Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Page 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006
!
Rétt eftir hádegi á fimmtu-
degi er bíllinn minn kyrr-
stæður á gatnamótum við
Langholtsveg. Fyrir framan
mig er einn bíll, blár á litinn.
Við bíðum á umferðarljósum,
það er komið grænt en konan
sem er undir stýri á bláa bíln-
um er svo róleg í tíðinni að ég rétt
slepp yfir á gulu.
Aftur lendi ég fyrir aftan hana á
næstu ljósum. Það kemur grænt en
konan er með
hugann við annað,
hún er að benda
farþegunum sínum
á mótmælanda Íslands sem stendur á
gangstéttinni með sín sígildu skilaboð:
BLÓÐ BUSI DÓRI DAVÍ. Græna ljós-
ið er að líða og ég ræð ekki við mig. Ég
ýti á flautuna. „Bíííb.“
Og hvað gerist? Jú, konan stígur út
úr bílnum sínum, gengur rólega í áttina
til mín, bankar í gluggann og segir blíð-
lega: „Vildirðu tala við mig?“ Ég fylgist
vantrúaður og pirraður með henni koma
gangandi en horfi á eftir henni fullur
aðdáunar. Hún er með prjónahúfu á
höfðinu. Það er komið rautt þegar hún
sest aftur inn í bláa bílinn. Við bíðum
saman eftir næsta græna ljósi.
Þetta atvik staðfestir meðal annars
hve bílflaut er órætt tákn. Rétt eins og
önnur boðskipti ræðst merkingin af því
á hvaða þátt þeirra við leggjum áherslu
(svo vísað sé til kenninga málfræðings-
ins Romans Jakobson). Ef við einblínum
á sendandann, bílstjórann sem flautar,
getur bílflaut verið tjáning á tilfinn-
ingum. Bííííb getur merkt: „Ég er óþol-
inmóður.“ Ef við hugum að viðtakand-
anum, bílstjóra hins bílsins, getur
bílflauti verið ætlað að hafa áhrif á
gjörðir hans eða hennar. Bííííb getur
merkt: „Aktu af stað.“ Ef við veltum
fyrir okkur samhengi boðanna, bílum á
gatnamótum, getur bílflaut miðlað hlut-
lægum upplýsingum. Bííííb getur merkt:
„Það er komið grænt ljós.“ Ef við bein-
um athyglinni að miðlinum sjálfum,
hljóði sem er nógu hátt og hvellt til að
berast frá einum bíl til annars, getur
bílflaut haft þann tilgang koma á sam-
bandi á milli tveggja bílstjóra. Bííííb
getur merkt: „Það er bíll hérna fyrir
aftan þig.“ Ef við leiðum hugann loks að
boðunum sjálfum, tónum flautunnar,
getur bílflaut verið fagurfræðilegur
gjörningur. Bííííb getur merkt: „Ein-
hver er að flauta.“
Konan sem situr í bílnum fyrir fram-
an mig á ljósunum við Langholtsveg
túlkar ekki boðin frá mér með ofan-
greindum hætti. Hún er ljóslega með
hugann við þann þátt boðskiptanna sem
enn er ónefndur, það er að segja sjálft
táknkerfið. Raunin er sú að táknkerfi
bílflautsins er tiltölulega frumstætt og
hefur takmarkað skýringargildi. Engin
traust hefð er fyrir því hvernig túlka
beri stutt flaut eða löng, stakt flaut eða
röð flauta. Í flestum tilvikum er bílflaut
svo órætt tákn að það krefst nánari
skýringar, helst á öðru og fullkomnara
táknkerfi. Bííííb getur, með öðrum orð-
um, merkt: „Talaðu við mig.“
„Vildirðu tala við mig?“ spyr konan
með prjónahúfuna. Ég hreyti einhverju
út úr mér, segi að ég hafi viljað vekja
athygli á að það væri komið grænt ljós
og því verið tímabært fyrir hana að aka
af stað. Ég legg semsagt áherslu á upp-
lýsingagildi og áhrifsgildi boðanna. Kon-
an brosir bara. Og þó að ég geti ekki
annað en dáðst að henni þegar hún
gengur aftur að bláa bílnum er ég
grautfúll út í sjálfan mig. Ég hef verið
klukkaður. Auðvitað hefði ég átt að
svara hinni einföldu spurningu kon-
unnar fumlaust játandi. Síðan hefði ég
átt að horfa í augu hennar og segja,
eins og ekkert væri sjálfsagðara:
„Bííííb.“
Bííííb
og
klukk
Jón Karl Helgason
tjonbarl@hotmail.com
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Áttatíu ár eru liðin frá fæðingu fræg-ustu þokkadísar hvíta tjaldsins,Marilyn Monroe. Ímynd Monroeverður ekki greind frá ótímabærum
dauða hennar 5. ágúst 1962. Henni var aldrei
ýtt til hliðar svo að yngri leikkonur fengju að
spreyta sig, almenningur sá hana ekki smám
saman tapa æskuljóma sínum og hverfa úr
sviðsljósinu. Hún breytist ekki heldur í grót-
eska skrípamynd af sjálfri sér líkt og Eliza-
beth Taylor, sem síðast í
þessari viku neitaði
sögusögnum um að hún
þjáðist af Alzheimer-
sjúkdómnum eða væri við dauðans dyr.
