Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Síða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006 | 3
asta áratuginn hefur hann búið í Edinborg.
Á námsárunum í Edinborg skrifaði Rank-
in þrjár skáldsögur, eina sem aldrei hefur
komið út – myrk gamansaga að því hann
segir sjálfur – aðra sem kom út 1986 og
sagði frá ungum manni sem elst upp í Fife
og langar til Edinborgar og svo loks Knots
& Crosses, fyrstu bókina um John Rebus.
Rebus er ekki venjulegur lögreglumaður
og reyndar býsna óvenjuleg söguhetja í
glæpasagnaröð. Hann er ekkert sérlega við-
kunnanlegur, hranalegur og hrár, þung-
lyndur alkóhólisti sem er alltaf hársbreidd
frá því að falla endanlega. Sumt í fari hans
er eiginlega orðið klisja í seinni tíma glæpa-
sögum en Rebus er annað og meira en
klisja, hann er trúverðug persóna sem les-
andinn getur séð þroskast í hverri bók,
breytast smám saman í takt við reynslu og
innræti.
Viðtökur við Knots & Crosses voru ótta-
lega dauflegar og Rankin fannst ekki vert
að halda áfram á sömu braut, skrifaði næst
njósnasöguna The Watchman sem hann
segist gjarnan hafa dálæti á, finnst hún vel
skrifuð, en hún gerðist í Lundúnum. Næsta
bók, Westwind, gerðist aftur á móti vestan
hafs, víst gamansöm hátæknispennusaga.
Þegar hér var komið sögu spurði einhver
sem lesið hafði Knots & Crosses hvað hefði
eiginlega orðið um Rebus og Rankin ákvað
að skrifa bók sem segði meira frá Rebus.
Ætlaði ekki að skrifa glæpasögur
Rankin segist hafa ætlað sér að verða rit-
höfundur, en ekki að skrifa glæpasögur.
Knots & Crosses átti þannig ekki að verða
glæpasaga heldur hélt hann sig vera að
skrifa myrkan sálfræðitrylli sem byggðist á
minninu um Jekyll og Hyde og var uppfull
með orðaleikjum og flækjum (Rebus er
enskt heiti á raðspili þar sem myndir tákna
orð, en John fékk Rankin að láni frá svarta
töffaranum John Shaft). „Það var eiginlega
tilviljun að aðalsöguhetjan varð lög-
reglumaður, enda skipti það ekki máli fyrir
framvinduna. Þegar bóksalar skipuðu bók-
inni síðan sem glæpasögu fór það í taug-
arnar á mér, enda fannst mér hún eiga
heima með bókmenntalegri verkum. Ég
þekkti þó lítið sem ekkert til glæpasagna á
þeim tíma og ákvað að kynna mér þær,
keypti nokkrar, fannst þær skemmtilegar
og varð þá sáttur við að vera glæpasagna-
höfundur.“
Edinborg er snar þáttur í bókum Rank-
ins, svo snar þáttur að halda mætti því
fram að borgin sé nánast í jafn stóru hlut-
verki í hverri bók og Rebus sjálfur. Rankin
segir reyndar að fyrir sér sé borgin að-
alpersóna hverrar bókar. „Ég fluttist hing-
að til að fara í framhaldsnám og fannst
strax að Edinborg væri ekki öll þar sem
hún er séð. Ég byrjaði því að yrkja og
skrifa smásögur og skáldsögur til þess að
ná að skilja hana betur og er enn að reyna
tuttugu árum síðar.“
Það var þó ekki bara borgin sem kom
Rankin á skrið í glæpasagnaritun, því eins
og getið er hugðist hann skrifa upp á nýtt
söguna af Jekyll og Hyde í fyrstu bókinni
sinni en höfundur Dr. Jekyll og Hyde, eins
og bókin hét í íslenskri útgáfu 1943, var
Edinborgarbúinn Robert Louis Stevenson.
Rankin segir að hann sé augljós áhrifavald-
ur en nefnir einnig Notes and Confessions
of a Justified Sinner eftir James Hogg og
svo má ekki gleyma réttarlækninum Joseph
Bell sem varð Arthur Conan Doyle fyrir-
mynd Sherlock Holmes.
Innhverfur einfari
Eins og getið er hefur Rebus tekið út
talsverðan þroska frá því fyrsta bókin kom
út og meiri þroska en honum var ætlað í
upphafi þar sem hann átti aðeins að lifa
eina bók og svo ekki söguna meir. Hann
hefur líka elst í bókunum, var fertugur í
fyrstu bókinni en nú 58 ára gamall, og með
aldrinum hefur orðið annar maður, mildari
og heilsteyptari og skapgerðarbrestirnir
ekki eins áberandi þó þeir séu enn til stað-
ar.
