Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. mars 2006 | 15 HVERS vegna lesum við bækur? Hvað gerir okkur góða lesendur? Hvert er hlut- verk skáldskapar? Hvaða gagn er af honum? Þannig hljóma sumar þeirra spurn- inga sem Árni Bergmann velt- ir fyrir sér í bók sinni Listin að lesa. Þetta er safn ritgerða þar sem höfundurinn lætur hugann reika um víðlenda akra bókmenntanna í rabb- kenndum og býsna þægileg- um texta. Einnig má skoða þessa bók sem ein- hvers konar úttekt höfundarins á eigin viðhorfum en hann hefur um langan tíma komið að bókmenntum frá ýmsum áttum, sem höf- undur, þýðandi, gagnrýnandi, fræðimaður og kennari en kannski umfram allt sem lesandi. Hann dregur upp mynd af sjálfum sér sem bókaormi og kallast á við Jorge Luis Borges í því að ímynda sér himnaríki sem bókasafn. En í raun og veru er Árni í þessari bók líka að draga upp tveggja heima sýn. Iðulega stillir hann hlið við hlið tveimur Árnum. Árna unga, hinum óreynda manni sem er að hefja sín kynni af heimi bókmenntanna. Við skynjum einsýni hans, bernska sýn og fordómafull viðhorf til þess hvaða bókmenntir séu boðlegar og svo miklu víðsýnni og þroskaðri Árna sem er löngu búinn að skilja að bókmenntirnar hafa ekki á sér eina hlið heldur margar. Við fáum líka með þessari aðferð bókmenntaskilning tveggja tíma- bila beint í æð, fyrir og eftir fall múrsins. Þetta tvísæi textans er tvímælalaust til þess fallið að setja margt umfjöllunarefnið í díalektískt sam- hengi. Það er eitthvað við þessa aðferð sem minnir á Platon eða Sókrates, tesur og antites- ur. Þetta er einhvers konar ,,samdrykkja“. Það er margt bitastætt í hugleiðingum Árna. Hann forðast fræðilega framsetningu og býr texta sinn í þann búning að hann ætti að vera öllum aðgengilegur. Mörg þau viðfangsefni sem hann glímir við eru samt engan veginn léttvæg. Þvert á móti veltir hann fyrir sér ýmsum þeim vanda bókmenntanna sem í gegnum tíðina hef- ur leitt til umfangsmikillar umræðu. Árni er lítið fyrir að gefa einföld svör en leit- ast fremur við að skýra ýmis sjónarhorn og skoðanir í sögulegu ljósi. Hann veltir mjög fyrir sér eðli og hlutverki bókmenntanna, hvernig t.d. nytsemissjónarmið hafa vikið fyrir sundr- andi markaðshlutverki þeirra, hvernig hlutverk þeirra í þjóðfélagsbaráttu hefur rýrnað og sýn- ist mér hann sakna nokkuð þeirra bjartsýnu viðhorfa sem ríkt hafa á tímabilum meiri þjóð- félagslegrar róttækni. En hann nemur ekki staðar við nostalgíuna heldur leitast við að öðl- ast skilning á eðli bókmenntanna með ýmsum dæmum. Í því samhengi má nefna hvernig hann nálgast umræðuna um valdseigindir orðræð- unnar. Hér sjáum við enn tvísæið að verki. Hann tekur dæmi til að útskýra mun á því hvernig rithöfundur og valdsmaður í opinberu embætti nálgast viðfangsefni með ólíkum hætti og velur í hlutverkin einn og sama manninn, Václav Havel. Havel var sem kunnugt er and- ófsmaður áður en hann varð landsfaðir. Hann gegnir því ólíkum hlutverkum. Sem leikrita- skáld dregur hann upp myndir á sviði og lætur áhorfendur eða lesendur draga ályktanir af þeim myndum. Bókmenntirnar gefa ekki svör en leita svara. En sem andófsmaður og síðar forseti semur hann ræður þar sem hann gefur lausnir. Af þessu má álykta sem svo að Árni telji hlutverk bókmenntanna fyrst og fremst vera að spyrja spurninga