Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. mars 2006 ! Mósaík hét þáttur á dagskrá Ríkissjónvarpsins um árabil, hann fjallaði um listir og menn- ingu og var sá eini sinnar teg- undar á stöðinni og þótt víðar væri leitað. Kristall hét annar, sá var á Stöð 2, um sam- tímalistir- og menningu. Hvor- ugur er lengur á dagskrá. Tvípunktur hét þáttur á Skjá einum. Sá var eini bóka- þátturinn sem þá lifði í sjónvarpi, Sjón og Vilborg Halldórsdóttir fengu til sín höf- unda og lesendur; þetta var einfaldur þáttur og vel heppn- aður. Eitt sinn mætti ég þáverandi stjóra Skjás eins og hrósaði fyrir Tvípunkt, spurði svo hvað hefði orð- ið um þáttinn, sem var nýhorfinn af dag- skrá. Svarið var að þátturinn hefði ekki borgað sig. Forlög auglýstu ekki, bóksal- ar auglýstu ekki, jógúrt- og trygg- ingasalar sáu sér ekki hag í að auglýsa framan við og aftan. Svona virkar auglýs- ingasjónvarp, ef þáttur ber sig ekki er honum slaufað. Regnhlífarnar í New York hét þáttur á Ríkissjónvarpinu helgaður bókmenntum, hann var á dagskrá í fyrra og mæltist vel fyrir. Hvar er hann núna? Já, hvar eru allir þeir heimsins sjónvarpsþættir sem hægt væri að framleiða um þær allra handa listir sem stundaðar eru í þessu landi? Rás eitt Ríkisútvarpsins stendur sig best, sum dagblöðin standa sig ágæt- lega, tímarit og vefrit eru á köflum með á nótunum, en hvað er málið með sjón- varpið? Helsta samtímamenning sem rat- ar inn á rásir frjálsu sjónvarpsstöðvanna samanstendur af skemmtanalífi, arki- tektúr, íþróttum, matarmenningu og dægurtónlist, svo helstu dæmi séu nefnd. Gott og vel, þetta eru sterkir þættir í menningunni og sjálfsagt að gera skil. En hvers vegna er aðeins og einungis fjallað um bókmenntir í sjónvarpi í fáeinar vikur fyrir jól? Hvar er umfjöllun um nýjustu myndlistarsýningar, kraumandi gjörn- inga og íslenska sjónlist almennt? Kannski þess vegna sem Gettu betur- liðin þekkja hvorki verk Georgs Guðna, Helga Þorgils né Karólínu Lárusdóttur? Vissulega vantar upp á listfræðslu í skól- um, en fjölmiðlar hafa líka upplýsinga- hlutverki að gegna. Og þá ekki síst Rík- issjónvarpið, sem lögum samkvæmt hefur hlutverk sem menn kalla „menn- ingarbundið“. Hvað merkir það annað en endurspegla alla þá menningu sem þrífst í íslenskri landhelgi? Í haust var búinn til magasínþátturinn Kastljós, þar sem inn voru limaðir Kast- ljósið gamla, Mósaík og Óp, sem sinnti því sem ungt fólk á öllum sviðum fæst við. Af hverju máttu þessir þættir ekki lifa áfram, í stað þess að vera vængstýfðir og hrært við fréttatengd viðtöl um velferð, viðskipti og barnabætur? Er von til þess að (t.d. ungt) fólk nenni að sitja í gegnum klukkustundir af þannig blöndu á viku, í þeirri von að kannski, bara kannski, komi innslag sem mæti væntingum þeirra og áhugasviði? Ganga ekki sportistar að íþróttaefni vísu? Er ekki Spaugstofan með sér þátt – aðdáendur hennar þurfa ekki að sitja í gegnum heilan knattleik í von um stöku skrýtlu. Nú er ég ekki að gera lítið úr fréttaáhuga ungs fólks, sportáhuga menningarvita, eða öfugt. Mér finnst bara grátlegt að heilt Rík- issjónvarp, á tímum sem eru fyrst og fremst uppgangstímar sjónmiðla, skuli ekki betur nýtt til þess að bregðast við, túlka og kynna það sem skapað er í þessu landi, veri það myndlist, textar, hönnun, tónverk, leiklist eða hvaðeina. Eitt lag í lok Kastljóss, er það nóg til að dekka tón- listarflóruna? Fáeinir handahófsþættir um bókmenningu á áratug, spegla þeir sögulega grósku „bókaþjóðar“? Fast- eignasjónvarpið lætur dæluna ganga all- an sólarhringinn, því þar er hægt að selja eitthvað. Og músíkmyndbönd – í von um plötusölu. Ef menn þurfa endilega að hugsa um