Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. mars 2006 | 11 É g sat í tölvuherberginu í Visby um- kringdur kokkandi fólki, snjó og hugsunum um heimferð þegar ég fékk þennan netpóst frá Eiríki Erni Norðdahl: „Ég er með smá ljóðakeppni, viltu hjálpa mér að dæma?“ Ég hafði séð auglýsinguna á blogginu hans um keppnina: Ömurlegasta ljóð á Íslandi, og það var kannski ekki síst af forvitni um hvað slík keppni stæði fyrir sem ég bað hann um að senda mér góssið. Hvernig keppir maður í ömurleika og hver er ávinningurinn af því? Framkvæmdin hlaut að vekja spurningar hver svo sem tilgangurinn var. Ályktanirnar sem draga má af keppninni eru líka nokkuð forvitnilegar, ekki síst þegar kemur að því að meta stöðu íslenskrar ljóðlistar nú um stundir. Það er gott að fólk standi fyrir gjörningum sem fá aðra til þess að hugsa um stöðu ljóðsins og þar hljóta Nýhilistar með Eirík fremstan í flokki að hafa fellt einna stærstu fjöðrina í hatt sinn á undanförnum árum; fáir hafa gert meira til þess að vekja athygli á ljóðlistinni eða verið drifmeiri í að koma henni á framfæri. Ljóðahátíðin í Klink og Bank síðasta sumar var sérstaklega vel heppnuð og Afljóðabókin sem kom út á sama tíma er líklega heilsteyptasta hugleið- ingasafn um ljóðagerð sem komið hefur út hér á landi um langt skeið. Á sama tíma hefur sjálfs- útgáfuflóran líka eignast samastað í Nýhil og óþekkt ungskáld vakið athygli á verkum sínum með sameiginlegu kynningarátaki. Stóru útgáf- urnar eru tregar til þess að færast of mikla ljóða- bókaútgáfu í fang og halda sig þá mest við þekktu skáldin. Því má segja að jaðarfélög sem rekin eru af metnaði og ástríðu líkt og raunin er um til dæm- is Nýhil séu algjör forsenda þess að halda lífi og grósku í ljóðlistinni. Ég las fyrstu fjórar bækurnar í seríunni Norrænar bókmenntir í einum rykk nú fyrir jólin; sumt er gott og annað ekki jafngott eins og gengur. Það er kannski til merkis um stöðu ís- lenskra samtímabókmennta að markaðssetningin á þessari ljóðabókaseríu Nýhils er ekki síður at- hyglisverð en innihaldið: klink frá bankanum og viðtöl í blöðunum gera framkvæmdina mögulega og vekja á henni athygli. Kannski er það enn kjarninn og blóminn í eggi Nýhils: Framkvæmdin sjálf og krafturinn í að kynna hana eru það sem mestu máli skiptir. Án þess að setja samasemmerki á milli Nýhils og nýafstaðinnar ljóðakeppni má samt segja að keppnin gangi út á sömu gálgagleðina og margt sem Nýhil hefur áður staðið fyrir. Frammíköll á upplestrum, bítskálduð stemning bjóryrða og há- vaðamengunar eru á meðal þess sem Nýhilkvöldin hafa gert til þess að velta upp öðrum fleti á tilgangi ljóðsins: skemmta, ýlfra og vera með kjaft ekki síð- ur en rata til sinna. Allt er þetta gott og vel; því lit- ríkari sem flóran er því stærra hlýtur hlutverk hennar að vera. Útgáfustefna Nýhils miðar að end- urnýjun, umbreytingu, útúrsnúningi. Síðasta orðið á vel við þegar rætt er um nýafstaðið Íslandsmeist- aramót í ömurlegri ljóðlist. Keppni í ömurleika Ég var semsagt kominn í dómnefndina. Mér leidd- ist að lesa keppnisljóðin enda stóðu þau flest ef ekki öll vel undir nafni – klisjukennd og ömurleg; því ömurlegri sem þau urðu lengri. Eftir því sem á leið lesturinn glataði ég allri sýn á hvað keppnin stæði fyrir eða hvað knýði fólk til þess að yrkja vís- vitandi ömurlega; nógu margir gera það án þess að leiða að því hugann. Meiningarleysi og gálgahúm- or voru það sem mér kom helst í hug – enda hélt ég að keppnin væri bundin við leik á bloggi Eiríks Arnar sem snerist þá um íróníu, dægrastyttingu í skammdeginu, en væri ekki orðin að víðrötuðu fjöl- miðlaefni með tilheyrandi húllumhæi. Á Íslandi er löng hefð fyrir ömurlegri ljóðagerð eins og gesta- bækur í sumarbústöðum víða um land vitna um. Keppninni hlaut fyrst og fremst að vera beint gegn þessari rímuðu málræpu; smíðum ljótar krúsir úr leirburði. Kannski ekki ósvipað og þegar Jónas frá Hriflu leigði salón undir samtímalist til að benda á að listamenn hefðu nú endanlega misst vitið (eftir því sem áratugirnir hafa liðið hefur háðungin af uppátækinu þó fremur loðað við hann sjálfan). En það var athyglisvert að sjá hvað fólk bar á borð sem ömurleika í keppninni: Hugsunarlaust rím og ambögur voru algengar, bull og súrrealismi einnig sem mér þótti skást – eða verst (minnst öm- urlegt) eftir því hvernig á það var litið. Sumir rembdust mikið og tóku sér meðvitaðar írónískar afbakanir á hendur. Mér fannst stundum eins og hroki ljóðanna væri farinn að nálgast allverulega ömurleikann sem þeim var ætlað að gagnrýna. Því er ekki sýnu skárra að yrkja illa og meina bara gott með því en yrkja illa með þann einráða ásetn- ing að forsmá fleiri en bara sjálfan sig? Ég sá ekki ljósið, en ég sá heilmikinn efnivið í gagnrýni. Það ömurlegasta við þessa keppni er nefnilega ekki keppnin sjálf og ljóðin sem hylla ömurleikann, heldur sú dapurlega staðreynd að einn vinsælasti ríkisfjölmiðillinn, Kastljósið, sem ekki gaf sér tíma til þess að gagnrýna nema eina ljóðabók á síðasta ári, skuli loks veita ljóðlistinni athygli þegar sjón- arhornið beinist að dreggjunum. Það er langt síðan ljóðið fékk slíka „uppreisn æru“ í fjölmiðlum – en er ástæðan ekki sú að keppnin var með neikvæðum formerkjum? Hún lagði áherslu á það versta frem- ur en að reyna við það besta og þannig varð ljóð- listin að aðhlátursefni sem sannaði fyrir Hriflujón- usum þessa heims að merking hennar er löngu glötuð og máttleysið tryggt. Með öðrum orðum: Leggið ekki frá ykkur sjónvarpsbæklinginn fyrir döpur ljóð; ef eitthvað gerist í ljóðlistinni skulum við hlæja að því með ykkur á skjánum. Ég efast ekki um að tvíræðnin búi enn í hjarta Eiríks og að hann hafi sannfærst af sjónvarpsferð sinni um að ljóðið þurfi enn meiri sóknar við ef það á ekki að verða eintómt hjal og markleysa. Ég leyfi mér líka að vona að þegar einhver stígur fram með alvöruskáldskap á næstunni þá hljóti hann sömu athygli í íslenskum fjölmiðlum og bullið. Hér er vöngum velt yfir stöðu íslenskrar ljóð- listar að nýafstaðinni keppninni Ömurlegasta ljóð á Íslandi. Eftir Sölva Björn Sigurðsson solvis@hi.is Ljóðasamkeppnin Mér leiddist að lesa keppnisljóðin. Höfundur er ljóðskáld. Heldur það versta en það næstbesta? Hjálparstarf Vesturlanda íþriðjaheims ríkjum fær held- ur neikvæða dóma í nýjustu bók William Easterly, The White Man’s Burden. En hag- fræðingurinn Easterley vakti mikla athygli og varð raunar að segja starfi sínu hjá World Bank lausu eftir útgáfu bókarinnar The Elusive Quest for Growth. Í The White Man’s Burden gagnrýnir hann hina hefð- bundnu „áætlana“ nálgun sem flest hjálparsamtök starfa eftir og bendir á kosti „leitar“ nálg- unarinnar, þar sem meira sé lagt upp úr því að starfa með heimamönnum, hlusta á þá og finna lausnir sér- sniðnar að aðstæðum á hverjum stað. Að mati gagnrýnanda New York Times er Easterly betri í að benda á það sem miður fer en að finna nýjar lausnir. Hann spyrji þó engu að síður allra réttu spurning- anna og bókin því mikilvæg lesning öllum þeim sem áhuga hafa á hjálp- arstarfi.    Dómstólar og löggæslan í Texasfá harða útreið í sannsögulegri og hörkuspennandi bók rannsókn- arblaðamannsins Nate Blakeslee, Tulia. Bókin seg- ir frá því er, júlí- morgun nokkurn árið 1999, í bæn- um Tulia í Texas, 47 meintir kók- aínsalar voru handteknir eftir leynilega rann- sókn lögreglu- mannsins Terry Coleman, sem síðar var hylltur sem hetja á meðan að málaferlunum var hraðað í gegnum réttarkerfið þrátt fyrir margar óút- skýrðar misfellur. Mannréttinda- samtök heyrðu síðar sögur af mála- ferlunum og málið var sent fyrir dómstóla á ný. Tulia er að sögn gagnrýnanda Daily Telegraph mjög heillandi lesning, ekki hvað síst fyr- ir lifandi persónulýsingar Blakeslee, og það sem gerir bókina virkilega óhuggulega sé að ekkert við rétt- arhöldin í Tulia geri þau sér- staklega óvenjuleg innan Tex- asríkis.    Einu sinni var strákur sem hétLitli Bleiki Johnny.“ Þessi byrjun á barnabók hljómar örugg- lega kunnuglega í huga margra, enda er Historien om Lille Blege Johnny frjálsleg endurgerð þeirra Dan Schlossingers og Jon Ran- heimsæters á barnabókinni um Litla Svarta Sambó. Í staðinn fyrir rauðu skyrtuna og bláu buxurnar sem Sambó klæddist er Johnny hins vegar í leðurjakka, kúrekastígvélum og með svört sólgleraugu og á leið í bæinn. Og við af villidýrunum hafa tekið bæjarþrjótarnir sem ræna Jo- hnny skartinu. Lille Blege Johnny er uppfull af satíru að sögn Berl- ingske Tidende, ekki hvað síst vegna kostulegra myndskreytinga, og boðskapur sögunnar ætti ekki að fara framhjá neinum.    Lesley Chamberlain býr yfirþeirri sjaldgæfu gáfu að geta gætt heimspeki lífi í gegnum ein- staklega mannlegar sögur. Nýjasta bók hennar, The Philosophy Steamer, er þannig heillandi frá- sögn af útlegð Leníns og 70 mestu hugsuða Rússlands, haustið 1922. En hugsuðunum 70, var ásamt fjöl- skyldum sínum, smalað saman og hópurinn settur um borð í skip sem flutti þau til Þýskalands – og jafnvel þýsku skipverjarnir voru hræddir við að ræða við fólkið þar til rúss- neska leynilögreglan sem fylgdi hópnum var farin frá borði á ný. Lýsing Chamberlain er þó miklu meira en útlegðarsaga, því hug- myndafræðin sem þessir hugsuðir stóðu fyrir voru ekki minni áskorun fyrir vestræna efnishyggju en bols- évismann sem gerði þá útlæga. Erlendar bækur William Easterly Nate Blakeslee Hvernig á að taka á því þegar út kem-ur bók sem er svo stútfull af rétt-mætum sjónarmiðum, réttlátri reiðiog skrifuð af mikilli stílgáfu um efni sem snertir hvert einasta mannsbarn þjóð- arinnar, ef ekki heimsbyggðarinnar; og er svo ofan í kaupið samin af einum helsta fulltrúa hinnar svokölluðu krútt- kynslóðar, sem er sjálfur svo krúttlegur og frámunalega ein- lægur í framgöngu að minnir helst á „drenginn í næsta húsi“ í sápuóperum bandarískum frá sjöunda áratugn- um. Hvernig á að taka á því? Það er eiginlega ekki hægt að taka á því enda spurning hverju á að taka á? Hér er held- ur ekki spurt réttrar spurningar. Rétta spurn- ingin er hvernig taka þeir á því sem spjót bók- arinnar beinast að. Þeir sem vilja álvæða Ísland, gera úr því risastóra álbræðslu, auka hagvöxt – sem Andri Snær útskýrir reyndar frábærlega hversu mikið orðskrípi er – en hann var ekki fyrr búinn að mæta í viðtal um efni bókarinnar og upplýsa að Alcoa kæmi að hergagnaframleiðslu að risinn sendi frá sér til- kynningu um hversu röng, ósanngjörn og al- mennt vitlaus þessi ásökun væri; Alcoa hefði aldrei komið nálægt hergagnaframleiðslu. Og það þrátt fyrir að það hefði framleitt alls kyns hluti úr áli sem auðvitað væru notaðir í her- gögn. En það væri ekki þeim að kenna! Þannig taka þeir á því. Byrja strax að draga úr trú- verðugleika bókarinnar með öllum ráðum. Þessi pistill er ekki rökstudd gagnrýni um bók Andra Snæs. Hann er beint framhald þess að undirritaður gluggaði í bókina. Þetta er bók sem maður gluggar í. Dregur svo andann djúpt og leggur hana frá sér. Finnur bylgju reiði flæða um sig. Finnur til vanmáttar síns. Finn- ur til löngunar að leggja eitthvað af mörkum. Finnur til aðdáunar yfir því að Andri Snær skuli hafa lagt það á sig að efna í þessa nauð- synlegu bók. Finnur til hræðslu. Líklega þeirr- ar hræðslu sem Andri Snær á við í undirtitli bókarinnar. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Hræðslan er margþætt og erfitt að stíga yfir hana. Hræðsla við hvað verður um þetta land og þessa þjóð og hvers vegna hefur ekki tekist að sannfæra þjóðina um ágæti sitt og hvers vegna trúir hún því að velsældin liggi í virkjunum og stóriðju með tilheyrandi nátt- úruspjöllum og virðist óttast hugmyndir um sjálfbærar atvinnugreinar, hugmyndaflug, orku og kraft þegar talað er um framtíðina. Þeir sem munu taka á boðskap Andra Snæs og reyna að kveða hann í kútinn eru þeir sömu og töluðu um „rök skynsemi“ með Kárahnjúka- virkjun og gerðu góðlátlegt grín að „tilfinn- ingarökum“ þeirra sem voru á móti henni. Vonandi svelgist þeim á sjálfumgleðinni og yf- irlætinu. Kaflar bókarinnar um þá slóð mengunar og mannvonsku sem alþjóðlegu fyrirtækin sem ráðamenn íslenskir hafa kosið að binda trúss sitt við eru hrollvekjandi. „Eins og þrettán ára stelpur að reyna við Mike Tyson,“ er lýsingin á því sambandi. Hvert á svo að kæra nauðg- unina? Getur heil ríkisstjórn borið við einfeldni og sakleysi þegar blákaldur raunveruleiki of- beldisins mun blasa við. Eða er þetta allt með ráðum gert? Ein stór álbræðsla Erindi eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is ’Þetta er bók sem maðurgluggar í. Dregur svo and- ann djúpt og leggur hana frá sér. Finnur bylgju reiði flæða um sig.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.