gilzenegger
býðst til að gera þig fallegan með líkamsæfingum,
brúnkukremi, hárlitun, vaxmeðferð og and-
litskremum, kenna þér hvernig á að borða, klæð-
ast, tala, hugsa, hvernig á að haga sér í partíum,
hvernig á að tala við ungar konur sem í texta bók-
arinnar eru nefndar „dömur“, „prinsessur“, „kell-
ingar“ og „kvikindi“ svo einhver heiti séu gripin af
handahófi. Eflaust eru þau fleiri. Þá telst til frum-
þarfa að vera á glæsilegum bíl og engar vangavelt-
ur eru um hvað slíkt kostar enda svífur andi hins
nýríka Íslendings hvarvetna yfir vötnum. Dæmi
um afstöðu til bíla og kvenfólks
birtist hér:
„The bottom-line er samt: Ef
þú ert myndarlegur þá þarftu
ekki bíl til þess að ná þér í kell-
ingar – en það skemmir ekki fyrir.
Ef þú ert ljótur og langar að
tappa af í kellingar þá geturðu
fengið þér flottan bíl og náð þann-
ig í kellingar. Það er að segja ef
þú ert álfelgaður og græjaður í
drasl.“
Tappað af í kellingar
Og fyrir þá sem hiksta á orðalagi
þessarar málsgreinar þá slær höf-
undurinn varnagla við því framar
í bókinni þar sem hann segir:
„Mér finnst rosalega leiðinlegt
þegar ég heyri menn tala um
dömur sem kellingar, ílát eða eitt-
hvað álíka ógeðslegt. Mér finnst
rosalega leiðinlegt að heyra menn
kalla dömurnar nöfnum sem fela í
sér vanvirðingu og leiðindi. Prins-
essurnar eiga rétt á því að við
komum vel fram við þær.“
Og auðvitað er ekkert nema
gott eitt um það að segja hvað
honum finnst þetta „rosalega leið-
inlegt,“ enda verður orðalag eins
og að „tappa af“ alveg „rosalega
leiðinlegt“ ef það vísar til konu
sem er nákomin þeim sem talar.
Móður, systur eða dóttur svo
dæmi sé tekið. Orðalagið vísar
beint til hugmyndaheims kláms-
ins þaðan sem það er upprunnið
enda stendur texti bókarinnar föstum fótum í því
feni.
Fyrir þá sem eru að byrja að feta þá braut sem
bókin boðar og vita ekki alveg hvaða orð eiga við í
partílandinu góða þá bregst fyrirmyndin ekki læri-
sveinunum því aftast í bókinni er orðalisti með
skýringum og hefur greinilega verið lögð í hann
talsverð vinna. Það skiptir mestu máli að nota nýj-
ustu slanguryrðin því ekkert er eins hallærislegt og
úr sér gengið slangur. Slangurmálfar þessarar
bókar er tvímælalaust hennar stærsti kostur því
fyrir vikið mun hún líklega úreldast undrafljótt.
Lausleg athugun leiðir þó í ljós að í flestum til-
fellum eru þetta ensk orð sem tekin eru upp með ís-
lenskum beygingum og allur texti bókarinnar er
vaðandi í hálfu og heilu setningunum á ensku.
En höfundurinn sér líka við svona nöldri og seg-
ir:
„Mér finnst íslenskan oft asnaleg og enskan virk-
ar bara langbest í þessu. Ef þú ert íslensku-
sérfræðingur og elskar tungumálið þá ætla ég bara
að vara þig við; ég kalla fæturna oft LAPPIR og
tala um kviðæfingar sem magaæfingar. Ekki væla
yfir því! Kapish?“
Einn af útgáfustjórum Eddu vakti réttilega at-
hygli á því á dögunum hversu illa væri komið fyrir
framtíð íslenskrar tungu. Þessi bók staðfestir
áhyggjur hans.
Eitt orð í bókinni vakti þó athygli mína fyrir hug-
myndaríki en það er „rangstæður“ notað yfir þann
sem er með bumbuna framstæðari en brjóstkass-
ann. Sannar að þegar íslenskan nær sér á flug lyftir
hún sér yfir lágkúruna.
Handbók heimskingjans
Edda útgáfa sendi í vikunni frá
sér bókina Biblíu fallega fólksins
eftir Egil Einarsson, öðru nafni
Gillzenegger; leiðbeiningar um
líkamsrækt, snyrtingu og fram-
komu fyrir unga karlmenn.
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
Biblía fallega fólksins Ef þú ert fallegur eru þér allir vegir opnir og það sem betra er; feg-
urðin er föl. En ef þú ert ljótur er strax betra að eiga eitthvað í handraðanum.