peninga, mætti þá ekki ætla að stöðug og fagleg umfjöllun um aðrar list- greinar jyki líka aðsókn og sölu? Verst að allt þurfi að snúast um peninga, annars mætti staðhæfa að umfjöllun lifandi miðla um lifandi listir væri lífsspursmál, að hún sýndi sjálfsagt samræmi hjá þjóð sem þykist vera að springa af sköpunarkrafti. Ég sé þig hvergi Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Appelsínuguli reiturinn í Trivial Pursu-it-spilinu er líklega hataðasti reit-urinn í öllu spilinu í mínum huga ogmargra sem ég þekki – ekki síst vin- kvenna. Á meðan spurningarnar í hinum reit- unum eru nokkuð sem maður hefur alla jafna möguleika á að svara, hafi maður gengið í skóla og fylgst svona almennt með í samfélagsumræðunni, eru smásmugulegar og sérhæfðar íþróttaspurningarnar iðulega sniðnar fyrir þá sem hafa sér- stakan áhuga á íþróttum og verja ómældum tíma af lífi sínu í að fylgjast með á því sviði. Þessir einstaklingar eru und- antekningarlaust karlmenn, jafnvel þær konur sem ég þekki sem fylgjast svona almennt með íþróttum gata á hinum sértæku spurningum flokksins sem kenndur er við íþróttir og tóm- stundir. Og fyrir vikið steyta þær á skeri app- elsínugula reitsins í leiknum og komast sjaldn- ast með allar kökurnar á vinningsreit. Hvers vegna teljast íþróttir svo mikilvægt þekking- arsvið að þær eru lagðar að jöfnu við þekking- arflokka á borð við vísindi, listir og sagnfræði? Hvers vegna fá þær sinn sérstaka reit í þekk- ingarsögunni? Bandaríski háskólaprófessorinn og þjóð- félagsgagnrýnandinn Noam Chomsky segir hlutverk íþrótta í nútímasamfélagi vera það að beina athygli fólks frá því sem raunverulega varðar hag þeirra sem þjóðfélagsþegna. Þar á hann reyndar ekki við íþróttaiðkunina sem slíka, heldur þá hugmyndafræðilegu og menn- ingarlegu umgjörð sem umleikur íþróttir og framsetningu þeirra í fjölmiðlum. Chomsky tel- ur það gríðarlega vægi sem íþróttir hljóta í fjöl- miðlum eitt skýrasta dæmið um hvernig fjöl- miðlar hafa í klóm fjármagnsafla og gróðamiðunar hætt að þjóna hlutverki sínu sem vettvangur upplýstrar samfélagsumræðu. Með því að halda fólki uppteknu við að spá og spek- úlera í íþróttir, hefur það síður svigrúm til að setja sig inn í þjóðmálin og afla sér þekkingar sem er forsenda virkrar þátttöku í pólitískri stefnumótun og hagsmunabaráttu. Að sama skapi eru íþróttir, þegar öllu er á botninn hvolft, þrálátt vígi íhaldssamrar upphafningar á hefðbundnum karlmennskugildum og nokk- urs konar þegjandi aðskilnaðarstefnu milli karla og kvenna. Klara Bjartmarz vakti athygli á þessum íhaldssama kjarna íþróttanna í fyr- irlestri sem hún hélt í vikunni, þar sem fram kom að íþróttir og íþróttastarf er enn í dag mjög óvinveitt samkynhneigðum. Einkum eiga samkynhneigðir karlmenn erfitt uppdráttar í „félagsanda“ íþróttanna – líklega vegna þess að þeir eru álitnir ógna hefðbundnum hug- myndum um karlmennsku. Hvort sem maður tekur kenningum Chomskys fagnandi eður ei, er ljóst að vægi íþrótta í fjölmiðlum er í engu samræmi við þjóðfélagslegt mikilvægi þeirra. Og hér skiptir framsetningin öllu máli. Það er nefnilega ekki talað um íþróttirnar sem það sem þær í raun eru, þ.e. leiki, tómstundir eða heilsurækt, held- ur er öll orðræða í kringum íþróttir færð í bún- ing brýnnar þekkingar sem ástæða er til að fylgjast með og tileinka sér. Til þess að undir- strika forgang íþrótta í stigveldi samfélags- legrar þekkingar, er allt að því einum fimmta af dýrmætum útsendingartíma sjónvarpsfrétta varið í að skýra frá viðburðum dagsins í heimi íþróttanna. Anti-sportistinn situr hér agndofa andspænis þessari forgangsröðun. Hvers vegna er það fréttnæmt að einhver leikmað- urinn hafi