og það gjarnan óþægilegra spurninga. Hann vitnar í því samhengi í Stein Steinarr sem kallaði skáldskap sinn gjöf til lífs- ins og bætti við að sú gjöf þótt lítil væri hefði aldrei verið til þægðar ,,þeim sem með völdin fóru á landi hér“. Umfram allt er hér á ferðinni ákaflega læsi- leg bók sem sameinar margt. Hún flokkast sannarlega undir umræðubókmenntir þar sem tekið er á ákveðnum málefnum og er þannig innlegg í bókmennta- og þjóðfélagsumræðu okkar tíma. En hún er einnig lipurlega og skemmtilega skrifuð af víðsýni og þekkingu og kannski umfram allt annað af reynslu og mann- viti. Himnaríki er bókasafn Skafti J. Halldórsson Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Árni Bergmann BÆKUR Ritgerðir eftir Árna Bergmann, 211 bls. Háskólaútgáfan, 2005 Listin að lesa Leiklist Lesbók mælir að þessu sinni með sýninguLeikfélags Akureyrar á rússneska leikrit- inu Maríubjöllunni. Um hana sagði í gagnrýni. „Öll framvinda hverfist síðan um tilraunir per- sónanna til að fullnægja frumstæðum neyslu- draumum sínum. Hvað ertu tilbúinn að ganga langt til að koma höndum yfir það sem þig lang- ar í? Og hvort þykir þér vænlegra að níðast á sjálfum þér eða öðrum til að ná því markmiði? Kunnuglegt efni sem oft hefur verið betur skrif- að um en verður hér kveikja að ansi hreint sterkri og áhrifaríkri sýningu.“ Myndlist Mikið er um að vera í Nýlistasafninu umþessar mundir. Auk sýningarhalds í hefð- bundnum rýmum á safninu, er nú búið að opna samsýningu á 3. hæð hússins, verkefni sem ber heitið Rethinking Nordic Colonialism. Á sýning- unni er – eins og titillinn ber með sér – norræn nýlenduhyggja hugsuð upp á nýtt og sagði sýn- ingarstjórinn Tone Olaf Nielsen í samtali við Morgunblaðið í vikunni að ástæðan fyrir áhuga þeirra á þessu efni væri sú að „þetta er saga sem fólk er ekki meðvitað um á stærstu Norðurlönd- unum en þetta er samt mjög nálægt okkur, við erum með fyrrum nýlendur eins og Færeyjar og Grænland“. Í tengslum við sýninguna stendur Reykjavík- urAkademían fyrir fjögurra daga „smiðju“ um málefnið, en þar verður án efa varpað ljósi á marga áhugaverða fleti þessarar sögu. Tónlist Forvitnilegt getur verið að heyra og berasaman efnistök í tveimur nýjum messum eftir íslensk tónskáld sem verða frumfluttar um helgina. Annars vegar er um að ræða Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar, sem flutt verður í þrígang á næstunni; í Íþróttaakademíunni í Keflavík í dag kl. 16, í guðsþjónustu í Skálholtskirkju ann- að kvöld kl. 20 og Grafarvogskirkju á mið- vikudagkvöld kl. 20.30. Kórar þessara þriggja kirkna taka þátt í flutningnum ásamt barnakór- um, Jóns Leifs Camerötu og einsöngvurunum Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Stjórnandi verður Hákon Leifs- son. Hins vegar verður Vídalínsmessa Hildigunnar Rúnarsdóttur frumflutt í guðsþjónustu í Vídal- ínskirkju í Garðabæ á morgun kl. 11. Flytjendur eru kór Vídalínskirkju, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Ólafur Rúnarsson tenór og hljómsveit, en stjórnandi er Jóhann Baldvinsson. Kvikmyndir Þeir sem hafa hug á því að sjá skemmtilegamynd með áhugaverðum leikurum ættu að skella sér á The Matador. Myndin er af því tagi sem flokkast undir kolsvartar gamanmyndir og er ágætlega heppnuð sem slík. Gaman er að sjá Pierce Brosnan í hlutverki