Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Qupperneq 1
Laugardagur 3.6. | 2006 [ ]Marilyn Monroe | Ljóskan sem var þó engin ljóska | 2 og 4Pétur Gunnarsson | Til hvers fer maður í bókabúð? | 5Kambódía | Eru afbrotin gegn kambódísku þjóðinni gleymd? | 8–10 Lesbók Morgunblaðsins Eftir Árna Matthíasson | arnim.blog.is Tvíeykið Rankin og Rebus Metsöluhöfundurinn Ian Rankin er nú staddur hér á landi að kynna verk sín. Bækur hans um John Rebus, lögreglumann í Edinborg, eru metsölubækur víða um heim, en nú sér fyrir endann á þeim. S koski rithöfundurinn Ian Rankin, sem er af flestum talinn með helstu og bestu glæpasagnahöf- undum heims, er staddur hér á landi og fjallar um verk sín og les upp í Súfistanum við Laugaveg kl. 13:00 í dag. Að því loknu áritar hann síðan bækur í bókabúð Máls og menningar. Ian Rankin er þekktur fyrir bækur sínar um skoska rannsóknarlögreglumanninn John Rebus, en alls hefur hann skrifað átján bækur þar sem Rebus er í aðalhlutverki. Einnig hefur Rankin skrifað nokkrar bækur aðrar, þar á meðal þrjár undir listamannsnafninu Jack Harvey en síðasta bók hans er Rebus’s Scotland, ríkulega mynd- skreytt bók þar sem hann segir frá Skotlandi æsku Rebus sem er um leið Skotland æsku Rankins. Bækur Rankins eru mest seldu glæpasögur í Bretlandi nú um stundir og hafa verið það und- anfarin ár, en hann nýtur einnig vinsælda víða um heim, þar á meðal vaxandi vinsælda vestan hafs. Hann er og margverðlaunaður, hefur hlotið Chandler-Fulbright verðlaunin, Gullrýtinginn og Demantsrýtinginn, en hvort tveggja er verðlaun samtaka breskra glæpasagnahöfunda, Edgar verð- launin, Þýsku glæpasagnaverðlaunin, smásagna- verðlaun CWA tvívegis, bresku bókaverðlaunin og frönsku verðlaunin Grand Prix du Roman Policier. Hann er heiðursdoktor við þrjá háskóla. Skrudda hefur gefið út fjórar bækur Rankins á íslensku. Teiknimyndir, ljóð og pönk Ian Rankin er fæddur í Cardenden í Fife í sunn- anverðu Skotlandi 1960. Cardenden er kolanámu- bær og var á fallandi fæti þegar Rankin var að vaxa úr grasi, námurnar að syngja sitt síðasta og lítið annað við að vera. Hann var með ríkulegt ímyndunarafl sem barn, teiknaði teiknimyndasög- ur, skrifað ljóð og söngtexta fyrir ímyndaða hljóm- sveit, en hann var líka í pönkhljómsveit um tíma. Að loknu grunnnámi hélt hann til Edinborgar að nema bókmenntafræði sem hann náði reyndar aldrei að ljúka við; í stað þess að ljúka við dokt- orsritgerð sína um Muriel Spark tók hann til við aðrar skriftir. Um tíma bjó Rankin í Lund- únum og svo í Frakklandi í nokkur ár, en síð-  3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.