verið keyptur úr einum smábæ í ann- an í Þýskalandi? Og hvers vegna ratar það í að- alfréttatíma dagsins að einhver erlendur stangastökkvari hafi fallið á lyfjaprófi? Hvers vegna telst íþróttaleikur næg ástæða til þess að fresta eða fella niður sjónvarpsfréttatíma? Hvers vegna er uppgötvunum og afrekum á sviði vísinda og lista ekki sinnt af viðlíka elju? Þannig er ekkert sjálfsagt við það hversu fyrirferðarmiklar íþróttaspurningar eru í hvers kyns keppnisleikjum sem snúast um að reyna þekkingu fólks, allt frá Trivial Pursuit til Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Í Gettu betur taka íþróttaspurningar til dæmis mikið rúm innan þeirra þekkingarsviða sem keppendur þurfa að kunna skil á til þess að farnast vel í keppninni. Ekki er óalgengt að einn af þremur keppendum sé valinn í liðið vegna þess að hann býr yfir mikilli íþróttaþekk- ingu – og hér veljast vitanlega strákar til leiks. Og séu spurningar um listir og menningu born- ar saman við spurningar um íþróttir er ljóst að mun meiri kröfur eru gerðar til sérhæfðrar þekkingar á síðarnefnda sviðinu. Spurning- arnar í Gettu betur litast af almennum við- horfum um hvað teljist mikilvæg þekking og hvað ekki. Má vera að vægi íþrótta í þessum keppnum og almennar áherslur í spurningum hafi eitthvað með það að gera hversu sjaldséðar stúlkur eru í röðum keppenda? Jafnvel þótt konur semji spurningarnar, laga spurningahöf- undar sig að þeim hefðum sem mótast hafa í gegnum sögu keppninnar, sem aftur mótast af almennu samfélagslegu og hugmyndafræðilegu gildismati. Keppendur eru þjálfaðir með ákveðnar þekkingaráherslur í huga, og spurn- ingar eiga að vera í samræmi við það. Reyndar mátti sjá athyglisverða tilraun til að stíga út fyrir þetta svið í Gettu betur-keppninni síðast- liðinn fimmtudag. Þá var spurt af nokkurri ná- kvæmni um tilteknar tegundir saumspora. Þetta hliðarspor frá viðteknum spurningum keppninnar vakti nokkra kátínu í salnum, og fór svo að spyrillinn henti gaman að því hversu sértæk spurningin væri. En er einhver munur á þessari spurningu og því þegar spurt er hver hafi skorað sigurmarkið í leik í B-riðli Evr- ópumóts í handbolta sem haldið var fyrir tíu ár- um? Það eru einmitt þessar tegundir spurninga sem verða til þess að stelpuliðin ná ekki að komast yfir þröskuld appelsínugula reitsins í Trivial Pursuit. Appelsínuguli reiturinn Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ’Hlutverk íþrótta í nútímasamfélagi er það að beina at-hygli fólks frá því sem raunverulega varðar hag þeirra sem þjóðfélagsþegna.‘ I Suðupotturinn mallar áfram og í hann erfleygt öllu og hrært í án þess að nokkur velti því fyrir sér hver hræri eða hvort súpan sé æt. Menning heitir hún og hefur aldrei verið fjöl- breyttari, margslungnari, ágengari, markaðs- settari, ódýrari, aðgengilegri, skemmtilegri, líflegri, háfleygari, lágkúrulegri … Í Rússlandi fæddust tvíburar fyrir 38 árum. Annar var fatlaður og var strax tekinn frá móðurinni og settur á stofnun þar sem honum var ætlað að veslast upp og deyja á sem skemmstum tíma. Hann dó ekki og vegna þess að hann dó ekki varð hann hetja. Hann segir það sjálfur: Hver sá sem er ofurseldur sömu örlögum og ég var og lifir þau af er dæmdur til að vera hetja. Annað er ekki hægt. Og vissulega er hann hetja. Enginn vissi þó af hetjulegri bar- áttu hans fyrir lífinu fyrr en honum tókst að komast burt, finna móður sína og skrifa bók þar sem hann segir sögu sína. Þá varð hann hetja í augum umheimsins. Fyrr ekki. Hversu margar milljónir af hetjum á barnsaldri eru í veröldinni í dag? Sem fremja þá yfirnátt- úrulegu hetjudáð daglega að lifa af þrátt fyrir ömurlegar kringumstæður. Horfa