Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. mars 2006 | 9 bröttu hamrarnir í fyrstu vísu vel heim við Jökulstallana miklu. Í þriðja lagi eru upptökin í þremur gígum eins og ráða má af fimmtu vísu. Í fjórða lagi er heita vatnið í þriðju vísu, sem sprettur upp úr jötnabyggðum, að líkindum komið undan hrauninu, og það má sérlega vel heimfæra upp á Hallmundarhraun og Hraun- fossa eins og áður er getið, þó að ekki sé hægt að fullyrða að svipað gerist ekki í öðrum gos- um. Hins vegar er mjög ólíklegt að þennan vatnsflaum megi telja jökulhlaup sem er frem- ur ískalt en heitt. Í fimmta lagi getur kvæðið tæplega átt við gos sem hefði orðið eftir kristnitöku. Uppruni Hallmundarhrauns Ýmislegt má nota til að tímasetja þetta gos. Landnámsöskulagið frá því um 871 er undir hrauninu, og af fimmtu vísu má meira að segja ráða líkur til þess að gosið hafi orðið seinna en Eldgjárgosið mikla um 934. Andi þessa kvæðis er rammheiðinn eins og við hefði mátt búast fyrir kristnitöku um árið 1000. Á þessu tíma- bili, 934-1000, sýnist kviðan þess vegna ort og líklega byggð á frásögnum sjónarvotta, svo mikil er innlifun skáldsins, enda eru lýsing- arnar flestar í nútíð Þórhallur Vilmundarson nefndi í vandvirkn- islegri útgáfu sinni á Bergbúa þætti rök fyrir því að kviðan fjallaði um Hallmundarhraunsgos þó að hann teldi upp sitthvað sem efasemd- armenn gætu teflt á móti því: heit vötn, marga menn sem farast og óljósar lýsingar á hraun- rennsli í kvæðinu. Þær mótbárur sýnast líka síður en svo standast, eins og áður er útskýrt. Þórhallur lagði sig fram um að aldur hraunsins væri kannaður. Í formála sínum að Bergbúa þætti segir hann: „Kristján Sæmundsson jarðfræðingur lét ár- ið 1966 aldursgreina mó undan Hallmund- arhrauni með geislakolsaðferð (C-14-aðferð), og reyndist hann vera frá því um 700 e. Kr. +/- 100 ár. Fyrir tilmæli mín kannaði Haukur Jó- hannesson jarðfræðingur jarðvegssnið undan Hallmundarhrauni haustið 1988. Niðurstaða hans er sú, að þar sé að finna landnáms- öskulagið frá því um 900 og hraunið hafi þá að líkindum runnið á fyrstu áratugum 10. aldar. Þegar fyrrnefnd geislakolsgreining hafi verið leiðrétt með tilliti til breytilegs C-14-magns í andrúmslofti, sé niðurstaðan tímabilið 782-860 e. Kr. og stangist það ekki á við niðurstöður öskulagsrannsóknarinnar þegar tillit sé tekið til skekkjumarka. Haukur hefur síðan staðfest afstöðu hrauns- ins við landnámslagið í óbirtri athugun. Í Hallmundarhrauni hafa fundist mannvist- arleifar í Víðgelmi og Surtshelli. Svo vill til að aldursgreining beina bendir til þess að þar hafi menn verið á 10. öld, einmitt þegar hraunið hefur verið ungt. Það er augljóst að um nokk- urt skeið hefur verið tiltölulega notalegt að búa í hellunum eftir að hitinn hætti að vera óþol- andi og þar til hraunið var orðið of kalt. Búseta sem hefði einungis verið í hellunum á þeim tíma væri þá um leið dálítil viðbótarvísbending um hvenær hraunið hafi runnið Ekki sýnast þessar aldursgreiningar þurfa að hnekkja því sem má lesa úr fimmtu vísu: að höfundur kviðunnar hafi vitað að Hallmund- arhraun væri yngra en Eldgjárgosið mikla um 934. En fleiri líkur geta stutt þá tímasetningu. Richard