Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Síða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. mars 2006 F áir vissu af upptökunum á fyr- irlestrunum fyrr en nýlega, þegar hinn aldni áhugamaður um fræði Einars, færði þau að gjöf félagsskap, sem held- ur á loft kenningum Einars og þeirra sem fylgja í fótspor hans með eig- in rannsóknum. Einar Pálsson (1925–1996) fræðimaður og fyrrverandi skólastjóri Málaskólans Mímis er kunnastur fyrir kenningar sínar um rætur íslenskrar menningar. Hann fæddist í Reykjavík, hlaut cand. phil.-gráðu 1946 og B.A. gráðu í ensku og dönsku 1957 frá Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist frá The Royal Academy of Dramatic Art í London árið 1948 og starfaði um hríð sem leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Goðsagnakenningin Kenningar sínar setti hann fram árið 1969 og þróaði þær áfram í samtals 11 bókum á íslensku og þremur á ensku. Kenningar hans má flokka í fernt: Goðsagnakenningin: Goðsagnauppruni Ís- lendingasagna Íslenskar fornsagnir eru að verulegu leyti goðsagnir að uppruna. Söguhetjurnar eru persónugervingar hugtaka úr goðsögnum, s.s. frjósemi, réttlætis, tíma, dauða og höf- uðskepnanna (frumefnanna) fjögurra. Einar færði rök fyrir því að mörg atriði í fornsög- unum yrðu skiljanleg ef goðsagnir Miðjarð- arhafsþjóða og Kelta væru hafðar til hlið- sjónar. Hann tók Njálu sérstaklega fyrir og taldi að t.d. Kári tengdist tíma og lofti, Njáll frjósemi, sköpun og vatni, Skarphéðinn eldi, réttlæti og dauða, Höskuldur tengdist sáð- korni og frjósemi, Gunnar á Hlíðarenda tengdist sól, Hallgerður tunglinu, Mörður jörð og Bergþóra Hel. Goðsagnir þær sem skína í gegnum fornsögurnar eru hluti af árstíðabundinni frjósemisdýrkun Freys og Freyju, sem voru náskyld svipuðum goð- mögnum við Miðjarðarhafið, einkum Ósíris og Ísis. Þessar frjósemistengdu goðsagnir voru, að mati Einars, tengdar vissum land- svæðum á Íslandi, og hluti af því að gera landið byggilegt í augum heiðinna landnáms- manna. Með tímanum runnu þessar svæð- isbundnu goðsagnir saman við sagnir af raunverulegum persónum og urðu efniviður Íslendingasagna. Íslendingasögurnar eru þannig sprottnar upp úr því sem kalla mætti trúarlegt landslag eða goðsagnalandslag. Allegóríukenningin Íslendingasögur sem allegóríur. Sumir sagnaritarar virðast hafa mótað goðsagnaarfinn í allegórískar sögur. Njála, til dæmis, varð yfirgripsmikil allegóría um kristnitökuna. Njálsbrenna markaði aldaskil milli heiðni (og keltneskrar kristni) og róm- verskrar kristni. Kári, vindurinn og tíminn, sem lifði brennuna líkt og fuglinn Fönix varð persónugervingur heilags anda. Höfuðtil- gangur með allegóríunni var að kristna hið heiðna trúarlega landslag. Hrafnkels saga er líka allegóría að mati Einars, en markmið hennar er meira siðræns eðlis. Mælingakenningin Útmæling goðsagnalandslags. Að því gefnu að goðsagnakenningin sé rétt, má álykta að goðsagnasvæðin, sem að ofan er getið (og eru jafnframt sögusvið Ís- lendingasagna), eigi að endurspegla him- neska reglu og vera tímakvarði í leiðinni. Einfaldasta leiðin til þess er að hugsa sér miðju og taka þaðan mið af stjarnfræðilega marktækum punktum á sjóndeildarhring, s.s. höfuðáttum og sólarupprás og sólarlagi um sólstöður. Kennileiti á jörðu niðri sem tengjast þessum stefnum fá þannig goð- fræðilega merkingu. Einar gerði ekki aðeins ráð fyrir goðsagnalandslagi af þessu tagi, heldur áleit að stærð þess hafi verið ná- kvæmlega skilgreind og útmæld. Hann áleit að fornmenn hafi hugsað sér það