Það er ómögulegt að segja fyrir um hvaða
áhrif það hefði haft á ímynd Monroe væri hún
á meðal okkar í dag, en ímyndin væri án efa
önnur. Kannski hefði síðari hluti ævinnar
skaðað ímynd hennar líkt og gerðist hjá Tay-
lor. Kannski hefði Monroe dregið sig í hlé, líkt
og Greta Garbo gerði, en Garbo hefði allt eins
getað verið látin, svo hart varði hún einkalíf
sitt í næstum hálfa öld hérna megin grafar.
Það hefði hugsanlega einnig haft neikvæð
áhrif á ímynd Monroe ef leikferill hennar hefði
jafnt og þétt legið niður á við síðustu árin eins
og varð raunin með Bette Davis og Joan
Crawford sem báðar störfuðu ótrúlega lengi
við kvikmyndaleik. Ímyndin væri líka önnur
hefði Monroe hreint og beint horfið af sjón-
arsviðinu eins og varð t.d. hlutskipti Veronicu
Lake, Lindu Darnell og Kim Novak. Ólíklegt
er þó að slík hefði orðið raunin, til þess var hún
einfaldlega of fræg. Síðast en ekki síst er sá
möguleiki fyrir hendi að hún hefði náð að end-
urskapa sig með tíð og tíma. Kannski hefði
hún komið öllum á óvart og elst virðulega líkt
og önnur góð gamanleikkona, Katharine
Hepburn. Monroe setti sjálf fram þá ósk: „Ég
vil verða gömul án andlitslyftinga. Ég vil vera
nógu hugrökk til að vera trú andlitinu sem ég
mótaði. Stundum held ég að það væri auðveld-
ara að sleppa því að eldast, að deyja ung. En
þá væri vart lifað til fulls, ekki satt?“
Það er til marks um áhrif Monroe að nýver-
ið birti Forbes.com lista yfir tekjuhæstu látnu
listamennina og er Monroe þar í sjöunda sæti
og hæst allra kvenna, en ímynd hennar er talin
skila tekjum upp á rúmar 600 milljónir króna á
ári. Þessar tekjur af ímynd stjörnunnar hafa
nú leitt til þess að ættingjar fjögurra ljós-
myndara sem tóku þekktar myndir af leikkon-
unni vilja bita af kökunni. Þeir hafa því höfðað
mál á hendur ekkju leiklistarfrömuðarins Lee
Strasberg, en hann erfði á sínum tíma dánarbú
Monroe. Og það er ekki aðeins barist um rétt-
inn á ímynd Monroe. Minjagripamarkaðurinn
þrífst sem aldrei áður og verðgildið á hlutum
tengdum Monroe hefur aldrei verið hærra.
Sem dæmi má nefna að fyrir réttum mánuði
var hafnabolti áritaður af Joe DiMaggio og
Marilyn Monroe seldur á tæpar fjórtán millj-
ónir, en DiMaggio var annar eiginmaður
Monroe og ein helsta stjarna bandarísks
hafnabolta fyrr og síðar. Kjóllinn sem Monroe
klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir
John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í maí
1962 var seldur í október 1999 fyrir um 100
milljónir íslenskra króna, en þeir sem hafa
ekki slík fjárráð geta keypt áritaðar ljós-
myndir af stjörnunni sem kosta allt upp í þrjár
milljónir króna. Stundum kaupa menn þó að-
eins köttinn í sekknum. Síðustu þrjá mánuði
ársins 2005 seldu uppboðshaldararnir á eBay
t.d. meira en 35.000 „ósvikna“ Monroe-
minjagripi sem með einum eða öðrum hætti
eiga að tengjast stjörnunni og kaupendurnir
virtust gjarnan vera fúsir að láta blekkja sig.