saklausum augum á matarlausa, vatnslausa og skítuga veröldina sem blasir við þeim og lifa af þann daginn. Á hverjum degi falla þúsundir lítilla hetja í valinn, grandlausar um hversu miklu máli menningin skiptir í öðrum hlutum heims- ins. Og fæstir skrifa bók. II „Hallmundarkviða er skráð í Íslend-ingaþáttinn Bergbúa þátt. Hér er farið eft- ir útgáfu Hins íslenska fornritafélags sem Þórhallur Vilmundarson sá um. Á eftir ská- letruðum vísnaskýringum Þórhalls fara svo nokkrar hugleiðingar mínar um náttúrufræð- ina í kvæðinu, einkum hvernig lýsingarnar geta komið heim við Hallmundarhraunsgosið. Tvennt þarf þá að taka til greina. Skáldið not- ar kerfisbundið mikið af kenningum og heitum forna skáldamálsins. Auk þess eru lýsingarnar mjög mótaðar af þeirri heiðnu hefð að nátt- úrufyrirbæri séu lifandi, og gosmekki, fjöll, reykjarstróka, kletta og gróður megi skoða sem jötna eða aðrar vættir. Þegar frásögnin er leyst úr þessum böndum skáldamáls og trúar- bragða fær hún raunsærri og hlutlægari svip. Við það bætist að um almælt og alvarleg tíð- indi sem þessi eiga vonandi við þau orð Snorra Sturlusonar um hirðskáldin að enginn myndi þora að segja það sem fólk vissi „að hégómi væri og skrök.“ Í ljósi umræðu um náttúruvernd og yf- irgang stjórnvalda vegna virkjana og stóriðju þá liggur næst við að hvetja þjóðina til að taka upp heiðinn sið að nýju svo hún öðlist trú á hið frumstæða afl sem býr í náttúrunni og beri virðingu fyrir náttúrufyrirbærum sem lifandi væru. Án slíkrar trúar glatast uppruninn og menningin tapar merkingu sinni. Neðanmáls Íslandssýningin „Pure Iceland“ er með nokkrum öðrum brag en annað á safninu.Hún er í þremur sölum og þegar inn í sýningarrýmið er komið taka við stórarhreyfimyndir af íslenskri náttúru. Ég tók líka eftir að það voru engir vegir eða bílar eða rafmagnslínur á myndunum en meira lagt uppúr að sýna hvað Íslendingar eru ánægðir með hreina og kraftmikla náttúru landsins. Í öðru herbergi er síðan bú- ið að búa til blöndu af Veðurverkefninu (speglasólinni hans Ólafs Elíassonar úr Tate Modern) og Austurport sirkus-sýningu með köðlum í lofti. Þar sprangar fólk í álfa- búningum eða á álfalegum ullarnærbrókum um á svampgólfi sem útskýrt var að ætti að vera mosi. Ég tók þó ekki mikið eftir álfunum fyrr en einn þeirra fullyrðir fullum hálsi á máli heimamanna að virkjanir Íslendinga séu 100% umhverfisvænar. Og í framhaldi af því að Ísland sé að mestu að verða laust við vélar sem ganga fyrir bensíni og olíu! Mér fannst nú dáldið bratt að halda þessu blákalt fram þar sem fiskiskip, bílar og sístækkandi flugvélafloti Íslendinga eru mér að vitandi brennandi ævafornum jurta- leifum sem aldrei fyrr, en ég lét það kjurt liggja. Engin furða að yfir stóra auglýs- ingu frá Icelandair í nágrenni safnsins sé búið að krota (á ensku) yfir mynd af ís- lenskri náttúru: „Þeir eyðileggja það sem þeir skilja ekki.“ Í þriðja herberginu var síðan hægt að kalla fram frekari upplýsingar á skjám um samfélag, tækni og náttúru Íslands. Jafnframt því sem myndskeið með Bjarna Ár- mannsyni dúkkuðu upp í hverri kynningunni á fætur annarri var hægt að fá ítarlegri upplýsingar um hversu einstæðum hæfileikum þjóðin er búin. Á sama tíma og mig langaði til þess að klæðast skátabúningi og ullarhúfu og æpa „áfram Ísland!“ rann upp fyrir mér að í þessum þremur herbergjum á safninu var búið að koma fyrir sextánföldum skammti af 17. júní. Mér sýndist einhverjir Lundúnabúar vera farnir að flissa fyrir framan einn skjá- inn... Njörður Sigurjónsson www.kistan.is 20.3.2006 Er ég álfur? Morgunblaðið/Eyþór Hýrnar um hólma og sker Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.