sem hring sem endurspeglaði sjóndeildarhring og him- inhring (dýrahringinn). Þennan hring nefndi Einar jafnan Hjól Rangárhverfis. Þvermál hringsins skipti máli og átti að hafa verið 216.000 fet (um 64 km). Mælingakenning Einars var tilraun hans til að sameina (a) það sem vitað er um norræna heiðni; (b) það sem álykta má af sambærilegum heimildum um forn trúarbrögð indó-evrópskra manna; (c) það sem vitað er um stjarnfræðikunnáttu fornþjóða og (d) þá innsýn í norræna goða- fræði sem fæst með því að horfa á Íslend- ingasögurnar sem goðsagnir. Þessi ein- kennilega tala, 216.000, er vel þekkt í hindúasið og babýlonskri goðafræði en þekk- ist tvöfölduð sem fjöldi Einherja í Valhöll. Goðaveldiskenningin Tengsl goðsagna og goðaveldis Íslenska goðaveldið í heiðni (930–1000) var hugsað sem endurspeglun himneskrar reglu. Þannig mátti líta á goðana 36 sem fulltrúa himinhrings, og til samans jafngiltu þeir konungi í goðfræðilegum skilningi. Einar taldi að goðarnir hefðu búið yfir hinni goð- fræðilegu þekkingu sem fylgdi goðsagna- landslaginu. Einar gerði ennfremur ráð fyrir að germönsk heiðni hefði, líkt og önnur ná- læg trúarbrögð, orðið fyrir áhrifum af speki Pýþagórea og Platónista um að eðli heims- ins, og þarmeð hins goðlæga hluta hans, væri fólgið í tölum og hlutföllum. Hann hélt því fram að þessi speki hefði legið að baki ís- lenska goðaveldinu og konungdæmum grannlandanna. Með vinnutilgátunni um Hjól Rang- árhverfis sýndi hann hvernig heiðnir menn gerðu nýnumið land sér undirgefið með því að koma á reglu þar sem áður ríkti óreiða, kaos. Himinhringur festur við land og innan hans skipulag, kosmos i samræmi við helgar tölur og geometríu. Sem kunnugt er hlutu kenningar Einars ekki þær viðtökur fræðimanna sem hann vonaðist eftir. Eru ýmsar ástæður fyrir því, og þær helstar, að hann vann þeim ekki fylgi innan fræðimannasamfélags eftir þeim leik- reglum sem þar tíðkast, einkum hvað snertir útgáfu í viðurkenndum fræðiritum og eins voru kenningarnar of framandi og bylting- arkenndar og báru svip af öfgakenningum sumra gervivísinda. Það voru einkum hinar meintu landmælingar sem stóðu í mönnum. En þeir sem þekktu Einar vissu, að hann byggði kenningar sínar á mikilli þekkingu og fágætri yfirsýn og líka á sérstökum hæfi- leika til að tengja saman þekkingarbrot sem í fyrstu virðast fjarskyld. Ályktunargáfu hans var við brugðið og fræði hans eru hreint ekki úr heimi gervivísinda. Það gerir vinnulag hans, þar sem hann beitir fræði- tilgátum að hætti raunvísindamanna og ætl- ast til þess að forspár tilgátnanna séu sann- reyndar með nánari athugunum. Margt virðist skrýtið í kenningum hans, en það stafar oftar en ekki af því að menningar- heimur fornþjóða er okkur flestum algerlega framandi. Þarf ekki nema að vitna í skáld- sögur Dan Brown, Da Vinci lykilinn og Engla og djöfla til að lesendur skilji hvað átt er við. Á því langa tímabili sem Einar vann að út- gáfu bóka sinna (1969–1996) þróuðust kenn- ingar hans. Sumar hugmyndir sem birtust í fyrstu bókunum, einkum hinni fyrstu, Bak- sviði Njálu, dóu út áður en þær urðu nægi- lega rökstuddar, en aðrar hugmyndir tóku flugið á miðju tímabilinu. Bækurnar í Guðspekifélaginu Einar Pálsson var svo langt á undan sinni samtíð, að ekki var við öðru að búast en að kenningar hans féllu í gleymsku strax að honum látnum. Þó lifði kunningskapur meðal nokkurra manna sem höfðu notið verka hans og haft ánægju af. Ef einhvern slíkan vant- aði inn í bókakost sinn mátti leita til fjöl- skyldunnar á Sólvallagötunni til að