Tónlist er áberandi í bókunum, Rebus er
sífellt að hlusta á tónlist og eins aðstoð-
arkona hans Siobhan Clarke. Í fyrstu bók-
unum hlustaði Rebus aðallega á djass og
klassíska tónlist. Núorðið er það aðallega
rokk frá sjöunda og áttunda áratugnum,
fimm uppáhalds plötur hans eru með Van
Morrison, Rolling Stones, John Martyn,
Wishbone Ash og Hawkwind, en Siobhan
hlustar á nýrri tónlist, indírokk og ný-
bylgju. „Ef það er lagt saman er útkoman
plötusafnið mitt, en ég nota tónlistina mikið
vegna þess að ég er sjálfur misheppnaður
tónlistarmaður og eins vegna þess að tón-
listarsmekkur gefur býsna góða mynd af
persónuleika hvers og eins. Ef Rebus hlust-
ar til að mynda á Leonard Cohen á nótt-
unni er það vegna þess að hann er inn-
hverfur einfari.“
Sú spurning kviknar eðlilega hvort Rank-
in sé að lýsa sjálfum sér að einhverju leyti
þegar hann lýsir John Rebus og þá hvort
hann sé að gæða Rebus einhverjum eig-
inleikum sem hann sjálfur vildi hafa. Ekki
er hann þó á því, segir að þeir séu eiginlega
andstæður. „Rebus myndi alls ekki kunna
við mig, þætti ég vera fullfrjálslyndur – of-
urviðkvæm pissudúkka sem aldrei hefði
tekið til hendinni. Við gætum rætt um tón-
list en eiginlega ekkert annað. Þó höfum við
sama bakgrunn, fæddir í sama bænum og
ég á það til að gera sumt af því sem hann
gerir, keyra um borgina á nóttunni og sitja
í myrkrinu og horfa út í loftið. Ég á það
líka til að detta í þráhyggju eins og hann.
Það má eiginlega segja að það að skrifa um
Rebus sé nokkurskonar sálfræðimeðferð –
ef eitthvað bjátar á í lífinu, læt ég hann um
að glíma við það.“
Eftirlaunaaldurinn nálgast
Þó bækurnar um Rebus séu margar
býsna snúnar segist Rankin yfirleitt ekki
vera lengi að skrifa þær, var
svo snöggur að því á árum áður
reyndar að hann hélt úti auka-
sjálfi til að geta sent frá sér
tvær bækur á ári.
Á bak við sumar bækurnar
liggur þó talsverð vinna og
Rankin nefnir sem dæmi
síðustu Rebus-
bókina sem
hann lauk
við. „Ég get
nefnt sem
dæmi þá bók
sem ég lauk síð-
ast við, en hún
gerist um það
leyti sem árlegur
leiðtogafundur G8-
ríkjanna var haldinn
í Skotlandi í júní síð-
asta sumar. Ég lagðist
þá í miklar rannsóknir,
talaði við fjölda
manns, safnaði
miklu af úr-
klippum og
myndum frá
fólki í kröfugöng-
um og á mótmæla-
fundum. Síðan setti
ég upp tímalínu fyr-
ir bókina, þ.e. hvað
gerðist hvern dag á
meðan fundurinn var
haldinn, en byrjaði ekki
á eiginlegum bók-
arskrifum fyrr en í janúar
sl. Þá vann ég líka hratt,
skrifaði 350 síður á fjörutíu
dögum. Ég skilaði svo bókinni af mér í maí,
en þá var ég búinn að skrifa hana upp í
þriðja sinn og hún komin í ríflega 400 síður.
Það má því segja að það hafi tekið mig slétt
ár að semja hana, en sjálf skrifin tóku mig
fjóra mánuði.“
Rebus eldist á eðlilegan hátt, eldist um
eitt ár á hverju ári, sem þýðir það að hann
nálgast eftirlaunaaldurinn enda fara skoskir
lögreglumenn á eftirlaun sextugir. Það
veldur aðdáendum Rankin og Rebus eðli-
lega nokkru hugarangri að það sjái fyrir
endann á Rebus-seríunni, reyndar eru ekki
nema tvær bækur eftir að því
Rankin segir – Rebus verður sex-
tugur á næsta ári. Svo kvíða
menn endalokunum að þingmaður
að skoska þinginu lagði fram fyr-
irspurn til dómsmálaráðherra um
hvort ekki væri hægt að hækka
eftirlaunaaldurinn til að tryggja
að bækurnar yrðu fleiri.
Rankin tekur þessu þó með ró,
er þegar búinn að skrifa
næstsíðustu bók-
ina sem kemur út í
október næstkom-
andi, og segist brátt
fara að leggja drög
að síðustu bókinni.
Hvað taki þá við hafi
hann ekki hugmynd
um.
Óttinn við hið
ókunna
„Kannski tekur Siobhan
við sem aðalpersóna
en Rebus verð-
ur í auka-
hlutverki,
kannski skrifa ég
eitthvað allt ann-
að, hver veit,“
segir Rankin og
bætir við að hann
sé fráleitt orðinn
leiður á Rebus. „Ef
ég hefði einhvern tím-
ann orðið leiður á
Rebus hefði ég hætt að
skrifa bækur um hann,
svo mikið er víst. Ég er
ekki heldur orðinn leiður
á að skrifa um Edinborg og Skotland, enda
myndi ég þá hætta alveg að skrifa. Ég hef
haldið áfram að skrifa bækur um John
Rebus vegna þess að ég á enn eftir að kom-
ast að kjarna hans. Ég veit ekki allt það
sem er um hann að vita og held því áfram.
Allir þekkja dæmi um höfunda sem eru
enn að nota söguhetjur sem ætti löngu að
vera búið að slá af. Þá eru menn að skrifa
peninganna vegna eða fyrir aðdáendur eða
þá af ótta, ótta við hið ókunna. Ótta sem ég
stend frammi fyrir eftir eina bók til.“
Tvíeykið
Rankin
og Rebus
’„Rebus myndi alls ekkikunna við mig, þætti ég
vera fullfrjálslyndur –
ofurviðkvæm pissu-
dúkka sem aldrei hefði
tekið til hendinni. Við
gætum rætt um tónlist
en eiginlega ekkert
annað.“‘