B. Stothers sem fjallaði um Eld- gjárgosið (1998) hefur það eftir spánska sagnfræðingnum Juan de Mariana (1606) að 15. október 939 hafi sólskinið tekið á sig fölan lit um skamman tíma, en ekki er vitað til að þá hafi verið sólmyrkvi. Var orsökin kannski móða í háloftum mynduð af lofttegundinni brenni- steinstvísýringi úr „Eskingum“ í sambandi við skýjadropa? Í Landnámu er sagt að Músa-Bölverkur í Hraunsási í Hálsasveit veitti Hvítá í gegnum ásinn, en áður féll hún um Melrakkadal ofan. Spyrja má hvort sá atburður tengist breyt- ingum sem hraunrennslið olli. Sá ás sem bær- inn er kenndur við er ekki annað en hæð og hefði varla heitið ás ef áin hefði þá runnið eins og nú gegnum sandsteinshrygg sem sést í ásn- um sunnan árinnar og að norðanverðu undir hrauninu í Gunnlaugshöfða. Sá hryggur, lík- lega langur jökulgarður frá lokum ísaldar, gat þá verið hærri en farvegurinn í Skolladal eins og hann heitir nú, svo að þangað hefði áin hlot- ið að falla. Við landnám má þó vera að hún hafi verið búin að brjóta sér farveg til norðurs gegnum jökulgarðinn áður en hún náði að Hraunsási. Þegar hraunið rann hefur það stífl- að þá útrás og gott betur svo að áin hraktist aftur niður að Hraunsási og fór að falla að ein- hverju leyti í gamla farveginn, því að sam- kvæmt lauslegri GPS-mælingu lætur nærri að hraunið á Gunnlaugshöfða sé nú jafn hátt og botn síkisins í Skolladal (Baldur Pálsson). Þarna hefur þá myndast lón og rennsli sem Bölverki bónda hefur ekki líkað. Þá hefði hann tekið til við að hjálpa ánni að brjótast í gegnum sandsteininn í ásnum, en síðan hefði hún full- komnað verkið sjálf eins og nú gefur á að líta. Frásögn Landnámu væri þá vitnisburður um að hraunið hafi verið nýlega runnið á dögum Bölverks, en hann átti í mannskæðum útistöð- um við Tind Hallkelsson á Hallkelsstöðum og bræður hans, að líkindum á síðari hluta 10. ald- ar. Þessi saga væri þá vitnisburður um hraun- rennslið á tíundu öld, þó að atburðarásin hafi ekki endilega verið eins og hér hefur verið gisk- að á. Hvenær var Hallmundarkviða ort? Í formála sínum getur Þórhallur þess að ýmsir fræðimenn hafi talið Hallmundarkviðu vera frá 12. eða 13. öld. Án þess að ég treysti mér til að gagnrýna þá aldursákvörðun sem aðallega mun byggjast á málfari finnst mér ýmislegt benda til annars. Dr. Ólafur Halldórsson hefur þó bent mér á að í ríminu sjáist í eldri orðmynd, þram- mak á fyr skammu (skömmu). Fleiri slík dæmi má nefna, svo sem í 9. og 10. vísu. Heiðin hugsun gegnsýrir allar atburðalýs- ingar. Jötunn er í aðalhlutverki í kviðunni, og hvarvetna bregður kumpánum hans fyrir, en þung orð falla um erkióvininn Þór. Þetta líkist ekki guðrækilegri frásögn Jóns Steingrímssonar af Skaftáreldum sem drottins tyftun og hörm- ungum, „þó með stærri biðlund og vægð en verðskuldað höfðum“. Auk þess er innlifun skáldsins svo mikil að atburðirnir hljóta að hafa verið í fersku minni þess eða í það minnsta heimildarmanna þess. Lýsingarnar eru trúverð- ugar og mjög sértækar á köflum. Þess vegna er líklegt að Hallmundarkviða hafi verið ort í heiðni á tíundu öld og af manni sem hafði að- gang að heimildum um jarðeldinn frá fyrstu hendi. Hver var