bæta úr því. Eins, ef nýir áhugamenn komu fram á sviðið og vildu eignast ritsafnið. En fyrir nokkrum misserum gerðist það að lítill hópur manna og kvenna ákvað að reyna að halda utan um kenningaarf Einars. Fekk hópurinn því til leiðar komið, að bóka- safn Einars, þ. á m. vinnubækur hans, var fluttur í húsnæði Guðspekifélagsins við Ing- ólfsstræti þar sem það er nú varðveitt í sér- stöku herbergi, aðgengilegt hverjum þeim sem vill rannsaka kenningar hans. Guðspekifélagið, sem starfað hefur óslitið frá 1912, hefur í tæpa öld verið eina almenn- ingsfélagið í landinu, sem hefur allar greinar heimspeki og trúarbragða fordómalaust á dagskrá. Félagið á fyrir mikið bókasafn og rekur bókaþjónustu, sem félagsmenn hafa aðgang að til sjálfsmenntunar á kjörsviðum sínum. Verið er að bæta safnkostinn, og liður í því er útgáfa geisladiska með segulbands- upptökum frá fyrirlestrum sem Einar hélt í Norræna húsinu árið 1970. Jafnframt mynduðu áhugamennirnir sér- staka grein, stúku, innan félagsins, sem nefnist Baldur. Félagar koma úr ýmsum átt- um og stéttum, leikir og lærðir. Þeir sjá um fyrirlestrahald 3–4 helgar á vetri hverjum. Flytjendur þar eru menn sem vinna með ýmsum hætti úr hugmyndum þeim sem Ein- ar Pálsson byggði á, eða hafa sitthvað fram að færa, sem tengist þeim og víkkar sjón- sviðið. Einar ætlaðist til að aðrir prófuðu til- gátur hans og sannreyndu þær eða afsönn- uðu. Einstakir félagar vinna í landmæl- ingakenningunni og eru að finna ýmsar hlið- stæður Hjólsins í Rangárhverfi víða um land. Aðrir lesa í hina fornu texta frá sjón- armiði allegóríu og íhuga sérstaklega þær greinar sem norrænufræðingar fyrri alda skildu ekki og leiddu hjá sér að fjalla um. Texti Snorra Eddu og kaflar í Heimskringlu verða vart skildir til fulls nema beitt sé alle- górískri hugsun, klassískri táknfræði og töl- vísi Pýþagórasar. Hér kemur við sögu spurningin um Sæmund fróða, nám hans í Svartaskóla og áhrif hans á þau fræði sem Snorri færði í letur. Einar fann að því við þá sem höfðu tekið saman og gefið út rit um norræna goðafræði hversu mikla áherslu þeir lögðu á að hún til- heyrði menningu Norðurlanda án sambands við önnur menningarsvæði. Jafnvel svo að köflum í ritum Snorra var sleppt úr útgáfu, ef þeir samræmdust ekki þeirri skoðun. Þessi stefna þjóðrækni og þar með einangr- unar ríkti meðal þeirra sem fjölluðu um hinn forna sið Norðurlanda lengst af á nítjándu og tuttugustu öldinni. Um 1970 mótmælti Einar Pálsson þessari skoðun og skömmu áður Halldór Laxness í Vínlandspúnktum sínum. Með kynslóðaskiptum í fræðasamfélaginu og almennri umræðu er nú svo komið að þar gætir vaxandi víðsýni. Goðafræðin sem sér- grein hefur rutt sér til rúms og leyst fílólóg- ana af hólmi. Almennur áhugi á „nýöld“, tímamótum tengdum dýrahringnum hefur, þótt undarlegt sé, öðru fremur vakið athygli á hugarheimi og speki fornaldar. Hljóðbókin um Trú og landnám, 10 fyr- irlestrar um rit númer tvö í röðinni RÍM, kemur væntanlega út laugardaginn 25. mars 2006 í litlu upplagi. Þeir sem vilja kynna sér hana geta gefið sig fram við bókaþjónustu Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, eða sent fyrirspurn í netpósti á hagall@hagall.is. Trú og landnám Hljóðbók með tíu fyrirlestrum Einars Páls- sonar fræðimanns kemur út í dag, 25.mars. Erindin voru tekin á segulband af áheyranda í Norræna húsinu árið 1970 þegar Einar fylgdi úr hlaði bók sinni Trú og landnám. Árni Reynisson tók saman Einar Pálsson fræðimaður (1925–1996).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.