Um þetta snúast einmitt nýjustu og kannski
alvarlegustu deilurnar. Hvernig er hægt að
sannreyna að þær vörur sem seldar eru fyrir
þúsundir dala á netinu og í uppboðshúsunum
hafi sannarlega tilheyrt Monroe? Ef taka á
mark á sölumönnunum gleymdi Monroe
gjarnan fötum, skóm, höttum og skartgripum
heima hjá vinum sínum og samstarfsmönnum
og það er í sjálfu sér ekki svo ótrúverðugt. En
þegar þessir hlutir eru farnir að skipta hundr-
uðum (og það úr einu og sama dánarbúinu) er
kannski engin furða þó að óþægilegar spurn-
ingar vakni. Hirðuleysið sem seljendurnir
sýna stundum gefur til kynna þá græðgi sem
stýrir minjagripamarkaðnum, því að oft leggja
þeir nær ekkert á sig til að gefa gripunum trú-
verðugleika. Monroe notaði númer 37,5 af
skóm, en skórnir sem seldir eru í hennar nafni
eru í öllum stærðum, frá 35,5 upp í 40. „Fætur
Monroe áttu til að þrútna“ sagði einn seljand-
inn þegar hann var spurður nánar út í stærð-
ina. Kannski er hérna líka að finna skýrasta
dæmið um guðdómleika leikkonunnar. Rétt
eins og flísarnar úr krossi Krists hefðu á mið-
öldum fyllt heilan skóg, ber merkingarrík fjöl-
földunin yfirskilvitlegri nálægð skógyðjunnar
vitni, en nú geta allir eignast hlutdeild í henni
með því einu að versla á eBay.
Hvað hefði Marilyn svo sagt við þessu öllu?
Kannski hefði hún bara endurtekið eina af sín-
um þekktustu yfirlýsingum: „Ég hef engan
áhuga á peningum, ég vil bara vera yndisleg.“
Gyðjan og góssið
Eftir Guðna Elísson
gudnieli@hi.is
’Hvernig er hægt að sannreyna að þær vörur sem seld-ar eru fyrir þúsundir dala á netinu og í uppboðshús-
unum hafi sannarlega tilheyrt Monroe?‘
I Í kjölfar hins mikla hleranamáls sem GuðniTh. Jóhannesson sagnfræðingur fletti ofan
af á Söguþinginu fyrir tveimur vikum tóku
menn að rifja upp andrúmsloft kalda stríðsins
hér á landi. Talað var um njósnir og áróður og
óttann við innrás hins kommúníska risa í
austri. Af þessum frásögn-
um að dæma var loft hér
lævi blandið og enginn treysti neinum, allir
bjuggust við hinu versta, menn skulfu eins og
hríslur af ótta við það sem kynni að gerast.
II En bíðum við. Í nýjasta hefti Sögu, tíma-riti Sögufélagsins, birtist grein eftir Tinnu
Grétarsdóttur og Sigurjón Baldur Haf-
steinsson um kalda stríðið og kvikmyndasýn-
ingar stórveldanna 1950 til 1975 á Íslandi. Þar
koma fram heimildir sem sýna að almenningur
var kannski ekki jafn móttækilegur fyrir
áróðri stórveldanna og sumir halda fram nú
um stundir. Þar segir að kvikmyndir og kvik-
myndasýningar hafi gegnt veigamiklu hlut-
verki í stjórnmálum kalda stríðsins. Þessir
miðlar voru nýttir af Bandaríkjamönnum og
Sovétmönnum til þess að koma pólitískri hug-
myndafræði sinni á framfæri og auðvitað var
menning þessara þjóða birt þar í jákvæðu
ljósi. Talað hefur verið um „menningarstríð“ í
þessu sambandi og „fórnarlömb“ þess áttu að
hafa verið almenningur eða almennt viðhorf til
þessara tveggja þjóða, það var stefnt að því að
vinna trú almennings og traust. Tinna og Sig-
urjón leiða það hins vegar í ljós að almenn-
ingur var ekki jafn ginnkeyptur fyrir áróðr-
inum og ætla mætti. Hann hélt haus, var
gagnrýninn á það efni sem honum var miðlað,
hló að því jafnvel. Hér geisaði í raun og veru
ekkert „menningarstríð“ og það voru í raun og
sannleika engin „fórnarlömb“ heldur.