léttgeggjaða leigu- morðingjans Julians. Hann rekst á saklausa sölumanninn Danny, sem Greg Kinnear leikur með ágætum. „Brosnan hefur margsinnis sýnt að hann er lið- tækur gamanleikari og nú fær sú hlið leikarans að snúa upp. Framan af er The Matador bráð- fyndin „vinamynd“, í anda Odd Couple og ann- arra slíkra, þar sem brandararnir byggjast mik- ið til á samskiptum ólíkra manngerða,“ sagði m.a. í dómi Sæbjörns Valdimarssonar í Morg- unblaðinu. Lesbók Við mælum með Matador Greg Kinnear og Pierce Brosnan í hlutverkum sínum. EDUCATING Rita eftir Willie Russel sem Karl Ágúst Úlfsson þýddi á sínum tíma: Rita gengur menntaveginn, heitir nú í nýrri þýð- ingu Odds Bjarna Þorkelssonar einfaldlega Rita. Rita þessi er í fljótu bragði afskaplega hentugt verk fyrir fátækt leikhús einsog Kláus. Hlutverkin aðeins tvö og verkið gerir hvorki kröfur til flókinnar leikmyndar né margbrotinna og frumlegra lausna í leik- stjórn; allt byggist á trúverðugri persónu- sköpun og veluppbyggðum samtölum sem eru hnyttin frá hendi höfundar. Vandinn fyr- ir unga leikhúskynslóð liggur hins vegar í viðfangsefninu: Glímu hárgreiðslukonu af 68 kynslóðinni við að fá draum sinn uppfylltan innan menntastofnunar breskrar yfirstéttar. Tíminn virðist svo óralangur frá sjöunda og áttunda áratug tuttugustu aldar þegar miklar breytingar urðu á efnahagslífi og menntakerfi flestra þjóða í Vestur-Evrópu. Í flokkum kom ungt fólk úr „lægri stéttum“ þjóðfélagsins inní menntaskóla og háskóla sem áður höfðu eingöngu verið ætlaðir börn- um embættismanna og efnamanna. Þetta unga fólk kom oft úr umhverfi þarsem skáld voru höfð í hávegum og menn dreymdi drauma um framtíð sem væri eitthvað annað og meira en brauðstritið en einnig úr um- hverfi sem hafði sjaldnast allar forsendur til að styðja það í glímunni innan menntastofn- ana sem sniðnar voru fyrir heimilislíf og leik- reglur yfirstéttar. 68-kynslóðin varð til m.a. í uppreisn gegn þeim reglum og í tilraun hennar til að aðlaga menntastofnanir að ann- ars konar veruleika, eiga þar sjálf heima. Mjög fá leikverk og reyndar fá skáldverk hef ég séð eða lesið sem fjalla um persónulegan vanda þessa unga fólks: að aðlagast eða að- lagast ekki, að menntast án þess að glata sjálfum sér. En Rita er eitt af þessum fáu þó það kafi vissulega ekki djúpt í vandann. Höf- undur sækir innblástur í annað þekkt breskt verk, Pygmalion eftir Bernard Shaw. Og seg- ir þar frá ungri hárgreiðslukonu Ritu sem á sér draum um innihaldsríkara líf og skráir sig því í opinn háskóla, á kvöldnámskeið í enskum bókmenntum, og fær sem leiðbein- anda háskólakennarann Frank sem dauðleið- ur er á starfi sínu en vantar alltaf aukapen- ing því honum þykir sopinn góður og fellst þess vegna á að kenna kvensunni. Hvernig Rita breytir Frank og Frank breytir Ritu á leið hennar að gera draum sinn að veruleika um það fjallar leikritið. Oddur Bjarni kýs að flytja sig úr tíma verksins til okkar tíma; nota ekki ágæta þýð- ingu Karls Ágústs Úlfssonar heldur gera sína eigin; og úr óunnu fallega máluðu timbri hefur Jóhannes Dagsson smíðað ákaflega einfalda, hráa skrifstofu háskólakennara. Þar er ekkert einsog það hafi staðið um aldir, heldur sniðið að ástandi sumra nútíma menntastofnana íslenskra: slæmur aðbúnaður og engin innbundin bók. Inní þetta umhverfi