höfundur Hallmundarkviðu? Það fer ekki á milli mála að höfundur Hallmund- arkviðu hefur verið skáld sem hafði gott vald á dróttkvæðum hætti, hafði auga fyrir athygl- isverðum atburðum og lýsti þeim á trúverðugan hátt á þróttmiklu líkingamáli. Um leið hefur þetta gos fært honum nýja og magnaða sýn á heiðin trúarbrögð hans og átök jötna og goða í náttúrunni, og sennilega hefur hann átt heima í nágrenni við hraunrennslið á tíundu öld. Svo vill til að sögur greina frá einum manni sem þessi lýsing getur átt við. Það var Tindur Hallkelsson á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu. Hann var enn á lífi um 1015 og Sigurður Nordal giskaði á að hann hefði verið fæddur um 960 . Tindur var sonarsonur landnámsmannsins Hrosskels Þor- steinssonar og afkomandi hins nafnfræga Braga skálds, en föðurbróðir Gunnlaugs ormstungu. Tindur orti drápu undir dróttkvæðum hætti um Hákon jarl Sigurðarson sem var uppi 935?-995, og Snorri Sturluson vitnar í hana bæði í Heims- kringlu og Eddu. Í Jómsvíkinga sögu eru ellefu vísur úr drápunni. Tindur tók þátt í Heið- arvígum, og um þá orustu eru til tvær drótt- kvæðar vísur hans. Í síðari vísunni brýnir hann liðsmenn sína að hefna hinna látnu, og síðasta braglínan er endurtekin í sumum handritum. Það minnir á Hallmundarkviðu. Frá Hallkels- stöðum hefur verið fyrsta og langbesta útsýnið úr byggð yfir hraunflóðið. Það lagði síðan leið sína fyrir neðan túnið. Þegar menn smöluðu Hallkelssstaðaheiði og inn á svonefnda Selhæð hafa blasað við þrír gígar í upptökum gossins í Langjökli í um 35 kílómetra fjarlægð. En vafa- lítið hafa menn líka farið inn á Arnarvatnsheiði til að virða betur fyrir sér náttúruundrið eftir að gosmökkurinn sást rísa bak við austurfjöllin. Þó að Tindur skáld hafi sennilega ekki verið fæddur fyrir jarðeldinn hefur hann vafalítið haft af hon- um sannar sögur frá fyrstu hendi og getað lifað sig inn í þessa einstöku atburðarás. Spyrja má hvernig Hallmundarkviða hafi varðveist.. Eldri samtímamaður Tinds, Egill Skallagrímsson, kvaðst mundu koma Arinbjarn- arkviðu sinni fyrir sjónir margra, og hlýtur þá að eiga við að hún yrði rituð, væntanlega með rúnum. Þorgerður dóttir Egils hét því líka að Sonatorrek yrði rist á kefli. Reyndar hlýtur hvert metnaðarfullt skáld að hafa viljað varð- veita verk sín, eins og fram kemur í tólftu vísu Hallmundarkviðu. Ekki er heldur trúlegt að menn hafi lært Hallmundarkviðu þó að þeir heyrðu hana þrisvar eins og segir í Bergbúa þætti. Hún hefur þess vegna fremur varðveist með rúnaletri í upphafi en ritari þáttarins spunnið upp umgerðina. En þó að hann hafi ekki haft staðgóða þekkingu á tilefni kviðunnar verð- skuldar hann heila þökk fyrir að skila henni til seinni tíma. Elsta eldritið? Þegar á allt er litið sýnast talsverð rök hníga að því að Hallmundarkviða sé frásögn af Hallmundarhraunsgosi, hugsanlega í október 939 (Stothers 1998), og að jafnvel sé líka vikið að Eldgjárgosinu mikla árið 934. Þegar lagt er mat á þessa lýsingu má hafa í huga að höfundur sér náttúruna hvarvetna sem lifandi fyrirbæri í ljósi heiðinnar trúar, en það auðveldar skilninginn á sögunni. Trúverðug og ýtarleg frásögn í samtíð- arstíl bendir meira að segja til að skáldið byggi á heimildum um jarðeldinn frá fyrstu hendi. Þó að minnst sé á Eldgjárgosið í Landnámu má segja að Hallmundarkviða sé elsta eiginleg eld- gosalýsing á Íslandi, ómetanlegt og trúverðugt verk á sviði bókmennta og jarðfræði, og Tindur skáld Hallkelsson á Hallkelsstöðum er ekki ólík- legur höfundur hennar. Ljósmynd/Þorsteinn Jósepsson Hraunreipi Ef til vill fyrirmyndin að skreyttu stefni á steinnökkvanum í níundu vísu. Höfundur er veðurfræðingur. kingar svíra Hrynr af heiða fenri; höll taka björg at falla; fátt mun at fornu setri fríðs aldjötuns hríðar; gnýr, þás gengr enn hári gramr um bratta hamra; hátt stígr höllum fœti Hallmundr í gný fjalla, Hallmundr í gný fjalla. 2. Hrýtr, áðr hauga brjóti harðvirkr megingarða, gnýr er of seima særi sáman, eldrinn kámi; eimyrju læt ek áma upp skjótliga hrjóta; verðr um Hrungnis hurðir hljóðsamt við fok glóða, hljóðsamt við fok glóða. 3 Laugask lyptidraugar liðbáls at þat síðan, vötn koma heldr of hölda heit, í foldar sveita; þat spretta upp und epla aur-þjóð vitu jóða; hyrr munat höldum særri heitr, þars fyrða teitir, heitr, þars fyrða teitir. 4. Springa björg ok bungur bergs, vinnask þá, stinnar stór, ok hörga hrœrir hjaldrborg, firar margir; þytr er um Þundar glitni; þrammak á fyr skömmu, en magna þys þegnar þeir hvívetna fleiri, þeir hvívetna fleiri. 5. Þýtr í þungu grjóti „þrír eskvinar svíra“; undr láta þat ýtar enn, er jöklar brenna; þó mun stórum mun meira morðlundr á Snjógrundu undr, þats æ mun standa, annat fyrr um kannask, annat fyrr um kannask. 6. Spretta kámir klettar; knýr víðis böl hríðir; aurr tekr upp at fœrask, undarligr ór grundu; hörgs munu höldar margir, himinn rifnar þá, lifna; rignir mest; at regni røkkr, áðr heimrinn søkkvisk, røkkr, áðr heimrinn søkkvisk. 7. Stíg ek fjall af fjalli, ferk opt litum, þopta; dýpst ferk norðr et nyrðra niðr í heim enn þriðja; skegg beri opt sás uggir ámr við minni kvámu, brýtk við bjarga gæti bág, í Élivága, bág, í Élivága. 8. Várum húms í heimi, hugðak því, svás dugði, vér nutum verka þeira, vallbingr, saman allir; undr er, hví „örvar“ mundi „eitrhryðju“ mér heita, þó ef ek þangat kœma, þrekrammr við hlynglamma, þrekrammr við hlynglamma 9. Sendi mér frá morði, mun ván ara kvánar, handan Hrímnis kindar hárskeggjaðan báru; en steinnökkva styrkvan, stafns plóglimum gröfnum, járni fáðan Aurni, auðkenndan réðk senda, auðkenndan réðk senda. 10. Sterkr, kveða illt at einu oss við þann at senna, Þórr veldr flotna fári; felldr er sás jöklum eldir; þverrðr er áttbogi urðar; ek fer gneppr af nekkvi niðr í Surts ens svarta sveit í eld enn heita, sveit í eld enn heita. 11. Veðk sem mjöll í milli, mart er eimmyrkligt, heima; springr jörð, því at þangat Þór einn kveðk svá fóru; breitt er und brún at líta bjargálfi, mér sjálfum, heldr skek ek hvarma skjöldu, harmstríð, er ek fer víða harmstríð, er ek fer víða. 12. Einn ák hús í hrauni, heim sóttu mik beimar, fimr vark fyrðum gamna, fyrr aldrigi, sjaldan; flokk nemið it eða ykkat, élherðar, mun verða, enn er at Aurnis brunni ónyt, mikit víti, ónyt, mikit víti. Hallmundarkviða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.