III Tinna og Sigurjón segja í niðurlagi grein-ar sinnar að hugmyndin um „menningar-
stríð“ hafi fyrst og fremst verið „pólitísk hug-
myndafræði stórveldanna sem hefur verið
yfirfærð a svið almennings og hafa fræðimenn
álitið sem svo að almenningur hafi tekið við
þessum sendingum stórveldanna gagnrýn-
islaust“. Það gerði almenningur á Íslandi hins
vegar ekki, segja þau og bæta við: „Frá sjón-
arhóli fólksins sem skipulagði og sá þessar
sýningar urðu örlög „áróðursmynda“ stórveld-
anna oft þau að hlegið var að þeim, menn skoð-
uðu þær með það fyrir augum að læra um
kvikmyndagerð, tæknikunnáttu, byggingar,
náttúru og dýralíf o.s.frv.“ Heimildir grein-
arhöfunda, sem byggjast einkum á viðtölum
við fólk sem sá kvikmyndasýningarnar, sýna
einnig að sýningarnar voru notaðar til að
halda uppi ýmiss konar félagsfundum, stefna
sveitungum saman og stytta þeim stundir. Allt
bendir þetta til þessa að loftið hafi kannski
ekki verið alveg jafn lævi blandið og sumir
vilja halda fram nú.
Neðanmáls
Fræðimaðurinn Peter Singer bendir á að með einkavæðingu her-þjónustu hafi hópar aðrir en stjórnarherir, t.d. andspyrnuherir,aukinn aðgang að hergögnum og hernaðarþjónustu og að einka-
væðing herþjónustu grafi þannig undan einokun ríkis á beitingu vopna-
valds frekar en að ýta undir hana. Fleiri hópar innan ríkis geta öðlast völd
þegar aðilar utan ríkis annast framboð og eftirspurn. Það leiðir af sér
aukna óvissu og óstöðugleika sem getur leitt til upplausnar innan ríkis.
Hernaðarfyrirtæki eru til dæmis þekkt fyrir að skipta við hópa sem vinna
að upplausn ríkisins, eins og eiturlyfjabaróna eða hryðuverkamenn.
Einkavæðing herþjónustu stuðlar því að upplausn ríkja vegna viðskipta
sinna við ríkisvald og uppreisnarhópa innan sama ríkis. [...]
Sambandið á milli stöðu veikra ríkja og stöðu sterkra ríkja er oft slitið
úr samhengi. Það er ekki lengur hægt að segja að veik ríki skipti ekki máli
og að þau lagist sjálfkrafa á endanum. Ekkert ríki er til í tómarúmi og líta
þarf á samskipti ríkja með hráefnisframleiðslu og iðnríkja sem mótandi
hvort á annað. Alþjóðaviðskipti með náttúruauðlindir við spilltar rík-
isstjórnir eða uppreisnarhópa á átakasvæðum hafa áhrif á framgang
stríðs þar sem fjármögnun til stríðsreksturs er viðhaldið. Það getur leitt
til upplausnar ríkis, rétt eins og einkavæðing herþjónustu grefur undan
einokun ríkisvalds á beitingu vopnavalds, sem er ein forsenda sterkra
ríkja.
Fyrirtæki sem versla með náttúruauðlindir geta tekið þá afstöðu að
setja þvingandi reglur á viðskiptin og draga þannig úr misrétti sem er
hugsanleg ástæða átaka. Nýting náttúruauðlinda getur verið til góðs eða
ills, svo og alþjóðaviðskipti með afurðir þeirra. Taka þarf til endurskoð-
unarkenningar ný-umbótasinna um að viðskipti hafi ávallt góð áhrif og líta
á þau í víðara samhengi með siðferðislegar spurningar í huga, og líta til
einkavæðingar herþjónustu í því sambandi. Samskipti veikra ríkja við al-
þjóðasamfélagið stuðla því ekki alltaf að friði líkt og ný-umbótasinnar
halda fram.
Elín Ösp Gísladóttir
Hugsandi www.hugsandi.is
Einkavæðing hernaðar
Morgunblaðið/Golli
Mjá!
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins