Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Qupperneq 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. mars 2006 | 5 þessa sýningu var fólginn í spurningunni: hvað erum við að gera hérna? Kannski er það bara hégóminn sem dregur okkur upp á leiksvið. Það er erfitt en hollt að horfast í augu við eigin hégóma. Sérstaklega var það erfitt fyrir leikarana.“ Þar sem listgreinarnar mætast Svona sýning kemur ekki vel út í því hefð- bundna gæðamati sem byggist mestan part- inn á aðsókn. Mikil aðsókn er til marks um góða sýningu. „Matið sem lagt er á leiksýningar er svo hefðbundið og tæknilegt. Það er verið að meta frammistöðu leikaranna út frá persónu- sköpun og þegar gagnrýnandinn horfir á leikrit með engum persónum stendur hann hreinlega á gati.“ Segir að þetta sé ekki leikhús? „Já. En til grundvallar hlýtur að liggja spurningin af hverju eruð þið að gera þetta? Og ef listamennirnir spyrja ekki þá er ekki von að aðrir geri það. Auðvitað verður að mæta kröfum áhorfenda á einhvern hátt. En við megum ekki gleyma sjálfum okkur á því stefnumóti.“ Erum við föst í ákveðnu framleiðsluferli leikhússins? Undirbúningur og æfingar taka alltaf tvo mánuði og ferlið er svipað þó að vissulega séu misjafnar áherslur. „Það er allavega pláss fyrir svo miklu meira en þetta, miklu meira en við höldum, og við megum ekki stóla bara á þetta ferli. Við þurfum að víkka sjóndeildarhringinn. Leikhúsið er vettvangur orðræðu og hug- mynda og á að vera staður þar sem listgrein- arnar mætast. Menn segja þetta oft og verða meyrir. En við erum svo oft að sjá svo of- boðslega hefðbundna útfærslu á þessum list- greinum. Þrátt fyrir samrunann. Sumir sögðu að Mindcamp væri gjörn- ingur en ekki leiksýning. Við erum stundum með dálítið kassalaga hugmyndir að útfærslu hlutanna.“ Þú hefur sjálfur tekið þátt í þín- um sýningum að einhverju leyti. Stundum jafnvel verið í hlutverki leikskáldsins en stundum í hlutverki í sýningunni. „Það er nú oftar en ekki tilviljun en ég hef þó verið svolítið að reyna brjóta upp þessar föstu hugmyndir um verksvið og mörkin á milli þeirra. Ég hef orð á mér fyrir að fara inn á vald- svið annarra í stóru leikhúsunum af því að ég hef skoðanir á ýmsu sem snýr að sýning- unni sem ég er að vinna í. Sýningar verða til á æfingum, ekki heima í tölvunni hjá ein- hverjum manni og ég hef gaman af að taka þátt í þessari sköpun. Ég reyni t.d. að vera viðstaddur baksviðs þegar um er að ræða eitthvað sem ég hef gert, bara til að sýna stuðning. Stundum þvælist ég bara fyr- ir en það verður að hafa það. Mér finnst líka að maður þurfi að standa við og standa með því sem maður gerir. Þetta er mín aðferð til þess.“ Brim hefur gengið vel og unnið til marg- víslegra verðlauna. „Já, það er vissulega mitt þekktasta verk þó að maður velji ekki hvað fólk kemur að sjá.“ Þarna ertu að lýsa lokuðu samfélagi nokk- urra karla um borð í fiskiskipi. Þetta er heimur sem er kunnugur sumum en alger- lega framandi fyrir aðra. „Við fyrstu sýn virðist þetta vera hefð- bundið verk en það er engin ákveðin saga að baki, verkið gerist þegar ekkert er að gerast. Mér fannst vanta verk um þessar aðstæður og dálítið sérstakt að við, þessi þjóð norður í hafi, ættum ekki þokkalegt leikrit um sjó- menn. Svo ég vildi bara skrifa eitt svoleiðis.“ Og kvikmyndahandrit hefurðu skrifað, bæði Strákana okkar og Blóðbönd sem nýbú- ið er að frumsýna. „Já, en í báðum tilfellum eru handritin í rauninni skrifuð af leikstjórunum og ég var fenginn á seinni stigum til að herða á orða- lagi. Ég var sumsé aðeins aðkeypt vinnuafl. En hinsvegar stendur til hjá mér að skrifa mitt eigið kvikmyndahandrit sem er dálítið öðruvísi reynsla.“ Og framundan er frumsýning á nýju leik- riti? „Já, leikriti eða kvöldvöku. Kannski lík- vöku? Verkið heitir Hundrað ára hús og verður gert undir merkjum Frú Emilíu í leikstjórn Hafliða Armgrímssonar. Leik- ararnir koma að þessu úr ýmsum áttum, Harpa Arnardóttir, Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors og Laufey Elíasdóttir. Þetta er verk sem fjallar um nokkrar manneskjur sem eru á elliheimili. Það fjallar um minn- ingar og sjálfsmyndina. Mannlega reisn.Við ætlum að leika þetta í stóru hermannatjaldi og vonandi verður frostið farið almennilega úr jörð þegar við frumsýnum.“ Hvar á að tjalda? „Við ströndina.“ Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson Draugalest Þar sem fólk reynir að tala sig að lækningu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Brim Vildi umbylta hugmyndum fólks um sjómennsku. Jón Atli Stundum sér maður meira en heyrir. hann svo til Vínarborgar í Vínarakademíuna, eins og menn köll- uðu gjarnan Akademie für Musik und darstellende Kunst, í þá daga. Sem fyrr lagði hann stund á hljómsveitarstjórn sem að- algrein og hliðargreinar voru píanóleikur, óperupíanóleiðsögn eða Opernkorrepetition og óperustjórn. Var aðalkennari hans í hljómsveitarstjórn Hans von Swar- owsky. Lauk hann þaðan prófi í þessum greinum með glæsibrag 1954. Starfsvettvangur heima Að loknu þessu öllu saman sigldi hann svo heim með Gullfossi, sem var ekki kominn nema inn á ytri höfnina í mynni Reykja- víkur, þegar smábátur renndi sér upp að skipshlið með tvo þrjá vörpulega menn innanborðs sem þóttust eiga erindi við Ragnar nokkurn Björnsson, farþega með skipinu, nýkominn frá námi í Vínarborg. Jú, þeir náðu tali af manninum. Voru þarna komnir formaður og fleiri frammámenn Karlakórsins Fóstbræðra að fá manninn til að gerast söngstjóri kórsins – strax! Hófst þar með 26 ára samvinna Ragnars Björnssonar og Karlakórsins Fóst- bræðra. Ekki hafði hann dvalið lengi á föðurlandinu þegar honum barst svo tilboð um að gerast skólastjóri nýlega stofnaðs tón- listarskóla í Keflavík. Það varð upphafið að 16 ára ánægjulegu skólastjórastarfi Ragnars í Keflavík. Fékk hann til sín góðan hóp tónlistarmanna til að kenna í Keflavík, sem fóru svo flestir með honum aftur, þegar hann stofnaði Nýja tónlistarskólann í Reykjavík 1978. Á unglingsárunum, þegar Ragnar var í Tónlistarskólanum í Reykjavík, hafði Páll Ísólfsson lengi haft þann háttinn á að láta hann spila fyrir sig annað slagið við ýmsar athafnir og önnur tækifæri. Því gerðist það svona eins og af sjálfu sér að hann gerðist aðstoðarorganisti Páls fljótlega eftir að hann kom heim frá námi erlendis eða 1955 og var það meira og minna til ára- móta 1968–69 er Páll lét af störfum og Ragnar var ráðinn dóm- organisti. – Svo undarlegt sem það nú var, hafði hugur hans stefnt frá orgelinu á námsárunum erlendis. Hann hafði að vísu leyst Pál af, svona eftir hendinni, þegar hann var heima í sum- arfríum. En nú fór hann aftur að gera sér títt um orgelið. Hann fór í all-langar námsferðir til Berlínar og München og nam org- elleik hjá Karli Richter, Fr.Högner o.fl. Einnig stundaði hann framhaldsnám í hljómsveitarstjórn í Hilversum í Hollandi og í Köln í Þýskalandi. Um langt árabil stjórnaði Ragnar óperum og ballettum í Þjóðleikhúsinu og var um skeið ráðinn aðstoðarhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann stofnaði óperuflokk með íslenskum óperusöngvurum og færði upp nokkrar óperusýningar í gamla Tjarnarbíói, síðar Tjarnarbæ, á árunum 1968–70. Sem fyrr sagði stofnaði hann Nýja tónlistarskólann 1978 og var skólastjóri hans til dauða- dags 1998. Ragnar fór fjölda tónleikaferða m.a. til Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Norðurlandanna, Þýskalands, Færeyja, Aust- urríkis, Ungverjalands, Frakklands og Sviss, bæði sem kór- stjóri og orgelleikari. Honum var boðið að halda hátíð- artónleika jólin 1985 í Notre Dame í París. Síðustu tónleikaferðina fór hann til Danmerkur og Færeyja, sumarið 1996. Fyrst og fremst orgelsnillingur Að lokum væri ekki úr vegi að vitna í orð Atla Heimis Sveins- sonar, tónskálds, en þeir áttu langt og farsælt samstarf: „Ragnar er óvanalega fjölmenntaður og fjölhæfur tónlist- armaður. … verið hljómsveitar- og kórstjóri, skólastjóri, kenn- ari gagnrýnandi og tónskáld. Samt er hann í mínum augum fyrst og fremst orgelsnillingur … Ragnar sameinaði það besta í hefðinni og hinum nýju straumum í túlkun sígildra orgelverka og meðhöndlun hins mikla hljóðfæris. Viðhorf hans voru sjálf- stæð, öguð, gagnrýnin og persónuleg. Efnisskrá hans spannaði allar orgelbókmenntir, og hann hélt áfram á þeirri braut sem Páll Ísólfsson markaði í Bachtúlkun. Ógleymanlegt er mér þeg- ar hann flutti alla sálmforleiki Bachs í Dómkirkjunni. En Ragn- ar kynnti okkur líka meistara 20. aldar, meðal annars hinn mikla bálk Messianens, Fæðingu frelsarans. Þá var Ragnar óþreytandi að hvetja íslensk tónskáld til að semja fyrir orgel, og kynna verk þeirra hér heima og erlendis. Hann átti einkar auðvelt með að átta sig á innihaldi nýrra verka og finna þeim túlkunarmáta við hæfi. Það er ekki á færi nema hinna mestu listamanna.“Ragnar Björnsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.