gengur Rita, leikin af Margréti Sverr- isdóttur, og á sér ekki draum heldur er að leita sér að „lífsstíl“ samkvæmt nýju þýðing- unni og í samræmi við nýja tíma; strax á fyrstu mínútunum er hún í gallabuxnadressi með bert á milli laga, staðsett og henni stillt upp(uppstillingarnar skólabókardæmi um sýn karla á konur) þannig að hún á sviðið, leggur staðinn undir sig. Frank, sem leikinn er af Valgeiri Skagfjörð, er nánast ýtt út í horn og þaðan skoðar hann, væskillinn og alkóhólist- inn, hana mestan part sýningar einsog furðu- dýr eða kynveru, sýnir henni jafnvel fram- komu sem flokkast gæti undir kynferðislega áreitni. Það er erfitt að ímynda sér að ein- hver geti eða vilji læra nokkuð af þessum manni eins og erfitt er að kyngja því að sú Rita sem birtist í fyrstu senunum sé hár- greiðslukona og veldur þar bæði búningur og talsmáti nýju þýðingarinnar sem á svo lítið skylt við þær hárgreiðslukonur sem við þekkjum og getum samsamað okkur við. En þegar á líður sýninguna fer Rita Margrétar að líkjast meir hárgreiðslukonu sem hefur áhuga á skáldskap og á létt með að tileinka sér hann og fer þá bæði verkið og hæfileikar leikkonunnar, sem virðast ekki endilega liggja á sviði hins kómíska, um leið að njóta sín betur. Það er augsýnilega ýmislegt í þessa ungu leikkonu spunnið og einnig í leik- stjórann sem nær að framkalla margan hlát- urinn hjá áhorfendum og unnið hefur hug- mynd sína um verkið af alúð. Og er kannski sú hugmynd raunsönn? Dæmigert að óta- landi stelpur með sýniþörf príli nú hratt veg- inn upp í háskólanum með kennaravesalinga undir fótum sér? Eigi sér ekki drauma held- ur séu að leita að lífsstíl? Ég á reyndar líka erfitt með að kyngja því. Og Oddur Bjarni, held ég, hefði náð meiri árangri, fundið meira að moða úr til dæmis fyrir Valgeir Skagfjörð, hefði hann skoðað betur tíma verksins og þær hugmyndir og drauma sem í augnablik- inu virðast órafjarri en stýrðu nú samt penna Willie Russels. Er Ritu hætt að dreyma? LEIKLIST Kláus Rita Eftir Willie Russel í þýðingu Odds Bjarna Þorkels- sonar. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Leik- mynd: Jóhannes Dagsson. Leikarar: Margrét Sverr- isdóttir, Valgeir Skagfjörð Iðnó, sunnudaginn 19. mars 2006, kl. 20. María Kristjánsdóttir Lesarinn Þorpið eftir Jón úr Vör, 1946.Undanfarið hef ég verið að rifja upp kynnin við ljóðabókina Þorpið eftir Jón úr Vör sem kom út árið 1946. Þar eru ljóð sem snerta mann á alveg sérstakan hátt. Látlaus og tær ljóðstíll Jóns í þessari bók höfðar til mín. Skáldið yrkir af einlægni um sterkar og sárar tilfinn- ingar. Lest- urinn er á vissan hátt ferðalag aftur til liðins tíma. Ljóðin veita sérstaka innsýn í harða lífsbaráttu íslenskrar alþýðu á fyrri hluta síðustu aldar. Góð ljóð getur maður lesið aftur og aftur. Góðar ljóðabækur eru mik- ilvæg næring fyrir tilfinningalífið og hugsunina. Melkorka Tekla Ólafsdóttir Dagbókarbrot 27. mars Ég keypti eintak fyrirfjóra skildinga af bókinni Borg- arstjórinn í Casterbridge eftir Hardy, þar sem segir frá því (einsog í minni sögu) að maðurinn selji eig- inkonuna. T.T. segir að andrúmsloft Durnovariu hvetji til viðskipta með konur! Petrushka and the Dancer. The Diaries of John Cowper Powys 1929– 1939. Melkorka Tekla Ólafsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.